Fréttir

Leikum á Króknum safnar fyrir ærslabelg

Nú er sá langþráði draumur orðinn að veruleika að staðsetning hefur verið ákveðin fyrir ærslabelg á Sauðárkrók. Verður hann staðsettur hjá sundlauginni ef næst að fjármagna sjálfan belginn. Hollvinasamtökin Leikum á Króknum standa nú að söfnun fyrir ærslabelgnum.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar enn í góðum séns

Leikmenn Kormáks/Hvatar mættu á Grýluvöllinn í Hveragerði í blíðuveðri síðastliðinn föstudag og öttu kappi við lið Hamars í átta liða úrslitum 4. deildar. Húnvetningar mættu örlítið brotnir til leiks en tveir Spánverjar voru í banni eftir hasarinn í lokaleik liðsins í B-riðlinum viku áður. Það fór svo að Hvergerðingar fóru með sigur af hólmi, lokatölur 3-2.
Meira

Sigur í fyrsta æfingaleik Stólanna

Lið Tindastóls lék fyrsta æfingaleik sinn fyrir komandi tímabil í körfunni í Þorlákshöfn nú á föstudaginn. Stólarnir eru komnir með fullskipað lið en það sama verður ekki sagt um Þórsara sem tefldu fram mörgum ungum köppum í bland við þekktari stærðir. Stólarnir hafa aðeins æft með fullan hóp í viku eða svo og því kom ekki á óvart að haustbragur væri á liðinu. Sigurinn var þó aldrei í hættu en lokatölur voru 59-81.
Meira

Lið Tindastóls fallið í 3. deild

Tindastóll og Selfoss mættust á Sauðárkróksvelli í 2. deild karla nú á laugardaginn. Fyrir leikinn var lið Stólanna í vonlausri stöðu þegar enn voru fjórar umferðir eftir og í raun ljóst að kraftaverk dygði ekki til að bjarga liðinu frá falli. Gestirnir eru hinsvegar að berjast fyrir sæti í Inkasso-deildinni að ári og Stólarnir reyndust lítil fyrirstaða. Lokatölur voru 1-4 og lið Tindastóls þar með fallið í 3. deild.
Meira

Tækifæri dreifðra byggða í fjórðu iðnbyltingunni

Fimmtudaginn 5. september standa landshlutasamtökin og Nýsköpunarmiðstöð fyrir málþingi um tækifæri dreifðra byggða í fjórðu iðnbyltingunni. Óhætt er að segja að þingið sé með nokkuð óhefðbundnu sniði þar sem það fer fram með sömu dagskrá á sex stöðum á landinu en verður jafnframt sent út á internetinu. Hægt verður að taka þátt með því að mæta á einhvern þessara sex staða sem eru Borgarnes, Ísafjörður, Sauðárkrókur, Akureyri, Reyðarfjörður og Selfoss eða tengjast netinu.
Meira

Auðlindir skulu vera í þjóðareign

Landsstjórn og þingflokkur Framsóknar hélt sinn árlega sameiginlega vinnufund á Sauðárkróki um helgina. Þar var m.a. ályktað um að flutningskostnaður raforku verði jafnaður á kjörtímabilinu, sem er ein af mikilvægustu byggðaaðgerðum sem ráðast þarf í. „Framsóknarflokkurinn hefur ávallt staðið vörð um að í landinu búi ein þjóð sem þarf að hafa jafnan aðgang að grunnþjónustu og þarna er mikilvægt skref stigið í þá átt,“ segir í ályktuninni.
Meira

Spæjaraskólinn tekur til starfa - Ráðgátur fyrir 9-12 ára krakka

Spæjaraskólann, sem er leikur fyrir 9-12 ára krakka, er hægt að fá inngöngu í á netinu á slóðinni radgatur.is. Þar er hægt að gerast áskrifandi að ráðgátum eða sögum sem aðalpersónurnar, Klara Sif og Atli Pawel, lenda í. Aðstæður eru ætíð dularfullar og þurfa þau aðstoð áskrifenda til að leysa gátuna. Í hverjum kassa má finna inngang að sögu kassans og nokkrar þrautir og verkefni sem þarf að leysa til að komast að lausn gátunnar. Á bak við Spæjaraskólann stendur þriggja manna teymi sem legi hefur haft áhuga á alls konar ráðgátum.
Meira

Spínatsalat og japanskur kjúklingaréttur

Matgæðingar í 33. tbl ársins 2017 voru þau Kristín Ingibjörg Lárusdóttir sem er innfæddur Blönduósingur og Gunnar Kristinn Ólafsson sem kemur frá Hvolsvelli. Þau eiga fjögur börn og búa á Blönduósi þar sem þau eiga Ísgel ehf. ásamt bróður Kristínar og mágkonu. Gunnar starfar hjá Ísgel en Kristín er leiðbeinandi í Blönduskóla.
Meira

„Maður og náttúra, nýtilkominn sambúðarvandi“ - Áskorendapenninn Hörður Ríkharðsson Blönduósi

Ef það er um það bil þannig að maðurinn í núverandi mynd sinni hafi komið fram fyrir fáum milljónum ára, ekki tekið sér fasta búsetu og hafið ræktun lands fyrr en fyrir 10.000 árum og ekki innleitt tækni né hafið eiginlega auðlindanýtingu og orkubrennslu í stórum stíl fyrr en undir 1800 þá verður að segjast að allt hefur verið að gerast á síðustu 200 árum eða svo.
Meira

Upptaka af sýndarréttarhöldum í máli sakborninga í Illugastaðamorðunum aðgengileg á vefnum

Nú má nálgast upptöku af af „nýjum réttarhöldum“ í máli Agnesar Magnúsdóttur, Friðriks Sigurðssonar og Sigríðar Guðmundsdóttir sem dóm hlutu í hinum svo kölluðu Illugastaðamálum. Voru Friðrik og Agnes dæmd til dauða fyrir morðin á Nathani Ketilssyni og Pétri Jónssyni og hálshöggvin á Þrístöpum 12. janúar 1830 en Sigríður send í ævilanga fangelsisvist í Kaupmannahöfn. Frá þessu segir á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira