Fréttir

Skagafjörður ætlar ekki að endurnýja samstarfssamning um málefni fatlaðra

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar ákvað á fundi sínum í morgun að draga sig út úr samstarfi nokkurra sveitarfélaga um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra sem rennur út um næstu áramót. Fyrr í sumar ákvað byggðarráð Húnaþings vestra að endurnýja ekki samninginn og varð þá strax ljóst að hann yrði í uppnámi.
Meira

Góður sigur Tindastóls á KS vellinum

Stelpurnar í Tindstól tóku á móti liði Aftureldingar úr Mosfellsbænum á KS vellinum á Sauðárkróki í gær í blíðuveðri. Leikurinn var varla hafinn þegar fyrsta markið kom en barátta og spenna voru einkennandi á vellinum allt til loka. Lokatölur 2-1 fyrir heimastúlkum sem sjá glitta örlítið í úrvalsdeildarsæti að ári.
Meira

Þrautaganga Stólanna heldur áfram

Lið Tindastóls mætti hálf lemstrað til leiks á Húsavík í gær þar sem þeir léku við heimamenn í Völsungi. Átta leikmenn vantaði í hópinn og því aðeins þrettán leikmenn á skýrslu. Þrátt fyrir þetta voru Stólarnir inni í leiknum þar til á 80. mínútu þegar Húsvíkingar komust í 3-1. Lokatölur voru 4-1 og þrautaganga Tindastóls heldur því áfram í 2. deildinni.
Meira

Íbúum fjölgar í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra

Þjóðskrá Íslands sendi frá sér tölur um íbúafjölda svo sem venja er um hver mánaðamót. Þar má sjá fjölda íbúa eftir sveitarfélögum og samanburð við íbúatölur 1. desember 2017 og 1 desember 2018. Fjölgunin er mest í Reykjavík þar sem fjölgað hefur um 1.630 íbúa frá 1.des. 2018 til 1. sept. 2019. Ef litið er til landshluta varð hlutfallsleg fjölgun mest á Suðurlandi, 2,7%, en á Vestfjörðum var fækkun um 0,1%. Á Norðurlandi vestra var hlutfallsleg fjölgun 1,5% en fjölgað hefur í öllum sveitarfélögum landshlutans og var íbúatala hans 7.336 manns þann 1. september.
Meira

Ráðherra – engin teikn á lofti?

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra er jafnan glaðbeittur og kampakátur stjórnmálamaður og tekur af ljúfmennsku í erindi sem að honum berast, þau eru ófá og af ýmsum toga. Sum eru alvarlegs eðlis, snerta einstaklinga með beinum og tilfinnanlegum hætti. Bið og tafir á efndum hafa því afleiðingar, stundum óafturkræfar, stundum persónulegar og hörmulegar. Önnur eru stefnumótandi og lýsandi fyrir áherslur, viðhorf, gildismat og hugmyndafræði ráðherra og hafa áhrif á stóra hópa í þjóðfélaginu.
Meira

Stjórn SSNV fundar með þremur ráðherrum

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fundaði nýlega með nokkrum ráðherrum um málefni landshlutans. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar, tók á móti hópnum í sínu ráðuneyti en því næst hélt hópurinn í Stjórnarráðið þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti stjórnarmönnum. Loks hitti hópurinn Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála.
Meira

80 ára afmælishátíð sundlaugarinnar í Varmahlíð

Sundlaugin í Varmahlíð fagnaði nýlega 80 ára vígsluafmæli og var þess minnst með veglegri veislu fimmtudaginn 29. ágúst. Samhliða afmælisveislunni var efnt til Grettissunds en í því var fyrst keppt á vígsluhátíð sundlaugarinnar fyrir 80 árum síðan.
Meira

Kostnaður Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna Aðalgötu 21

Í liðinni viku fékk ég loks svör við fyrirspurnum mínum varðandi kostnað sveitarfélagins við endurbætur húsanna við Aðalgötu 21. Þar kemur fram að heildarkostnaður við framkvæmdir húsanna er nú tæpar 318 milljónir króna. Verkið er því komið 118 milljónir fram yfir upphaflega áætlun sem hljóðaði upp á 200 milljónir króna og er þó enn ekki lokið. Stærsti kostnaðarliðurinn eru iðnaðarmenn á tímakaupi, ásamt kostnaði við uppihald þeirra hér þar sem þeir komu annarsstaðar frá.
Meira

Mark beint úr útsparki á Blönduósvelli

Fjögurra liða úrslit í úrslitakeppni 4. deildar hófust í dag og átti lið Kormáks/Hvatar heimaleik í hádeginu gegn liði Ægis frá Þorlákshöfn. Það er skemmst frá því að segja að jafntefli var niðurstaðan í leiknum en leikið var við erfiðar aðstæður, það var hvasst á Blönduósi. Lokatölur 1-1 og enn því allt opið í baráttunni um sæti í 3. deild.
Meira

Tveir réttir úr taílenska tilraunaeldhúsinu

Matgæðingur vikunnar í 34. tbl. Feykis árið 2017 var Jón Ívar Hermannsson sem starfar sem tölvunarfræðingur hjá TM Software, dótturfélagi Nýherja og vinnur hann þar við ýmis hugbúnaðarverkefni. Jón Ívar er búsettur í Reykjavík en er þó alltaf með annan fótinn á Hvammstanga en þar er hann uppalinn. Jón segist lengi hafa haft áhuga á matargerð, ekki síst ef maturinn er frá framandi löndum, og hefur hann m.a. sótt námskeið í taílenskri og indverskri matargerð.
Meira