Fréttir

Haustlegur matur

Þáttur þessi birtist áður í 35. tbl. Feykis 2017: Nú stendur sláturtíðin sem hæst og þá er tilvalið að verða sér úti um ódýrt hráefni sem hægt er að matreiða dýrindis rétti úr. Í hugum margra eru lifur og hjörtu ekki beint kræsilegur matur en tilfellið er að úr þeim má útbúa hina fjölbreytilegustu rétti eins og uppskriftirnar sem hér fylgja bera með sér.
Meira

Draumurinn lifir!

Já! „Dömur mínar og herrar. Draumurinn lifir!“ segir Jónsi, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls, á Facebook í kvöld. Draumurinn um að komast upp í Pepsi Max, úrvalsdeildina í kvennaboltanum. Þegar ein umferð er eftir er lið Tindastóls aðeins tveimur stigum á eftir liði FH sem situr í öðru sæti Inkasso-deildarinnar og ef Hafnfirðingarnir misstíga sig í lokaumferðinni þá gætu Stólastúlkur vaknað upp við þann ótrúlega veruleika að leika í efstu deild næsta sumar. Stelpurnar spiluðu við ÍR í kvöld í Breiðholtinu og unnu öruggan 0-4 sigur.
Meira

Séríslenskur rostungsstofn sem hvarf við landnám

Hópur vísindamanna frá Íslandi, Danmörku og Hollandi hefur í fyrsta skipti staðfest með erfðarannsóknum og aldursgreiningum á beinaleifum rostunga að á Íslandi lifði sérstakur íslenskur rostungsstofn sem varð útdauður um landnám fyrir um 1100 árum. Veiðar á rostungum og verslun með afurðir þeirra, skögultennur, húðir og lýsi, eru líklegir orsakavaldar að útrýmingu dýranna. Aðrir þættir, einkum hlýnandi loftslag og eldgos, gætu hafa ýtt undir eyðingu tegundarinnar á Íslandi. Þessar niðurstöður eru meðal fyrstu hugsanlegra dæma um ofnýtingu á sjávarlífverum.
Meira

Menningarsjóður KS úthlutar styrkjum

Síðastliðinn þriðjudag fór fram afhending styrkja úr Menningarsjóði KS. Að þessu sinni voru veittir styrkir til 27 verkefna eða eins og Bjarni Maronsson sagði í ávarpi til gesta: „Viðurkenning fyrir það sem þið eruð að vinna til þess að gera lífið skemmtilegra og litríkara." Í stjórn Menningarsjóðs sitja fimm manns, Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, Bjarni Maronsson, Einar Gíslason, Efemía Björnsdóttir og Inga Valdís Tómasdóttir.
Meira

Upplýsingafundur knattspyrnudeildar Tindastóls

Knattspyrnudeild Tindastóls stendur fyrir upplýsingafundi fyrir foreldra, iðkendur og velunnara deildarinnar þriðjudaginn 17 .september, kl. 19:30 í matsal Árskóla. Til umræðu verða þjálfaramál, kennslufræði og þjálfunaraðferðir næsta tímabil.
Meira

Rúnar Már mætir á Old Trafford

Það er óhætt að fullyrða að einn af draumum skagfirsku knattspyrnukempunnar Rúnars Más Sigurjónssonar sé við það að rætast en Rúnar, sem spilar sem atvinnumaður með liði Astana frá Kasakstan, mun að öllu óbreyttu skeiða um Old Trafford leikvanginn í Manchester eftir viku. Lið Rúnars er í sama riðli og Manchester United í Evrópu-deildinni í knattspyrnu og liðin mætast í Englandi þann 19. september nk.
Meira

Kormákur/Hvöt féll á síðustu hindruninni

Lið Kormáks/Hvatar mátti bíta í það súra epli að lúta í ískalt grasið á Þorlákshafnarvelli í gærkvöldi í síðari viðureign sinni við lið Ægis í fjögurra liða úrslitum 4. deildar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Blönduósi á laugardaginn en heimamenn í Þorlákshöfn byrjuðu leikinn frábærlega í gær og voru komnir með K/H upp að vegg eftir átta mínútna leik. Það fór svo að Ægir hafði betur, 3-0, og draumur Húnvetninga um sæti í 3. deildinni því úti að sinni.
Meira

Æfingaleikir Tindastóls bæði í 1238 og í Síkinu – eða þannig

Sýndarveruleikasýningin á Sauðárkróki, 1238 – Baráttan um Ísland, hefur bæst í hóp samstarfsaðila körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Til að innsigla það var meistaraflokki karla og stjórn KKD boðið í hópefliskvöld í Gránu sl. sunnudag og á komandi vikum mun meistaraflokkur kvenna koma í samskonar dagskrá.
Meira

Karólína í Hvammshlíð með nýtt dagatal - Að þessu sinni með dráttarvél

Í fyrrahaust gerðist það ótrúlega að ljósmyndadagatalið Karólínu í Hvammshlíð gerði henni kleift að kaupa dráttarvél. Svo leið veturinn og sumarið og margir hvöttu Karólínu að búa til aðra útgáfu. Hún ákvað að láta slag standa, ekki síst til að sýna hvernig Zetorinn 7245, árgangur 1990, stendur sig í hversdagsverkum uppi í fjöllunum.
Meira

Bekkur í brekkunni

Eins og glöggir vegfarendur hafa vafalaust rekið augun í hefur verið komið fyrir bekk í brekkunni hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar er sagt frá því að fyrirspurn hafi borist til sveitarfélagsins varðandi það hvort ekki mætti setja niður bekk á þennan stað og fylgdi fyrirspurninni að einstaklingar sem nýta sér þjónustu dagdvalar aldraðra fari iðulega þessa leið og gott væri að geta hvílt sig á leiðinni upp brekkuna þar sem hægt væri að njóta útsýnisins.
Meira