Fréttir

Atvinnu- og nýsköpunarsjóður Húnaþings vestra auglýsir eftir styrkumsóknum

Húnaþing vestra auglýsir á vef sínum eftir umsóknum um styrki úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Markmið sjóðsins er að hvetja til jákvæðrar umræðu og verkefna á sviði atvinnuþróunar í sveitarfélaginu. Sjóðnum er ætlað að styðja við frumkvæði íbúa og hvetja til samstarfs og nýsköpunar í sveitarfélaginu.
Meira

Vísnasafn Óskars Sigurfinnssonar í Meðalheimi gefið út á hljóðdiskum

Feykir sagði frá því fyrir skömmu að fjölskyldan í Meðalheimi á Ásum í Austur Húnavatnssýslu hafi látið taka saman þó nokkuð af kveðskap Óskars Sigurfinnssonar, bónda í Meðalheimi og það skráð á tölvutækt form af Árna Geirhirti Jónssyni frá Fremstafelli. Feykir hafði samband við fjölskylduna í Meðalheimi og forvitnaðist örlítið um Óskar.
Meira

Uppstigningardagur

Í dag er upprisudagur, uppstigudagur eða uppstigningardagur, eins og hann er oftast nefndur, og haldinn hátíðlegur ár hvert á fimmtudegi 40 dögum eftir páska til að minnast himnaför Jesú Krists. Einnig er dagurinn kirkjudagur aldraðra á Íslandi.
Meira

Djamm með Justin helsta afrekið / KIDDI K

Í þetta skiptið er það Kristinn Kristjánsson (1973), Kiddi Ká, tvíburabróðir Stjána trommara, sem fræðir okkur um tónlistarsmekk sinn og -sögu. Kiddi býr nú á Siglufirði og starfar hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar, sonur Jóninnu Hjartardóttur og Kristjáns Óla Jónssonar. „Ég er fæddur á Siglufirði en flutti á Krókinn þegar ég var 8 ára, ætla að leiðrétta tvíburabroður minn,“ segir Kiddi og vitnar til eldri Tón-lystar sem Stjáni svaraði. „Ég er nokkuð viss um að við fluttum á sama tíma.“
Meira

Opinber störf á landsbyggðinni

Varnir, vernd og viðspyrna er yfirskrift á aðgerðaáætlun stjórnvalda við þeirri stöðu sem við stöndum frammi fyrir. Það er mikilvægt hverju samfélagi að halda uppi þéttu og fjölbreyttu atvinnulífi. Það er svo sannlega tími til að virkja þann mikla mannauð sem býr í landsmönnum. Við höfum allt til staðar, viljann, mannauðinn og tæknina. Samgöngur fara batnandi og með allt þetta að vopni náum við viðspyrnu um allt land.
Meira

Vilja uppræta fátækt

Samtök launafólks sýndu í verki að þau standa með Öryrkjabandalagi Íslands en í gær undirrituðu Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, Drífa Snædal, forseti ASÍ, Sonja Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM og Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ, yfirlýsingu og kröfur um bættan hag öryrkja.
Meira

Naglana burt!

Lögreglan á Norðurlandi vestra minnir á að nú er svo sannarlega kominn tími til að skipta yfir á sumardekkin en byrjað verður að sekta fyrir notkun negldra hjólbarða eftir morgundaginn. Í tilkynningu á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra segir:
Meira

Samspil í sveitinni

Nú í maí kynnti Tónlistarskóli Skagafjarðar Nótu-atriðið sitt en þá var myndbandi með flutningi nemenda skólans á laginu Elska þig, sem Magnús Eiríksson setti saman og Mannakorn gerðu vinsælt, skellt á netið. Nemendurnir sem flytja lagið koma frá starfsstöðvum skólans á Hofsósi og Varmahlíð.
Meira

Vorið kom á beði af Lego-kubbum og Cheerios

Magnúsi Frey Gíslasyni á Sauðárkróki er margt til lista lagt. Arkitektinn, hönnuðurinn og húsgagnasmiðurinn sýslar einnig við tónlist og hefur til að mynda um langan tíma verið í hljómsveitinni Stafrænn Hákon. Nú á dögunum sendi hann þó frá sér hið undurfallega lag Vor, í eigin nafni. „Lagið varð til á fimm mínútum þar sem ég gekk á beði af Lego kubbum og Cheerios í miðri Covid leikskólalokun,“ tjáir Magnús Freyr Feyki.
Meira

Sundstaðir opna á ný

Það er engin spurning að margir hafa glaðst í morgun þegar sundlaugar landsins opnuðu á ný eftir átta vikna lokun. Flestar sundlaugar á Norðurlandi vestra tóku á móti gestum árla morguns, aðrar verða opnaðar síðar í dag en Blönduósingar þurfa þó að bíða enn um sinn þar sem ekki tókst að ljúka viðhaldi á sundlaugarsvæðinu í tæka tíð.
Meira