Fréttir

Frumvarp til að tryggja að sveitarstjórnir geti starfað við neyðarástand

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Í frumvarpinu er lagt til að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild að til víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku að því er segir á vef stjórnarráðsins.
Meira

HVAÐ ÞÝÐIR SAMKOMUBANN?

Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vef Stjórnarráðsins kemur fram að með samkomubanni er átt við skipulagða viðburði þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna sé að minnsta kosti yfir tveir metrar og að aðgengi að handþvotti og handspritti sé gott.
Meira

Samkomubann á Íslandi eftir helgi

Tilkynnt var á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu kl. 11 í morgun að samkomubann muni taka gildi á landinu frá og með miðnætti 15. mars nk. og standa yfir í fjórar vikur. Háskólar og framhaldsskólar landsins munu loka en grunn- og leikskólar starfa áfram með ákveðnum skilyrðum.
Meira

Vængstífðir ÍR-ingar stóðu ekki í vegi Stólanna

Tindastólsmenn tóku á móti liði ÍR fyrir hálf tómu Síki í gærkvöldi. Reiknað var með miklum baráttuleik en þegar til kom reyndust Breiðhyltingarnir vængstífðir en daginn fyrir leik var Kaninn þeirra, Ewan Singletary, settur í bann af aganefnd KKÍ. Eðlilega háði þetta gestunum en Stólarnir komust vel frá sínu og spiluðu lengstum vel, náðu snemma ágætu forskoti og unnu að lokum öruggan 23 stiga sigur, 99-76.
Meira

Gáfu forláta æfingahjól til endurhæfingar HSN

Í síðustu viku komu félagar í stjórn Sjálfsbjargar í Skagafirði færandi hendi til endurhæfingar HSN á Sauðárkróki og afhentu deildinni forláta æfingahjól. Tækið, sem er að verðmæti 790 þúsund krónur, er af gerðinni MOTOmed viva 2 og kemur frá fyrirtækinu Eirberg. Einnig fylgir gjöfinni sjónvarpsskjár og tæknibúnaður sem gerir þeim sem hjóla á því kleift að hjóla hinar ýmsu hjólaleiðir úti í heimi og fylgjast jafnframt með á skjánum.
Meira

Hætta vegna snjósöfnunar undir háspennulínum

Mikill snjór er nú á Þverárfjalli á Skaga og hefur m.a. hlaðist upp undir háspennulínu RARIK á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar. Aðstæður á þessu svæði er nú orðinn þannig að vírinn,, þar sem hann er lægstur, er kominn niður fyrir tvo metra. Á heimasíðu RARIK kemur fram að reynt verði að ryðja snjó undan línunni ef aðstæður leyfa og verður það líklega gert nk. mánudag.
Meira

Breiðhyltingar í Síkinu í kvöld

Dominos-deildin í körfubolta heldur áfram í kvöld en þá hefst 21. umferðin sem er sú næstsíðasta. Lið Tindastóls á heimaleik í Síkinu og það eru Breiðhyltingar í ÍR sem mæta brattir til leiks eftir ágætt gengi að undanförnu. Leikurinn hefst kl. 19:15 og eru stuðningsmenn hvattir til að styðja við bakið á Stólunum í baráttunni um þriðja sætið.
Meira

SSNV bjóða ráðgjöf í gegnum fjarfundarforrit

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra bjóða nú upp á aðstoð eða ráðgjöf í gegnum fjarfundarforritið Zoom. Í frétt á vef SSNV segir að forrit þetta sé einfalt í notkun, hægt að tengjast með myndbandi eða án og deila skjá á milli fundaraðila.
Meira

Mottudagurinn er á morgun - er allt klárt?

Sjálfur Mottudagurinn er á morgun föstudaginn, 13. mars og hvetur Krabbameinsfélagið alla til að taka þátt, gera sér glaðan dag og vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum í körlum.
Meira

Fyrsti fundur sameiningarnefndar á nýju ári

Sameiningarnefnd Austur-Húnavatnssýslu kom saman til fundar þann 25. febrúar síðastliðinn ásamt tveimur fulltrúum frá RR ráðgjöf. Í fundargerð nefndarinnar kemur meðal annars fram að þar hafi verið lagt fram minnisblað frá RR ráðgjöf sem átt hefur fundi með sveitarstjórnum aðildarsveitarfélaga að sameiningarnefndinni.
Meira