Fréttir

Breytingar á umferðarhraða á Blönduósi

Lögreglustjóri hefur ákveðið, í samræmi við tillögur sveitarstjórnar Blönduósbæjar, að umferðarhraði á flestum götum bæjarins verði færður niður í 35 km/klst. Einnig verði regla um hægri rétt á Mýrarbraut afnumin en biðskylda komi í staðinn og stöðvunarskylda sett á gatnamót Hnjúkabyggðar og Aðalgötu.
Meira

Leikskólum í Austur Húnavatnssýslu færðir Leikum og lærum með hljóðin

Í tilefni af 30 ára starfsafmæli Bryndísar Guðmundsdóttur talmeinafræðings færði hún nýverið öllum leikskólum í Austur Húnavatnssýslu málþjálfunarefnið Leikum og lærum með hljóðin. Efnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar og áratuga reynslu Bryndísar í starfi með íslenskum börnum.
Meira

Rausnarlegar gjafir frá Minningarsjóði Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási

Mánudaginn 26. ágúst sl. var formleg móttaka á höfðinglegum gjöfum sem HSN Sauðárkróki hefur fengið frá Minningarsjóði Sigurlaugar Gunnarsdóttur frá Ási á tímabilinu janúar til ágúst 2019. Heildarverð gjafanna er 10.717.099,00 m.vsk. Í stjórn Minningarsjóðsins eru þau Örn Ragnarsson formaður, Ásta Ólöf Jónsdóttir gjaldkeri og Elín H. Sæmundardóttir ritari. Auk þeirra mættu Engilráð M. Sigurðardóttir fyrrverandi gjaldkeri og Björg Baldursdóttir, formaður Sambands Skagfirskra kvenna (SSK). Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur veitti gjöfunum viðtöku fyrir hönd HSN.
Meira

Eingöngu leyft að veiða á flugu í Blöndu

Á félagsfundi Veiðifélags Blöndu og Svartár sem haldinn var í Dalsmynni í gærkvköldi var tekin ákvörðun um að eingöngu verði leyfð veiði á flugu í Blöndu næsta sumar. Einnig verði sleppiskylda á öll­um fiski yfir 69 senti­metr­um og ein­ung­is heim­illt að drepa einn smá­lax á vakt á hverja stöng.
Meira

Breytingar hjá Blönduósskirkju

Húni.is segir frá því að framundan eru nokkrar breytingar varðandi starfsfólk Blönduósskirkju en meðhjálpari kirkjunnar til margra ára lætur nú af störfum og sóknarpresturinn, fer í ársleyfi.
Meira

Vonast til að leikskólabygging á Hofsósi fari í útboð innan skamms

Byggðaráð Svf. Skagafjarðar tók fyrir, á fundi sínum í gær, tölvupóst frá Íbúasamtökunum Byggjum upp Hofsós og nágrenni og Foreldrafélagi leikskólans Barnaborgar á Hofsósi þar sem óskað var eftir upplýsingum um stöðu fyrirhugaðrar leikskólabyggingar á staðnum. Vonast er til að verkið fari í útboð eftir mánuð. „Í meirihlutasáttmála Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna í Skagafirði er m.a. gert ráð fyrir uppbyggingu íþróttahúss á Hofsósi og er það von okkar að hönnun á slíku húsnæði geti hafist á árinu 2020,“ segir í bókun.
Meira

Afmælisundirbúningur í fullum gangi

Það er í ýmsu að snúast hjá nemendum Varmahlíðarskóla þessa dagana en þar standa nú yfir árlegir hreyfidagar. Meðfram þeim vinna þeir að undirbúningi fyrir afmælishátíð sundlaugarinnar í Varmahlíð sem fagnaði 80 ára afmæli í gær. Verður blásið til afmælisfagnaðar á morgun klukkan 14:00 sem hefst með skrúðgöngu frá skólanum en að henni lokinni verður dagskrá með stuttum ræðuhöldum, söng og dansi. Að dagskrá lokinni verður svo keppt í Grettissundi.
Meira

Fjallað um söðla og reiðtygi í Heimilisiðnaðarsafninu

Næstkomandi sunnudag, þann 1. september klukkan 15:00 verða haldnir tveir fyrirlestrar um söðla og reiðtygi í Heimilisiðnaðarsafninu við Árbraut 29 á Blönduósi. Fyrirlestrarnir eru tileinkaðir evrópskum menningarminjadögum sem haldnir verða hér á landi helgina 30. ágúst - 1. september.
Meira

Heitavatnslaust verður á Hvammstanga og í Víðidal í dag

Lokað verður fyrir heita vatnið á Hvammstanga og Víðidal í dag, miðvikudaginn 28.ágúst, upp úr kl. 15:00. Byrjað verður að hleypa vatni á um miðnættið en tíma getur tekið að koma vatni á alls staðar.
Meira

Vísir og Stöð 2 sport leita að áhugasömum í körfuboltaumfjallanir Tindastóls

Nú þegar sumri fer að halla og haustið að taka við fer körfuboltaáhugafólk að stinga saman nefjum og ræða komandi keppnistímabil í Dominos deild vetrarins en fyrstu leikir eru á dagskrá 3. október. Karlalið Tindastóls fær þá Keflvíkinga í heimsókn og stelpurnar taka á móti Fjölni tveimur dögum síðar. Til að landslýður geti fylgst með gengi Stólanna leitar nú íþróttadeild Stöðvar 2 Sports og Vísis að áhugasömum aðilum til að fjalla um heimaleiki Tindastóls í körfubolta.
Meira