Fréttir

Útivistarskýli í Sauðárgili - Ásýnd svæðisins með skírskotun í skagfirska sögu

Í nóvember voru lagðar fyrir umhverfis- og samgöngunefnd endanlegar teikningar af útivistarskýli í Sauðárgili á Sauðárkróki en undanfarin ár hefur nokkuð verið kallað eftir uppbyggingu á aðstöðu og afþreyingu þar og í Litla-Skógi sem staðsettur er ofar í gilinu. Ýmsum möguleikum hefur verið velt upp í því samhengi og m.a. skoðuð uppbygging á aðstöðu í lundi neðarlega í gilinu.
Meira

Kjúklingarétturinn okkar

Matgæðingar vikunnar í níunda tölublaði árið 2018 voru mæðgurnar Helga Rósa Pálsdóttir og Arndís Lilja Geirsdóttir. Þær fluttu í Skagafjörðinn frá Neskaupstað eftir að Helga Rósa fór í Hólaskóla. „Það var ekki aftur snúið heim eftir það,“ sagði hún. „Ég vinn í Verslunin Eyri , Arndís Lilja er í Árskóla. Hún er í Knapamerki 1 og stundar fótbolta en annars lifum við mæðgur og hrærumst í hestum.“
Meira

Torskilin bæjarnöfn -Írafell í Svartárdal

Þannig er þetta bæjarnafn alment ritað nú. Landnáma getur bæjarins og er það vitaskuld elzta heimildin. Þar segir þannig frá: „Hrosskell hét maðr, er nam Svartárdal allan ok Ýrarfellslönd öll með ráði Eiríks; hann nam ofan til Gilhaga, ok bjó at Ýrarfelli. Hann átti þræl þann er Roðrekr hét.“ (Landn., bls. 139).
Meira

Barna- og unglingakórar Tónadans og Akureyrarkirkju í Miðgarði

Á morgun, laugardaginn 7. mars, halda barna- og unglingakórar Tónadans og Akureyrarkirkju tónleika í Menningarhúsinu Miðgarði. Tónleikarnir, sem eru öllum opnir, hefjast klukkan 14:30 og er aðgangur ókeypis en tekið verður við frjálsum framlögum.
Meira

Starfsmenn KS dvelji heima við í tvær vikur eftir heimkomu frá útlöndum

Kaupfélag Skagfirðinga hefur beint þeim tilmælum til starfsmanna sinna sem koma frá útlöndum næstu tvær vikur að dvelja heima í hálfan mánuð eftir heimkomuna. Er þessi ákvörðun tekin í ljósi þess að Kaupfélagið er mjög stór aðili í matvælaframleiðslu á Íslandi.
Meira

Námskeið á vegum Endurmenntunar Lbhí á Norðurlandi

Miðvikudaginn 18. mars næstkomandi mun Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, í samstarfi við Sauðfjárræktarfélag Vatnsnesinga, halda námskeiðið Fóðrun og fóðurþarfir sauðfjár í Hamarsbúð á Vatnsnesi. Námskeiðið hefst klukkan 11:00 og stendur til klukkan 17:00.
Meira

Vinnuvakan er á sunnudaginn 8.mars

Hin árlega Vinnuvaka Sambands skagfirskra kvenna verður haldin í Varmahlíðarskóla næstkomandi sunnudag, 8. mars, kl.15-17. Samband skagfirskra kvenna er samstarfsvettvangur allra starfandi kvenfélaga í Skagafirði. Kvenfélögin eru tíu og um 240 konur starfa innan þeirra. Meðal samstarfsverkefna kvenfélaganna er að halda svokallaða Vinnuvöku í byrjun mars.
Meira

Klikkaður lokafjórðungur færði Stólunum sigur

Lið Tindastóls heimsótti Þorlákshöfn í gær en þar mættu strákarnir okkar liði Þórs í 20. umferð Dominos-deildarinnar. Þórsarar hafa oft reynst okkur erfiðir og ekki ósennilegt að sumir stuðningsmenn upplifi enn martraðir frá því í úrslitakeppninni síðasta vor – jafnvel bæði í vöku og draumi. Leikurinn í gær var ekki sérstakur framan af en fjórði leikhlutinn var stórfurðulegur en skilaði engu síður tveimur vel þegnum stigum norður í Skagafjörð. Lokatölur leiksins voru 82-88 fyrir Tindastól.
Meira

Leiða tölvuleikjaspilara saman

Stofnuð hefur verið rafíþróttadeild innan Tindastóls sem þegar er farin að keppa á mótum en markmiðið er að hefja eiginlega starfsemi með sumarkomunni. „Hlökkum til framtíðarinnar,“ segja þeir Ingi Sigþór Gunnarsson, formaður, Hjörtur Ragnar Atlason, varaformaður og Gunnar Ásgrímsson, gjaldkeri, á Facebooksíðu deildarinnar.
Meira

Hætta vegna snjósöfnunar á Þverárfjalli

Mikill snjór er nú á Þverárfjalli. Snjór hefur m.a. hlaðist upp undir háspennulínu RARIK á svæðinu frá bænum Þverá til Hvammshlíðar og er vírinn þar sem hann er lægstur kominn niður fyrir þrjá metra. Um fleiri kafla á línunni getur verið að ræða og fólk sem er á ferðinni um þetta svæði er vinsamlegast beðið um að sýna varkárni. Við bendum einnig á síma svæðisvaktar RARIK á Norðurlandi segir í tilkynningu frá RARIK.
Meira