Fréttir

Saltfiskviðskipti við Spánverja - Fimmtánda Bakkabræðrasagan

Á Félagsleikum Fljótamanna, sem haldnir voru um verslunarmannahelgina, var efnt til ýmissa viðburða, m.a. morgunverðarfundar um félagssögu Fljóta. Meðal þeirra sem þar töluðu var Örlygur Kristfinnsson, oft kenndur við Síldarminjasafnið á Siglufirði. Erindi hans nefndist Bakkabræður og áhrif þeirra í nútímanum. Þar fjallaði hann um þá bræður sem Fljótamenn og sagði nokkrar sögur af mögulegum afkomendum þeirra. Í pokahorninu geymdi hann magnaða sögu sem fáir, ef nokkur í salnum, hafði áður heyrt. Þar segir frá því að Bakkabræður hafi verið frumkvöðlar í saltfiskviðskiptum við Spánverja og annað óvænt leynist í sögunni.
Meira

Deplar gefa ærslabelg í Fljótin

Eins og sagt hefur verið frá í Feyki hófu Fljótamenn í sumar söfnun fyrir leiktækjum fyrir börn og unglinga sveitarinnar. Var ákveðið að byrja á að safna fyrir ærslabelg og fór söfnunin vel af stað og er söfnunarfé nú komið rétt yfir eina milljón króna.
Meira

Þrjár og hálf milljón í tækjakaup Gránu Bistro

„Aðkeypt önnur vinna“ er langstærsti útgjaldaliður vegna framkvæmda við byggingar við Aðalgötu 21 á Sauðárkróki alls 188.917.412,30 kr. af þeim tæpu 318 milljónum sem verkið hefur kostað til þessa. „Önnur vörukaup“ hljóðuðu upp á 69.252.845,22 og er þar með næst stærsti liður útgjaldanna. Þetta kemur fram í svörum byggðarráðs Svf. Skagafjarðar til Álfhildar Leifsdóttur, VG og óháðra, sem lagði fram fyrirspurn í tíu liðum er varðaði lagfæringar á húsnæði við Aðalgötu 21 og rekstri sýndarveruleikaseturs 1238.
Meira

Fengju 705 milljónir í sameiningarstyrk

Sveitarfélög geta nú kynnt sér hversu hár sameiningarstyrkur kæmi frá ríkinu ef samþykkt yrði að sameinast öðru sveitarfélagi. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú í fyrsta sinn birt í samráðsgátt tillögur að nýjum reglum um styrki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem ætlaðir eru til að greiða fyrir sameiningu og fengju sveitarfélögin fasta upphæð óháð því hverjum þau sameinast. Fjallað var um nýju reglurnar í hádegisfréttum RÚV í gær. Samkvæmt reglunum fengju þau sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu sem nú eiga í sameiningarviðræðum, Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Skagaströnd, samtals 705 milljónir króna í sameiningarstyrk ef af sameiningu yrði.
Meira

Meiri veiði í Laxá á Ásum og Hrútafjarðará og Síká en á síðasta ári

Miðfjarðará er nú í fjórða sæti yfir aflahæstu laxveiðiár landsins á lista sem Landssamband veiðifélaga birtir vikulega en var í þriðja sæti í síðustu viku. Þar hafa 1.324 laxar komið á land í sumar og var veiði síðustu viku 131 lax. Á sama tíma í fyrra hafði áin skilað 2.360 löxum sem er 1.036 fiskum meira en í ár.
Meira

Rannsókn lokið á örslátrun í Birkihlíð - Með stöðu sakbornings

„Ég veit ekki betur en að lögreglan sé búin að rannsaka málið og senda það frá sér. Þá á eftir að taka um það ákvörðun hvort saksóknari haldi málinu til streitu eða felli niður,“ segir Þröstur H. Erlingsson bóndi í Birkihlíð í Skagafirði sem kærður var, ásamt Sveini Margeirssyni fv. forstjóra MATÍS, fyrir dreifingu og sölu á heimaslátruðu lambakjöti á bændamarkaði á Hofsósi á síðasta ári.
Meira

Réttir á Norðurlandi vestra

Göngur og réttir eru nú framundan, tími þar sem mikið er um að vera og í nógu að snúast í sveitum landsins. Fyrstu réttirnar á Norðurlandi vestra eru afstaðnar því segja má að bændur í Blöndudal hafi tekið forskot á sæluna með því að rétta í Rugludalsrétt sl. laugardag og einnig var réttað í Hvammsrétt og í Beinakeldurétt á sunnudag. Um næstu helgi verður svo smalað víða um sveitir og réttað á fjölmörgum stöðum á svæðinu, bæði þá og um næstu helgi á eftir.
Meira

Fjölnet semur við Byggðastofnun

Byggðastofnun hefur samið við Fjölnet um hýsingu á umsóknarvef sóknaráætlunar landshluta ásamt ráðgjöf og rekstrarþjónustu sem snýr að kerfinu. Samningurinn kemur í kjölfar verðkönnunar í gegnum Ríkiskaup þar sem Fjölnet var valið. Tilgangurinn með vefnum er að einfalda aðgengi umsækjenda, fulltrúa landshluta og ráðgjafa þeirra.
Meira

Framkvæmdakostnaður við Aðalgötu 21a og 21b á Sauðárkróki stefnir í 324 milljónir

Á fundi byggðarráðs Svf. Skagafjarðar í gær var m.a. farið yfir stöðu framkvæmda við Aðalgötu 21a og 21b á Sauðárkróki, húsnæði þau er hýsir veruleikasýningarsetur 1238. Þar kom fram að verkið hafi farið rúm 100 milljónum fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. Framkvæmdir eru á lokastigum en á haustdögum verður unnið að lokafrágangi utanhúss og í kjallara.
Meira

Stórfundur íbúa vel sóttur

Stórfundur íbúa í tengslum við vinnu við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra var haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði sl. þriðjudag. Fundurinn var vel sóttur, líflegar umræður sköpuðust og fram komu margar góðar hugmyndir um framtíðarsýn landshlutans, að því er segir á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Meira