Fréttir

Tap gegn Víði á Sauðárkróksvelli

Í gærkvöldi fór fram leikur Tindastóls og Víðis í 2. deild karla á Sauðárkróksvelli. Ekki var mikið af færum í þessum leik en gestirnir náðu að skora þrjú mörk og endaði leikurinn 0-3 fyrir Víði.
Meira

Kvennasveit GSS áfram í efstu deild

Kvennasveit GSS sem lék á Íslandsmóti golfklúbba í 1.deild um síðustu helgi endaði í 7. sæti og hélt þar með sæti sínu í efstu deild.
Meira

Tindastóll tekur á móti Víði Garði

Í kvöld fer fram leikur Tindastóls og Víðis í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður leikurinn spilaður á Sauðárkróksvelli.
Meira

Svekkjandi jafntefli í Kaplakrika

Í gærkvöldi fór fram leikur FH og Tindastóls í Inkasso deild kvenna. Þetta var mikill markaleikur og voru skoruð átta mörk í þessum leik, tvö í fyrri hálfleik og heil sex mörk í þeim síðari. Allt virtist benda til sigurs hjá Tindastól þegar þær voru komnar í 1-4 á 66. mínútu leiksins en heimastúlkurnar skoruðu þrjú mörk á tólf mínútum og endaði leikurinn 4-4.
Meira

Kaffihlaðborð um Verslunarmannahelgina

Kaffihlaðborð með rjómapönnukökum, smurbrauði og öðru fjölbreyttu meðlæti að hætti Húsfreyjanna verður í Hamarsbúð laugard. 3. ágúst og sunnud. 4. ágúst n.k.
Meira

Frábær árangur hjá 4. Flokki kvenna á Rey Cup

Stelpurnar í 4. flokki kvenna stóðu sig frábærlega þegar þær lentu í öðru sæti í keppni B-liða á Rey Cup. Mótið var haldið daganna 24. til 28. júlí. Þróttur Reykjavík stendur fyrir þessu móti og hafa erlend lið keppt á mótinu sjálfu.
Meira

Tindastóll mætir toppliðinu FH í kvöld

Í kvöld fer fram leikur FH og Tindastóls í Inkasso deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og verður spilað á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði.
Meira

Áskorendapenninn/Þórdís Ágústsdóttir/Sumar í kassalandi

Áskorendapenninn úr síðasta tölublaði Feykis.
Meira

Sameiginlegt lið UMSS/KFA í Bikarkeppni FRÍ.

53. Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum utanhúss fór fram á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði laugardaginn 27. júlí í umsjón FH.
Meira

Mikilvægur sigur hjá K/H

Á laugardaginn fengu Kormákur/Hvöt (K/H) lið Snæfells í heimsókn á Hvammstangavelli. Fyrir leikinn var K/H í þriðja sæti með 23. stig fimm stigum á eftir Snæfelli og Hvíta riddaranum. Heimamenn skoruðu eina mark leiksins og var það úr vítaspyrnu.
Meira