Viðbjóðslegt drasl á meðal flokkaðs rusls
feykir.is
Skagafjörður
07.02.2020
kl. 11.19
Starfsfólk Flokku á Sauðárkróki hafa brugðið á það ráð að sleppa því að losa grænar tunnur sem ekki er flokkað nægilega vel í og stendur til að herða það enn frekar. Verða þá engar óflokkaðar grænar tunnur losaðar. Á Fésbókarsíðu fyrirtækisins voru birtar myndir í morgun sem sýna vægast sagt dapurlegar myndir af rusli sem ætti að vera flokkað og hreint en þvælist fyrir þeim sem handflokka allt efnið í fimm flokka.
Meira