Fréttir

Kokkalandsliðið á leið til Stuttgart

Íslenska kokkalandsliðið, með Skagfirðinginn Kristinn Gísla Jónsson innan borðs, flaug til Stuttgart í Þýskalandi í morgun þar sem það tekur þátt í Ólympíuleikunum sem haldnir eru þar í landi dagana 14. til 19. febrúar nk.
Meira

Lagt til að Steinn Leó Sveinsson verði ráðinn sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs

Eftir að hafa farið yfir ráðningarferli sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur byggðarráð ákveðið að leggja það til við sveitarstjórn að Steinn Leó Sveinsson verði ráðinn í stöðuna.
Meira

Verkefnastyrkir NORA

Norræna Atlantssamstarfið (NORA) auglýsir á vef Byggðastofnunar verkefnastyrki fyrir árið 2020 en markmiðið með starfi NORA er að styrkja samstarf á Norður Atlantssvæðinu. Í því skyni eru m.a. veittir verkefnastyrkir tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, en starfssvæði NORA nær til Grænlands, Íslands, Færeyja og strandhéraða Noregs. Landfræðileg lega, sameiginleg einkenni, viðfangsefni, saga, stofnanir svo og menningarleg bönd tengja NORA-löndin. Umsóknarfrestur er til 2. mars 2020.
Meira

1-1-2 dagurinn á Blönduósi heppnast einstaklega vel

1-1-2 dagurinn var haldinn hátíðlegur á Blönduósi í gær og var gestum og gangandi við það tækifæri boðið að kynnast viðbragðsaðilum af svæðinu og búnaði þeirra, eftir að viðbragðstækin höfðu keyrt hring um bæinn. Einnig var Hauki Eldjárni Gunnarssyni úr Blönduskóla veitt verðlaun fyrir þátttöku og rétt svör í eldvarnargetrauninni sem 3.bekkingar í Blönduskóla og Húnavallaskóla tóku þátt eftir árlegt eldvarnarátak.
Meira

Tónleikar Heimis á Blönduósi 20. febrúar - LEIÐRÉTT DAGSETNING

Þau leiðu mistök urðu að dagsetning tónleika Karlakórsins Heimis í Blönduóskirkju misritaðist í auglýsingu í nýjasta tölublaði Sjónhornsins. Tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 20. febrúar næstkomandi klukkan 20:30 en ekki þann 13. eins og kom fram í auglýsingu.
Meira

Tvær skagfirskar stúlkur verðlaunaðar á Nýsveinahátíð IMFR

Á nýsveinahátíð IMFR sem haldin var sl. laugardag, í Tjarnarsal Ráhúss Reykjavíkur, fengu tvær skagfirskar stúlkur viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í sínu fagi, framreiðsluiðn.
Meira

Félagsvist í Safnaðarheimilinu

Kvenfélag Skarðshrepps heldur félagsvist í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju laugardaginn 15. febrúar klukkan 15:00.
Meira

Selarannsóknir við Selasetur Íslands 2008-2020

Opinn fyrirlestur verður haldinn á Selasetri Íslands á Hvammstanga 20 febrúar þar sem flutt verður samantekt af selarannsóknum sem hafa verið stundaðar við Selasetrið, ásamt þýðingu þeirra fyrir samfélag og selastofna.
Meira

Stólar í undanúrslitum í kvöld

Það er komið að því! Tindastóll mætir Stjörnunni í undanúrslitum Geysisbikarsins í Laugardalshöllinni í kvöld klukkan 20:15. Stuðningsfólk allt er hvatt til að mæta bæði sunnan heiða sem annars staðar af að landinu og ætlar Sveitafélagið Skagafjörður að bjóða upp á rútuferð á leikinn. Þeir sem ætla að nýta sér rútuna þurfa að skrá sig á viðburð á Facebook. Brottför er frá íþróttahúsinu kl 13:00 en stoppað verður í Keiluhöllinni fyrir leik þar sem tilboð verða í gangi.
Meira

Miklar hækkanir lægstu launa í nýjum kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga leggur Lífskjarasamninginn, sem gerður var á almennum markaði á síðasta ári, algjörlega til grundvallar í kjaraviðræðum við stéttarfélög enda hefur hann þegar skapað skilyrði til lægri vaxta og minni verðbólgu. Þetta kemur fram á heimasíðu Samband íslenskra sveitarfélaga. En í gær var samþykktur nýr kjarasamningur sambandsins Starfsgreinasambandið (SGS), með 80% greiddra atkvæða. Kjarasamningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023.
Meira