Kjúklingaréttur meistarans og freistandi ísterta
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Í matinn er þetta helst
10.08.2019
kl. 10.13
Það voru þau Halldór Sigfússon og Lena Marie Pettersson á Hvammstanga sem gáfu lesendum Feykis sýnishorn af uppáhaldsuppskriftunum í 30. tbl. Feykis árið 2017. Halldór er þjónustustjóri í Landsbankanum á Hvammstanga en Lena var að skipta um starfsvettvang eftir 12 ára starf í Leikskólanum Ásgarði og var að hefja störf í Þvottahúsinu Perlunni. „Við reynum að hafa verkaskiptingu heimilisins skýra þannig að hver geri það sem hann er góður í og því sér Lena að mestu um eldamennskuna meðan Halldór tekur hraustlega til matarins,“ sögðu þau Halldór og Lena. „Kjúklingarétturinn er einfaldur og fljótlegur og afskaplega vinsæll á heimilinu. Hvort við notum hot eða medium salsasósuna fer eftir hvort miðju unglingurinn er í mat eða ekki, hans bragðlaukar eru ekki hannaðir fyrir hot sósur. Kolbrún, samstarfskona Halldórs, kom okkur á bragðið með ístertuna en hún er algjör bomba og reynir á kransæðarnar.“
Meira