Fréttir

Kjúklingaréttur meistarans og freistandi ísterta

Það voru þau Halldór Sigfússon og Lena Marie Pettersson á Hvammstanga sem gáfu lesendum Feykis sýnishorn af uppáhaldsuppskriftunum í 30. tbl. Feykis árið 2017. Halldór er þjónustustjóri í Landsbankanum á Hvammstanga en Lena var að skipta um starfsvettvang eftir 12 ára starf í Leikskólanum Ásgarði og var að hefja störf í Þvottahúsinu Perlunni. „Við reynum að hafa verkaskiptingu heimilisins skýra þannig að hver geri það sem hann er góður í og því sér Lena að mestu um eldamennskuna meðan Halldór tekur hraustlega til matarins,“ sögðu þau Halldór og Lena. „Kjúklingarétturinn er einfaldur og fljótlegur og afskaplega vinsæll á heimilinu. Hvort við notum hot eða medium salsasósuna fer eftir hvort miðju unglingurinn er í mat eða ekki, hans bragðlaukar eru ekki hannaðir fyrir hot sósur. Kolbrún, samstarfskona Halldórs, kom okkur á bragðið með ístertuna en hún er algjör bomba og reynir á kransæðarnar.“
Meira

Þorgeirsboli - Byggðasögumoli

Þorgeirsboli kemur fyrir í textum nokkurra jarða í Fellshreppi. Trú á tilvist Bola var almenn á 19. öld og langt fram á þá 20. Má heita einstakt hve margir gátu borið vitni um hann, enda Þorgeirsboli vafalítið frægasti draugur á Íslandi og sagnir af honum skipta tugum ef ekki hundruðum. Því er rétt er að gera nokkra grein fyrir Bola.
Meira

Svekkjandi tap á Dalvík

Í gærkvöldi fór fram leikur Dalvík/Reynis og Tindastóls í 2. deild karla á Dalvíkurvelli. Þetta var mjög mikilvægur leikur til þess að vinna en svekkjandi 3-2 tap.
Meira

K/H tekur á móti Hvíta riddaranum

Á morgun laugardaginn 10. ágúst mætast Kormákur/Hvöt (K/H) og Hvíti riddarinn í 4. deild karla á Blönduósvelli.
Meira

Stórt tap hjá Tindastólsstúlkum gegn Þrótti Reykjavík

Í gærkvöldi fór fram leikur Tindastóls og Þróttar Reykjavík í Inkasso deild kvenna á Sauðárkróksvelli. Leikurinn var algjörlega eign Þróttar og getum við sagt að þetta var ekki dagur Tindastóls í gær. Leikurinn endaði með stórsigri Þróttar 0-7.
Meira

Vallarmet á Hlíðarenda í kulda og trekki

Arnar Geir Hjartarson setti nýtt vallarmet á Hlíðarendavelli þegar hann spilaði á 67 höggum eða 5 höggum undir pari vallarins. Vallarmetið setti hann á miðvikudagsmóti 7. ágúst þrátt fyrir kulda og nokkurn vind.
Meira

Húnvetnskar laxveiðiár eru á topp 10 lista Landssambands veiðifélaga

Samkvæmt vikulegum lista Landssambands veiðifélaga hafa 767 laxar veiðst í Miðfjarðará sem af er sumri og var vikuveiðin 120 laxar. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 1.682 laxar í ánni.
Meira

Ísak Óli og Jóhann Björn valdir í landsliðshóp fyrir Evrópubikarinn

Evrópubikar landsliða í frjálsíþróttum verður haldin 10. – 11. ágúst á þjóðarleikvangi Makedóníu sem tekur 34.500 manns í sæti. Mótafyrirkomulagið er með þeim hætti að keppt er í fjórum deildum; ofurdeildinni, 1., 2. og 3. deild.
Meira

Líklegt að Félagsleikar Fljótamanna verði endurteknir að ári

Félagsleikar Fljótamanna voru haldnir í fyrsta sinn um verslunarmannahelgina og tókust með afbrigðum vel og var góð stemmning allan tímann, að sögn skipuleggjandans, Hermanns Sæmundssonar, sem ættir sínar rekur í Fljótin. „Veðrið var bara fínt og þó þokan hafi líka viljað fá að taka þátt í þessu með okkur þá vék hún fyrir sólinni á mikilvægum augnablikum,“ segir hann.
Meira

Stórleikur á Sauðárkróksvelli

Tveir leikir fara fram annað kvöld hjá Tindastólsliðunum tveim. Leikirnir báðir eru á sama tíma klukkan 19:15 en auðvitað ekki á sama stað. Stelpurnar eiga heimaleik meðan strákarnir spila á Dalvík. Þessir leikir eru virkilega mikilvægir og vill Feykir hvetja alla stuðningsmenn að kíkja á völlinn hvort það sé á Króknum eða á Dalvík.
Meira