Fréttir

Táragasi beitt gegn lögreglu

Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi vestra.
Meira

Rotþróarlosun 2019

Sveitarfélagið Skagafjörður mun standa fyrir losun rotþróa á næstkomandi vikum. Svæðið sem losunin nær til er frá og með Hegranesi og að Fljótum.
Meira

Landslið Íslands í hestaíþróttum kynnt

Landslið Íslands fyrir Heimsmeistaramót íslenska hestsins, sem fram fer í Berlín 4.-11. ágúst, var kynnt í verslun Líflands í gær. Sigurbjörn Bárðarson landsliðþjálfari fór yfir val á knöpum og hestum í liðið en horft var til árangurs á þremur WorldRanking-mótum og var Íslandsmótið í byrjun júlí síðasta af þeim. Einnig var horft til árangurs íslenskra knapa á stórmótum erlendis.
Meira

Góður útisigur hjá K/H

Laugardaginn 13. júlí klukkan 16:00 mættust KM og Kormákur/Hvöt (K/H) á KR-velli í 4. deild karla. Fyrir leikinn var K/H í þriðja sæti með sautján stig en KM í því sjöunda með sex stig. K/H átti leikinn frá upphafi til enda og unnu leikinn sannfærandi 6-0.
Meira

Meistaramót GSS 2019 - Arnar Geir og Árný Lilja klúbbmeistarar GSS

Arnar Geir Hjartarson (295 högg) og Árný Lilja Árnadóttir (324 högg) urðu klúbbmeistarar á meistaramóti GSS sem fór fram að Hlíðarendavelli á Sauðárkróki dagana 10. – 13. júlí. Þátttakendur voru 38 talsins og nutu þeir sín vel í góðu veðri á vellinum sem er í toppstandi, að sögn Kristjáns Bjarna Halldórssonar, formanns klúbbsins.
Meira

Simmons til liðs við Stólana

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningi við bandarískan leikmann fyrir komandi keppnistímabil í Dominos-deildinni. Þar er um að ræða Gerel Simmons sem er 188 sm á hæð og fjölhæfur bakvörður. Hann er fæddur 1993 og því 26 ára gamall en kappinn hefur á sínum ferli komið víða við.„Von er á Simmonsfyrir göngur og mun hann styrkja okkur í barráttunni á næsta tímabili,“ segir í fréttatilkynningu Kkd. Tindastóls.
Meira

Hraðasta netið á Íslandi - Nova á fljúgandi hraða á Norðurlandi vestra

Á undanförnum árum hefur Nova verið í umsvifamiklum fjárfestingum á farsímakerfum og hefur Norðurland vestra ekki orðið eftirbátar í þeim efnum. Bæjarfélög á Norðurlandi vestra eru víða með sterkt 4G samband en á Sauðárkróki hefur Nova sett upp 4.5G senda sem gefa margföldun á afkastagetu og hraða en áður hefur boðist. 4.5G býður ljósleiðarahraða á farsímaneti.
Meira

Torskilin bæjarnöfn - Harrastaðir í Vesturhópi og Skagaströnd

Bæirnir eru 2 í Húnavatnssýslu (af 3 samnefndum á landinu) og heita rjettu nafni Harrastaðir, eins og eftirgreindar heimildir sýna: Landamerkjabrjef Finnsstaða frá 1387 hefir Harra- (DI. III. 398) og sölubrjef um Hól í Bolungarvík, ársett 1449, sömul. Harra. (DI. IV. 755.) Úr miðri 15. öld (sjá t.d. Auðunarmáldaga og Auðbrekkubrjef frá, 146l og 1445. DI. V. 354 og DI. IV. 664) bólar á afbökuninni Hara- og eftir 1500 virðist rjetta nafnið týnt. (Sjá t.d. DI. VII. 302 og DI. IX. 154 o.v.) Harrastaðanafnið Í Vesturhópi hefir þó breyzt fyr, því 1344 (DI. V. bls. 2) er það ritað Hara, en getur vel verið misritun, því Harra- er það skrifað árið 1472 tvívegis í sama brjefi, sem geymst hefir á skinni.
Meira

Sætur fyrsti sigur Tindastóls í sumar

Lið Tindastóls tók á móti Vestra frá Ísafirði í 2. deildinni í knattspyrnu á vel rökum Sauðárkróksvelli í dag. Ísfirðingar voru fyrir leikinn í öðru sæti deildarinnar en Stólarnir sigurlausir með tvö stig á botninum. Það var ekki að sjá þegar flautað var til leiks og áttu heimamenn í fullu tré við vel skipað lið gestanna og á endanum fór það svo að Tindastólsmenn fögnuðu glaðbeittir fyrsta sigri sínum í sumar. Lokatölur 2-1.
Meira

Breiðhyltingar í bóndabeygju á Króknum

Það heldur áfram stuðið á Stólastúlkum í Inkassodeildinni. Í gærkvöldi kom lið ÍR úr Breiðholti Reykjavíkur í heimsókn á Krókinn en ÍR-stelpurnar höfðu tapað öllum leikjum sínum í deildinni í sumar og því fyrir fram reiknað með sigri Tindastóls. Niðurstaðan var 6-1 sigur og lið Tindastóls hefur nú komið sér huggulega fyrir í þriðja sæti deildarinnar sem sannarlega gleður augað.
Meira