Byggðaráð Blönduósbæjar skipar í stjórn Byggðasamlags um brunavarnir
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
27.01.2020
kl. 11.33
Á fundi byggðaráðs Blönduósbæjar sl. föstudag, þann 24. janúar, var skipun nýrra stjórnarmanna í stjórn Byggðasamlags um brunavarnir í Austur-Húnavatnssýslu eina mál á dagskrá. Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs og oddviti L-lista, verður stjórnarmaður í staðinn fyrir Hjálmar Björn Guðmundsson og Anna Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjórnarfulltrúi og oddviti Ó-lista, verður stjórnarmaður í stað Magnúsar Vals Ómarssonar.
Meira