Fréttir

Bakkabræður - Byggðasögumoli

Bakkabræður eru þjóðsagnapersónur, frægar fyrir atferli sitt og frábæra heimsku. Sveitfesti þeirra hefur verið nokkurt deilumál því ýmsir hafa viljað eigna sér Bakkabræður, Fljótamenn, Svarfdælingar og jafnvel Öxndælir. Elsta prentaða gerð sagnanna um Bakkabræður er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar sem prentaðar voru árin 1862 og 1864. Handrit þeirra sagna var skrifað af utansveitarmanni, Jóni Borgfirðingi, og lætur hann þá vera frá Bakka í Svarfaðardal. Guðbrandur Vigfússon las hinsvegar prófarkir af sögunum, sem voru prentaðar suður í Leipzig, og hann hefur bætt við neðanmáls: „Mun eiga að vera Bakki í Fljótum“ og vitnar í fyrsta árgang tímaritsins Ármann á Alþingi, prentaðan 1829, sem skrifaður var af Baldvin Einarssyni frá Hraunum í Fljótum. Baldvin segir þar um Sighvat sem er einn sögumanna ritsins: „Enginn getur sagt það um hann Sighvat að hann sé heimskingi og þó er sagt að hann sé ættaður úr Fljótum í Skagafirði sem ætíð hefur verið í munnmælum jafnað saman við Flóa að aulahætti eins og stefið sannar: Tvær eru sveitir, Flói og Fljót/sem flestir saman jafna.“ 1)
Meira

Hellusöðlar: Þarfaþing og listagripir - Fróðleikur frá Byggðasafni Skagfirðinga

Ýmsar tískubylgjur hafa fylgt manninum í gegnum aldirnar, í fatnaði, húsbyggingum og ekki síst útbúnaði til reiðmennsku. Í pistlinum að þessu sinni verður fjallað stuttlega um söðla, sér í lagi svokallaða hellusöðla.
Meira

Lag dagsins/Brimkló syrpa

Í dag er það smá syrpa frá afmælistónleikum Björgvins Halldórssonar sem voru haldnir árið 2011. Á tónleikunum fékk hana gamla vini úr hljómsveitinni Brimkló til þess að spila með sér.
Meira

Folaldavöðvi með sveppum, ananas og tómatsalati og desert í eftirrétt

Það voru þau Páley Sonja Wiium Ragnarsdóttir og Lárus Blöndal Benediktsson á Blönduósi sem leyfðu okkur að hnýsast í uppskriftabankann þeirra í 29. tbl. Feykis árið 2017. Þau eiga þrjú börn, þau Kristjönu Diljá, Einar Gísla og Margréti Ruth. Hjónin eru bæði sjúkaliðar að mennt en Lárus er nú í slátraranámi og vinnur í SAH samhliða því. Páley hefur starfað sem leiðbeinandi í Blönduskóla og nemur jafnframt kennslufræði við HÍ. „Við kjósum að hafa eldamennskuna þægilega, en jafnframt skemmtilega, og deilum því með lesendum þessum einföldu og góðu uppskriftum, að okkar mati allavega,” segja þau. „Við erum hvorki forrétta- né eftirréttafólk en við leyfum samt einum eftirrétti að fylgja með sem við fáum á hátíðisstundum.”
Meira

Grín dagsins

Þá er komið að gríni dagsins. Fyrst eru það brandarar svo eru það gullmolar frá Kaffibrúsakörlunum.
Meira

Slátrað á Hvammstanga í næstu viku

Sauðfjárslátrun hefst í næstu viku hjá SKVH á Hvammstanga en ákveðið hefur verið að fyrsta slátrun verði 9. ágúst og síðan reglulega upp úr því í svokallaðri forslátrun. Ágúst Andrésson, Samkvæmt tilkynningu frá Kjötafurðastöð KS, sem er helmingseigandi SKVH, er þetta gert til þess að mæta þörfum markaðarins.
Meira

Lag dagsins/Ég hef bara áhuga á þér

Lag dagsins er hrein íslensk sveifla. Það eru þau Geirmundur Valtýsson og Helga Möller sem syngja lagið Ég hef bara áhuga á þér.
Meira

Álfhildur Leifsdóttir fær Apple frumkvöðlaviðurkenningu - Í hópi framúrskarandi kennara

„Það var stoltur kennari sem tók við nafnbótinni Apple Distinguished Educator hér í Hollandi á ADE Institute 2019, ein af 170 kennurum frá 29 löndum EIMEA, valin af Apple úr þúsundum umsækjenda,“ skrifar Álfhildur Leifsdóttir, kennari á Sauðárkróki, á Facebook-síðu sína í vikunni. Hún segir ávinninginn vera tengslanet framúrskarandi kennara um allan heim sem sé algjörlega ómetanlegt. „Það eru spennandi dagar framundan og vonandi komum við þrjú ADE með lærdóm í farteskinu til að deila með öðrum kennurum heima. Takk þið sem hafið greitt götu mína til að ná þessu markmiði.“
Meira

Grín dagsins

Nú er komið að gríni dagsins. Fyrst ætlum við að hafa smá létta brandara svo kemur grín myndband í lokin.
Meira

Verslunarmannahelgin/Lag dagsins

Núna um verslunarmannahelgina verður síðan hjá Feyki aðeins öðruvísi. Það verður kannski ekki mikið af fréttum en það mun koma nýir hlutir eins og lag dagsins, grín dagsins og fleira vonandi. Þetta verður bara um verslunarmannahelgina.
Meira