feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
21.07.2019
kl. 10.13
Sigríður Bjarney Aadnegard svaraði spurningum Bók-haldsins í 32. tbl. Feykis árið 2018.
Sigríður hefur búið á Blönduósi frá barnsasldri og starfað þar lengst af, fyrst sem leikskólakennari en síðar sem grunnskólakennari og aðstoðarskólastjóri. Nú er hún að hefja sitt áttunda ár sem skólastjóri við Húnavallaskóla. Hún hefur alltaf verið áhugasömum lestur og segist hafa lært að lesa með því að fylgjast vel með þegar bróðir hennar, tveimur árum eldri, lærði þá list. Frá því að Sigríður var fimm ára og las Gagn og gaman spjaldanna á milli hefur hún farið höndum um allnokkrar bækur, bæði til eigin ánægjuauka og einnig segir hún að áhugasviðið í námi hennar til kennsluréttinda hafi verið læsi og lestrarkennsla. „Áhugi á bóklestri hefur þó sveiflast,“ segir Sigríður, „það hafa verið tímabil sem ég hef lítið lesið en með aldrinum gef ég lestri og bókagrúski meiri tíma.“ Sigríður á tvö barnabörn sem búa erlendis. „Við notum Skype mikið til samskipta sem er dásamleg uppfinning fyrir ömmur, ég kalla mig stundum ömmu-Skype,“ segir Sigríður sem les stundum fyrir barnabörnin í gegnum Skype og hefur bók Vilborgar Dagbjartsdóttur, Alli Nalli og tunglið, verið afar vinsæl í þeim sögustundum.
Meira