Fréttir

Arkarinn Eva á ferð um Skagafjörð og Húnavatnssýslur

Arkarinn Eva, 16 ára stúlka sem þessa dagana er að ganga hringinn í kringum Ísland til styrktar Barnaspítalanum, er nú komin í Skagafjörðinn. Hún leggur af stað frá Varmahlíð í dag og mun ganga í gegnum Blönduós á morgun.
Meira

Heilmikil dagskrá á Húnavöku

Mikið verður um að vera á Blönduósi nú um helgina en bæjar- og fjölskylduhátíðin Húnavaka hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Dagskrá hátíðarinnar er afar fjölbreytt og ættu allar kynslóðir að geta fundið sér eitthvað til skemmtunar.
Meira

Leikhópurinn Lotta með sýningu á Blönduósi í kvöld og Sauðárkróki á morgun

Í kvöld klukkan 18:00 verður sýning á Káratúni á Blönduósi og á morgun klukkan 11:00 verður sýningin í Litla skógi á Sauðárkróki.
Meira

Gæðingamót Þyts um síðustu helgi

Gæðingamót Hestamannafélagsins Þyts var haldið á laugardaginn var, 13. júlí, í afbragðsveðri, og var um opið mót að ræða. Dómarar völdu Jóhann B. Magnússon knapa mótsins en hann sigraði bæði 100 m skeið og A flokk ásamt því að ná öðru hrossi inn í úrslitin og vera með hross í úrslitum í B flokki. Glæsilegasti hestur mótsins var valinn Eldur frá Bjarghúsum sem sigraði B flokk með einkunnina 8,84. Niðurstöður mótsins sem birtust á heimasíðu félagsins eru á þessa leið:
Meira

Laxveiðin enn dræm

Enn er veiði dræm í laxveiðiám landsins þó vætutíð undanfarinna daga hafi vakið vonir um að eitthvað fari nú að rætast úr. Heildarveiðin á Norðurlandi vestra er nú komin í 881 fiska en var 1954 á sama tíma í fyrra.
Meira

Leikir helgarinnar í boltanum

Um helgina munu fara fram þrír leikir í boltanum. Einn á föstudagskvöldið og tveir á laugardaginn.
Meira

Umhverfisviðurkenningar í Húnaþingi vestra

Í auglýsingu á vef Húnaþings vestra frá nefnd um veitingu umhverfisviðurkenninga er óskað eftir ábendingum og tilnefningum til umhverfisviðurkenninga Húnaþings vestra 2019.
Meira

Skagafjarðarveitur bora eftir köldu vatni - „Nóg í bili en þetta er bráðabirgðaaðgerð“

Skagafjarðarveitur hafa látið bora fjórar holur til að freista þess að auka kaldavatnið fyrir Sauðárkrók en ekki er langt síðan fréttir bárust af vatnsskorti á Króknum. Tvær holanna sem boraðar voru eru í Skarðsdal og tvær á Veðramóti í Gönguskörðum. Að sögn Indriða Þórs Einarssonar, sviðstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs hafa allar holurnar gefið vatn en mismikið og ágætlega lítur út með vatnsmagnið.
Meira

Brúin yfir Blöndu verður lokuð vegna viðgerðar

Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu frá vegagerðinni.
Meira

Tveggja bíla árekstur við Húnsstaði

Tveggja bíla árekstur varð við bæinn Húnsstaði í Húnavatnshreppi upp úr klukkan ellefu í morgun. Kona sem var farþegi í öðrum bílnum var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Samkvæmt upplýsingum lögreglu var konan með höfuðáverka en ekki þungt haldin.
Meira