Fréttir

Menn ársins í Austur-Húnavatnssýslu

Lesendur Húnahornsins völdu björgunarsveitarfólk í Björgunarfélaginu Blöndu sem menn ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2019. Að vanda var tilkynnt um valið á Blöndublóti, þorrablóti Blönduósinga, sem haldið var á laugardagskvöldið. Þetta er í 15. sinn sem lesendur Húnahornsins velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu.
Meira

Heimsóknum erlendra ferðamanna um Akureyrarflugvöll fjölgar

Fjölgun millilandafarþega um Akureyrarflugvöll hefur verið mikil undanfarin ár en samkvæmt tölum Isavia nam fjölgunin árið 2017 24% frá fyrra ári, árið 2018 var fjölgunin enn meiri eða 70% miðað við fyrra ár og árið 2019 nam fjölgunin 38% miðað við árið á undan, segir á vef Markaðsstofu Norðurlands. Það segir einnig að nú styttist í að ferðamenn á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel komi í fyrstu vetrarferð ársins til Norðurlands, en þær munu verða átta talsins frá 14. febrúar til 9. mars.
Meira

Íslenska gæðingakeppnin – landsmótið 1950

Kæru lesendur, ég vil fyrst óska ykkur gleðilegs árs og þakka samfylgd á liðnum árum, tökum svo upp þráðinn þar sem frá var horfið í síðustu grein (Íslenska gæðingakeppnin bls. 9 í 46. tbl. Feykis, 4. des. 2019). Þar fjallaði ég um tilurð íslensku gæðingakeppninnar en samkvæmt fyrirliggjandi heimildum var fyrsta gæðingakeppnin haldin árið 1944 við Sandlækjarós í Gnúpverjahreppi, endaði ég greinina á að drepa stuttlega á gæðingakeppni fyrsta landsmótsins sem haldið var á Þingvöllum árið 1950. Verður nú haldið áfram þar sem frá var horfið í þeirri umfjöllun.
Meira

„Þurfum að koma klárir í hvern leik“

„Nei, nei, ekkert að hugsa um að hætta, það þýðir ekkert meðan líkaminn leyfir þá er allt í lagi að halda aðeins áfram,“ segir Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tindastóls í körfunni, en hann skrifaði undir til tveggja ára við deildina í gær eins og Feykir sagði frá í gær. „Þetta er bara frábært að gera samning við svo marga í einu og það að Jaka skuli gera samning til tveggja ára. Það er þá kominn góður kjarni og við byggjum á þessu og höfum bara gaman. Þetta skiptir máli.“
Meira

Einfalt og gott í saumaklúbbinn eða afmælið

Meira

Fiskikör skulu vera hrein

Eftirlitsmenn Matvælastofnunar hafa víða orðið varir við óhreinindi í fiskikörum eins og fram kemur á heimasíðu stofnunarinnar en reglulega berast kvartanir frá sjómönnum og fiskkaupendum um óhrein og skemmd löndunarkör. Kör sem notuð eru fyrir matvæli þurfa að vera hrein og er það eingöngu tryggt með hreinsun eftir hverja notkun en óæskilegt er að nota fiskikör fyrir annað en matvæli.
Meira

Fékk spjald fyrir að reyna að tefja :: Liðið mitt Jónas Aron Ólafsson Sauðárkróki

Jónas Aron Ólafsson er tvítugur knattspyrnumaður í Tindastól, lék alla leiki liðsins í sumar og er einn máttarstólpa liðsins. Í vetur dvelur hann á Akureyri og stundar nám í Háskólanum þar í bæ. Jónas er aðdáandi Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og skipar sér þar með á bekk með afa sínum og nafna Jónasi Svavarssyni sem líklega hafði eitthvað með það að gera. Jónas Aron svarar spurningum í Liðið mitt að þessu sinni.
Meira

Sterkur kjarni heimamanna skrifar undir til næstu tveggja ára hjá körfuknattleiksdeild Tindastól

Í dag tilkynnti körfuknattleiksdeild Tindastóls að samningar hafi verið undirritaðir við góðan kjarna heimamanna til næstu tveggja ára. Þetta er í samræmi við þá uppbyggingu á liðinu sem til kom með þriggja ára ráðningu Baldurs Þórs Ragnarssonar síðastliðið vor. „Við höfum mikla trú á því að til að ná árangri í körfubolta þurfum við góðan kjarna heimamanna með skynsömum viðbótum,“ sagði Ingólfur Jón Geirsson, formaður deildarinnar á blaðamannafundi í húsakynnum sýndarveruleika 1238 í dag.
Meira

Uppfærsla á ferðamannabæklingi um Norðurland

Nú styttist í að uppfærsla á ferðamannabæklingnum North Iceland Official Tourist Guide hefjist. Í tilkynningu frá markaðsstofu Norðurlands er vakin athygli á því að samstarfsfyrirtæki hafa frest til 14. febrúar til að senda inn uppfærðar upplýsingar um sig. Einnig er bent á að gott er að kíkja á skráninguna á northiceland.is og sjá hvort gera þurfi breytingar þar.
Meira

Brúðuleikverkið Sæhjarta frumsýnt á Hvammstanga

Brúðuleikhúsið Handbendi frumsýnir verkið Sæhjarta eftir Gretu Clough í Félagsheimilinu á Hvammstanga þann 11. febrúar næstkomandi klukkan 20:00. Sæhjarta er einleikið brúðuleikverk fyrir fullorðna og er það höfundurinn, Greta Clough, sem fer með hlutverk í verkinu. Leikstjóri er Sigurður Líndal, tónlist og hljóðmynd eru í höndum Júlíusar Aðalsteins Róbertssonar og Egill Ingibergsson sér um leikmynd og lýsingu.
Meira