Fréttir

Líðan ökumannsins þokkaleg miðað við aðstæður

Talið er að milli 13 og 17 þúsund lítrar af olíu hafi lekið í jarðveginn þar sem olíubíll frá Olíudreifingu valt út af veginum á Öxnadalsheiði í gær. Olíubíllinn hefur verið fluttur til Reykjavíkur og er, að sögn Harðar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Olíudreifingar, ónýtur.
Meira

Golfklúbburinn Ós býður upp á námskeið

Golfklúbburinn Ós stendur fyrir námskeiðum í golfi á morgun, föstudag, og á laugardaginn þar sem hinn þekkti golfkennari, John Garner, mun leiðbeina. Námskeiðin eru ætluð börnum og unglingum og einnig verður boðið upp á sérstakt kvennanámskeið.
Meira

Trölli sendir úr frá Eldi í Húnaþingi

Útvarpsstöðin Trölli verður með beinar útsendingar frá Hvammstanga og nágrenni á hátíðinni Eldur í Húnaþingi sem hefst í dag og stendur til sunnudags.
Meira

Öxnadalsheiði lokuð vegna umferðaslyss

Um ellefu leytið í morgun þurfti að ræsa lögreglu, slökkviliðið og sjúkrabíl út vegna umferðaslyss á Öxnadalsheiði. Um er að ræða olíubifreið sem valt út af veginum.
Meira

Spennandi mót hjá Markviss

Skotfélagið Markviss var með opinn dag á skotsvæði sínu á laugardegi á nýafstaðinni Húnavökuhelgi þar sem gestum og gangandi gafst tækifæri á að kynna sér uppbygginguna á svæðinu og reyna sig við leirdúfur og skotmörk undir handleiðslu félagsmanna. Síðar sama dag fór hið árlega Höskuldsmót fram en það er haldið til heiðurs lögreglumanninum Höskuldi B. Erlingssyni á Blönduósi.
Meira

Jarðskjálfti norðan við Siglufjörð

Eins og flest allir hafa tekið eftir þá var jarðskjálfti í nótt. Hér fyrir neðan má sjá fréttatilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Meira

Meira en 40 viðburðir í boði á Eldi í Húnaþingi

Hátíðin Eldur í Húnaþingi verður sett á morgun, fimmtudaginn 25. júlí, og kennir þar margra grasa eins og endranær en þetta er í 17. sinn sem hátíðin er haldin. Hún stendur til sunnudags og rekur hver viðburðurinn annan á dagskránni sem er stútfull af spennandi atriðum.
Meira

Kyen Nicholas til Tindastóls

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við enska framherjann Kyen Nicholas til að spila með liðinu út leiktíðina.
Meira

Tap gegn ÍR á Hertzvelli

Laugardaginn 20. júlí klukkan 14:00 mættust ÍR og Tindastóll í 2. deild karla í knattspyrnu. Heimamenn úr Breiðholti sigruðu leikinn 2-0 og eru komnir í sjötta sæti í deildinni en Tindastóll situr enn á botninum með fimm stig.
Meira

Umhverfisverðlaun Blönduósbæjar

Á fjölsóttri Húnavökukvöldvöku sem haldin var í blíðskaparveðri Fagrahvammi sl. laugardagskvöld voru umhverfisverðlaun Blönduósbæjar veitt.
Meira