feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
10.02.2020
kl. 15.15
Háskólinn á Hólum, The Swedish School of Sport and Health Sciences, Norwegian School of Sport Sciences og University of South East Norway hafa gert með sér samkomulag um þróun meistaranáms á sviði útivistar (Outdoor Studies eða Friluftsliv). Um er að ræða hagnýtt meistaranám, sem m.a. miðar að því að mæta aukinni eftirspurn atvinnulífsins fyrir starfsfólk með víðan bakgrunn er nýtist til uppbyggingar á útivist og sjálfbærri ferðaþjónustu. Námið hentar því vel t.d. fyrir kennara, íþróttaþjálfara, stjórnendur frístundastarfs og starfsmenn í ferðaþjónustu.
Meira