Fréttir

Hólmfríður Sveinsdóttir tók við viðurkenningu fyrir hönd Sjávarútvegsráðstefnunnar

Fyrir helgi afhenti Íslenski Sjávarklasinn viðurkenningar til aðila sem hafa eflt samstarf innan klasans og hlutu að þessu sinni þrír aðilar viðurkenningar. Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, formaður stjórnar Sjávarútvegsráðstefnunnar, tók við viðurkenningu fyrir hönd Sjávarútvegsráðstefnunnar sem hún hlaut fyrir brautryðjandastarf við að tengja fólk í sjávarútvegi saman. Aðrir sem fengu viðurkenningu voru Spark og Navís.
Meira

Opinn fundur um eftirmál desemberveðursins

Næstkomandi fimmtudag, þann 13. febrúar, klukkan 20:00 boðar Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda til opins fundar í Víðihlíð um eftirmál óveðursins sem gerði fyrir miðjan desember síðastliðinn.
Meira

Fyrir og eftir rafmagn :: Áskorandapenni Bragi Guðmundsson

Það var myrkur í Svínadal þegar ég var að alast upp á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar. Myrkur í þeim skilningi að veiturafmagn var ekki komið í dalinn og heimarafstöð aðeins á einum bæ, Grund. Þar lýsti ljós sem vakti aðdáun og barninu e.t.v. dálitla undrun.
Meira

Bikar-Stóllinn kominn út

Í tilefni af leik Tindastóls og Stjörnunnar í undanúrslitum Geysis-bikarsins hefur Körfuknattleiksdeild Tindastóls gefið út Bikar-Stólinn þar sem stuðningsmenn geta kynnt sér leikmenn liðsins, lesið viðtöl og umfjallanir. Aðeins verður hægt að nálgast blaðið á stafrænu formi og mun það því liggja í netheimum öllum til gagns og gamans.
Meira

Nýtt meistaranám í útivistarfræðum á Hólum

Háskólinn á Hólum, The Swedish School of Sport and Health Sciences, Norwegian School of Sport Sciences og University of South East Norway hafa gert með sér samkomulag um þróun meistaranáms á sviði útivistar (Outdoor Studies eða Friluftsliv). Um er að ræða hagnýtt meistaranám, sem m.a. miðar að því að mæta aukinni eftirspurn atvinnulífsins fyrir starfsfólk með víðan bakgrunn er nýtist til uppbyggingar á útivist og sjálfbærri ferðaþjónustu. Námið hentar því vel t.d. fyrir kennara, íþróttaþjálfara, stjórnendur frístundastarfs og starfsmenn í ferðaþjónustu.
Meira

Fjólan og Vordísin í Gránu nk. fimmtudag

Tónlistarkonurnar Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir frá Borgarfirði Eystra og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir á Sauðárkróki, hafa verið vinkonur síðan þær límdust saman, líklega einhvern tímann um árið 2003. Nú ætla þær að rugla saman reytum næstkomandi fimmtudagskvöld og rifja upp sögur hvor af annarri, flytja þau lög sem hafa minnt þær á hvora aðra og sem hafa fylgt þeim í gegnum tíðina, ásamt því að flytja frumsamið efni.
Meira

Mamma Mía í uppsetningu leikhóps NFNV á YouTube

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sýndi tók þráðinn upp á ný og bætti við fjórum aukasýningum í lok janúar á leikritinu Mamma Mía en frumsýnt var 22. nóvember sl. Nú er leiknum lokið en þó kannski ekki alveg þar sem hægt er að nálgast upptöku á YouTube.
Meira

112 dagurinn í Húnaþingi vestra og á Blönduósi

Viðbragðsaðilar í Húnaþingi vestra ætla að efna til hópaksturs um Hvammstanga í tilefni 112 dagsins sem haldinn er á morgun, þann 11.2. Á Blönduósi verður einnig farið í hópakstur en þar verður lagt upp frá lögreglustöðinni.
Meira

Strandvegi lokað vegna sjógangs

Búið er að loka Strandveginum á Sauðárkróki þar sem mikill sjór gengur yfir veginn. Á Facebook-síðu Svf. Skagafjarðar er vídeó sem staðfestir sjóganginn og eru vegfarendur því beðnir um að vera ekki á ferðinni á Strandveginum frá Hegrabraut og að hringtorginu á Eyrinni (hjá Kjötafurðastöð KS) þar til aðstæður breytast.
Meira

Þæfingsfærð á Norðurlandi og gul veðurviðvörun

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Norðurland eystra. Norðan hvassviðri (13-20 m/s) er á þessum stöðum með snjókomu eða skafrenningi og slæmu skyggni, einkum á Ströndum. Versnandi akstursskilyrði og eru ferðalangar hvattir til að sýna varkárni.
Meira