Hr. Hundfúll

Af ósléttum förum...

Stelpurnar í vinnunni er búnar að vera með hálfgerðan móral í morgun – bara af því Herra Hundfúll er pínu tilætlunarsamur og veit allt best...
Meira

Rétt skal vera rétt...

Nú eru Molduxarnir komnir heim af Eurobasket í Finnlandi eftir talsverða frægðarför og að sjálfsögðu er viðtal við talsmann þeirra á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Eitthvað hefur sennilega skolast til hjá fréttastjóra Moggans í fyrirsögninni þar sem segir: „Lærðum margt af landsliðinu.“ Þetta hlýtur að hafa misritast og átt að vera öfugt, eða: „Landsliðið lærði margt af okkur.“
Meira

Bjarni Har á K2

Herra Hundfúll skilur ekkert í þessum æsingi yfir þessum rúnti sem John Sigurjonsson tók á K2. Bjarni Har fer á rúntinn á K2 margoft á hverju sumri og þykir ekki sérlega fréttnæmt.
Meira

Skorað í hálfleik...?

Herra Hundfúll furðaði sig örlítið á fótboltafrétt á Mbl.is. Þar sagði m.a. í frétt af sigri Barcelona á Real Madrid: „Þetta urðu ekki einu mörk fyrri hálfleiks, en Mateo Kovacic minnkaði mun¬inn fyr¬ir Real Madrid á 14. mín¬útu og Marco Asensio bætti öðru marki við á 36. mín¬útu. Liðin héldu því inn í klefa þegar staðan var 2:2. Aðeins fimm mín¬út¬um síðar skoraði Ger¬ard Pique þriðja mark Börsunga og jafn¬framt síðasta mark leiks¬ins, loka¬töl¬ur 3:2, Barcelona í vil.“ Miðað við að hálfleikur í fótboltaleik er yfirleitt um 15 mínútur þá er þetta að öllum líkindum í fyrsta skipti sem mark er skorað í hálfleik.
Meira

Af poti í augu og fleiri afsökunum...

Herra Hundfúll undrast oft þær afsakanir sem íþróttafólk kemur með þegar árangurinn stenst ekki væntingar. Íslenskir afreksmenn virðast reyndar vera í toppklassa í þessum fylgifiski sportsins. Þannig man Hundfúll eftir íslenskum skíðagöngumönnum á Ólympíuleikum á síðustu öld sem völdu rangt smjörkrem á skíðin og komust varla úr sporunum. Í fyrra fór spjótkastari halloka fyrir aðstæðum á Ólympíuleikum í Ríó... >MEIRA
Meira

Trump dregur Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu

Eru þau þá hætt að flokka í Hvíta húsinu?
Meira

Að vita ekki sitt rjúkandi ráð

Herra Hundfúll hefur samvizkusamlega fylgst með fjölþjóðaþáttaröðinni Fortitude undanfarnar vikur. Hann hefur því á fimmtudagskvöldum látið yfir sig ganga limlestingar og uppskurði af ýmsu tagi, verið miðsboðið og ofboðið og allt þar á milli og allt um kring. Og hann er orðinn svo gufuruglaður í áhorfinu að hann hefur ekki hugmynd um hvort þessi þáttasería sé tær snilld eða mesta lágkúra sem sést hefur í sjónvarpi allra landsmanna. Eitt er víst; það borgar sig að taka tómatsósuna með sér í fríið austur því hún hlýtur að vera uppseld á þeim slóðum.
Meira

Er þetta ekki orðið gott?

„Látið ekkert skaðlegt orð líða yður af munni, heldur það eitt, sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gjörist, til þess að það verði til góðs þeim, sem heyra," segir í Biblíunni. Þrátt fyrir þetta verður Herra Hundfúll að viðurkenna að hann þolir ekki KR og finnst að þeim mætti alveg ganga verr í körfunni – án þess þó að vilja þeim nokkuð illt. Þeir mega reyndar alveg vinna Stjörnuna í kvöld...
Meira

Hugleiðing um múrverk

Nú hyggst Trump halda áfram með Múrinn á landamærum USA og Mexíkó og ætlar að láta Mexíkóa borga brúsann. Herra Hundfúll veltir fyrir sér hvort þetta þýði þá að Trump sé frímúrari?
Meira

Hugleiðing um múrverk

Nú hyggst Trump halda áfram með Múrinn á landamærum USA og Mexíkó og ætlar að láta Mexíkóa borga brúsann. Herra Hundfúll veltir fyrir sér hvort þetta þýði þá að Trump sé frímúrari?
Meira