Hr. Hundfúll

Trump dregur Bandaríkin úr Parísarsamkomulaginu

Eru þau þá hætt að flokka í Hvíta húsinu?
Meira

Að vita ekki sitt rjúkandi ráð

Herra Hundfúll hefur samvizkusamlega fylgst með fjölþjóðaþáttaröðinni Fortitude undanfarnar vikur. Hann hefur því á fimmtudagskvöldum látið yfir sig ganga limlestingar og uppskurði af ýmsu tagi, verið miðsboðið og ofboðið og allt þar á milli og allt um kring. Og hann er orðinn svo gufuruglaður í áhorfinu að hann hefur ekki hugmynd um hvort þessi þáttasería sé tær snilld eða mesta lágkúra sem sést hefur í sjónvarpi allra landsmanna. Eitt er víst; það borgar sig að taka tómatsósuna með sér í fríið austur því hún hlýtur að vera uppseld á þeim slóðum.
Meira

Er þetta ekki orðið gott?

„Látið ekkert skaðlegt orð líða yður af munni, heldur það eitt, sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gjörist, til þess að það verði til góðs þeim, sem heyra," segir í Biblíunni. Þrátt fyrir þetta verður Herra Hundfúll að viðurkenna að hann þolir ekki KR og finnst að þeim mætti alveg ganga verr í körfunni – án þess þó að vilja þeim nokkuð illt. Þeir mega reyndar alveg vinna Stjörnuna í kvöld...
Meira

Hugleiðing um múrverk

Nú hyggst Trump halda áfram með Múrinn á landamærum USA og Mexíkó og ætlar að láta Mexíkóa borga brúsann. Herra Hundfúll veltir fyrir sér hvort þetta þýði þá að Trump sé frímúrari?
Meira

Hugleiðing um múrverk

Nú hyggst Trump halda áfram með Múrinn á landamærum USA og Mexíkó og ætlar að láta Mexíkóa borga brúsann. Herra Hundfúll veltir fyrir sér hvort þetta þýði þá að Trump sé frímúrari?
Meira

Árið 2016 var alveg klikk og bang!

Herra Hundfúll setti saman örlítið uppgjör við árið 2016 sem var aldrei leiðinlegt þó það hafi verið klikk og á stundum alveg snarklikk. Eiginlega alveg klikk og bang! >Sjá nánar...
Meira

Vörumst villandi pakkningar

Herra Hundfúll varar verðandi jólapakkara við því að fara ekki illa að ráði sínu við innpökkunina. Sumir hafa þann háttinn á að pakka litlum gjöfum (sem stundum er þó risastórar) inn í stóra pakka. Taka þá kannski kassa utan af einhverju öðru og setja litlu gjöfina inn í stóra kassann. Þetta getur verið mislukkað ef stóri kassinn er til dæmis utan af tölvu eða sjónvarpi. Þá er ekki víst að litla gjöfin veki jafn mikla gleði og að var stefnt.
Meira

Vörumst villandi pakkningar

Herra Hundfúll varar verðandi jólapakkara við því að fara ekki illa að ráði sínu við innpökkunina. Sumir hafa þann háttinn á að pakka litlum gjöfum (sem stundum er þó risastórar) inn í stóra pakka. Taka þá kannski kassa utan af einhverju öðru og setja litlu gjöfina inn í stóra kassann. Þetta getur verið mislukkað ef stóri kassinn er til dæmis utan af tölvu eða sjónvarpi. Þá er ekki víst að litla gjöfin veki jafn mikla gleði og að var stefnt.
Meira

Hundfúll er pínu hugsi...

Ætli brúneggin verði ekki spæld ef þau verða ekki með í jólabakstinum?
Meira

Heimsbyggðin fær óvæntan kinnhest

Herra Hundfúll er, eins og flestir Íslendingar, sjokkeraður í kjölfar úrslitanna í forsetakosningum í USA. Í lýðræðislegum kosningum var Donald Trump valinn forsetaefni Repúblikana og nú var hann kjörinn forseti eftir óvæntan sigur á frekar óspennandi og þreytulegum frambjóðanda Demókrata, Hillary Clinton. Þrátt fyrir galla hennar virtist hún engu að síður svo miklu hæfari en Trump, sem virðist gjörsneyddur flestum þeim mannkostum sem fólk almennt tengir við starf valdamesta þjóðhöfðingja heims..
Meira