Hr. Hundfúll

Leikið efni í lokaðri dagskrá

Herra Hundfúll hefur aldrei skemmt sér betur yfir nokkrum kappræðum en Forsetaleiknum á Stöð2. Svona óborganlegt gamanefni á að sjálfsögðu aðeins að sýna í lokaðri dagskrá.
Meira

Skemmtileg eða leiðinleg vangavelta?

Herra Hundfúll var að velta því fyrir sér hvort leiðinlegu fólki fyndist það sjálft vera skemmtilegt. Og þá líka hvort skemmtilegu fólki fyndist það sjálft vera leiðinlegt. En sennilega er þetta ekki svona einfalt?
Meira

Það er ekki einu sinni ljós í myrkrinu

Herra Hundfúll er máttfarinn og miður sín í miðju maíhreti. Ekki nóg með að veðrið sé eins og það er heldur þurfti hann nánast að draga vatnsdropana út um sturtuhausinn í morgun. Þá fyllist hann depurð við að sjá ljósast...
Meira

Íslenska tuðran farin að þeytast

Herra Hundfúll kíkti í íþróttablað Moggans í morgun og skautaði yfir frásagnir af fyrstu leikjunum í Íslandsmótinu í knattspyrnu. Fyrirsögnin -Keflvíkingar geta skorað mörk- var undarleg í ljósi þess að þeir Suðurnesjamenn ...
Meira

Leiðinlegar auglýsingar í sjónvarpinu

Eins og iPad er nú skemmtilegt leiktæki þá finnst Herra Hundfúlum hafa tekist ótrúlega illa að gera íslenska auglýsingu um gripinn. Leiðinleg auglýsing. - Þær þrjár auglýsingar sem Herra Hundfúlum verður illt af að sjá og heyr...
Meira

Að halda með Liverpool er...

Herra Hundfúll hefur lengi fylgst vel með enska boltanum. Boltinn er eins og áfengið og sígaretturnar, ávanabindandi og kallar á talsverð útgjöld ef menn eru á annað borð djúpt sokknir í fíknina. Herra Hundfúll heldur ekki með Li...
Meira

Allir eru að gera það gott

Nú spretta þau fram nýju fersku framboðin. Herra Hundfúlum finnst sem hann sé alltaf að sjá sama reiða og þreytta fólkið sem ætlar að lagfæra Ísland, skipta út þessu vonlausa liði við Austurvöll sem ekkert getur annað en rifi...
Meira

Leiðtogar Norður-Kóreu fjallbrattir hver af öðrum

Herra Hundfúll sá á einhverjum miðlinum að Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur hótað suður-kóreskum stjórnvöldum hernaðarárás ef hann telur stjórnina ögra ríki sínu. – Hann beygist snemma krókurinn.
Meira

Þegar fokið er í skjólin flest grípa menn til örþrifaráða

Herra Hundfúll hefur orðið var við það að hinir mætustu menn nota nú frasann Æi þegiðu!  og þykjast flottir.
Meira

Þjóðin valdi lag en dómnefndin valdi annað

Herra Hundfúll splæsti einni símhringingu til að gefa lagi í Söngvakeppni Sjónvarpsins atkvæði sitt. Atkvæðið kostaði 119 kr. og hefur Hundfúll svo sem eytt í annað eins. En sennilega hafa margir hringt talsvert oftar til að gefa ...
Meira