Hr. Hundfúll

Forðist eftirlíkingar

Að ógefnu tilefni vill Herra Hundfúll koma því á framfæri að hann (Herra Hundfúll) og Herra Hnetusmjör eru ekki sami maðurinn.
Meira

Hvenær er nóg nóg?

Eins og einhverjir þá friðar Herra Hundfúll sína rykföllnu samvisku með því að láta smá-aur renna í góð málefni að eigin vali. Fyrir nokkrum árum sprengdi Hundfúll sinn persónulega góðmennskuskala með því að velja að gefa lágmarksupphæð mánaðarlega til UNICEF - Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Honum leið vel með sjálfan sig eftir þennan óvænta góðmennskugjörning...
Meira

Að rúlla Frökkum upp...

Fjögurra rúllu fella Skagfirðingsins Rúnars Más á Kylian Mbappe var uppáhalds móment Herra Hundfúls í vináttuleiknum gegn Frökkum. Þrátt fyrir mikil læti í kjölfarið við bekk franska landsliðsins þá var þó gott að sjá að þeir félagar virtust sáttir í leikslok nokkrum mínútum síðar. Áfram Ísland!
Meira

Er 2. deildin bara eitthvað djók?

Keppni í 2. deild karla í sumar hefur verið frábær skemmtun og mótið æsispennandi bæði á toppi og botni. Nú sér Herra Hundfúll ekki annað en að KSÍ hafi upp á sitt eindæmi farið langt með að eyðileggja þetta ágæta mót með ótrúlegum dómi um að spila aftur leik Hugins og Völsungs nú þegar þrír dagar eru þar til lokaumferðin fer fram...
Meira

Aftur og enn einu sinni...

Hver þurfti endilega að finna upp þetta KR?
Meira

Af ósléttum förum...

Stelpurnar í vinnunni er búnar að vera með hálfgerðan móral í morgun – bara af því Herra Hundfúll er pínu tilætlunarsamur og veit allt best...
Meira

Rétt skal vera rétt...

Nú eru Molduxarnir komnir heim af Eurobasket í Finnlandi eftir talsverða frægðarför og að sjálfsögðu er viðtal við talsmann þeirra á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Eitthvað hefur sennilega skolast til hjá fréttastjóra Moggans í fyrirsögninni þar sem segir: „Lærðum margt af landsliðinu.“ Þetta hlýtur að hafa misritast og átt að vera öfugt, eða: „Landsliðið lærði margt af okkur.“
Meira

Bjarni Har á K2

Herra Hundfúll skilur ekkert í þessum æsingi yfir þessum rúnti sem John Sigurjonsson tók á K2. Bjarni Har fer á rúntinn á K2 margoft á hverju sumri og þykir ekki sérlega fréttnæmt.
Meira

Skorað í hálfleik...?

Herra Hundfúll furðaði sig örlítið á fótboltafrétt á Mbl.is. Þar sagði m.a. í frétt af sigri Barcelona á Real Madrid: „Þetta urðu ekki einu mörk fyrri hálfleiks, en Mateo Kovacic minnkaði mun¬inn fyr¬ir Real Madrid á 14. mín¬útu og Marco Asensio bætti öðru marki við á 36. mín¬útu. Liðin héldu því inn í klefa þegar staðan var 2:2. Aðeins fimm mín¬út¬um síðar skoraði Ger¬ard Pique þriðja mark Börsunga og jafn¬framt síðasta mark leiks¬ins, loka¬töl¬ur 3:2, Barcelona í vil.“ Miðað við að hálfleikur í fótboltaleik er yfirleitt um 15 mínútur þá er þetta að öllum líkindum í fyrsta skipti sem mark er skorað í hálfleik.
Meira

Af poti í augu og fleiri afsökunum...

Herra Hundfúll undrast oft þær afsakanir sem íþróttafólk kemur með þegar árangurinn stenst ekki væntingar. Íslenskir afreksmenn virðast reyndar vera í toppklassa í þessum fylgifiski sportsins. Þannig man Hundfúll eftir íslenskum skíðagöngumönnum á Ólympíuleikum á síðustu öld sem völdu rangt smjörkrem á skíðin og komust varla úr sporunum. Í fyrra fór spjótkastari halloka fyrir aðstæðum á Ólympíuleikum í Ríó... >MEIRA
Meira