Hr. Hundfúll

Fótbolti þrátt fyrir allt...

Herra Hundfúll missti næstum út úr sér snuðið þegar hann sá Guðna Bergs tilkynna landsmönnum að haldið yrði áfram að spila fótbolta ... af því bara. Þrátt fyrir að það sé kominn vetur. Þrátt fyrir að mörg lið hafi misst frá sér leikmenn út í heim. Þrátt fyrir að liðin á höfuðborgarsvæðinu megi ekki æfa. Þrátt fyrir að liðin hafi litla sem enga möguleika á að afla tekna. Þrátt fyrir að einhver lið verði kannski að flytja heimaleiki sína í önnur byggðarlög. Þrátt fyrir að leikmenn á landsbyggðinni séu í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að liðin þurfi að tefla fram gjörbreyttum liðum í nóvember. Þrátt fyrir áhugamennsku. Þrátt fyrir heimsfaraldur... – Já, fótbolti þrátt fyrir allt.
Meira

Herra Hundfúll er að poppa popp...

BTS er suðurkóreskt strákaband og kannski það vinsælasta í heiminum í dag. Eiginlega alveg hrikalega pirrandi grúppa. Í raun svo pirrandi að Herra Hundfúll var búinn að lofa sjálfum sér því að þessa grúppu ætlaði hann aldrei, aldrei að hlusta á. Enda bæði ömurleg, asnaleg og kjánaleg. – En þótt ótrúlegt megi virðast
Meira

4-4-2

Nú eru ýmis tilmæli komin frá yfirvöldum varðandi tilslakanir á takmörkunum á samkomum og skólahaldi sem taka munu gildi 4. maí. Skipulagt íþróttastarf sem heimilt verður utandyra er m.a. háð þeim takmörkunum að ekki fleiri einstaklingar en fjórir æfi eða leiki saman. Herra Hundfúll veltir fyrir sér hvort það megi ...
Meira

Um handspritt og persónuvernd

Herra Hundfúll hélt að hann hefði himinn höndum tekið þegar handspritt-flaska var það fyrsta sem blasti við honum þegar hann kom inn í kjörbúð á dögunum. Og bara ein eftir í hillunni. Svo hann setti brúsann glaður í bragði í körfuna og gerði rogginn sín innkaup. ...
Meira

Síðasta lag fyrir fréttir

Herra Hundfúll slapp naumlega lifandi frá síðasta lagi fyrir fréttir á Rás1. Mögulega nær hann sér að fullu eftir þessi ósköp sem Ríkisboxið bauð upp á á fyrsta degi samkomubanns hér á Fróni en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Hvers vegna er ekki bara boðið upp á Ðe Lónlí Blú Bojs eða Brikmkló frekar en þetta alíslenska sargandi garg!?
Meira

Forðist eftirlíkingar

Að ógefnu tilefni vill Herra Hundfúll koma því á framfæri að hann (Herra Hundfúll) og Herra Hnetusmjör eru ekki sami maðurinn.
Meira

Hvenær er nóg nóg?

Eins og einhverjir þá friðar Herra Hundfúll sína rykföllnu samvisku með því að láta smá-aur renna í góð málefni að eigin vali. Fyrir nokkrum árum sprengdi Hundfúll sinn persónulega góðmennskuskala með því að velja að gefa lágmarksupphæð mánaðarlega til UNICEF - Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Honum leið vel með sjálfan sig eftir þennan óvænta góðmennskugjörning...
Meira

Að rúlla Frökkum upp...

Fjögurra rúllu fella Skagfirðingsins Rúnars Más á Kylian Mbappe var uppáhalds móment Herra Hundfúls í vináttuleiknum gegn Frökkum. Þrátt fyrir mikil læti í kjölfarið við bekk franska landsliðsins þá var þó gott að sjá að þeir félagar virtust sáttir í leikslok nokkrum mínútum síðar. Áfram Ísland!
Meira

Er 2. deildin bara eitthvað djók?

Keppni í 2. deild karla í sumar hefur verið frábær skemmtun og mótið æsispennandi bæði á toppi og botni. Nú sér Herra Hundfúll ekki annað en að KSÍ hafi upp á sitt eindæmi farið langt með að eyðileggja þetta ágæta mót með ótrúlegum dómi um að spila aftur leik Hugins og Völsungs nú þegar þrír dagar eru þar til lokaumferðin fer fram...
Meira

Aftur og enn einu sinni...

Hver þurfti endilega að finna upp þetta KR?
Meira