Íþróttir

Stólarnir með öruggan sigur á Keflvíkingum

Fyrsti heimaleikur tímabilsins hjá karlaliði Tindastóls í Bónus deildinni fór fram í gærkvöldi. Það voru Keflvíkingar sem mættu spriklandi fjörugir til leiks og voru skarpir og skírir framan af leik. Lið Tindastóls hrökk hins vegar í gírinn fyrir hálfleik og var ómótstæðilegt í síðari hálfleik. Lokatölur 101-81.
Meira

Birgitta, Elísa og Hrafnhildur valdar í æfingahóp U19

Feykir sagði frá því í gær að Halldór Jón Sigurðsson – Donni þjálfari – hefði verið ráðinn þjálfari U19 landsliðs kvenna hjá KSÍ. Kappinn hefur nú þegar valið 35 manna æfingahóp sem mun koma saman til æfinga í Miðgarði í Garðabæ dagana 21.-23. október. Þrír leikmenn meistaraflokks Tindastóls eru í hópnum.
Meira

Donni tekur við sem landsliðsþjálfari U19 kvenna

Knatttspyrnusamband Íslands hefur ráðið Halldór Jón Sigurðsson – Donna þjálfara – sem nýjan þjálfara U19 landsliðs kvenna og verður hann jafnframt aðstoðarþjálfari U17/U16 liðs kvenna. Donni sagði lausu starfi sínu sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls og aðstoðarþjálfari karlaliðsins í síðustu viku en er nú kominn í nýtt og spennandi starf þar sem gaman verður að fylgjast með honum.
Meira

Sigur á Stjörnustúlkum í æsispennandi leik

Það var hart barist í Síkinu í gærkvöldi þegar Stólastúlkur tóku á móti liði Stjörnunnar. Lið Tindastóls var nokkuð laskað þar sem hvorki leikstjórnandinn Alejandra Martinez né Rannveig voru á skýrslu og því aðeins átta leikmenn til taks hjá Israel. Sem betur fer var hin spænska Marta Hermida í banastuði og gerði 49 stig í 95-92 sigri og þar á meðal fjögur síðustu stig leiksins.
Meira

Leikdagur

Önnur umferð Bónus deildar karla hefst í kvöld þegar Tindastóll tekur á móti Keflvíkingum, það eru engin frávik í kvöld, hamborgarar frá 18:30 og flautað verður til leiks á slaginu 19:15. 
Meira

Stólastúlkur mæta Stjörnunni í kvöld

Önnur umferðin í Bónus deild kvenna í körfubolta er komin af stað og hófst með þremur leikjum í gær þar sem Suðurnesjaliðin þrjú unnu öll sína leik. Í kvöld lýkur umferðinni með tveimur leikjum; nýliðar KR taka á móti Íslandsmeisturum Hauka og lið Tindastóls tekur á móti Stjörnunni í Síkinu. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Meira

Dregið í VÍS bikar

Dregið hefur verið í  32 liða úrslit VÍS bikars karla. Leika á dagana 19.-20. október en þegar ljóst var að Höttur tæki á móti Tindastól kom það fram að leikur skyldi fara fram 26.-27. október vegna þátttöku Tindastóls í ENBL deildinni.  
Meira

Basile baneitraður í blálokin á Hlíðarenda

Tindastólsmenn skiluðu sér loks til landsins á laugardagskvöld eftir hetjuframmistöðu í Bratislava. Ekki komust strákarnir norður í Skagafjörð því Valsmenn biðu þeirra á Hlíðarenda í frestuðum leik sem fram átti að fara á laugardag. Hann var spilaður í kvöld og ef einhver þurfti á því að halda að láta reyna á gömlu góðu pumpuna þá brugðust þessir gömlu fjendur ekki. Úr varð naglbítur og réðust úrslitin á lokasekúndunum. Lokatölur 85-87.
Meira

Dom Furness framlengir við Kormák/Hvöt

Þær stórbrotnu fréttir voru kynntar á Aðdáendasíðu Kormáks að knattspynuþjálfarinn Dominic Louis Furness hafi framlengt samning sinn við Kormák Hvöt um tvö ár og verði því við stýrið þegar blásið verður til 2. deildar karla sumarið 2026 og áfram.
Meira

„Takk fyrir góðar stundir elsku Donni!“

„Ég er virkilega ánægð með hvernig liðið kom til baka eftir að lenda 3-1 undir, sýnir mikinn karakter og okkar réttu hlið að gefast aldrei upp!“ sagði Bryndís Rut Haraldsdóttir fyrirliði Tindastóls við Feyki að loknu 3-3 jafntefli gegn bróðir hennar og liði Fram í Úlfarsárdalnum í dag.
Meira