Íþróttir

Vatnsnes Trail Run fór vel af stað

Í tengslum við bæjarhátíðina Eldur í Hún var haldið utanvegahlaupið Vatnsnes Trail Run. Góður rómur var gerður að því og eru aðstandendur ákveðnir í að halda leiknum áfram að ári. Á heimasíðu SSNV. og er ítarleg umjöllun um hlaupið og er stuðst við hana hér:
Meira

Íslandsmeistarinn Máni

Máni Baldur Mánason frá Sölvanesi í Skagafirði er í nýbakaður Íslandsmeistari í straumkayak siglingum.
Meira

Arnar Björns valinn í lokahóp Íslands fyrir EuroBasket

EuroBasket 2025, Evrópukeppnin í körfuknattleik, er að skella á en Ísland leikur í Póllandi í sínum riðli og hefur leik fimmtudaginn 28. ágúst. Í dag var íslenski landsliðshópurinn kynntur til sögunnar en liðið hefur æft stíft síðustu vikurnar og nú er búið að tálga utan af hópnum. Það er gleðilegt að einn Tindastólsmaður er í landsliðshópnum því Arnar Björnsson verður með á EuroBasket og full ástæða til að óska okkar manni til hamingju!
Meira

Sveit GSS sigraði 3. deildina eftir æsilega keppni

Íslandsmót golfklúbba 2025 í 3. deild karla fór fram á Hlíðarendavelli hjá Golfklúbbi Skagafjarðar dagana 15.-17. ágúst. Alls voru átta klúbbar sem tóku þátt en eftir æsispennandi úrslitaleik milli liða Golfklúbbs Skagafjarðar og Golfklúbbs Húsavíkur, þar sem úrslit réðust í bráðabana, þá höfðu Skagfirðingarnir betur og fara upp um deild, spila í 2. deild að ári.
Meira

Dómarar júní og júlímánaðar verðlaunaðir

Í júníbyrjun sagði Feykir frá því að Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls hafi verðlaunað Svetislav Milosevic fyrir það að vera leikjahæsti dómari maímánaðar en nú er komið að því að tilkynna þá dómara sem voru leikjahæstir í júní og júlí. Það eru þeir Baldur Elí Ólason og Styrmir Snær Rúnarsson sem náðu þeim flotta árangri enda voru þeir einstaklega duglegir á línunni í sumar en einnig flautaði Styrmir leik hjá 4. flokki. Strákarnir eru báðir leikmenn Tindastóls í 3. flokki og fengu þeir gjafabréf á N1 í verðlaun fyrir dugnaðinn. Feykir lagði fyrir þá nokkrar spurningar. 
Meira

Körfuknattleikslið Tindastóls á leið til Evrópu

Þátttaka Tindastóls í Evrópukeppni, ENBL, verður nú alltaf raunverulegri og raunverulegri. Dagur Þór Baldvinsson formaður körfuknattleiksdeildarinnar fór til Riga í Lettlandi um helgina á tæknifund keppninnar. Á tæknifundinum var farið yfir ýmis praktísk atriði keppninnar auk þess sem hann hitti fulltrúa andstæðinga okkar og gat byrjað að undirbúa ferðalögin.
Meira

Húnvetningar og Hafnfirðingar jafnir

Kormákur/ Hvöt tók á móti Haukum úr Hafnarfirði á Blönduósvelli í gær þegar leikið var í 18. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla 2. deild. Leikurinn fór vel af stað fyrir heimamenn sem skoruðu strax á 2. mínútu en það gerði Goran Potkozarac.
Meira

Framkvæmdir við nýjan golfskála hefjast senn

Framkvæmdir hefjast senn við nýjan golfskála á Hlíðarendavelli Það standa fyrir dyrum framkvæmdir á svæði Golfklúbbs Skagafjarðar en nú í lok ágúst verður hafist handa við að fjarlægja golfskálann og í framhaldinu verður ráðist í jarðvegsvinnu og uppsetningu á nýjum og stærri golfskála. Sá verður um 230 fermetrar og því talsvert meira en helmingi stærri en sá gamli.
Meira

Grenvíkingar fengu að líta 18 spjöld en fóru heim með stigin

Topplið Magna frá Grenivík mætti á Sauðárkróksvöll í gærkvöldi þar sem Tindastólsmenn biðu þeirra. Það fór svo að gestirnir hirtu öll stigin með marki á fimmtu mínútu í uppbótartíma en þá voru aðeins orðnir eftir nítján leikmenn á vellinum. Miðað við leikskýrslu hlýtur dómari leiksins að vera með strengi í spjaldahandleggnum eftir leikinn því hann sýndi spjöldin sín tvö alls 26 sinnum í leiknum – þar af gestunum 18 sinnum! Lokatölur 0-1.
Meira

Stólastúlkur nældu í stig í blálokin gegn Þrótti

Tindastólsstúlkur fengu lið Þróttar Reykjavík í heimsókn í kvöld í Bestu deildinni. Eins oft vill verða þá vildu bæði lið stigin sem í boði voru en það fór svo að þau fengu sitt hvort stigið sem gerði kannski ekki mikið fyrir gestina í toppbaráttu deildarinnar en gæti reynst dýrmætt í botnslagnum fyrir lið Tindastóls. Lokatölur 1-1.
Meira