Íþróttir

Formaðurinn með sigurmark í uppbótartíma

Tindastólsmenn gerðu góða ferð í Árbæinn í dag þar sem þeir mættu liði Árbæjar í 3. deildinni á Domusnovavellinum. Heimaliðið var sæti ofar en Stólarnir fyrir leikinn en 1-2 sigur, þar sem formaður knattspyrnudeildar Tindastóls gerði sigurmarkið í uppbótartíma, skaut Skagfirðingum upp fyrir Árbæinga og í fimmta sæti deildarinnar.
Meira

Jafnt í Garðinum þegar Húnvetningar heimsóttu Víðismenn

Lið Kormáks/Hvatar mætti Víði í hvassviðrinu í Garði í gærdag í 19. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Heimamenn þurftu á sigri að halda til að halda sér fjarri fallsæti í deildinni en með sigri hefðu gestirnir komið sér rækilega fyrir í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári. Það fór svo að liðin skildu jöfn, lokatölur 1-1.
Meira

Blikarnir einfaldlega besta lið landsins

Stólastúlkur fengu skell þegar þær heimsóttu Íslandsmeistara Breiðabliks í Kópavoginn í gærkvöldi. Það mátti reyndar heyra á Donna þjálfara að væntingar voru ekki miklar fyrir leik, enda lið Tindastóls töluvert laskað og þunnskipað. Fimm mörk í andlitið á fyrsta hálftíma leiksins bar þess merki en fleiri urðu mörkin blessunarlega ekki frá Blikum og lokatölur 5-0.
Meira

Voru beðnar um að skila innkaupakerrunni sem fyrst í Skaffó

Nicola Hauk er einn af erlendu leikmönnum Tindastóls í Bestu deild kvenna í knattspyrnu og stendur jafnan sína plikt í vörn Tindastóls með sóma en hún segir styrkleika sína felast í að spila boltanum, skalla og að verjast maður á mann. Nikola er 22 ára gömul, fædd í Heidelberg í Þýskaland en ólst upp í smábæ í 20 mínútna fjarlægð frá Heidelberg, reyndar smábæ á þýska vísu því íbúarnir eru hátt í 16 þúsund. Hún á einn bróðir, Bernhard, en foreldrar hennar eru Monika og Egino.
Meira

Fjögur ár síðan Atli Dagur stóð síðast í markinu

Feykir sagði í morgun frá góðum sigri Tindastóls á liði Fjallabyggðar í leik á Ólafsfirði í gærkvöldi. Aðalmarkvörður Stólanna, Nikola Stoisacljevic, var í banni í leiknum eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið gegn Magna á dögunum. Það þurfti því að kalla til Atla Dag Stefánsson sem var nýfluttur suður og farinn að starfa sem tónmenntakennari við Salaskóla í Kópavogi.
Meira

Addi Ólafs og Kolbeinn Tumi tryggðu Stólunum sigur á Ólafsfirði

Tindastólsmenn gerðu góða ferð á Ólafsfjörð í gærkvöldi og hirtu öll stigin í sjö marka spennutrylli. Stólarnir héldu nokkuð þunnskipaðir á Tröllaskagann en þrír af fjórum erlendum leikmönnum liðsins voru ekki með; tveir voru í banni og einn meiddur. Tvívegis lentu Stólarnir tveimur mörkum undir en það dugði að skora þrjú síðustu mörk leiksins til að krækja í stigin. Lokatölur 3-4 og Stólarnir príluðu á ný upp í efri hluta 3. deildar.
Meira

Skagfirðingurinn Almar Orri í íslenska hópinn

Breyting hefur verið gerð á landsliðshópi Íslands sem er á leið á EuroBasket í Póllandi þar sem reynsluboltinn öflugi, Haukur Helgi Pálsson, þurfti að druga sig út úr hópnum sökum meiðsla. Í hans stað kemur Vesturbæingurinn skagfirski, Almar Orri Atlason, sem margir vildu reyndar sjá í tólf manna hópnum hjá Craig Pedersen.
Meira

Vatnsnes Trail Run fór vel af stað

Í tengslum við bæjarhátíðina Eldur í Hún var haldið utanvegahlaupið Vatnsnes Trail Run. Góður rómur var gerður að því og eru aðstandendur ákveðnir í að halda leiknum áfram að ári. Á heimasíðu SSNV. og er ítarleg umjöllun um hlaupið og er stuðst við hana hér:
Meira

Íslandsmeistarinn Máni

Máni Baldur Mánason frá Sölvanesi í Skagafirði er í nýbakaður Íslandsmeistari í straumkayak siglingum.
Meira

Arnar Björns valinn í lokahóp Íslands fyrir EuroBasket

EuroBasket 2025, Evrópukeppnin í körfuknattleik, er að skella á en Ísland leikur í Póllandi í sínum riðli og hefur leik fimmtudaginn 28. ágúst. Í dag var íslenski landsliðshópurinn kynntur til sögunnar en liðið hefur æft stíft síðustu vikurnar og nú er búið að tálga utan af hópnum. Það er gleðilegt að einn Tindastólsmaður er í landsliðshópnum því Arnar Björnsson verður með á EuroBasket og full ástæða til að óska okkar manni til hamingju!
Meira