Íþróttir

Tveir Skagfirðingar í landsliðshópnum

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik hefur leik í forkeppni að undankeppni HM 2023 á næstu dögum. Tveir Skagfirðingar eru í hópnum en það eru Tindastólsmaðurinn Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson sem spilar með Grindavík. Auk þess má nefna að Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, er aðstoðarþjálfari Craig Pedersen landsliðsþjálfara og Baldur er sömuleiðis styrktarþjálfari liðsins.
Meira

Þá er það bara gamla góða áfram gakk!

Tindastóll og Stjarnan mættust í frábærum fyrri hálfleik í Laugardalshöllinni í gær í undanúrslitum Geysis-bikarsins. Stjarnan var tveimur stigum yfir í hálfleik en það væri synd að segja að liðin hafi mæst í síðari hálfleik því Garðbæingar stigu Sport-Benzinn í botn og skildu Tindastólsrútuna eftir í rykinu. Stjarnan sigraði að lokum 70-98 og þó tapið hafi verið súrt og sárt að vera einhent svona úr Höllinni þá var fátt annað í stöðunni að leik loknum en að grípa til gamla frasans: Áfram gakk!
Meira

Stólar í undanúrslitum í kvöld

Það er komið að því! Tindastóll mætir Stjörnunni í undanúrslitum Geysisbikarsins í Laugardalshöllinni í kvöld klukkan 20:15. Stuðningsfólk allt er hvatt til að mæta bæði sunnan heiða sem annars staðar af að landinu og ætlar Sveitafélagið Skagafjörður að bjóða upp á rútuferð á leikinn. Þeir sem ætla að nýta sér rútuna þurfa að skrá sig á viðburð á Facebook. Brottför er frá íþróttahúsinu kl 13:00 en stoppað verður í Keiluhöllinni fyrir leik þar sem tilboð verða í gangi.
Meira

Bikar-Stóllinn kominn út

Í tilefni af leik Tindastóls og Stjörnunnar í undanúrslitum Geysis-bikarsins hefur Körfuknattleiksdeild Tindastóls gefið út Bikar-Stólinn þar sem stuðningsmenn geta kynnt sér leikmenn liðsins, lesið viðtöl og umfjallanir. Aðeins verður hægt að nálgast blaðið á stafrænu formi og mun það því liggja í netheimum öllum til gagns og gamans.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í sjöþraut

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum í Laugardalshöllinni og gerði Skagfirðingurinn Ísak Óli Traustason, UMSS, gott mót og varð Íslandsmeistari í sjöþraut karla. Í öðru sæti varð Bjarki Rósantsson, Breiðabliki, og í þriðja sæti Andri Fannar Gíslason, KFA.
Meira

Skellur í Hertz-hellinum

Tindastólsstúlkur fóru suður yfir Holtavörðuheiði í gær og léku við lið ÍR í Breiðholtinu. Eftir ágæta byrjun Tindastóls í leiknum þá tóku Breiðhyltingar yfir leikinn allt til loka og niðurstaðan hörmulegur skellur. Lið ÍR var yfir 45-26 í hálfleik en vont versnaði í síðari hálfleik og lokatölurnar 106-49.
Meira

Haukar sigraðir í hörkuleik í baráttunni um 3. sætið

Haukar í Hafnarfirði tóku á móti liði Tindastóls á Ásvöllum í gærkvöldi og er óhætt að fullyrða að leikurinn hafi tekið á taugarnar. Engu að síður var lið Tindastóls yfir frá fyrstu körfu til hinnar síðustu. Jasmin Perkovic átti sinn besta leik fyrir Stólana en kappinn gerði 13 stig og hirti 14 fráköst, helmingi fleiri en Flenard Whitfield í liði Hauka. Döpur hittni af vítalínunni átti stóran þátt í tapi heimamanna en lokatölur leiksins voru 76-79 fyrir Tindastól eftir æsilegar lokamínútur.
Meira

Viggó kveður skíðasvæðið eftir 20 ára starf

„Þetta var eins góður dagur og mögulegt var. Það hjálpaðist allt að, gott veður, gott færi og frábær snjór um allan Stólinn og þó víðar væri leitað. Það gekk bara allt upp, í einu orði sagt dásamlegur dagur,“ sagði Viggó Jónsson, staðarhaldari skíðasvæðisins, í nýjasta Feyki er hann var inntur eftir því hvernig hefði gengið er nýja skíðalyftan var vígð á AVIS skíðasvæðinu í Tindastól sl. sunnudag. Nú er komið að tímamótum hjá Viggó þar sem hann hættir hjá skíðadeildinni nú um helgina og er því að klára sína síðustu viku í starfi framkvæmdastjóra deildarinnar.
Meira

„Næstu tvö ár verða erfið“

Viðræður standa yfir við Arnar Skúla Atlason um að hann verði næsti aðstoðarþjálfari karlaliðs Tindastóls í knattspyrnu. Rangt var farið með í Feyki að búið væri að skrifað undir samninga. Að sögn Rúnars Rúnarssonar sitjandi formanns deildarinnar verður í beinu framhaldi farið í að klára að manna liðið.
Meira

Feðgar í liði Kormáks/Hvatar

Lið Kormáks/Hvatar tekur nú þátt í B-deild Kjarnafæðismótsins í knattspyrnu en sex lið taka þátt í henni. Lið Húnvetninga hefur nú þegar leikið þrjá leiki og náði í sinn fyrsta sigur í síðustu viku. Þá öttu þeir kappi við lið Samherja og höfðu sigur, 4-2.
Meira