Íþróttir

Tveimur mótum af sex lokið í Meistaradeild KS

Meistaradeild KS í hestaíþróttum hóf göngu sína á ný í Svaðastaðahöllinni á Króknum þann 26. febrúar sl. Sjö lið eru skráð til leiks með fimm úrvals knöpum í hverju liði og var byrjað á að keppa í fjórgangi. Einnig var/verður keppt í gæðingalist, fimmgangi F1 (11. apríl), Slaktaumatölti T2 (25. apríl), 150m og gæðingaskeið (26. apríl) og Tölt T1 og flugskeið (2. maí). Liðin í ár eru Hrímnir/Hestaklettur, Hofstorfan/66°Norður, Team Lífland, Íbishóll, Þúfur, Storm Rider og Uppsteypa.
Meira

Friðrik Elmar og Albert stóðu uppi sem sigurvegarar í félagspílu

Miðvikudaginn 26. mars hélt PKS skemmtilegt mót fyrir þá krakka í 3.-7. bekk sem æfa hjá félaginu og fjölskyldur þeirra. Mótið kallaðist félagspíla og virkar í raun eins og félagsvist þar sem krakkarnir spiluðu í tvímenning með fjölskyldumeðlimi.
Meira

Deildarmeistarar, já deildarmeistarar!

Til hamingju Tindastólsfólk nær og fjær! Strákarnir gerðu sér lítið fyrir í kvöld og lögðu Íslands- og bikarmeistara Vals í næsta öruggum sigri í Síkinu. Þetta er í fyrsta sinn sem lið Tindastóls verður deildarmeistari í körfuknattleik í sögu félagsins og sannarlega frábær áfangi. Lokatölur voru 88-74 og nú bíður úrslitakeppnin handan við hornið en þar mæta Stólarnir liði Keflvíkinga – rétt eins og Stólastúlkur.
Meira

Það má reikna með dramatík í kvöld

Síðasti deildarleikurinn í Bónus deild karla er í kvöld og úrslitakeppnin handan við hornið! Tindstoll tekur á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals klukkan 19:15. Hamborgarar og drykkir og okkar eini sinni Helgi Sæmundur í tjaldinu frá kl 18:00. Í þessari frétt fer Feykir yfir stöðuna á toppnum og hvaða möguleikar eru þar fyrir hendi og loks minnir lögreglan fólk á að betra sé að skilja bílinn eftir heima en að leggja ólöglega við Síkið.
Meira

Stólastúlkur lögðu Stjörnuna og tryggðu sér sjötta sætið

Síðasta umferðin í Bónus deild kvenna var spiluð í gær og á Króknum tók lið Tindastóls á móti Garðbæingum í Stjörnunni. Bæði lið höfðu tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og í raun var það aðeins sjötta sætið í deildinni sem var undir. Leikurinn var lengstum spennandi en lið Tindastóls leiddi allan síðari hálfleik en það var ekki fyrr en Brynja Líf datt í gírinn á lokamínútunum sem heimastúlkur náðu að hrista gestina af sér. Lokatölur voru 78-67, sjötta sætið því staðreynd og leikir gegn Íslandsmeisturum Keflavíkur í átta liða úrslitum.
Meira

„Vanmetinn titill sem erfitt er að vinna“

Það er stórleikur í Síkinu í kvöld en Tindastólsmenn eygja von um að krækja í deildarmeistaratitilinn í fyrsta skipti í sögu félagsins. Það er því doldið undir og tilefnið kallar á topp frammistöðu. Andstæðingurinn gæti þó varla verið erfiðari; Íslands- og bikarmeistarar Vals sem hafa hitt á toppform á réttum tíma eins og stundum áður. Feykir fékk Benna Gumm, þjálfara Tindastóls, til að svara nokkrum spurningum af þessu tilefni.
Meira

Allir í Síkið því nú hefst skemmtilegasti tími ársins

„Stemningin er mjög góð og við stelpurnar erum allar spenntar fyrir lokaleiknum í deildinni,“ segir Inga Sólveig Sigurðardóttir, leikmaður Tindastóls, en í kvöld mæta Stólastúlkur liði Stjörnunnar í síðustu umferð Bónus deildar kvenna og hefst leikurinn í Síkinu kl. 19:15 „Þetta er búið að vera krefjandi tímabil og við erum allar búnar að leggja mikið á okkur og bæta okkur þetta tímabil og ég efast ekki um það að sú vinna muni sjást í næstu leikjum hjá okkur.“
Meira

Líf og fjör í Lengjubikarnum

Lið Kormáks&Hvatar og Tindastóls spiluðu um helgina leiki í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Tindastólsmenn fóru austur á firði og gerðu góða ferð þangað á meðan að lið Húnvetninga mátti þola fjórða tapið í fjórum leikjum þegar þeir mættu Hvíta riddaranum í Mosfellsbæ.
Meira

Stólastúlkur með sigur í síðustu umferð Lengjubikarsins

„Við erum mjög ánægð með leikinn í gær heilt yfir. Fylkir féll í fyrra og hefur misst nokkra öfluga leikmenn en voru þó með hörku leikmenn i gær og úr varð mjög flottur leikur,“ sagði Donni þjálfari Sigurðsson þegar Feykir spurði hann hvað honum hefði fundist um leikinn en lið Tindastóls bar sigurorð af Fylki í lokaumferð riðlakeppni Lengjubikarsins á sunnudaginn. Lokatölur 2-0.
Meira

Dagur Þór heiðraður með Silfurmerkinu

Þann 15. mars sl. fór fram Körfuknattleiksþing KKÍ á Grand Hótel í Reykjavík en þingið er haldið annað hvert ár. Á þessu þingi sitja fulltrúar frá aðildarfélögum og sambandsaðilum KKÍ og er stjórn KKÍ kosin á þessu þingi. Þá eru einnig veitt heiðursviðurkenningar og var Dagur Þór Baldvinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, heiðraður með Silfurmerkinu að þessu sinni. Þeir sem hljóta Silfurmerkið þurfa að hafa unnið vel og dyggilega að eflingu körfuknattleiksíþróttarinnar í áratug eða lengur. Feykir óskar Degi til hamingju með viðurkenninguna.
Meira