Íþróttir

Þrautaganga Stólanna heldur áfram

Lið Tindastóls mætti hálf lemstrað til leiks á Húsavík í gær þar sem þeir léku við heimamenn í Völsungi. Átta leikmenn vantaði í hópinn og því aðeins þrettán leikmenn á skýrslu. Þrátt fyrir þetta voru Stólarnir inni í leiknum þar til á 80. mínútu þegar Húsvíkingar komust í 3-1. Lokatölur voru 4-1 og þrautaganga Tindastóls heldur því áfram í 2. deildinni.
Meira

Mark beint úr útsparki á Blönduósvelli

Fjögurra liða úrslit í úrslitakeppni 4. deildar hófust í dag og átti lið Kormáks/Hvatar heimaleik í hádeginu gegn liði Ægis frá Þorlákshöfn. Það er skemmst frá því að segja að jafntefli var niðurstaðan í leiknum en leikið var við erfiðar aðstæður, það var hvasst á Blönduósi. Lokatölur 1-1 og enn því allt opið í baráttunni um sæti í 3. deild.
Meira

Tindastóll með lið í 2. deild kvenna

Í kvöld verður haldinn stofnfundur nýs liðs hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls þar sem ætlunin er að leika í 2. deild kvenna. Fundurinn verður haldinn á Grand-Inn bar kl. 21.00. Að sögn Sigríðar Garðarsdóttur, fjölmiðlafulltrúa liðsins, varð kveikjan að stofnun liðsins til á Körfuboltanámskeiði sem Brynjar Þór Björnsson, fyrrum leikmaður Tindastóls, hélt á Sauðárkróki í sumar. Þar gafst öllum þeim sem höfðu gaman af því að spila körfubolta tækifæri til þjálfa undir hans leiðsögn.
Meira

Stefnir í hörkurimmu á Blönduósi

Nú er um að gera fyrir stuðningsmenn Kormáks/Hvatar að skella sér á Blönduósvöll og styðja við bakið á sínum mönnum en þeir verða í eldlínunni í dag í úrslitakeppni í 4. deildar. Leikurinn sker úr um það hvort heimamenn eða lið Hamars í Hveragerði komist áfram í undanúrslit. Leikurinn hefst kl. 17:15.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar enn í góðum séns

Leikmenn Kormáks/Hvatar mættu á Grýluvöllinn í Hveragerði í blíðuveðri síðastliðinn föstudag og öttu kappi við lið Hamars í átta liða úrslitum 4. deildar. Húnvetningar mættu örlítið brotnir til leiks en tveir Spánverjar voru í banni eftir hasarinn í lokaleik liðsins í B-riðlinum viku áður. Það fór svo að Hvergerðingar fóru með sigur af hólmi, lokatölur 3-2.
Meira

Sigur í fyrsta æfingaleik Stólanna

Lið Tindastóls lék fyrsta æfingaleik sinn fyrir komandi tímabil í körfunni í Þorlákshöfn nú á föstudaginn. Stólarnir eru komnir með fullskipað lið en það sama verður ekki sagt um Þórsara sem tefldu fram mörgum ungum köppum í bland við þekktari stærðir. Stólarnir hafa aðeins æft með fullan hóp í viku eða svo og því kom ekki á óvart að haustbragur væri á liðinu. Sigurinn var þó aldrei í hættu en lokatölur voru 59-81.
Meira

Lið Tindastóls fallið í 3. deild

Tindastóll og Selfoss mættust á Sauðárkróksvelli í 2. deild karla nú á laugardaginn. Fyrir leikinn var lið Stólanna í vonlausri stöðu þegar enn voru fjórar umferðir eftir og í raun ljóst að kraftaverk dygði ekki til að bjarga liðinu frá falli. Gestirnir eru hinsvegar að berjast fyrir sæti í Inkasso-deildinni að ári og Stólarnir reyndust lítil fyrirstaða. Lokatölur voru 1-4 og lið Tindastóls þar með fallið í 3. deild.
Meira

Vísir og Stöð 2 sport leita að áhugasömum í körfuboltaumfjallanir Tindastóls

Nú þegar sumri fer að halla og haustið að taka við fer körfuboltaáhugafólk að stinga saman nefjum og ræða komandi keppnistímabil í Dominos deild vetrarins en fyrstu leikir eru á dagskrá 3. október. Karlalið Tindastóls fær þá Keflvíkinga í heimsókn og stelpurnar taka á móti Fjölni tveimur dögum síðar. Til að landslýður geti fylgst með gengi Stólanna leitar nú íþróttadeild Stöðvar 2 Sports og Vísis að áhugasömum aðilum til að fjalla um heimaleiki Tindastóls í körfubolta.
Meira

Hvorki gengur né rekur hjá Tindastólsmönnum

Lið Þróttar úr Vogum og Tindastóls mættust á Vogaídýfu-vellinum í Vogum í gær í leik sem fara átti fram sl. sunnudag en var frestað vegna áætlaðs óveðurs. Staða Stólanna í 2. deildinni hefur versnað upp á síðkastið í kjölfar þess að liðið vinnur ekki leiki á meðan lið Kára hefur vaknað til lífsins. Tap í Vogunum í gær gerði stöðu Tindstóls nánast algjörlega vonlausa en lokatölur voru 2-0 fyrir Þrótt.
Meira

Stólastúlkur sóttu sigur í Grindavík

Fimmtánda umferðin í Inkasso-deild kvenna kláraðist í dag þegar lið Grindavíkur og Tindastóls mættust á Mustad-vellinum í Grindavík. Lið Tindastóls er að berjast um þriðja sætið í deildinni við lið Hauka í Hafnarfirði og mega ekki misstiga sig í þeirri baráttu þó þriðja sætið gefi lítið annað en stolt og vitni um frábært sumar Stólastúlkna. Niðurstaðan í Grindavík var 0-3 sigur og skutust stelpurnra því upp fyrir Hauka á ný og sitja í þriðja sætinu þegar þrjár umferðir eru eftir.
Meira