Íþróttir

Laura Chahrour til liðs við Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina spænsku Laura Chahrour um að leika með kvennaliðinu á næsta tímabili. „Laura er akkúrat það sem við vorum að leita að. Hún passar fullkomlega í hlutverkið sem við vorum að leitast eftir að fylla.
Meira

Stólarnir komnir í tryllta toppbaráttu

Tindastóll og Skallagrímur mættust öðru sinni á fimm dögum í gærkvöldi en þá var loks spilaður margfrestaði leikurinn sem fara átti fram í byrjun tímabils. Leikurinn skipti bæði lið miklu; Tindastólsmenn vildu blanda sér almennilega í toppslaginn en gestirnir koma sér upp af botninum. Það voru Stólarnir sem urðu ofan á í leiknum án þess að eiga neinn stórleik, voru klárlega sterkari aðilinn og unnu nokkuð öruggan 2-0 sigur.
Meira

Anna Karen og Jóhann Örn klúbbmeistarar GSS 2024

Meistaramót GSS fór fram dagana 1. - 6. júlí á Hlíðarendavelli í frekar hvössu og köldu veðri. Rúmlega 80 þátttakendur tóku þátt í sjö mismunandi flokkum. Keppt var í meistaraflokki karla og kvenna, 1. flokki karla og kvenna, 2. flokki karla, háforgjafarflokki, öldungaflokki, 15 ára og yngri í bæði stelpu og drengjaflokki og að lokum 12 ára og yngri. Í fyrra voru klúbbmeistarar systkinin Arnar Geir Hjartarson og Anna Karen Hjartardóttir en þar sem Arnar tók ekki þátt í ár var ljóst að nýr klúbbmeistari yrði krýndur í karlaflokki þetta árið.
Meira

Eyþór Franzson og Greta Björg klúbbmeistarar hjá GÓS á Blönduósi

Meistaramót Golfklúbbsins Ós á Blönduósi hélt Meistaramót sitt á Vatnahverfisvelli dagana 5. og 6. júlí. Níu keppendur voru skráðir til leiks og var keppt í þremur flokkum og spilað var tvisvar sinnum átján holur. Veðrið var ekki upp á margar kúlur og hafði talsverð áhrif á keppendur, þá var hvasst og rigning á föstudaginn en á laugardaginn var frekar rólegt en kalt. Eyþór Franzson Wechner sigraði í meistaraflokki karla, Greta Björg Lárusdóttir sigraði í meistaraflokki kvenna og Grímur Rúnar Lárusson sigraði í 1. fokki karla. 
Meira

Fjórar Feykiflottar semja við Tindastól

Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að félagið hafi gengið frá samningum við þær Brynju Líf, Emmu Katrínu, Klöru Sólveigu og Rannveigu um að spila fyrir Tindastól í Subway deildinni á komandi tímabili. Israel Martin þjálfari segir það góðar fréttir fyrir félagið í heild „Það er mjög mikilvægt að tryggja samfellu í þessu uppbyggingarverkefni sem liðið er í, halda í það góða sem byggt hefur verið upp og horfa til framtíðar“
Meira

Erfið ferð Húnvetninga austur á Reyðarfjörð

Húnvetningar spiluðu á Reyðarfirði í dag og eitthvað lagðist ferðalagið þungt í menn því heimamenn höfðu gert þrjú mörk í fyrri hálfleik í Fjarðabyggðarhöllinni og þar við sat. Lið Kormáks/Hvatar færðist þar með niður í níunda sæti 2. deildar en getur huggað sig við að liðin í deildinni eru tólf. Lokatölur 3-0 fyrir KFA.
Meira

„Það vantar bara að setja boltann oftar yfir línuna“

„Ég er mjög sáttur við þróunina á leik liðsins. Þetta er allt í rétta átt og það erum við mjög ánægð með,“ sagði Donni þjálfari Sigurðsson þegar Feykir spurði hann eftir Stjörunleikinn hvort hann væri ánægður með þróun liðsins en Stólastúlkur hafa haldið vel í boltann í síðustu leikjum og spilað góðan fótbolta. Uppskeran þó aðeins eitt stig og lið Tindastóls nú í sjöunda sæti deildarinnar.
Meira

Íþróttagarpurinn Una Karen

Meira

Markalaust jafntefli í mikilvægum leik

Tindastóll og Stjarnan mættust í baráttuleik á Króknum í gær en liðin eru á svipuðum slóðum í Bestu deildinni, Stjörnustúlkur sæti og tveimur stigum betur settar og sigur Stólastúlkna hefði orðið sætur. Það fór þó svo að liðin skildu jöfn, komu ekki boltanum í netið þrátt fyrir nokkrar ágætar tilraunir og lokatölur því 0-0.
Meira

Shaniya Jones til liðs við Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina bandarísku Shaniya Jones um að spila með liði Stólastúlkna í Subway deild kvenna á komandi tímabili. Shaniya er 24 ára leikstjórnandi sem kemur til liðsins frá efstu deildinni í Króatíu þar sem hún skilaði yfir 25 stigum að meðaltali í leik.
Meira