Íþróttir

Rúnar Birgir á EuroBasket í haust

Nei, Varmhlíðingurinn geðþekki, Rúnar Birgir Gíslason, hefur ekki verið valinn til þátttöku á EuroBasket með íslenska landsliðinu í körfubolta í haust. En sannarlega verður kappinn þar því þau ánægjulegu tíðindi bárust KKÍ nú fyrir skömmu að honum hefur verið raðað sem eftirlitsmanni á EuroBasket karla í haust. „Það verða því ekki bara strákarnir okkar sem taka þátt í mótinu fyrir Íslands hönd í Póllandi heldur verður okkar fulltrúi í einu hinna landanna sem eru gestgjafar í mótinu,“ segir í frétt á vef KKÍ.
Meira

Þrjár Tindastólsstúlkur í U19 landsliðshópnum

Nú styttist í EM kvenna sem fram fer í Sviss. Ísland er að sjálfsögðu með lið á EM og það er Glódís Perla Viggósdóttir, sem rekur ættir sínar til Skagastrandar, sem er fyrirliði Íslands. Í síðustu viku tilkynnti síðan Þórður Þórðarson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, val sitt á landsliðshópi fyrir tvo æfingaleiki nú í lok mánaðarins. Þar á lið Tindastóls þrjá fulltrúa.
Meira

Kaflaskipt í Kaplakrika

Kvennlaið Tindastóls hélt suður í Hafnarfjörðinn síðastliðinn mánudag en þar beið svarthvítt lið Fimleikafélags Hafnarfjarðar eftir þeim. FH-liðið hefur verið flott í sumar og náð í marga sterka sigra og eru fyrir vikið í toppbaráttu Bestu deildarinnar. Leikurinn reyndist kaflaskiptur því gestirnir bitu vel frá sér í fyrri hálfleik en sá síðari var því miður eign FH frá upphafi til enda. Lokatölur 5-1.
Meira

Önnur tilraun til að halda kynbótasýningu á Hólum

Vorin eru uppskerutími hrossabænda en þá mæta þeir með merar sínar og stóðhesta á kynbótasýningar. Þar eru hrossin vegin og mæld og riðið fyrir dómnefnd skipaða þremur sérfræðingum.
Meira

Skákmótið Húnabyggð Open 2025

Huni.is segir frá því að á föstudaginn 20. júní verður haldið skákmótið Húnabyggð open sem er í tengslum við skákhátíðina sem stendur yfir á Blönduósi og lýkur þann 21. júní. Enn er hægt að skrá sig til leiks.
Meira

Víðismenn í vandræðum á Blönduósi

Það var spilað á Blönduósvelli í gær við fínar aðstæður en þá tóku heimamenn í Kormáki/Hvöt á móti liði Víðis í Garði. Liðin voru bæði í neðri hluta 2. deildar en Húnvetningar með einu stigi meira og leikurinn því mikilvægur fyrir bæði lið. Það fór svo að Húnvetningar voru sterkara liðið og unnu sanngjarnan 2-0 sigur og komu sér enn á ný upp í efri hluta deildarinnar.
Meira

Níu marka veisla á Sauðárkróksvelli

Það var leikið í 3. deildinni í knattspyrnu á Króknum í dag en þá tóku Stólarnir á móti liði Árbæjar í áttundu umferð. Liðin voru bæði um miðja deild en gestirnir þó ofan við miðlínuna en Stólarnir neðan hennar. Eftir nokkurt ströggl síðasta mánuðinn þá sýndu heimamenn sparihliðarnar og rúlluðu gestunum upp eins og gómsætri vöfflu með rjóma og rabarbarasultu. Lokatölur 7-2 og allt í gúddi.
Meira

Vel heppnuð vinnustofa um íþróttir fatlaðra

Í byrjun mánaðar héldu Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS), Svæðisstöðvar íþróttahéraða og Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) sameiginlega vinnustofu um íþróttir fyrir fatlaða á Sauðárkróki. Vinnustofan var fyrir foreldra, forsjáraðila, íþróttaþjálfara, starfsfólk skóla og áhugafólk um íþróttir í sveitarfélaginu. „Vinnustofan var vel sótt og greinilegt að mikil þörf var á þessum viðburði. Miklar og góðar umræður sköpuðust um íþróttir fatlaðra í Skagafirði. Það verður gaman að vinna úr þeim punktum sem fram komu og koma þeim í farveg,“ segir Halldór Lárusson, svæðisfulltrúi íþróttahéraða á Norðurlandi vestra.
Meira

„Ég er sveitavargur og hefur alltaf liðið vel að koma í Skagafjörðinn“

Blaðamaður Feykis hitti nýjan þjálfara meistaraflokks Tindastóls föstudaginn 7. júní þegar hann skrifaði undir tveggja ára samning. Blaðamaður settist niður með Arnari og spjallaði aðeins við kauða og tók stöðuna. Fyrst var kannski að fá að vita hver Arnar Guðjónsson er en hann er sveitastrákur úr Borgarfirði, sonur tveggja íþróttakennara, sem hefur alla tíð haft ótrúlega gaman af íþróttum og fólki og lá þá kannski beinast við að fara í þjálfun.
Meira

Skáksamband Íslands stofnað fyrir 100 árum á Blönduósi

Skáksamband Íslands 100 ára – Íslandsmót haldið á Blönduósi þar sem allt byrjaði Þann 23. júní 1925 var Skáksamband Íslands stofnað í læknisbústaðnum á Blönduósi af sex skákfélögum af Norðurlandi.
Meira