Arnar Geir í eldlínunni í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
06.09.2023
kl. 09.27
Úrvalsdeildin í pílu er farin af stað á ný á nýju tímabili. Mótið fer fram á Bullseye, í gamla Austurbæ í Reykjavík, áttamiðvikudaga í röð. Keppt er í átta riðlum og eru fjórir keppendur í hverju riðli. Einn fulltrúi frá Pílukastfélagi Skagafjarðar er á meðal keppenda en það er Arnar Geir Hjartarson. Mótið hófst í síðustu viku en í kvöld opnar Arnar Geir píluveskið í beinni útsendingu á Stöð2Sport og mun að sjálfsögðu gera sitt allra besta.
Meira