Íþróttir

Tindastóll á leik við KR í Vodafone deildinni í rafíþróttum í kvöld

Rafíþróttadeild Tindastóls og leikmenn CS:GO liðsins skrifuðu undir formlegan leikmannasamning sl. þriðjudag. Á Facebooksíðu deildarinnar kemur fram að þar fari liðið sem keppir í Vodafone deildinni sem hefst í dag. Fyrsti leikur Stóla verður á móti KR.esports klukkan 19:30 í beinni útsendingu á Stöð 2 ESPORT og á https://www.twitch.tv/rafithrottir.
Meira

Stólarnir mæta hanskalausir í Njarðvíkina í kvöld

Það er mikilvægur körfuboltaleikur í kvöld í Njarðvík þegar heimamenn fá lið Tindastóls í heimsókn. Það er óhætt að segja að bæði lið hafi valdið vonbrigðum það sem af er móti en þau eru jöfn í 8.-9. sæti deildarinnar með tíu stig. Ljóst er að lið Tindastóls verður án Shawn Glover sem hefur að sögn Ingós formanns yfirgefið herbúðir Tindastóls. „Spilar ekki í kvöld og sennilega aldrei aftur fyrir Tindastól – þó maður eigi aldrei að segja aldrei,“ segir Ingó.
Meira

Súrt tap suður með sjó

Stólastúlkur léku við sameinað lið Hamars/Þórs í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í gærkvöldi og þurftu sigur til að auka möguleika sína á sæti í úrslitakeppni 1. deildar kvenna. Heimastúlkur þurftu sömuleiðis sigur og því útlit fyrir hörkuleik. Sú varð raunin og sérstaklega var síðari hálfleikurinn jafn og spennandi. Síðustu fjórar mínútur leiksins urðu hins vegar Stólastúlkum að falli því þá skoruðu þær ekki eitt einasta stig og lið H/Þ vann leikinn 71-60.
Meira

Keyrum þetta í gang!

Sástu leikinn í gær? Já. Hvernig var hann? Viltu góðu eða vondu fréttirnar fyrst? Góðu. Ókei, Tindastóll skoraði 99 stig. Já, flott, en vondu? Jú, KR skoraði fleiri stig og vann leikinn. Hvað er að? Það veit enginn en þetta er nú að verða orðið gott, strákarnir þurfa að fara að rífa sig í gang ef ekki á illa að fara.
Meira

Lið KF fór með sigur í fjörugum nágrannaslag

Tindastóll og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mættust í B-deild Lengjubikarsins á KS-vellinum í dag. Leikið var við skínandi fínar aðstæður en það voru gestirnir sem voru heldur sterkari aðilinn í leiknum en lið KF spilar í 2. deild en Stólarnir í þeirri þriðju. Jafnt var í hálfleik en eftir æsilegan kafla um miðjan síðari hálfleik fækkaði í liði Tindastóls og gestirnir náðu að landa sigri, 2-3.
Meira

Markasúpa og bikarinn á loft

Það var fjör á KS-vellinum á Króknum í gær þegar kvennalið Tindastóls tók á móti liði FH í Lengjubikarnum. Leikurinn minnti svolítið á sumarið 2019 hjá Stólastúlkum, þær skoruðu helling af mörkum og fengu helling á sig en lokatölur, eftir mikla dramatík á lokamínútunum þar sem víti fór í súginn, voru 4-5 fyrir gestina. Að leik loknum fór síðan fram verðlaunaafhending vegna sigurs Tindastóls í Lengjudeildinni í fyrra.
Meira

Sannkölluð sigurstemning þegar bikarinn í Lengjubikarnum var afhentur í dag

Það var sannarlega stemning eftir annars grátlegt tap Stólastúlkna gegn FH á KS vellinum í Lengjubikarkeppninni í dag. Sannkallaður markaleikur sem endaði 4-5 fyrir gestina. En gremjan yfir því svekkelsi var fljót að hverfa þar sem bikarinn fyrir sigur í Lengjudeild síðasta árs var afhentur sigurvegurunum af Króknum í skemmtilegri athöfn stuttu eftir leik.
Meira

Bikar Stólastúlkna loks á loft á morgun

Það verða spilaðir tveir fótboltaleikir á gervigrasinu á Króknum nú um helgina. Það verður grannaslagur á sunnudaginn þegar strákarnir taka á móti liði KF úr Fjallabyggð en á morgun, laugardaginn 6. janúar, spila Stólastúlkur við lið FH í Lengjubikarnum og að leik loknum mun liðið loks hefja á loft bikarinn fyrir sigur í Lengjudeildinni síðarliðið sumar.
Meira

Er ekki eitthvað skárra í sjónvarpinu?

Það er ekki mikil gleðin sem stuðningsmenn Tindastóls í karlakörfunni fá út úr því að horfa á liðið sitt þessa dagana. Það virðist vera djúpt á leikgleðinni og leikur liðsins er ekki beinlínis til að hrópa húrra yfir. Í gær spiluðu strákarnir gegn liði ÍR í Breiðholtinu, mikilvægur leikur og í raun ekkert annað en sigur á dagskránni. En það er því miður varla hægt að segja að Stólarnir hafi mætt til leiks og heimamenn unnu þægilegan 22 stiga sigur sem var aldrei í hættu. Lokatölur voru 91-69.
Meira

Æfingar hafnar að nýju hjá Skákfélagi Sauðárkróks

Síðastliðið miðvikudagskvöld hófust skákæfingar að nýju hjá Skákfélagi Sauðárkróks eftir nærri árshlé. Á heimasíðu félagsins kemur fram að reynt hafi verið að byrja sl. haust þegar Covid-reglurnar voru mildastar en aðeins náðist að halda úti tvær æfingar sem fleiri en einn þátttakandi mætti á.
Meira