Íþróttir

María skíðaði vel í Austurríki

María Finnbogadóttir, skíðakona í Tindastól, náði 6. sætinu í svigi í Turnau í Austurríki, sunnudaginn 13. janúar sl. Alls voru 33 þátttakendur í mótinu og hlaut María 49.40 FIS stig fyrir árangurinn, sem er hennar besti árangur á ferlinum.
Meira

Frábær endurkoma Stólastúlkna gegn liði Njarðvíkur

Það var heldur betur boðið upp á dramatík í Síkinu þegar Tindastóll og Njarðvík mættust nú á laugardaginn í 1. deild kvenna. Lið Njarðvíkur hafði náð sextán stiga forystu fyrir hlé og allt leit út fyrir að gestirnir tækju stigin tvö með sér heim án verulegra vandræða. Eitthvað fínerí hefur Arnoldas boðið Stólastúlkum upp á í hálfleik því þær komu tvíefldar til leiks í þeim seinni með Tess Williams í hrikalegu stuði og komu leiknum í framlengingu. Eftir líflega og æsispennandi framlengingu fagnaði lið Tindastóls frábærum sigri. Lokatölur 97-93.
Meira

Stólarnir stigu krappan dans við Valsmenn

Lið Tindastóls og Vals mættust í 13. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta í Síkinu í gærkvöldi. Stólarnir mættu laskaðir til leiks því í liðið vantaði þá Pétur Birgis og Urald King sem báðir glíma við meiðsli en á móti kom að Valsmenn voru búnir að skipta út Könum. Leikurinn reyndist æsispennandi en það voru Valsarar sem höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og voru í raun dæmalausir klaufar að ná ekki sigri. Danero jafnaði leikinn með ruglþristi þremur sekúndum fyrir leikslok og í framlengingunni reyndust Stólarnnir reynslumeiri og nældu í dýrmætan sigur. Lokatölur 97-94.
Meira

Jón Gísli genginn til liðs við Skagamenn

Í gær gekk Knattspyrnufélag ÍA á Akranesi frá samningi við hinn bráðefnilega Króksara, Jón Gísla Eyland Gíslason, en Skagamenn leika í efstu deild á komandi sumri. Jón Gísli gengur til liðs við KFÍA frá Tindastóli en hann er fæddur 2002 og hefur þegar spilað 37 leiki með 2. deildar liði Tindastóls og skorað eitt mark. Þá hefur Jón Gísli leikið 13 leiki með U-17 ára landsliði Íslands og þrjá leiki með U-16.
Meira

Stólastúlkur fengu á baukinn í Breiðholti

Kvennalið Tindastóls sótti lið ÍR heim í Breiðholtið um liðna helgi. Stólastúlkur höfðu unnið fyrsta leik liðanna í haust en mættu að þessu sinni til leiks með hálf vængbrotið lið og sunnanstúlkur gengu á lagið. Lokatölur voru 91-52.
Meira

Stólarnir höltruðu til ósigurs í Þorlákshöfn

Lið Tindastóls spilaði í kvöld sinn fyrsta leik á nýju ári þegar þeir skottuðust suður í Þorlákshöfn og léku við lið Þórs. Heimamenn hafa verið að ná jafnvægi í leik sinn og komnir með lúmskt sterkan hóp. Það mátti því búast við hörkuleik og sú varð raunin en þegar leið á leikinn urðu meiðsli Tindastólsmanna til þess að liðið náði ekki vopnum sínum á lokakaflanum og heimamenn lönduðu sætum sigri. Lokatölur 98-90 og klárlega ekki sú byrjun á árinu sem stuðningsmenn Stólanna óskuðu sér.
Meira

Perla Ruth íþróttamaður tveggja sveitarfélaga annað árið í röð

Perla Ruth Albertsdóttir, handknattleikskona frá Eyjanesi í Hrútafirði, leikmaður Selfoss og íslenska kvennalandsliðsins, hefur verið valin íþróttamaður USVH árið 2018. Einnig var Perla valin íþróttakona Sveitarfélagsins Árborgar. Glæsilegur árangur hjá Perlu, ekki síst þar sem þetta er í annað sinn sem hún hlýtur þessa sæmd hjá sömu aðilum.
Meira

Axel Kára tekur skóna fram á ný

Þá er boltinn farinn að rúlla aftur eftir jólafrí og ýmislegt í gangi hjá körfuknattleiksdeild Tidastóls. Á Facebook-síðu deildarinnar kemur fram að Axel Kárason sé aftur kominn í æfingahóp meistaraflokks en eins og kunnugt er hefur Axel verið í pásu frá körfu síðan í haust.
Meira

Þóranna Ósk íþróttamaður Skagafjarðar

Í kvöld fór fram athöfn í Ljósheimum þar sem tilkynnt var um val á íþróttamanni-, liði- og þjálfara Skagafjarðar 2018. Auk þess voru hvatningarverðlaun UMSS veitt og viðurkenningar fyrir landsliðsþátttöku keppenda og þjálfara aðildarfélaga UMSS. Lið ársins er meistaraflokkur Tindastóls kvenna í knattspyrnu, þjálfari var valinn Sigurður Arnar Björnsson og íþróttamaður Skagafjarðar er Þóranna Sigurjónsdóttir.
Meira

Skotfélagið slæmar fréttir sigurvegarar Jólamóts Molduxa

Jólamót Molduxa í körfubolta fór fram í gær, öðrum degi jóla, í Síkinu á Sauðárkróki, alls 18 lið tóku þátt eða í kringum 150 manns. Í úrslitarimmunni áttust við Skotfélagið slæmar fréttir og Hádegisbolti sem endaði með sigri Skotfélagsins.
Meira