Íþróttir

Ungmenna og íþróttafélagið Smári 30 ára

Ungmenna og íþróttafélagið Smári sem starfar í Varmahlíð og sveitunum í kring er 30 ára um þessar mundir. Smári varð til við sameiningu fjögurra ungmennafélaga...
Meira

Smábæjarleikar að hefjast á Blönduósi

Smábæjaleikarnir á Blönduósi fara fram um helgina og er þetta í 21. skiptið sem þeir eru haldnir. Keppt er í knattspyrnu í stúlkna- og drengjaflokkum í 8., 7., 6. og 5. flokki.
Meira

Tindastóll bætir í vopnabúrið

Meira

Drungilas semur til þriggja ára

Adomas Drungilas, hefur framlengt samning sinn við Körfuknattleiksdeild Tindastóls til næstu þriggja ára. Drungilas hefur spilað með Tindastól frá hausti 2022
Meira

Dómari maímánaðar hjá Tindastól

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls tók þá ákvörðun fyrir sumarið að verðlauna þá einstaklinga sem eru duglegir að taka að sér að dæma á heimaleikjum Tindastóls í yngri flokka starfinu. Í verðlaun fyrir að vera leikjahæsti dómari í maí er gjafabréf frá Kaffi Krók og var Svetislav Milosevic (Milos) með flest dæmda leiki eða sjö talsins, vel gert.
Meira

Öflugt barnastarf í Pílunni

Það er rekið öflugt barnastarf hjá PKS. Á föstudaginn var haldinn síðasti viðburður vetrarins hjá krökkunum. Á facebook síðu Pílukastsfélagsins skrifar Júlíus Helgi Bjarnason:
Meira

Fullt hús af tapleikjum í dag

Það var mánudagur til mæðu hjá knattspyrnufólki á Norðurlandi vestra í dag. Öll meistaraflokksliðin á svæðinu létu til sín taka og öll máttu þau lúta í gras. Við höfum áður minnst á hrakfarir Stólastúlkna í Mjólkurbikarnum en síðan máttu Húnvetningar þola tap í Hafnarfirði og Stólarnir glopruðu sínum leik úr höndunum einum fleiri á Grenivík.
Meira

ÍBV henti Stólastúlkum úr bikarnum á sannfærandi hátt

Það var stórleikur á Sauðárkróksvelli í dag þegar Tindastóll fékk lið ÍBV í heimsókn í átta liða úrslitum í Mjólkurbikar kvenna. Því miður áttu heimastúlkur engan stórleik og máttu sætta sig við 1-3 tap gegn Lengjudeildar-liði Vestmannaeyinga. Það má segja að lukkudísirnar hafi verið með þeim í liði en Stólastúlkur áttu sennilega sinn slakasta leik á tímabilinu og það á degi þar sem liðið hefði getað tryggt sér sæti í undanúrslitum bikarsins í fyrsta skipti í sögunni.
Meira

Stólastúlkur náðu í stig gegn liði Vals í fyrsta sinn

Í gær mættust lið Tindastóls og Vals í Bestu deild kvenna og var spilað við ágætar aðstæður á Króknum. Úr varð hörkuleikur og fór svo að lokum að liðin deildu stigunum en lokatölur voru 2-2. Þetta var í fyrsta skipti sem Stólastúlkur ná í stig gegn liði Vals og máttu eiginlega vera svekktar með að þau urðu ekki fleiri.
Meira

Taiwo beit á Krókinn á ný

Það stefnir í alvöru hvítasunnuhelgi hjá stuðningsmönnum Tindastóls í körfunni. Í gær var Arnar Guðjónsson kynntur til sögunnar sem næsti þjálfari meistaraflokks karla og í morgun laumaði körfuknattleiksdeild Tindastóls út í kosmósið myndbandi þar sem Taiwo okkar Badmus tilkynnir endurkomu sína á Krókinn.
Meira