Íþróttir

Pat segir þróunina í leik Stólastúlkna vera jákvæða

Veturinn hefur verið erfiður hjá liði Tindastóls í 1. deild kvenna í körfunni og aðeins tveir sigurleikir í 16 leikjum. Feykir sendi Pat Ryan, þjálfara liðsins, nokkrar spurningar „Við erum lið með fullt af ungum leikmönnum sem þurfa tíma til að þroskast. Stelpurnar vinna hörðum höndum á hverjum degi,“ sagði Pat þegar Feykir byrjaði á að spyrja um hvað væri það helsta sem upp á vantar hjá liðinu.
Meira

Stólastúlkur börðust allt til loka en KR vann

Það var spilað í 1. deild kvenna í körfunni í gærkvöldi en þá fengu Stólastúlkur lið KR í heimsókn í Síkið. Vesturbæingar eru með eitt af betri liðum deildarinnar í vetur þó liðið virðist ekki ná að berjast um eitt af tveimur efstu sætum deildarinnar þar sem Stjarnan er í sérflokki og lið Snæfells og Þórs Akureyri berjast um annað sætið. Leikurinn í gær varð kannski aldrei verulega spennandi því gestirnir voru sterkari en heimastúlkur voru þó aldrei langt undan og veittu liði KR harða keppni. Lokatölur 64-72.
Meira

Davis Geks nýr leikmaður Tindastóls - Uppfært: Leik Tindastóls og Hattar frestað

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við lettneska leikmanninn Davis Geks um að leika með karlaliðinu út tímabilið. Í tilkynningu deildarinnar kemur fram að Geks sé skotbakvörður og komi til liðsins úr eistnesku deildinni þar sem hann spilaði með BK Liepja.
Meira

Lífshlaupið – landskeppni í hreyfingu hefst í dag

Hið árlega heilsu- og hvatningarverkefni Ólympíusambands Íslands, Lífshlaupið, hefst í dag, 1. febrúar 2023, og stendur til 21. febrúar. Lífshlaupið höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta.
Meira

Pavel orðinn löglegur á parketið með liði Tindastóls

Karfan.is segir frá því að Tindastóll hefur fengið félagaskipti fyrir Pavel Ermolinski yfir til liðsins frá Val en Pavel, sem tók við þjálfun Subway-deildar liðs Tindastóls nú í janúar, varð einmitt meistari með Valsmönnum síðasta vor.
Meira

Geggjuð tilfinning að vinna CrossFit keppnina segir Ægir Björn

„Tilfinningin eftir að hafa unnið er bara alveg geggjuð,“ segir Ægir Björn Gunnsteinsson crossfit-kappi frá Sauðárkróki en hann og félagi hans Alex Daða Reynisson stóðu uppi sem sigurvegarar í CrossFit á Reykjavíkurleikunum sem nú standa yfir.
Meira

Ægir Björn og Alex Daði komu, sáu og sigruðu

Reykjarvíkurleikarnir standa nú yfir og þar er m.a. keppt í CrossFit. Þrjú lið mættu til leiks í liðakeppni kvenna- og karla í dag og þar var einn Króksari meðal keppanda, Ægir Björn Gunnsteinsson, sem keppti í félagi við Alex Daða Reynisson. Hörð keppni var hjá báðum kynjum en svo fór að lokum að Ægir Björn og Alex Daði sigruðu í karlaflokki en Annie Mist og Bergrós Björnsdóttir í kvennaflokki.
Meira

Lið Dodda málara fór með sigur af hólmi

Fyrirtækjamót meistaraflokks Kormáks Hvatar í innanhúsknattspyrnu fór fram í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi í dag. Sex lið voru skráð til leiks en það voru GN hópbílar, KS Kjarni, Doddi málari, FNV, Maggi málari og Vegagerðin. Þegar upp var staðið reyndist lið Dodda málara á Sauðárkróki sigurvegari mótsins.
Meira

Keppnisferð Jóhönnu Maríu í júdó til Hollands og Belgíu

Í janúar fór Jóhanna María Grétarsdóttir Noack, sem er iðkandi í Júdódeild Tindastóls, í heimsókn til ömmu sinnar og afa í Þýskalandi. Ferðin var einnig notuð til að freista gæfunnar í keppni í júdó á erlendri grundu í fyrsta skipti en Jóhanna María keppti á tveimur alþjóðlegum mótum, annars vegar á Trofee van de Donderslag í Belgíu og hins vegar Matsuru Dutch Open Espoir í Hollandi.
Meira

Raunveruleikatékk í Síkinu þegar Njarðvík sótti stigin

Það reyndist boðið upp á örlítið raunveruleikatékk í Síkinu í gær þegar Tindastólsmenn tóku á móti spræku liði Njarðvíkinga. Ekki vantaði eftirvæntinguna og vonarneistann í glaðværa og dugmikla stuðningsmenn Stólanna en að þessu sinni náðu þeir ekki alveg að kveikja neistann í sínum mönnum í fyrsta heimaleik liðsins undir stjórn Pavel Ermolinski. Lið Njarðvíkur, sem er eitt af þremur bestu liðum Subway-deildarinnar sem stendur, reyndist sterkari aðilinn í leiknum og gátu eiginlega ekki annað en unnið leikinn miðað við gjafirnar sem vörn Stólanna færði þeim ítrekað. Lokatölur 86-94.
Meira