Íþróttir

Ólafsvíkingar kvittuðu fyrir sig á Blönduósi

Lið Kormáks/Hvatar spilaði í dag við Víking Ólafsvík og fór leikurinn fram á Blönduósi. Húnvetningar höfðu fyrir leik unnið síðustu fjóra leiki sína í 2. deildinni og með sigri í dag hefði lið þeirra verið komið í bullandi baráttu um sæti í Lengjudeildinni, hvorki meira né minna. Ólafsvíkingar voru sæti neðar en K/H fyrir leik en þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu gestgjafa sína í gras. Lokatölur 0-2.
Meira

Molduxi Trail hlaupið heppnaðist vel þrátt fyrir hryssing

Molduxi Trail víðavangshlaupið var haldið í fyrsta skipti í gær. Hlaupið var úr Litla-skógi á Sauðárkróki og áleiðis upp í Molduxa en hægt var að velja um að hlaupa 20 kílómetra eða tólf. Veðrið lék ekki beinlínis við þátttakendur en það voru heldur minni hlýindi í gær en sumarið hefur að meðaltali boðið upp á og að auki var væta og þoka sem huldi Molduxann.
Meira

Tindastólskonur lágu fyrir Stjörnunni í gær

Fyrri hálfleikurinn var tíðinda lítill þrátt fyrir færi sitthvoru megin. Það markverðasta var að Makala átti skot í stöng. Stjörnukonur tóku sig saman í andlitinu í hálfleik og mættu gríðarlega gíraðar til leiks og skoruðu þrjú mörk og hefðu þau alveg geta verið fleiri. Tindastóll sá ekki til sólar í síðari hálfleiknum.
Meira

Norð-vestur slagur í fotbolti.net bikarkeppninni

Dregið var í Fotbolti.net bikarnum rétt í þessu og fór það svo að nágranna liðin Tindastóll og Kormákur/Hvöt drógust saman.
Meira

Íslendingum gengur vel á HM í Sviss

Okkar fólki í landsliði Íslands gengur allt í haginn. Þórgunnur Þórarinsdóttir sem fór til Sviss með það markmið að landa sigri í samanlögðum fimmgangs greinum er enn með í baráttunni.
Meira

Knattspyrnudeild Tindastóls styrkir kvennaliðið

Guðrún Þórarinsdóttir hefur skrifað undir lánssamning út komandi tímabil.
Meira

Norðlenskir sigrar í Fotbolti.net bikar

Það gekk allt í haginn hjá Tindastóli og Kormáki/Hvöt í Fotbolti.net bikarkeppninni í gærkvöldi í 8 liða úrslitum. Tindastóll tók á móti KFG úr Garðabænum. Er skemmst frá að segja að Stólarnir unnu nokkuð þægilegan sigur, 4–1. Heimamenn vörðust vel og sóttu af krafti og uppskeran því góð.
Meira

Dósa- og flöskusöfnun á Króknum í dag

Í dag, miðvikudaginn 6. ágúst, milli kl. 18:00 og 19:30 verða iðkendur Tindastóls á ferðinni um Krókinn að safna flöskum og dósum. Ef fyrirtæki vilja styrkja knattspyrnustarfið þá er um að gera að senda póst á rabby@tindastoll.is
Meira

Flemming Jessen púttar á Hvammstanga

Flemming–pútt 2025 fór fram föstudaginn 25. júlí. Að þessu sinni fór mótið fram í blíðskapar veðri, sól og góður hiti, sem sagt við bestu aðstæður. Góð þátttaka var, alls um 40 þátttakendur frá hinum ýmsu stöðum s. s. Hvammstanga, Borgarbyggð, Akranesi, Mosfellsbæ, Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ. Að venju var boðið upp á veitingar s. s. kaffi, gulrætur, ídýfur og konfekt. Þetta er í fimmtánda sinn sem Flemming stendur að púttmóti á Hvammstanga, fyrsta mótið fór fram 2011.
Meira

Norðan liðin spila í fotbolti.net bikarnum í kvöld.

Bikarslagur neðri deilda heldur áfram í kvöld. Tindastól fær lið KFG í heimsókn á Krókinn en Kormákur/Hvöt leikur við lið Ýmis á Blönduósi. Nú mæta allir og hvetja sína menn.
Meira