Íþróttir

Tryggvi Guðmundsson ráðinn þjálfari Kormáks Hvatar

Það er með mikilli ánægju að stjórn meistaraflokks Kormáks Hvatar kynnir Tryggva Guðmundsson til leiks sem þjálfara liðsins. Hér er um hvalreka fyrir húnvetnskt íþróttalíf að ræða, þar sem ferilskrá Tryggva er löng og glæsileg. Meðal annars þá er hann markahæsti leikmaður allra tíma í deildarkeppnum á Íslandi, á tugi landsleikja að baki og spilaði með góðum árangri í sterkum liðum í atvinnumennsku erlendis.
Meira

Fimm heimastúlkur til viðbótar skrifa undir samning

Nú nýverið skrifuðu fimm heimastúlkur undir samning við Tindastól um að leika með liðinu í sumar. Að sögn Rúnars Rúnarssonar, fráfarandi formanns knattspyrnudeildar, er um árssamninga að ræða og hafa nú allar þær heimastúlkur sem verið hafa viðloðandi meistaraflokk félagsins síðasta árið skrifað undir samning.
Meira

Ísak Óli varð Íslandsmeistari í sjöþraut í dag

Á síðu Frjálsíþróttasambands Íslands segir frá því að Ísak Óli Traustason, UMSS, hafi sigrað í sjöþrautarkeppninni á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum sem lauk í Laugardalshölinni í dag. Ísak Óli, sem kjörinn var Íþróttamaður Skagafjarðar í þriðja sinn nú um áramótin, átti frábæra þraut og hlaut 5355 stig sem færði honum gullið en var einnig persónuleg bæting.
Meira

Tap Stólastúlkna gegn liði Ármanns

Leikið var í 1. deild kvenna í körfubolta í gær og fór lið Tindastóls í Kennaraháskólann þar sem þær mættu liði Ármanns. Heimastúlkur náðu yfirhöndinni snemma í leiknum og unnu öruggan sigur þrátt fyrir ágætan endasprett Stólastúlkna. Lokatölur voru 59-52.
Meira

Grenvíkingar höfðu betur á Króknum

Það var leikinn fótbolti á Sauðárkróksvelli í gær, 20. febrúar, þegar karlalið Tindastóls og Magna frá Grenivík mættust í þriðja riðli B-deildar Lengjubikarsins. Leikið var í ágætu veðri en vindurinn lét lítið fara fyrir sér, eitthvað dropaði en gervigrasið var fagurgrænt. Það voru þó gestirnir sem höfðu betur þegar upp var staðið, skoruðu eina mark leiksins í síðari hálfleik.
Meira

Kormákur Hvöt ætlar sér upp um deild

Undanfarin 10 ár hafa Kormákur frá Hvammstanga og Hvöt frá Blönduósi sent sameiginleg lið til leiks í mótum KSÍ í meistaraflokki karla. Í tilefni af þessum áfanga blés nýtt meistaraflokksráð í herlúðra og horft er til sumarsins mjög björtum og metnaðarfullum augum.
Meira

GSS kominn með nýjan hermi af gerð Trackman 4

Golfklúbbur Skagafjarðar festi nýlega kaup á golfhermi af fullkomnustu gerð. Sveitarfélagið Skagafjörður hjálpaði félaginu með myndarlegri afmælisgjöf á 50 ára afmæli GSS árið 2020. Hermirinn er kominn á sinn stað í inniaðstöðu GSS og félagsmenn þegar byrjaðir að spila. Formleg vígsla er áætluð þegar slakað verður á fjöldatakmörkunum.
Meira

Stefnt að opnun Skíðaskála í Tindastól um páskana

Á skíðasvæði Tindastóls er nú verið að standsetja heilmikið mannvirki úr 27 gámum sem áður gegndu hlutverki vinnubúða hjá Landsvirkjun og að áliti sérfræðinga í góðu ásigkomulagi. Grunnur var steyptur síðasta sumar sem gámunum hefur verið komið fyrir á og munu þeir í framtíðinni þjóna útivistarfólki hvort heldur sem er sumar eða vetur. Vonir standa til að opna megi hinn nýja skíðaskála um páskana og hafði Feykir samband við Sigurð Bjarna Rafnsson, formann skíðadeildar Tindastóls, og forvitnaðist um málið.
Meira

Fjögur efnileg valin til þátttöku í úrtaksæfingum hjá KSÍ

Síðastliðinn laugardag fóru fram úrtaksæfingar Knattspyrnusambands Íslands hjá leikmönnum liða af Norðurlandi. Það voru leikmenn fæddir árið 2005 sem komu til greina og voru fjórir ungir og efnilegir leikmenn frá Tindastóli valdir til æfiinga, þrjár stúlkur og einn piltur.
Meira

Erfitt gegn Þór/KA í fyrsta leik Lengjubikarsins

Tindastóll heimsótti lið Þórs/KA í Bogann á Akureyri í gær en um var að ræða innbyrðisviðureign Norðurlands- liðanna sem þátt taka í Lengjubikarnum. Því miður gáfu stelpurnar Akureyringum væna forystu í byrjun leiks og lentu því í því að elta leikinn nánast frá blábyrjun. Stelpurnar lögðu þó ekki árar í bát og náðu að skora tvö mörk í leiknum en lokatölur voru 5-2.
Meira