Íþróttir

Öflugur kappi í markið hjá Stólunum

Nú í vikunni var nýr markvörður kynntur til leiks hjá 4. deidar liði Tindastóls í knattspyrnu. Það er Nikola Stoisavljevic, 26 ára gamall Serbi, 192 sm á hæð, sem skrifaði undir tveggja ára samning en hann lék með liði KFA í 2. deildinni í fyrrasumar og var þá valinn markvörður tímabilsins í deildinni.
Meira

Stólarnir tryggðu sér sæti í úrslitum VÍS bikarsins með góðum leik

Það hefur verið talsvert mótlæti sem Íslandsmeistarar Tindastóls hafa mátt stríða við á þessu tímabili. Hver brekkan hefur tekið við af annarri og flestar hafa þær verið upp í móti. Eftir dapran leik gegn Þórsurum fyrir viku beið Stólanna erfitt verkefni í undanúrslitum VÍS bikarsins þegar liðið mætti Álftanesi í Laugardalshöllinni. Strákarnir sýndu þó að það er enn neisti í liðinu og endurkoma Arnars eftir meiðsli blés heldur betur lífi í glæðurnar. Niðurstaðan varð bísna öruggur sigur Tindastóls eftir skemmtilegan leik þar sem liðið sýndi gamla meistaratakta og tryggði sér úrslitaleik gegn Keflvíkingum á laugardag.
Meira

Frábær mæting á 106. ársþing USAH

Síðastliðinn laugardag fór fram 106. ársþing USAG í Húnaskóla á Blönduósi. Alls mættu 35 fulltrúar af 36 á þingið en Viðar Sigurjónsson ÍSÍ og Gunnar Þór Gestsson UMFÍ voru gestir þingsins. Í tilkynningu á Facebook-síðu USAH segir að átta tillögur voru lagðar fyrir þingið en nokkur umræða spannst í kringum þær en að lokum var komist að niðurstöðu sem allir voru sáttir við.
Meira

Leikdagur og Bikarstóllinn er kominn út

Í dag er leikdagur hjá meistaraflokki karla á móti Álftanesi í VÍS bikarnum og ekki seinna vænna en að fara að gíra sig upp fyrir átökin því leikurinn byrjar á slaginu 17:15 í Laugardalshöllinni. Þeir sem ætla á leikinn eru vonandi farnir af stað frá Króknum en við hin sem þurfum að vinna fylgjumst með í gegnum TV-ið, ekki satt! Þeir sem geta hins vegar ekki unnið af spenningi geta gluggað í gegnum nýja BikarStólinn sem Körfuknattleiksdeildin gaf úr í morgun en þar er margt skemmtilegt eins og t.d. viðtöl við nokkra leikmenn og fólkið bak við tjöldin. Þá er Ágúst Ingi Ágústsson með smá innslag um fyrsta körfuboltaleik Tindastóls og margt margt fleira.
Meira

Stórleikur í Síkinu seinnipartinn í dag - skyldumæting!

Í dag kl. 18:00 fer fram mjög mikilvægur leikur í Síkinu þegar Stólastúlkur mæta Hamar/Þór Þorlákshöfn. Stelpurnar eru búnar að standa sig frábærlega í vetur og eru nú í toppbaráttunni í 1. deildinni og þurfa þær á öllum þeim stuðningi sem hugsast getur fyrir þennan leik. það er því skyldumæting í Síkið fyrir alla þá Tindastóls aðdáendur sem geta klappað og örkrað á stelpurnar þeim til stuðnings. 
Meira

Þórður Ingi vann þriðja Kaffi Króks mótið

Þriðjudaginn 12. mars var þriðja mótið í Kaffi Króks mótaröðinni haldið í aðstöðu Pílukastfélags Skagafjarðar og tóku 17 keppendur þátt í þetta sinn. Spilað var í þrem riðlum og stóð Þórður Ingi Pálmarsson uppi sem sigurvegari í A-riðli, Reynir Hallbjörnsson vann B-deildina og Andri Þór Árnason vann C-deildina. Hæsta útskot kvöldsins átti svo hinn ungi Axel Arnarsson með 121 stig.
Meira

Pavel í veikindaleyfi - virðum friðhelgi hans í bataferlinu

Í ljósi veikindaforfalla Pavels Ermolinskij hefur verið ákveðið að Svavar Atli Birgisson taki tímabundið við sem þjálfari meistaraflokks Tindastóls í körfuknattleik karla. Honum til aðstoðar verður Helgi Freyr Margeirsson.
Meira

Þorramót Fisk og GSS

Á Flötinni á Króknum, sem er inni aðstaða fyrir golfara í GSS, er búið að vera í gangi, síðan í byrjun febrúar, Þorramót Fisk-Seafood og GSS. Skráning á mótið  gekk vonum framar en þetta er liðamót þar sem tveir keppa saman og spilaður er níu holu völlur. Tólf lið skráðu sig til leiks og var þeim skipt upp í fjóra riðla, þrjú lið í hverjum riðli.
Meira

Mikilvægur sigur í Síkinu

Stólastúlkur unnu Ármann í hörku leik í Síkinu sl. sunnudagskvöld 64-58. Nú sitja þær í 4. sæti en eru samt sem áður með jafn mörg stig og öll liðin fyrir ofan, Aþena, KR og Hamar/Þór, 26 stig. Þær eiga nú þrjá leiki eftir og er næsti leikur á móti Hamar/Þór í Síkinu þann 16. mars en þær sitja í 3. sæti og því mjög mikilvægt að Stólastúlkur vinni þann leik ef þær ætla að halda sér í toppbaráttunni.
Meira

Stólarnir sóttu stig í Hafnarfjörðinn í gær

Gleðitíðindi gærdagsins voru þau að Stólarnir unnu Hauka á Ásvöllum í Hafnarfirðinum, lokastaðan 100-93. Stigaskor Stólanna var þannig að Adomas setti niður 27 stig, Þórir var með 23 stig, Callum var með 16 stig, Davis með 12, Jacob með 11 stig, Pétur og Keyshawn með fjögur stig hvor og svo setti Ragnar niður þrjú stig. 
Meira