Íþróttir

Lið Kormáks/Hvatar endaði í fjórða sæti 2. deildar

Síðasta umferðin í 2. deildinni í knattspyrnu fór fram í dag og héldu Húnvetningur austur og land og mættu botnliði Hattar/Hugins á Fellavelli. Lið heimamanna var þegar fallið niður í 3. deild og gestirnir sigldu lygnan sjó í efri hluta deildarinnar og því ekki mikið undir. En fyrst menn eru að renna þessa leið austur í rigningu og roki þá er kannski bara best að spýta í lófana og hirða stigin sem í boði eru og það gerði lið Kormáks/Hvatar. Lokatölur 2-4.
Meira

Stólarnir rúlluðu yfir lið Hattar í gærkvöldi

Það var frábær mæting í Síkið í gærkvöldi þegar Tindastóll lagði Hött í æfingaleik í Síkinu með 111 stigum gegn 84. Þetta var annar leikur liðanna í sömu vikunni en í fyrri viðureigninni sem fram fór á Egilsstöðum höfðu Stólarnir sömuleiðis betur, 87-103.
Meira

Gaman að setja niður bösserþrist

Júlía Marín Helgadóttir var íþróttagarpur Feykis í tbl. 18 á þessu ári en hún er fædd á því fallega ári 2011 sem þýðir að hún er ein af þeim krökkum sem fermdust sl. vor í Sauðárkrókskirkju. Júlía Marín býr í Ártúninu á Króknum og var með veisluna heima hjá sér og bauð frekar mörgum, eins og hún orðar það sjálf, þar sem gestir gæddu sér á sushi og sætabrauði. Feykir hafði samband við Júlíu Marín því hún hefur, ekki bara einu sinni eða tvisvar heldur mörgum sinnum, orðið Íslandsmeistari í badminton og því tilvalið að senda henni íþróttagarpsspurningarnar og auðvitað var hún til í að svara þeim.
Meira

Naumur sigur Stólastúlkna í Kennó

Kvannalið Tindastóls spilaði fyrsta æfingaleik sinn fyrir átökin í Bónus deildinni sem fer af stað um mánaðamótin. Andstæðingurinn í gær var lið Ármanns sem tryggði sér sæti í efstu deild í vor. Leikið var í íþróttahúsi Kennaraháskólans og það voru gestirnir sem höfðu betur, unnu nauman sigur, 76-79.
Meira

Tilboð sem er varla hægt að hafna?

Það styttist í fótboltavertíðinni og þá sérstaklega karlamegin. Aðeins á eftir að spila eina umferð í 2. og 3. deild en aldrei þessu vant þá er risastór gulrót í sjónmáli hjá báðum liðunum á Norðurlandi vestra. Nefnilega úrslitaleikurinn í Fótbolta.net bikarnum. Leikur sem fyrir suma aðdáendur Kormáks/Hvatar og Tindastóls bliknar reyndar í samanburði við sjálfan undanúrslitaleikinn þar sem liðin mætast innbyrðis á Sauðárkróksvelli.
Meira

Íþróttahátíð í Skagafirði - Allir með!

UMSS og Svæðisstöðvar íþróttahéraða standa fyrir íþróttahátíð í Skagafirði í matsal Árskóla og íþróttahúsi Sauðárkróks fimmtudaginn 11. september og verður dagskráin tvíþætt. Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF (Íþróttasamband fatlaðra).
Meira

Sigur í fyrsta æfingaleik haustsins

Fyrsti æfingaleikur Tindastólsmanna í körfunni fór fram sl. mánudagkvöld þegar Arnar þjálfari og lærisveinar hans héldu í háaustur og hittu á endastöð fyrir lið Hattar á Egilsstöðum. Það fór svo að sigur hafðist en lokatölur voru 87-103 fyrir Tindastól.
Meira

Æfingaleikirnir í körfunni að fara í gang

Það er fleiri en ein og fleiri en tvær manneskjur komnar með körfuboltafiðring. Eðlilega. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur safnað í tvö spennandi lið sem eiga góða möguleika á að láta til sín taka í vetur. Undirbúningur beggja liða er í fullum gangi og í morgun var tilkynnt um leikjaplan æfingatímabilsins og verða bæði kvenna- og karlaliðið að spila sína fyrstu leik nú í vikunni.
Meira

Stólarnir settu níu mörk í Hafnarfirðinum

Það voru skoruð 35 mörk í fimm leikjum í næstsíðustu umferð 3. deildar í gær og tæplega þriðjungur markanna var gerður í leik ÍH og Tindastóls sem fram fór í Skessunni í Hafnarfirði. Stólarnir hafa nú gert 17 mörk í síðustu tveimur leikjum sínum og heldur betur hresst upp á markatöluna í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar. Lokatölur í gær 2-9.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar í fjórða sætið

Lið Kormáks/Hvatar spilaði síðasta heimaleik sinn þetta sumarið í dag en þá komu gaurar í Garðabænum í heimsókn á Blönduós. Gestirnir voru í fallbaráttu og þurftu því meira á stigunum að halda en húnvetnskir heimamenn sem sigla lygnan sjó í efri hluta 2. deildar. Það var þó engin miskunn hjá Birni bónda og bætti lið Kormáks/Hvatar þremur stigum í sarpinn og situr í fjórða sæti fyrir lokaumferðina.
Meira