Íþróttir

Hvarflaði aldrei að manni að stökkva frá þessu verkefni

Ljúflingurinn og goðsögnin Svavar Atli Birgisson kemur víða við. Hann á eins og flestir vita að baki farsælan feril með liði Tindastóls í körfunni en aðalstarf hans er að vera slökkviliðsstjóri í Skagafirði. Að auki hefur hann um langan tíma kennt á bíl og síðustu vetur hefur hann verið aðstoðarþjálfara mfl. Tindastóls í körfunni – eða alveg þangað til hann og Helgi Margeirs hlupu í þjálfaraskarðið í vetur. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Svavar Atla.
Meira

Húsvíkingar kvöddu Hvammstanga með stigin þrjú í farteskinu

Það var leikið á Sjávarborgarvelli á Hvammstanga í gærkvöldi í 2. deild Íslandsmótsins – mögulega í fyrsta skipti. Það voru vaskir Völsungar sem mættu til leiks gegn heimamönnum í Kormáki/Hvöt. Húsvíkingar hafa jafnan haft á að skipa góðu fótboltaliði og þeir reyndust sterkari aðilinn í þetta skiptið og skiluðu sér heim á Húsavík með þrjú dýrmæt stig í pokahorninu. Lokatölur 1-3.
Meira

Tindastóll kærir brot leikmanns FH til KSÍ

Brotið var gróflega á Bryndís Rut Haraldsdóttur, fyrirliða Tindastóls, í leik liðsins gegn FH í Bestu deildinni nú á miðvikudagskvöldið. Breukelen Woodward, leikmaður FH, gaf Bryndísi þá olnbogaskot í andlitið eftir hornspyrnu en boltinn var víðs fjarri. Atvikið náðist á myndband og ekki gott að sjá hvað leikmanninum gekk til annað en að meiða. Tindastóll hefur nú kært brotið til KSÍ.
Meira

Þrír leikir á Sauðárkróksvelli á morgun, laugardag

Á morgun fara fram þrír leikir á Sauðárkróksvelli og byrjar fyrsti leikurinn kl. 12 þegar A-lið fjórða flokks karla THK, sameiginlegt lið Tindastóls, Hvatar og Kormáks, spilar gegn ÍR. Annar leikurinn byrjar kl 13:20 þegar B-lið fjórða flokks THK spilar einnig gegn ÍR. Þriðji leikurinn verður svo kl. 16:00 en þá mætir meistaraflokkur karla liði KÁ. 
Meira

Styttist í Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi í ár

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið um verslunarmannahelgina í Borgarnesi og opnar fyrir skráningu þann 2. júlí. Ungmennasamband Skagafjarðar mun niðurgreiða skráningargjald fyrir alla keppendur frá Skagafirði sem eru 9.400 kr. og lýkur skráningu þann 29. júlí. Öll ungmenni frá aldrinum 11 til 18 ára geta skráð sig til leiks og er ekki skylirði að vera skráður í ungmenna- eða íþróttafélag. 
Meira

U20 strákarnir í 1. sæti í riðlinum

Í gær spiluðu strákarnir í U20 ára karlalið Íslands gegn heimamönnum í Svíþjóð í sínum öðrum leik á Norðurlandamótinu í Södertalje, lokatölur 82-78 í mögnuðum sigri. Ísland er því í 1. sæti í sínum riðli en næsti leikur er gegn Danmörku á morgun, laugardag, kl. 14:00. Danir sitja í síðasta sæti í riðlunum og hafa tapað báðum leikjunum sínum.
Meira

Reynir Bjarkan og félagar í U20 unnu fyrsta leikinn

Reynir Bjarkan Róbertsson og félagar í undir 20 ára lið karla í körfubolta lagði Eistland í gær í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð, 72-84. Leikurinn var sá fyrsti af fjórum á mótinu, en í dag kl. 17:15 leika þeir gegn heimamönnum í Svíþjóð.
Meira

Skagfirskir Blikar með smá Húnvetnsku ívafi gera gott körfuboltamót í Danmörku

Íslandsmeistarar í 7. flokki drengja í körfubolta, Breiðablik, höfnuðu um síðustu helgi í 2. sæti á alþjóðlegu móti sem nefnist Copenhagen Invitational og fór fram í Kaupmannahöfn. Í fyrra var Feykir með frétt um efnilega körfuboltadrengi í MB11 sem væru með skagfirskt blóð í æðum í liði Breiðabliks og nú voru þessir drengir aftur á ferðinni og gerðu heldur betur gott mót.
Meira

Skellur í Kaplakrika

Lið Tindastóls mætti Ferskum Hafnfirðingum í gærkvöldi í tíundu umferð Bestu deildar kvenna. Leikurinn reyndist gestunum erfiður því lið FH náði snemma tveggja marka forystu sem getur reynst þrautin þyngri að vinna upp. Stólastúlkur minnkuðu muninn í síðari hálfleik en heimastúlkur voru sprækar á lokakaflanum og bættu við tveimur mörkum. Lokatölur 4-1.
Meira

Basile skilar sínu án þess að taka neitt frá öðrum í liðinu

„Basile hefur þann eiginleika að vera góður leikmaður án þess að hafa sig of mikið frammi. Hann skilar sínu án þess að taka neitt frá öðrum í liðinu. Þess vegna elska menn að spila með honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls, þegar Feykir spurði hann hvað Dedrick Deon Basile færði liði Tindastóls en í dag var sagt frá því að þessi frábæri leikmaður væri genginn til liðs við Stólana.
Meira