Íþróttir

0-10 fyrir andstæðinga Tindastóls í dag

Tveir fótboltaleikir fóru fram í Lengjubikarnum á Króknum í dag og líkt og Feykir lofaði í gær þá var boðið upp á skagfirskt logn og glampandi sól og um það bil eitt hitastig á meðan leikir stóðu yfir. Strákarnir fengu fyrst Magna Grenivík á teppið í hádeginu og svo tóku Stólastúlkur á móti liði Þróttar kl. 15. Leikirnir verða ekki breiðletraðir í sögu Tindastóls en samanlagt fóru þeir 0-10 fyrir andstæðingana.
Meira

Það er fótboltadagur á morgun

Meistaraflokkar Tindastóls spila bæði heimaleiki í Lengjubikarnum á morgun, laugardaginn 8. mars. Strákarnir ríða á vaðið en þeir mæta liði Magna Grenivík kl. 12 á hádegi en Stólastúlkur fá sterkt lið Þróttar Reykjavík í heimsókn kl. 15. Lið Kormáks/Hvatar spilar ekki í Lengjubikarnum þessa helgina.
Meira

Pönnukökubakstur í Síkinu

Keflvíkingar eru jafnan góðir gestir í Síkinu en sjaldan hafa þeir verið jafn góðir gestir og í gærkvöldi. Þeir héldu sig til baka og voru ekki að trana sér fram eða að stela athyglinni frá gestgjöfunum. Þetta var eiginglega of mikið og það var nánast bara eitt lið í Síkinu í fyrri hálfleik en eftir hann leiddu Stólarnir 62-27. Síðari hálfleikurinn var því nánast formsatriði og fór svo að lokum að þó Keflvíkingar vöknuðu eilítið til lífsins í síðari hálfleik þá gekk þeim ekkert að saxa á forskot heimamanna sem unnu leikinn af fádæma öryggi, 116-79.
Meira

Allir í Síkið!

Við viljum benda Skagfirðingum og öllum þeim sem halda með Tindastól á að það er leikdagur í dag. Strákarnir eiga leik á móti Keflavík kl. 19:15 en veislan byrjar að sjálfsögðu á því að mæta kl. 18:30 upp í íþróttahús og sprengja í sig eins og einum hammarra ef ekki tveim... Dressa sig upp í Tindastólsbúðinni svo maður verðir sér ekki til skammar í stúkunni þegar kameran rúllar yfir áhorfendastúkuna. Það má enginn halda að þú sért þarna til að styðja við Keflavík og þá er nú gott að vera með allavega eitt Tindastólsmerki á sér hvort sem það er á derhúfunni, bolnum, peysunni, bindinu, crocs skónum já eða á náttbuxunum...
Meira

Benni hættir með kvennalandsliðið

Á heimasíðu kki.is segir að Benedikt Guðmundsson hefur lokið störfum sem aðalþjálfari A landsliðs kvenna. Benedikt tók við landsliðinu í mars 2019 og á þessum tíma stýrði hann liðinu í 27 leikjum og unnust sex af þeim. Á þessum tíma fór liðið í gegnum kynslóðaskipti og gerði Benedikt virkilega vel í að setja saman spennandi hóp sem fór vaxandi með hverjum leiknum.
Meira

Sorglegur seinni hálfleikur reyndist dýrkeyptur

Kvennalið Tindastóls í körfunni mátti þola þungt tap gegn botnliði Aþenu í Bónus deildinni í gærkvöldi en spilað var í Breiðholtinu. Lið Tindastóls fór ágætlega af stað í leiknum en fyrri hálfleikurinn var hnífjafn. Heimastúlkur tóku síðan völdin í upphafi síðari hálfleiks og fór svo á endanum að þær unnu leikinn, 95-70, en Stólastúlkur voru einu stigi yfir í hálfleik.
Meira

Nemendur Árskóla lögðu starfsfólk í spennuleik

Mikil gleði og stemning einkenndi skólastarf í Árskóla á Sauðárkróki í gær þegar árlegur íþróttadagur rann upp. Allir nemendur og starfsfólk skólans tóku þátt í fjölbreyttri íþróttadagskrá sem innihélt keppni og leiki af ýmsu tagi.
Meira

Ísland spilar í Póllandi á EuroBasket í haust

Körfuknattleikssambönd Íslands og Póllands hafa náð samkomulagi um að Ísland spili í Póllandi á EuroBasket í haust og hefur FIBA Europe samþykkt það samkomulag. EuroBasket í haust fer fram í fjórum löndum Póllandi, Lettlandi, Finnlandi og Kýpur en löndin eru samtals 24 sem keppa á EuroBasket á fjögurra ára fresti. Þessi lönd gátu svo samið við eina þjóð um að vera með þeim í riðli áður en dregið verður í riðla 27. mars. Finnland samdi við Litháen, Lettland við Eistland og Kýpur við Grikkland.
Meira

Donni sáttur með margt þrátt fyrir tap gegn Val

Leik Tindastóls og Vals sem fram átti að fara á Hlíðarenda sl. sunnudag var frestað vegna veðurs en leikurinn var spilaður í gær við ágætar aðstæður. Stólastúlkur hafa aldrei riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Val og það varð engin breyting á því í gær og höfðu Hlíðarendastúlkurnar talsverða yfirburði í leiknum þó svo að gestirnir hafi verið áræðnir og héldu haus þrátt fyrir 5-0 tap.
Meira

Ingvi Þór vann bronsdeildina í 3. umferð Floridana deildarinnar á Akureyri

Um sl. helgina fór fram 3. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti sem haldin var í Píluaðstöðu hjá Píludeild Þórs á Akureyri. Alls tóku 50 þátttakendur þátt í mótinu en óvenju fámennur hópur gerði sér ferð frá PKS að þessu sinni yfir heiðina. Það voru þeir Jón Oddur Hjálmtýsson, sem spilaði í Gulldeildinni, Ingvi Þór Óskarsson, sem spilaði í Bronsdeildinni, og Einar Gíslason, sem spilaði í Stáldeildinni, sem gerðu sér ferð á mótið.  
Meira