Íþróttir

Aðalfundur Tindastóls haldinn í næstu viku

Aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls boðar til aðalfundar fimmtudaginn 26. mars kl. 20:00 í fundarsal á efri hæð í Húsi frítímans. Aðspurður segir Jón Kolbeinn Jónsson, formaður Tindastóls, að farið verði eftir tilmælum og reglum Landlæknisembættisins vegna kórónuveirunnar með fámennari samkomur og hugsanlega verði fundurinn sendur út á Skype.
Meira

Formlegar æfingar GSS falla niður

Viðbrögð Golfklúbbs Skagafjarðar við Covid 19 hafa verið settar fram á heimasíðu klúbbsins gss.is en í stuttu máli falla formlegar æfingar niður á meðan samkomubann varir.
Meira

Arnar Geir og félagar sigruðu í Mississippi

Dagana 9. og 10. mars sl. lék skagfirski golfarinn Arnar Geir Hjartarson ásamt félögum sínum í golfliði Missouri Valley College á fyrsta móti sínu í NAIA mótaröðinni í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Spilaðar voru 36 holur á Canebrake Country Club golfvellinum í Mississippi. Fjórtán lið mættu til leiks og milli 70 og 80 golfarar voru mættir til leiks.
Meira

Vængstífðir ÍR-ingar stóðu ekki í vegi Stólanna

Tindastólsmenn tóku á móti liði ÍR fyrir hálf tómu Síki í gærkvöldi. Reiknað var með miklum baráttuleik en þegar til kom reyndust Breiðhyltingarnir vængstífðir en daginn fyrir leik var Kaninn þeirra, Ewan Singletary, settur í bann af aganefnd KKÍ. Eðlilega háði þetta gestunum en Stólarnir komust vel frá sínu og spiluðu lengstum vel, náðu snemma ágætu forskoti og unnu að lokum öruggan 23 stiga sigur, 99-76.
Meira

Breiðhyltingar í Síkinu í kvöld

Dominos-deildin í körfubolta heldur áfram í kvöld en þá hefst 21. umferðin sem er sú næstsíðasta. Lið Tindastóls á heimaleik í Síkinu og það eru Breiðhyltingar í ÍR sem mæta brattir til leiks eftir ágætt gengi að undanförnu. Leikurinn hefst kl. 19:15 og eru stuðningsmenn hvattir til að styðja við bakið á Stólunum í baráttunni um þriðja sætið.
Meira

Ekki lagt til að fresta eða hætta við íþróttaviðburði

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum vinna heilbrigðisyfirvöld samkvæmt viðbragðsáætlunum Embættis landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í baráttunni við Covid-19 veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu í gær með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins.
Meira

Tess Williams farin frá Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Tess Williams hafa komist að samkomulagi um að slíta samstarfi sínu og var sú ákvörðun tekin í góðu samkomulagi og mesta bróðerni, samkvæmt tilkynningu körfuknattleiksdeildar Tindastóls.
Meira

Skagfirðingur sækir um Landsmót 2024

Hestamannafélagið Skagafirðingur hefur sótt um að halda Landsmót hestamanna árið 2024 en á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga kemur fram að þrjú félög sóttu um halda mótið. Í frétt á mbl.is er haft eftir Lárus Ástmar Hannessyni, formanni LH, að hann reikni með að fundað verði með full­trú­um um­sækj­enda í þess­um mánuði og í kjöl­farið verði einn staður val­inn og skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um að halda mótið þar.
Meira

Klikkaður lokafjórðungur færði Stólunum sigur

Lið Tindastóls heimsótti Þorlákshöfn í gær en þar mættu strákarnir okkar liði Þórs í 20. umferð Dominos-deildarinnar. Þórsarar hafa oft reynst okkur erfiðir og ekki ósennilegt að sumir stuðningsmenn upplifi enn martraðir frá því í úrslitakeppninni síðasta vor – jafnvel bæði í vöku og draumi. Leikurinn í gær var ekki sérstakur framan af en fjórði leikhlutinn var stórfurðulegur en skilaði engu síður tveimur vel þegnum stigum norður í Skagafjörð. Lokatölur leiksins voru 82-88 fyrir Tindastól.
Meira

Leiða tölvuleikjaspilara saman

Stofnuð hefur verið rafíþróttadeild innan Tindastóls sem þegar er farin að keppa á mótum en markmiðið er að hefja eiginlega starfsemi með sumarkomunni. „Hlökkum til framtíðarinnar,“ segja þeir Ingi Sigþór Gunnarsson, formaður, Hjörtur Ragnar Atlason, varaformaður og Gunnar Ásgrímsson, gjaldkeri, á Facebooksíðu deildarinnar.
Meira