Íþróttir

Finnbogi Bjarnason er reiðkennari ársins 2024

Menntanefnd LH auglýsti eftir tilnefningum fyrir netkosningu á reiðkennara ársins 2024 um miðjan nóvember en kosningunni lauk á miðnætti sunnudaginn 24. nóvember. Þrír einstaklingar fengu tilnefningu og voru það Bergrún Ingólfsdóttir, Finnbogi Bjarnason og Sindri Sigurðarsson. Sigurvegarinn var svo tilkynntur á menntadegi A – landsliðsins, laugardaginn 30. nóvember,  og var það Finnbogi Bjarnason sem var valinn reiðkennari ársins 2024. 
Meira

Sigurlína Erla valin félagi ársins 2024

Um miðjan nóvember fór fram netkosning um félaga ársins hjá Landssambandi Hestamanna en þessi viðurkenning er hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar. Stjórn LH óskaði eftir tilnefningum frá aðildarfélögum LH að félaga ársins, ásamt rökstuðningi fyrir valinu og var það svo í höndum félagsmanna að kjósa hver yrði valinn sem félagi ársins. Þeir einstaklingar sem voru tilnefndir voru Kristín Thorberg - Funa, Ragnheiður Þorvaldsdóttir - Herði og Sigurlína Erla Magnúsdóttir - Skagfirðingi.
Meira

Ungir og efnilegir Tindastólskrakkar valdir í yngri landslið í körfuknattleik

Þjálfarar yngri landsliða Íslands í körfuknattleik þeir Hákon Hjartarson, Baldur Már Stefánsson, Pétur Már Sigurðsson, Ísak Máni Wium og Baldur Þór Ragnarsson hafa valið sína fyrstu æfingahópa. U15 og U16 ára liðin koma saman ásamt U18 ára drengja til æfinga rétt fyrir jól. U18 stúlkna og U20 ára liðin hefja æfingar þegar Íslandsmótinu lýkur.
Meira

Dagur sjálfboðaliðans er í dag, fimmudaginn 5. desember

Í tilefni af því að í dag er dagur sjálfboðaliðans, fimmtudagurinn 5. desember, bjóða UMFÍ, UMSS og ÍSÍ öllum sjálfboðaliðum, þjálfurum, iðkendum og þeim er tengjast íþróttastarfi í Skagafirði að kíkja við í húsakynni félaganna að Víðigrund 5 á Sauðárkróki milli kl. 10-17 í spjall, drykki, vöfflur og piparkökur.   Til hamingju með daginn sjálfboðaliðar!
Meira

Rosaleg endurkoma Stólastúlkna í lokafjórðungnum gegn toppliðinu

Stólastúlkur mættu toppliði Hauka í Bónus deildinni í kvöld í kostulega sveiflukenndum leik. Gestirnir voru ellefu stigum yfir fyrir lokafjórðunginn og höfðu spilað vel í öðrum og þriðja leikhluta og gjörsamlega slegið heimastúlkur út af laginu en þær höfðu átt glimrandi leik í fyrsta leikhluta. En Stólastúlkur gáfust ekki upp, snéru leiknum sér í hag og komust yfir með þristi frá Brynju Líf þegar þrjár og hálf mínúta var eftir og þá var orkan okkar megin. Lokatölur 90-86 og sannarlega frábær sigur í höfn.
Meira

Drama og dómarakonsert í dúndurleik í Síkinu

Í gærkvöldi mættust lið Tindastóls og Álftaness í Síkinu í áttundu umferð Bónus-deildarinnar. Leikurinn varð hin mesta skemmtun en kannski full mikið drama fyrir þá sem innlifaðistir eru. Benni þjálfari Stóla og Drungilas urðu báðir að yfirgefa Síkið áður en fyrri hálfleikur var úti eftir nettan flautukonsert dómaratríósins – sem sumum þótti þó pínu falskur. Bæði lið sýndu frábæra takta en það voru heimamenn sem reyndust sleipari á svellinu, voru ákafari og lönduðu sætum sigri. Lokatölur 109-99.
Meira

Áfram Hvöt!

Afmælishátíð Ungmennafélagsins Hvatar, sem haldin var í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi, gekk vonum framar. Skaut formaður félagsins, Grímur Rúnar Lárusson, að um 250-300 manns hafi mætt á fyrri skemmtunina sem var stíluð inn á yngri kynslóðina og svo 90-100 manns á formlegu dagskránni seinni partinn.
Meira

Ilze tekur sæti Mélissu hjá Stólastúlkum

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á leikmannahópi kvennaliðs Tindastóls. Í fréttatilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að Melissa Diawkana hafi kvatt liðið og í hennar stað hafi verið samið við hina lettnesku Ilze Jakobsone. Ilze er mætt til landsins og verður klár fyrir næsta leik.
Meira

Baráttusigur Stólastúlkna í Hveragerði

Kvennalið Tindastóls í Bónus deildinni tók þátt í enn einum spennuleiknum í gærkvöldi þegar liðið sótti Hamar/Þór heim í Hveragerði. Eftir leik sem lengstum var hnífjafn, liðin skiptust 13 sinnum á um að hafa forystuna og 14 sinnum var allt jafnt, þá voru það gestirnir sem reyndust grimmari á lokakaflanum. Þær voru níu stigum undir þegar fimm mínútur voru til leiksloka en snéru taflinu við og unnu leikinn 103-105.
Meira

Skólastúlkur hársbreidd frá sigri í Keflavík

Stólastúlkur fengu verðugt verkefni í kvöld þegar þær heimsóttu Íslandsmeistara Keflavíkur í Blue-höllina í sjöundu umferð Bónus deildar kvenna. Stelpurnar okkar stóðu vel fyrir sínu en á lokamínútunum dró örlítið af liðinu og meistararnir mörðu sigur með einu stigi. Lokatölur 90-89,
Meira