Íþróttir

Slæmur skellur gegn sprækum Njarðvíkurstúlkum

Lið Njarðvíkur er að spila hvað best liðanna í 1. deild kvenna og þær reyndust allt of sterkar fyrir lið Tindastóls sem heimsætti gossvæðið suður með sjó í gær. Stólastúlkur sáu ekki til sólar í fyrri hálleik en í hálfleik var dagskráin búin, staðan 47-16. Heldur náðu gestirnir að stíga betur á móti í síðari hálfleik en það dugði skammt að þessu sinni. Lokatölur 94-42.
Meira

Tap gegn Íslandsmeisturum Blika

Kvennalið Tindastóls í fótboltanum mætti Íslandsmeisturum Breiðabliks í Lengjubikarnum í hádeginu í gær en spilað var í Kópavogi. Það kom svo sem ekki á óvart að meistaraliðið var töluvert sterkara liðið í leiknum en eftir erfiða byrjun í leiknum náðu Stólastúlkur áttum og vörðust ágætlega í síðari hálfleik. Lokatölur voru 4-1 fyrir Breiðablik.
Meira

Tryggvi hættur hjá Kormáki/Hvöt

Tryggvi Guðmundsson, sem nýlega var ráðinn þjálfari sameinaðs knattspyrnuliðs Kormáks/Hvatar í 4. deildinni, hefur verið leystur undan samningi eftir því sem fram kemur á Fótbolti.net. Tryggvi var ekki skráður á skýrslu þegar Kormákur/Hvöt tapaði 7-4 gegn Úlfunum í gær.
Meira

Stólar leika gegn Breiðabliki

Stólastelpur leika nú við stöllur sínar í Breiðablik á Kópavogsvellinum í Lengjubikar kvenna 2021. Leikurinn hófst kl. 13 og þegar fyrri hálfleikur er hálfnaður er staðan 2-0 fyrir heimastúlkur.
Meira

Þrír lykilmenn skrifa undir hjá Tindastól

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur samið við þrjá lykilmenn fyrir átökin í 3. deild Íslandsmótsins í sumar. Þetta eru þeir Konráð Freyr Sigurðsson, Fannar Örn Kolbeinsson og Sverrir Hrafn Friðriksson.
Meira

Stólarnir lágu í valnum og nályktin eykst í botnbaráttunni

Valur og Tindastóll áttust við í Dominos deild karla í Origo-höllin á Hlíðarenda í gærkvöldi. Mikið var undir hjá báðum liðum sem sátu í 8. og 9. sæti með jafnmörg stig og ljóst að með sigri næði viðkomandi að hífa sig upp úr botnbaráttunni og vel inn í hóp þeirra átta sem fara í lokakeppni Íslandsmótsins. Svo fór að eftir spennandi lokamínútur höfðu heimamenn betur með 90 stigum gegn 79 stigum Stóla og tylltu sér fyrir vikið í 6. sætið en Stólar sitja eftir og verma það níunda með 12 stig.
Meira

Elvira Dragemark þjálfar júdó í Skagafirði

Júdódeild Tindastóls tilkynnir með ánægju að hafa fengið mjög reyndan júdóþjálfara til starfa, Elviru Dragemark frá Svíþjóð, og bætist hún við þjálfarateymið. Hún kom í byrjun janúar til landsins og verður á Sauðárkróki út maí.
Meira

Söguleg endurkoma Jóhanns Björns á hlaupabrautina

„Geggjað að mæta aftur á brautina, upp upp og áfram!“ skrifar Jóhann Björn Sigurbjörnsson, frjálsíþróttakappi, á Facebooksíðu sína eftir frægðarför í Laugardalshöll um síðustu helgi. Þar fór fram Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum og allt fremsta keppnisfólk landsins meðal þátttakenda.
Meira

Framfarir hjá Stólastúlkum en tap gegn ÍR staðreynd

Tindastóll og ÍR mættust í Síkinu í gær í 1. deild kvenna í körfubolta. ÍR hafði fyrir skömmu síðan unnið Stólastúlkur með næstum því helmingsmun en nú mætti lið Tindastóls ákveðið til leiks og þrátt fyrir að í liðið vantaði bæði Marín Lind og Ingu Sólveigu þá varð leikurinn hörkuspennandi. Eftir að hafa verið yfir í hálfleik þá varð þriðji leikhlutinn heimastúlkum að falli að þessu sinni og ÍR fór heim með stigin tvö. Lokatölur 53-69.
Meira

Tomsick tók yfir í sigurleik Tindastóls í Ljónagryfjunni

Það var enginn ballett dansaður í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöld þegar Njarðvík og Tindastóll leiddu hálf lemstruð og taugastrekkt lið sín til leiks. Það var mikið undir hjá liðunum en þau hafa ekki verið að safna stigum að undanförnu og falldraugurinn farinn að anda ofan í hálsmál beggja. Leikurinn var sveiflukenndur en að þessu sinni var það lið Tindastóls sem fór heim með stigin eftir trylltan og villtan dans Nicks Tomsick í fjórða leikhluta. Lokatölur 74-77.
Meira