Íþróttir

Stólarnir í öðru sæti eftir hörkuleik við Hauka

Lið Tindastóls og Hauka mættust í kvöld í Síkinu í 7. umferð Dominos-deildarinnar. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn og mátti reikna með miklum baráttuleik eins og jafnan þegar Hafnfirðingar mæta í Síkið. Sú varð enda raunin og var leikurinn fjörugur og hart tekist á. Heimamenn náðu þó snemma yfirhöndinni og þrátt fyrir nokkur áhlaup Haukanna þá dugði það ekki til að koma Stólunum úr jafnvægi og fór svo að lokum að lið Tindastóls sigraði með 12 stiga mun. Lokatölur 89-77.
Meira

Haukarnir mæta í Síkið í kvöld

Aldrei þessu vant verður spilaður körfubolti á Króknum á miðvikudagskvöldi en það er lið Hauka úr Hafnarfirði sem sækir lið Tindastóls heim í 7. umferð Domonos-deildar karla í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Ástæðan er sú að annað kvöld, fimmtudagskvöld, spilar íslenska kvennalandsliðið landsleik í körfubolta og að sjálfsögðu ekki leikið í Dominos-deildinni á landsleiksdegi.
Meira

Kampakátir Tindastólskrakkar á Stefnumóti KA um helgina

Það voru margir spenntir og glaðir krakkar úr knattspyrnudeild Tindastóls sem fóru með foreldrum sínum á Akureyri sl. laugardaginn því í Boganum var haldið glæsilegt fótboltamót sem kallast Stefnumót KA.
Meira

Slæmur þriðji leikhluti reyndist Stólastúlkum dýrkeyptur

Stólastúlkur skelltu sér í Grafarvoginn sl. laugardag og öttu kappi við sprækt lið Fjölnis í 1. deild kvenna í körfunni. Lið Tindastóls kom ákveðið til leiks og var þrettán stigum yfir í hálfleik en heimastúlkur létu það ekki trufla sig og snéru leiknum við í þriðja leikhluta og lönduðu að lokum tíu stiga sigri, lokatölur 77-67.
Meira

Dvergarnir stóðu upp úr á Pollamóti Þórs í körfubolta

Pollamót Þórs í körfuknattleik fór fram í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 9. nóvember með pompi og prakt. Eitt hundrað þátttakendur í fimmtán liðum öttu kappi og sáust mörg falleg tilþrif og enn fleiri bros. Þrjú lið komu úr Skagafirðinum Molduxar, Hofsósingurinn og Dvergarnir, sem að lokum stóðu uppi sem sigurvegarar í flokki 25-39 ára.
Meira

Sterkur sigur Stólanna í Vesturbænum

Stórleikur 6. umferðar Dominos-deildarinnar fór fram í gærkvöldi þegar Íslandsmeistarar KR tóku á móti liði Tindastóls í DHL-höllinni. Reiknað var með miklum slag og það var sannarlega það sem áhorfendur fengu. Lið Tindastóls spilaði vel, hafði frumkvæðið lengstum, og missti aldrei dampinn. Það fór svo eftir yfirvegaðar lokamínútur gestanna að strákarnir tóku stigin tvö og fögnuðu vel ásamt fjölmörgum stuðningsmönnum sem lagt höfðu leið sína í Vesturbæinn. Lokatölur 85-92.
Meira

Haukar og Álftanes koma í Síkið í Geysisbikarnum

Í gær var dregið í 16 liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta. Um var að ræða átta leiki hjá körlunum en fjóra hjá dömunum en fjögur lið sitja hjá og komast því beint í átta liða úrslitin í kvennaflokki. Karlalið Tindastóls fær heimaleik gegn spræku 1. deildar liði Álftaness en kvennaliðið mætir Dominos-deildar liði Hauka.
Meira

Fyrsta umferð í 2. deild kvenna í körfu var á Hvammstanga um helgina

Það var fjör í iþróttahúsinu á Hvammstanga á laugardaginn þegar fyrsta örmót 2. deildarinnar í körfubolta kvenna var haldið. Mikil spenna var í loftinu því þarna voru komin saman sex lið til að spila og mátti sjá bæði nýja og gamla iðkendur etja kappi á parketinu með bros á vör því leikgleðin var í hámarki hjá öllum sem þarna voru mætt í hús til að spila.
Meira

Jóhann Skúla valinn knapi ársins

Fremstu afreksknapar og fremstu ræktunarbú ársins 2019 voru heiðruð á Uppskeruhátíð hestamanna um liðna helgi. Króksarinn Jóhann Rúnar Skúlason var valinn knapi ársins en hann á þrjá heimsmeistaratitla á árinu, í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á hestinum Finnboga frá Minni-Reykjum.
Meira

Tindastólssigur á Selfossi

Lið Tindastóls sótti Selfoss heim í 32 liða úrslitum Geysis-bikarsins í kvöld. Lið heimamanna leikur í 1. deildinni og hafa unnið einn leik en tapað þremur. Eftir jafnan fyrsta leikhluta náðu Stólarnir yfirhöndinni í öðrum leikhluta og sigurinn í raun aldrei í hættu eftir það þó svo að Selfyssingar hafi bitið frá sér. Lokatölur voru 68-83 og lið Tindastóls því komið áfram.
Meira