Íþróttir

Þriggja mínútna glanskafli skóp sigur Stólanna gegn ÍA

Lið Tindastóls fékk nýliða ÍA í heimsókn í Síkið í gær í Bónus deildinni en um svokallaðan Bangsaleik var að ræða þar sem safnað var fyrir Einstök börn. Fyrir fram var reiknað með öruggum sigri Stólanna en leikurinn var jafn og bæði lið sóttu vel en þriggja mínútna glanskafli Stólanna undir lok fyrri hálfleiks tryggði gott forskot sem gestunum gekk ekkert að vinna á í síðari hálfleik. Lokatölur 102-87 og nú skjótast strákarnir okkar til Eistlands.
Meira

Marta með stórleik í naumu tapi gegn meisturum Hauka

Stólastúlkur tóku á móti Íslandsmeisturum Hauka í Síkinu í gær í 10. umferð Bónus deildarinnar. Leikurinn var hin besta skemmtun, hraður og fjörugur þar sem bæði lið settu niður hreint ótrúlega skot. Gestirnir leiddu lengstum en Stólastúlkur börðust eins og ljón þrátt fyrir að vera án yfirfrákastara síns, Maddíar Sutton, og réðust úrslitin í raun ekki fyrr en á lokasekúndunum. Úrslitin 89-93 fyrir lið Hauka.
Meira

Íslandsmeistarar Hauka mæta í Síkið í kvöld

Það er leikur í Síkinu í kvöld en þá taka Stólastúlkur á móti Íslandsmeisturum Hauka í Bónus-deildinni. Tindastólsliðið hefur nú unnið tvo leiki í röð og því alveg bráðnauðsynlegt að styðja vel við bakið á stelpunum og fjölmenna í Síkið – ekki til að gleðja sérfræðinga í setti heldur til að styðja liðið okkar.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls nýtur mikils velvilja

Í Viðskiptablaðinu var í nóvember fjallað um þá styrki sem íþróttafélögin og deildir innan þeirra hafa fengið í sinn hlut frá árinu 2021. Það kemur nú sennilega fáum á óvart að körfuknattleiksdeild Tindastóls fær veglega styrki en árin 2022-2024 hefur ekkert félag átt roð í deildina á þessum vettvangi. Styrkir til félaga hafa hækkað jafnt og þétt síðustu ár en árið 2024 stungu Stólarnir keppinauta sína af – fengu 140 milljónir í styrki en í öðru sæti var körfuknattleiksdeild Hattar sem fékk 50 milljónir í styrki,
Meira

„Hópurinn sem er til staðar er flottur“

Á dögunum var Svanberg Óskarsson kynntur til sögunnar sem arftaki Donna þjálfara með kvennalið Tindastóls sem spilar í Lengjudeildinni næsta sumar. Æfingar eru að sjálfsögðu hafnar og styttist í fyrsta leik í Kjarnafæðimótinu þar sem ungir og lítt reyndir leikmenn fá gjarnan að skína í fjarveru erlendra leikmanna. Svanberg er aðeins 27 ára gamall og að mörgu leyti óþekkt stærð í íslenska þjálfaraheiminum. Feykir plataði hann í stutt viðtal.
Meira

Hilmir Rafn norskur meistari með liði Víkings

Aðdáendasíða Kormáks sperrti stél með stolti í gær og óskaði Hilmi Rafni Mikaelssyni til hamingju með Noregsmeistaratitilinn í knattspyrnu en hann spilar nú með liði Víkings frá Stavangrii sem urðu semsagt meistarar um helgina. Eftir því sem tölfræðingar AK segja þá er Hilmir fyrsti landsmeistarinn úr grasrótarstarfi Húnaþings og full ástæða til að fagna því.
Meira

Stólastúlkur lögðu nýliða Ármanns af öryggi

Stólastúlkur unnu annan leik sinn í röð í Bónus deildinni í gærkvöldi þegar nýliðar Ármanns kíktu norður yfir heiðar. Lið Ármanns hafði unnið einn af fyrstu leikjum sínum í deildinni en lið Tindastóls tvo og því um mikilvægan leik að ræða í botnbaráttunni. Það fór svo að lið Tindastóls spilaði glimrandi vel í fyrri hálfleik og leiddi með 19 stigum í hálfleik. Gestirnir ógnuðu aldrei forystunni í síðari hálfleik og lokatölur 83-66.
Meira

Frækinn sigur íslenska landsliðsins á Ítalíu

Íslenska landsliðið í körfubolta gerði góða ferð til Tortona á Ítalíu í gær þar sem strákarnir gerðu sér lítið fyrir og lögðu heimamenn 76-81. Um var að ræða fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2027. Tveir leikmenn Tindastóls voru í landsliðshópnum, þeir Arnar Björnsson og Ragnar Ágústsson, en þeir komu ekki við sögu að þessu sinni.
Meira

Stóllinn borinn í hús á Króknum

Nýju kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stólnum, var dreift í hús á Sauðárkróki í gær. Blaðið er í hefðbundnu A5 broti og hlaðið myndum, viðtölum og umfjöllunum eins og vanalega en Stóllinn hefur komið út reglulega síðan árið 2018.
Meira

Fjölliðamót 8.fl. kvk haldið í Skagafirði sl. helgi

Helgina 21.-23. nóvember var haldið fjölliðamót í 8.fl kvk (12-13 ára) sem hluti af Íslandsmóti í körfubolta hér í Skagafirði. Fyrstu leikir voru kl.18 á föstudegi og spilað fram til kl.18 á sunnudag, alls um 50 leikir. Til að koma öllum þessum leikjum fyrir á helginni var spilað bæði í Síkinu á Sauðárkróki en einnig í Varmahlíð. Til leiks mættu 23 lið skipuð um 250 kröftugum stelpum af öllu landinu. Þar fyrir utan voru þjálfarar, foreldrar og aðrir fylgdarmenn svo ætla má að það hafi verið rúmlega 350 gestir á svæðinu yfir helgina með tilheyrandi stemningu í firðinum.
Meira