Íþróttir

Tilkynnt um val á Íþróttamanni Tindastóls 2025 á morgun

Tilkynnt verður um val á Íþróttamanni Tindastóls 2025 mánudaginn 5. janúar. Í tilkynningu frá aðalstjórn Umf. Tindastóls kemur fram að valið stendur á milli fimm framúrskarandi íþróttamanna sem eiga það sameiginlegt að hafa náð frábærum árangri á árinu og verið félaginu og samfélaginu til mikils sóma. Það eru aðilar í aðalstjórn Tindastóls og formenn deilda Tindastóls sem hafa rétt á að kjósa í valinu.
Meira

Síkið á morgun!

Nú byrjar árið af krafti í körfuboltanum á fyrsta leik ársins 2026 hjá Tindastólsmönnum þegar Valsarar mæta norður.
Meira

Tíu marka veisla í Kjarnafæðimótinu

Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu spilaði fyrsta leikinn á undirbúningstímabilinu fyrir átökin í Lengjudeildinni nú skömmu fyrir jól. Mótherjinn var lið Dalvíkur og úr varð mikil markaveisla en leikurinn, sem var spilaður fyrir norðan og var hluti af Kjarnafæðimótinu, endaði 5-5.
Meira

Molduxar sigurvegarar Jólamóts 2025 með Forsetann í fararbroddi

Jólamót Molduxa fór fram á öðrum degi jóla þar sem 13 lið öttu kappi í körfubolta „af mikilli fegurð og yfirvegun“ eins og segir í tilkynningu á Facebook-síðu Molduxa. Það var stuttbuxnadeild Molduxa sem bar sigur úr bítum í úrslitaleik gegn ungum og sprækum piltum í liði Hágæða dráttarvéla en Hús Frítímans fékk flest stigin í B flokki.
Meira

Árni Björn hlaut Samfélagsviðurkenningu Molduxa

Jólamót Molduxa er einn af þessum föstu punktum í lífinu sem margur bíður spenntur eftir og það fór venju samkvæmt fram á annan í jólum í Síkinu. Við setningu mótsins hefur frá árinu 2015 verið veitt Samfélagsviðurkenning Molduxa en hana hlýtur einstaklingur sem innt hefur af hendi dugmikið og óeigingjarnt starf til heilla samfélaginu í Skagafirði. Í ár var ákveðið að hana ætti skilið Árni Björn Björnsson, jafnan kenndur við veitingastað sinn Hard Wok.
Meira

David og Manu framlengja við Tindastól!

Tindastóll hefur náð samkomulagi við David Bercedo og Manuel Ferriol um framlengingu á samningum þeirra við félagið til næstu tveggja ára! Í yfirlýsingu frá knattspyrnudeildinni segir að báðir leikmenn hafi verið lykilmenn í Meistaraflokki karla og lagt sitt af mörkum bæði innan vallar sem utan. Framlengingarnar eru liður í áframhaldandi uppbyggingu liðsins og undirstrika metnað félagsins fyrir komandi ár.
Meira

Fyrstu meistarar Tindastóls heiðraðir í gærkvöldi

Í hálfleik á leik Tindastóls og KR í Síkinu í gærkvöldi var þess minnst að 50 ár eru síðan Tindastóll eignaðist sína fyrstu Íslandsmeistara í körfubolta. Gömlu kempurnar sem áttu heimangengt voru mættir til leiks og kynntir fyrir áhorfendum í hálfleik og veittar viðurkenningar. Ágúst Ingi Ágústsson, sem er manna fróðastur um sögu körfuboltans á Króknum, flutti smá tölu við athöfnina og má lesa hana hér.
Meira

247 stiga jólaveisla í Síkinu

Það voru hálfgerð litlujól í Síkinu í gærkvöldi þegar Vesturbæingar mættu vel stemmdir til leiks gegn stigaóðu liði Tindastóls í síðustu umferð Bónus deildar karla fyrir jól. Leikurinn var spilaður á ofsahraða og má eiginlega segja að liðin hafi varla náð að stilla upp í vörn í leiknum – það var bara búið að skjóta áður. Gestirnir byrjuðu leikinn betur en heimamenn tóku völdin þegar á leið og lönduðu öruggum sigri. Lokatölur 130-117 en sjö leikmenn Tindastóls gerðu öll 130 stig liðsins og skoruðu þeir allir meira en tíu stig.
Meira

Geggjaður sigur í framlengdum leik gegn toppliði Njarðvíkinga

Tindastóll og Njarðvík mættust í Síkinu í gærkvöldi í athyglisverðum og æsispennandi leik. Lið Tindastóls var í áttunda sæti fyrir leik en gestirnir á toppi deildarinnar. Þó að úrslit fjölmargra leikja í vetur hafi ekki dottið með Stólastúlkum þrátt fyrir jafna leiki þá stóðust stelpurnar okkar prófið gegn toppliðinu með glæsibrag – þurftu reyndar framlengingu til að landa sigrinum en það var auðvitað bara enn skemmtilegra. Lokatölur 99-91 eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma var 84-84,
Meira

Stelpurnar fengu KR en strákarnir Snæfell

Dregið var í átta liða úrslit VÍS bikarsins í körfuknattleik í hádeginu í dag. Tindastóll átti lið í pottunum báðum þar sem bæði karla- og kvennalið félagsins höfðu unnið leiki sína sl. sunnudag. Stelpurnar fengu heimaleik gegn spræku liði KR og þar verður væntanlega hart barist. Leið karlaliðsins í fjögurra liða úrslit ætti að vera nokkuð örugg þar sem Stólarnir fengu útileik gegn 1. deildar liði Snæfells.
Meira