Íþróttir

Stólastúlkur úr leik eftir rimmu við meistaralið Keflavíkur

Stólastúlkur sóttu Keflvíkinga heim í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna í gærkvöldi. Stúlkurnar okkar voru með bakið upp að vegg, voru 2-0 undir í einvíginu og ekkert nema sigur kom til greina ætluðu þær sér lengra í úrslitakeppninni. Það vantaði ekki viljann en niðurstaðan var sú að þær mættu ofjörlum sínum í Blue-höllinni, Íslandsmeistararnir gáfu hvergi eftir og kæmi hreinlega ekki á óvart að eftir brambolt yfir tímabilið þá endi þær keflvísku á að verða meistarar enn og aftur. Lokatölur í gær voru 88-58.
Meira

Viggó Jónsson hlaut Starfsbikar UMFT

Aðalfundur Aðalstjórnar Ungmennafélagsins Tindastóls fór fram mánudaginn 31. mars í Húsi Frítímans á Sauðárkróki. Þar fór fram hefðbundin dagskrá aðalfundar samkvæmt lögum félagsins. Á fundinum var veitt sérstök viðurkenning og Starfsbikarinn fyrir óeigingjarnt og öflugt sjálfboðaliðastarf. Féll sá heiður í hlut Viggós Jónssonar.
Meira

Stólastúlkur mæta Keflavík í Keflavík í kvöld

Það er hamagangur í öskjunni í körfuboltanum þessar vikurnar. Kvennalið Tindastóls mætir liði Keflavíkur suður með sjó í kvöld í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar kvenna. Íslandsmeistarar Keflavíkur hafa verið ógnarsterkir í fyrstu tveimur leikjum liðanna og ljóst að Stólastúlkur þurfa að eiga toppleik í 40 mínútur ætli þær sér sigur í kvöld.
Meira

Járnkallasigur í klikkuðum háspennuleik í Keflavík

Tindastóll og Keflavík mættust öðru sinni í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla í Keflavík í gær. Leikurinn var frábær skemmtun og skuggalega spennandi enda skiptust liðin 17 sinnum á um að hafa forystuna og níu sinnum var staðan jöfn í leiknum. Lengstum voru Stólarnir tánögl framar heimamönnum og unnu að lokum dýsætan sigur, 93-96, og hafa því náð 2-0 forystu í einvíginu.
Meira

Stólarnir tóku fyrsta sigurinn í einvíginu gegn Keflvíkingum

Það reyndist raunin, líkt og Feykir hafði bent á í morgun, að Keflvíkingar voru sýnd veiði en ekki gefin. Þeir mættu brattir til leiks í Síkinu í kvöld í fyrstu rimmu deildarmeistara Tindastóls og Suðurnesjapiltanna í einvígi liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla. Eftir sveiflukenndan leik þá var það loks í blálokin sem Stólarnir tryggðu sér sigurinn eftir að gestirnir höfðu leitt með fjórum stigum í hálfleik. Lokatölu 94-87 og næst liggur leiðin í Keflavíkina.
Meira

Úrslitakeppnin hjá strákunum hefst í Síkinu í kvöld

Meira

Fáliðaðar Stólastúlkur áttu ekki roð í Íslandsmeistarana

Úrslitakeppnin í Bónus deild kvenna hófst í gærkvöldi og lið Tindastóls sótti þá Íslandsmeistara Keflavíkur heim. Israel og Hlynur mættu með aðeins átta stúlkur til leiks en meðal annars vantaði bæði Ilze og Rannveigu í hópinn en þær voru veikar. Heimaliðið byrjaði vel og hleypti gestunum í raun aldrei inn í leikinn. Staðan í hálfleik var 46-33 en lokatölur 91-62.
Meira

Sigur í æfingaleik gegn FH í frumraun bandarísku stúlknanna

Lið Tindastóls í Bestu deild kvenna í knattspyrnu hefur samið við þrjár bandarískar stúlkur um að leika með liðinu í sumar. Það eru Grace Pettet sem er örvfættur varnarmaður, framherjinn Makala Woods og markvörðurinn Genevieve Crenshaw en hún er reyndar enn ekki kominn með leikheimild þó Donni þjálfari sé bjartsýnn á að það styttist í það. Áður var búið að segja frá því að hin þýska Nicole Hauk væri genginn til liðs við lið Tindastóls.
Meira

Húnvetningar úr leik í Mjólkurbikarnum eftir framlengdan leik

Kormákur/Hvöt atti kappi við lið Magna frá Grenivík í Boganum á Akureyri og fór leikurinn fram seinni partinn. Um var að ræða leik í 1. umferð Mjólkurbikarsins. Heimamenn í Magna leiddu í hálfleik en leikar æstust í síðari hálfleik og endaði leikurinn 2-2. Þá þurfti að grípa til framlengingar þar sem lið Húnvetninga missti snemma mann af velli og Grenvíkingar gengu á lagið og unnu leikinn 4-2.
Meira

Tindastólsmenn fóru áfram í Mjólkurbikarnum í knattspyrnu

Það var markaveisla á Dalvíkurvelli í gær þar sem Tindastóll mætti liði KF (Fjallabyggð) í Mjólkurbikar karla. Liðin höfðu mæst áður í vetur á Króknum í Lengjubikarnum og þá unnu Stólarnir öruggan 5-0 sigur. Þeir endurtóku leikinn hvað það varðar að skora fimm mörk en í þetta skiptið skoraði andstæðingurinn þrívegis og lokatölur því 3-5 og Stólarnir komnir áfram í 2. umferð.
Meira