Íþróttir

Fínn gangur í miðasölu á Landsmót hestamanna

Landsmót hestamanna fer fram á Hólum í Hjaltadal dagana 5.-11. júlí og talsvert síðan að miðar á mótið fóru í sölu. Feykir spurði Áskel Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Landsmóts, hvernig gangurinn væri í miðasölunni og reyndist kappinn býsna ánægður með áhugannm í það minnsta hingað til. „Þetta eru hærri tölur en sést hafa, amk. fyrir undanfarin mót þannig að við erum mjög ánægð með þessar viðtökur,“ sa
Meira

Sex ungmenni í úrtak fyrir U-18 landslið

Það komu frábærar fréttir úr barnastarfinu hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar í dag þegar sagt var frá því að sex börn úr starfinu hafa verið valin í úrtak fyrir U-18 ára landslið Íslands sem mun taka þátt í landsliðsverkefni fyrir Íslandshönd næsta sumar. „Þetta er ótrúlega mikil heiður og flott afrek hjá þessum krökkum með að vera valin í þetta verkefni en þau eiga það fyllilega skilið eftir frábæran árangur á mótum ÍPS á síðasta ári. Allir þessir krakkar hafa verið að æfa hjá félaginu frá stofnun barnastarfsins og hafa verið dugleg að æfa og mæta á mót bæði innan félags sem og á landsvísu,“ segir Júlíus Helgi þjálfari hjá Pílukastfélaginu. 
Meira

Öruggur sigur á Breiðhyltingum í hörkuleik

Lið Tindastóls og ÍR mættust í Síkinu í gærkvöldi í leik sem var jafnari og meira spennandi en kannski margur átti von á. Stólarnir byrjuðu leikinn betur en gestirnir voru hvergi bangnir og áttu góða spretti sem heimamenn svöruðu yfirleitt að bragði. Níu stigum munaði í hálfleik og það má segja að sá munur hafi haldist að mestu út síðari hálfleikinn. Lokatölur 101-90 og Stólarnir nú einir í öðru sæti Bónus deildarinnar eftir tapleik hjá Val gegn rísandi stórveldi Ármanns.
Meira

Síkið í kvöld

Í dag er leikdagur í Síkinu á Sauðárkróki þegar Tindastóll tekur á móti ÍR í mfl. karla í körfubolta.
Meira

KR-ingar hefndu fyrir tapið í VÍS bikarnum

Stólastúlkur heimsóttu Meistaravelli KR-inga í kvöld í Bónus deildinni. Liðin mættust síðastliðinn laugardag á Króknum í VÍS bikarnum og þá hafði lið Tindastóls betur í leik þar sem þær höfðu yfirhöndina nánast allan tímann en unnu nauman sigur í lokin. Að þessu sinni voru KR-ingar mun grimmari og gáfu liði Tindastóls engin grið. Lokatölur 82-64.
Meira

Fimm heimamenn skrifa undir hjá Stólunum

 Nú í kvöld gaf knattspyrnudeild Tindastóls út yfirlýsingu þar sem segir að fimm heimamenn leikmannahópi meistaraflokks karla hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Sannarlega góðar fréttir og ánægjulegt að góður kjarni heimamanna haldi tryggð við sitt uppeldisfélag sem er nú ekki gefið á þessum síðustu.
Meira

Tindastólsmenn sóttu sigur í Bogann

Leik var haldið áfram í Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu um helgina en á föstudagskvöldið mættust lið Tindastóls og KA3 í B-deildinni og var spilað í Boganum. Akureyringar misstu mann af velli með rautt spjald snemma leiks og þrátt fyrir góða baráttu þeirra gulu og bláu þá tóku Stólarnir völdin og unnu að lokum góðan 6-1 sigur.
Meira

Stólarnir tryggðu sigurinn á lokamínútunum í Stykkishólmi

Það verður Skagfirðingapartý bikarhelgina miklu hvenær og hvar sem hún nú verður því karlalið Tindastóls fylgdi í fótspor Stólastúlkna, sem unnu KR í VÍS bikarnum í gær, og tryggðu sér sömuleiðis sæti í undanúrslitum með sigri á liði Snæfells í Stykkishólmi. Fyrirfram var reiknað með öruggum sigri Stólanna en heimamenn í Snæfelli gáfu Stólunum hörkuleik og það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem gestirnir sýndu mátt sinn og megin. Lokatölur 98-115.
Meira

Stólastúlkur komnar í undanúrslit í VÍS bikarnum

Lið Tindastóls og KR mættust fyrr í kvöld í átta liða úrslitum VÍS bikarsins í Síkinu á Sauðárkróki. Reiknað var með hörkuleik en lengstum var það nú ekki raunin því heimastúlkur sýndu hreint frábæran leik ... allt þar til átta mínútur voru eftir þegar gestirnir náðu 20-0 kafla á sex mínútum og minnkuðu muninn í eitt stig. Þá var nú alveg ágætt að vera með eitt stykki Maddie Sutton í sínu liði og hún sá til þess að sigurinn var Tindastóls og tryggði Stólastúlkur í fyrsta sinn í undanúrslit í bikarnum. Lokatölur 72-68.
Meira

Það er stórleikur hjá stelpunum í Síkinu klukkan sex

Það er bikarhelgi í körfunni og bæði karla- og kvennalið Tindastóls verða í eldlínunni en um er að ræða leiki í átta llið úrslitum. Á morgun (sunnudag) mæta strákarnir liði Snæfells og fer leikurinn fram í Stykkishólmi og hefst kl. 16:00. Stólastúlkur fá hins vegar lið KR í heimsókn alla leið úr Vesturbæ Reykjavíkur og hefst leikurinn kl. 18:00 og því alveg upplagt að fjölmenna í Síkið og styðja okkar lið til sigurs.
Meira