Íþróttir

Kormákur/Hvöt hélt sæti sínu í 2. deild þrátt fyrir tap í lokaumferðinni

Það var hart barist í síðustu umferð 2. deildarinnar í tuðrusparkinu í gær. Hvorki hafði gengið né rekið hjá Kormáki/Hvöt í síðustu leikjum og útlitið ekki verulega gott fyrir lokaleikinn; erfiður andstæðingur í Ólafsvík á meðan lið KF spilaði heima á Ólafsfirði gegn Hetti/Huginn sem hafði tapað fimm leikjum í röð og virtust hættir þetta sumarið. Það eina sem spilaði með Húnvetningum var að þeir höfðu stigi meira en lið KF fyrir síðustu umferðina og það reyndist heldur betur mikilvægt þar sem bæði lið töpuðu og bættu því ekki við stigasafnið. Kormákur/Hvöt náði því í raun þeim frábæra árangri að halda sæti sínu í 2. deild og það voru víst ekki margir sem veðjuðu á það fyrir mót.
Meira

Stólastúlkum mistókst að stela sjöunda sætinu af Stjörnunni

Stólastúlkur spiluðu síðasta leik sinn í Bestu deildinni þetta sumarið í gær þegar þær heimsóttu Stjörnuna í Garðabæinn í úrslitakeppni neðri liða. Bæði lið voru örugg með sitt sæti í deildinni en Donni vildi sjá sitt lið sækja til sigurs og ræna sjöunda sætinu af Stjörnunni og vinna Forsetabikarinn. Tindastóll þurfti að vinna leikinn með þriggja marka mun til þess að svo gæti orðið en það hafðist ekki í þetta skiptið. Lokatölur 2-1 fyrir Stjörnuna.
Meira

Birgitta og Elísa Bríet í U17 hópnum

Snillingarnir okkar, Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir frá Skagaströnd, hafa verið valdar í 20 leikmanna hóp U17 kvenna fyrir undankeppni EM 2025. Þetta er um margt afar merkilegt því þessir kornungu leikmenn meistaraflokks Tindastóls eru einu stúlkurnar af Norðurlandi sem eru í hópnum. 
Meira

Guðni Þór ráðinn til starfa hjá KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Króksarann Guðna Þór Einarsson í starf á innanlandssviði skrifstofu KSÍ og mun hann hefja störf 1. október næstkomandi. Fram kemur í frétt á vef KSÍ að meginverkefni séu umsjón með félagaskiptum leikmanna, skráning samninga leikmanna og utanumhald með leikmannalistum. Guðni mun einnig sinna ýmsum málum í tengslum við umsýslu móta, auk annarra tilfallandi verkefna.
Meira

„Aftast í kristalskúlunni sjáum við jafnvel 0-1 sigurmark sem mun sjokkera íslenskt knattspyrnusamfélag“

Það er lítið eitt eftir af fótboltasumrinu. Tindastólsfólk hefur haft ástæðu til að gleðjast þar sem strákarnir komust upp um deild og stelpurnar héldu sætinu í Bestu deildinni. Það verður hins vegar langur laugardagur hjá aðdáendum Kormáks/Hvatar sem munu eflaust naga neglur á meðan það ræðst hvort það verða knatttröllin úr KF, Garðbæingar í KFG eða þeirra eigin hetjur í Kormáki/Hvöt sem þurfa að bíta í það súra epli að falla úr 2. deild í þá þriðju. Lokaumferðin er á morgun. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir ónefndan fulltrúa Aðdáendasíðu Kormáks.
Meira

Stjarnan hafði betur eftir sterkan endasprett

Áfram er dripplað á Króknum en í gærkvöldi mættust Tindastóll og Stjarnan í æfingaleik í Síkinu. Það voru gestirnir sem höfðu betur í leiknum þó fátt benti til þess fyrir lokafjórðunginn en það er ólíklegt að fjórði leikhluti endi á Greatest Hits DVD disk Stólanna ef hann verður einhverntímann gefinn út. Lokatölur voru 93-102.
Meira

Leikur á móti Stjörnunni í kvöld

Nú er komið að æfingaleik tvö hjá Meistaraflokki karla Tindastóls í körfubolta. Leikurinn hefst á slaginu 19:15 það kostar 1000 kr. inn og hamborgarasalan hefst venju samkvæmt 18:30. 
Meira

„Staðan varð því miður þannig í byrjun árs að ég þurfti að hugsa um meira en körfubolta“

Það styttist í að kvennalið Tindastóls spili í fyrsta sinn á þessari öld í efstu deild körfuboltans, sjálfri Bónus deildinni. Eflaust hafa einhverjir velt því fyrir sér hvernig á því standi að Eva Rún Dagsdóttir, fyrirliði liðsins til tæpra þriggja ára og þar að auki dóttir Dags formanns körfuknattleiksdeildar og systir Hlífars Óla kynnis í Síkinu, skipti yfir í Selfoss á þessum tímapunkti.
Meira

„Pabbi hefur reglulega verið að minna á að hann hafi verið alveg framúrskarandi markmaður“

Feykir á það til að minnast á að fyrirliði kvennaliðs Tindastóls í fótboltanum, Bryndís Rut, sé frá Brautarholti, rétt norðan við Varmahlíð. Hún er auðvitað ekki eina fótboltabullan þaðan því bróðir hennar, Óskar Smári Haraldsson, er eins og margir vita á kafi í boltanum og hefur síðustu þrjú sumur þjálfað lið Fram í kvennaboltanum. Tók við liðinu í 2. deild, fór strax með það upp í Lengjudeildina og eftir tvö ár í þeirri skemmtilegu deild þá tryggðu Framarar sér sæti í Bestu deildinni nú um helgina. Feyki þótti tilefni til að óska kappanum til hamingju og taka púlsinn af þessu tilefni.
Meira

Það harðnar á dalnum hjá Húnvetningum

Það var spilað á Sjávarborgarvelli á Hvammstanga í dag í 21. umferð 2. deildarinnar í knattspyrnu. Þá tók Kormákur/Hvöt á móti Knattspyrnufélagi Austurlands sem hefur verið í toppbaráttunni í mest allt sumar en var rétt búið að missa af lest þeirra liða sem vilja fylgja liði Selfoss upp í Lengjudeildina. Leikurinn var því kannski ekki mikilvægur fyrir gestina en hann var það sannarlega fyrir lið Húnvetninga sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Það var lið KFA sem hafði betur, vann leikinn 1-3.
Meira