Íþróttir

Birgitta og Elísa Bríet í landsliðshópi U17

Þær stöllur og sparksnillingar frá Skagaströnd, Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir, slá ekki slöku við í boltanum. Þær hafa verið viðloðandi U17 landsliðshóp Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara Íslands síðustu misserin og nú þegar æfingamót í Portúgal stendur fyrir dyrum dagma 20.-29. janúar þá eru þær að sjálfsögðu í hópnum sem ætti að öllu jöfnu að hafa lagt land undir fót í dag.
Meira

Lið Njarðvíkur hafði betur gegn Stólastúlkum í VÍS bikarnum

Stólastúlkur urðu að bíta í það súra epli að detta út úr VÍS bikarnum í gær en þá sóttu þær lið Njarðvíkur heim. Um var að ræða leik í átta liða úrslitum og hefði sannarlega verið spennandi fyrir stuðningsmenn Tindastóls að fylgja liðinu í Laugardalshöllina í undanúrslitin. Lið heimastúlkna var lengstum yfir í leiknum en lokamínúturnar voru æsispennandi en heimavöllurinn reyndist drjúgur og Njarðvík hafði betur. Lokatölur 80-73.
Meira

Stólarnir náðu sér ekki á strik í Hafnarfirði

Tindastólsmenn skruppu í Hafnarfjörð síðastliðið föstudagskvöld en þar beið þeirra botnlið Hauka. Kvöldið áður hafði topplið Stjörnunnar lotið í parket í Skógarselinu gegn sprækum ÍR-ingum og Stólarnir höfðu því gullið tækifæri til að jafna Stjörnunar að stigum og komast á toppinn. Það er hins vegar enginn leikur gefinn í Bónus deildinni og Hafnfirðingar unnu að lokum eins stigs sigur, 100-99, og voru vel að sigrinum komnir.
Meira

Ismael Sidibé skrifar undir samning við Kormák/Hvöt

Það er talsvert meira að frétta úr fótboltanum vestan Þverárfjalls en austan þess og svo mikið að gerast á Aðdáendasíðu Kormáks að þar vinna menn í akkorði. Þar hafa verið kynntir til sögunnar allir leikir sumarsins og sagt frá samningum við unga og efnilega knattspyrnumenn í hinu víðfema Húnaþingi. Í gær var síðan sagt frá því að markaskorarinn fílbeiníski, Ismael Sidebé, hafi endurnýjað samning sinn við lið Kormáks/Hvatar.
Meira

Grátlegt tap gegn sterku liði Þórs

Það var norðlensk rimma í Síkinu í gærkvöldi þar sem lið Tindastóls tók á móti meistaraefnunum í liði Þórs frá Akureyri. Leikurinn var lengst af hnífjafn og æsispennandi en það var rétt í þriðja leikhluta sem gestirnir tóku völdin. Stólastúlkur svöruðu fyrir sig og komust yfir á ný á lokamínútunum en það voru gestirnir sem gerðu fimm síðustu stigin í leiknum og unnu því 80-83.
Meira

Það er risaleikur í Síkinu í kvöld

Það er stórleikur í Síkinu í kvöld þegar grannaliðin Tindastóll og Þór mætast á hefðbundnum körfuboltatíma. Bæði lið hafa komið skemmtilega á óvart í vetur en lið Þórs er í öðru sæti Bónus deildarinnar á meðan lið Tindastóls er í fimmta sæti en þó nunar aðeins tveimur stigum á liðunum.
Meira

Hermann kom, sá og sigraði

Það er alltaf líf og fjör í kringum Pílukastfélag Skagafjarðar og þar er mikill metnaður fyrir því að kynna galdur pílunnar fyrir áhugasömum, ungum sem eldri. Á Facebook-síðu PKS er sagt frá því að í gær hélt félagið mót fyrir krakka í 1.-5. bekk og var um að ræða fyrsta mótið sem félagið heldur eingöngu fyrir börn. Ágætis mæting var en ellefu krakkar úr 3.-5. bekk mættu til leiks.
Meira

Júdódeild Tindastóls 30 ára í fyrra

Karl Lúðvíksson byrjaði að kenna júdó í Varmahlíð 1985 og árið 1994 stofnaði hann Júdódeild innan Tindastóls og fagnaði því deildin 30 ára afmæli sínu í fyrra. Í byrjun fékk deildin mikla hjálp frá Akureyringum og þá helst frá Jóni Óðinn Óðinssyni. Fyrsta húsnæðið sem var leigt undir starfið var hin svokallaða „Hreyfing“ frá Eddu íþróttakennara.
Meira

Halldór Ólafsson sigurvegari Hraðskákmóts Skagastrandar

Laugardaginn 4. janúar s.l. fór fram Hraðskákmót Skagastrandar og eru nú liðnir nokkrir áratugir síðan slíkt mót fór fram en fyrirhugað er að það verði árlegur viðburður. Mótið var hið skemmtilegasta en hraðskákmeistari Skagastrandar árið 2025 er Halldór Ólafsson. Í öðru sæti var Jens Jakob Sigurðarson og Lárus Ægir Guðmundson í þriðja sæti, segir á heimasíðu Skagastrandar. 
Meira

Ný áhugamannadeild á Norðurlandi verður sýnd beint frá Eiðfaxa TV

Á heimasíðu Eiðfaxa segir að þann 11. janúar var undirritaður samningur milli Eiðfaxa TV og Áhugamannadeildar Norðurlands um að Eiðfaxi TV sýni beint frá deildinni í vetur. En deildin hefst þann 22. febrúar á keppni í fjórgangi en alls verða mótin þrjú talsins. 
Meira