Birgitta og Elísa Bríet í landsliðshópi U17
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Lokað efni
20.01.2025
kl. 09.48
Þær stöllur og sparksnillingar frá Skagaströnd, Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir, slá ekki slöku við í boltanum. Þær hafa verið viðloðandi U17 landsliðshóp Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara Íslands síðustu misserin og nú þegar æfingamót í Portúgal stendur fyrir dyrum dagma 20.-29. janúar þá eru þær að sjálfsögðu í hópnum sem ætti að öllu jöfnu að hafa lagt land undir fót í dag.
Meira