Íþróttir

Mannabreytingar hjá M.fl. kvk í körfunni

Í tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að ákveðið hefur verið að gera breytingar á leikmannahópi kvennaliðs Tindastóls. Shaniya Jones hefur kvatt liðið og í hennar stað er Randi Brown mætt á Krókinn, þá hefur Laura Chahrour lagt skóna á hilluna eftir að upp tóku sig gömul hnémeiðsli, í hennar stað er komin Melissa Diawakana.
Meira

Nóg um að vera hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar

Fyrsta mót Kaffi Króks mótaraðarinnar fór fram þriðjudagskvöldið 24. sept. og tóku fimmtán manns þátt að þessu sinni. Stemningin var góð og keppt var í þremur riðlum. Að þeim loknum var leikið til úrslita í hverjum riðli fyrir sig og enduðu leikar þannig að í C-riðli var Heiðar Örn sigurvegari. Í B-riðli sigraði Alexander Franz og í A-riðli var það svo Jón Oddur sem stóð uppi sem sigurvegari, glæsilega gert hjá þeim.
Meira

Konukvöld hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar í kvöld

Í kvöld, miðvikudaginn 25. september, milli kl. 20-22 ætlar Pílukastfélag Skagafjarðar að halda konukvöld í aðstöðuhúsi félagsins að Borgarteig 7 á Sauðárkróki. Sylvía Dögg Gunnarsdóttir, ein af meðlimum klúbbsins, ætlar að vera til handar fyrir þær konur sem mæta í kvöld og vilja fá smá leiðsögn í pílukasti. Pílukastfélagið hvetur allar konur sem hafa áhuga á að prufa pílu að mæta og hafa gaman saman.
Meira

Dregið var í VÍS bikarnum í dag

Dregið var í 32 liða úrslit VÍS bikars karla í Laugardalnum í hádeginu í dag og fá Stólarnir að rúlla upp á Akranes þar sem þeir spila við 1. deildarlið ÍA. Leikið verður dagana 20.-21. október en VÍS bikarúrslitin, ef við náum svo langt, verða leikin dagana 18.-23. mars 2025 í Smáranum, þar sem konurnar leika undanúrslit þann 18. mars, karlarnir 19. mars og úrslitaleikirnir sjálfir verða 22. mars. Þá verður dregið í 16 liða úrslit kl. 12:15 miðvikudaginn 23. október á 3. hæð íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.
Meira

Endaði í 10. sæti af rúmlega 250 keppendum

Um sl. helgi fór fram Bakgarðshlaupið í Heiðmörk í fínasta veðri og hófst á slaginu níu á laugardagsmorgninum. Af þeim rúmlega 250 sem tóku þátt var dugnaðarforkurinn, hlaupadrottningin og Króksarinn Þuríður Elín Þórarinsdóttir á meðal keppenda en hún gerði sér lítið fyrir og endaði í 10. sæti. Þá er gaman að nefna að af öllu því kvenfólki sem tók þátt var hún í 4. sæti, magnaður árangur hjá henni. Þetta er í annað sinn sem Þuríður Elín tekur þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk en hún hefur einnig tekið þátt í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð.
Meira

Stólarnir spila undanúrslitaleik á Reyðarfirði á morgun

Karlalið Tindastóls er ekki enn alveg komið í frí frá fótboltanum en strákarnir spila á morgun, laugardaginn 21. september, við lið KFA í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í undanúrslitum Fótbolta.net bikarsins. „Leikurinn leggst mjög vel í okkur, erum búnir að bíða í tvær vikur svo menn eru klárir í þetta,“ sagði Sverrir Hrafn Friðriksson, fyrirliði Tindastóls, þegar Feykir hafði samband.
Meira

Hvöt auglýsir eftir framkvæmdastjóra og yngri flokka þjálfara

Knattspyrnudeild Hvatar óskar eftir því að ráða framkvæmdastjóra og þjálfara fyrir yngri flokka félagsins. Um er að ræða 100% starf sem felst annars vegar í framkvæmdastjórn knattspyrnudeildarinnar og hins vegar í þjálfun allra yngri flokka félagsins. Leitað er eftir einstaklingi með brennandi áhuga á knattspyrnuþjálfun.
Meira

Æfingaleik kvennaliðs Tindastóls frestað

Til stóð að kvennalið Tindastóls, sem mun stíga sín fyrstu spor í efstu deild eftir tvær vikur, ætti að spila æfingaleik við Stjörnuna í kvöld en leiknum hefur verið frestað vegna meiðsla og veikinda sem herja á hóp Tindastóls. Samkvæmt heimildum Feykis er verið að reyna að koma á koma leiknum á að nýju eftir viku en ákvörðun liggur ekki fyrir.
Meira

Stólarnir negla samning við Nesa

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við heimamanninn Hannes Inga Másson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus-deildinni. Hannes þarf vart að kynna fyrir Tindastólsfólki og það eru ákaflega ánægjuleg tíðindi að hann taki slaginn með liðinu áfram.
Meira

Hefur sennilega aldrei slegið garð foreldranna jafn oft

Feykir heyrði síðast hljóðið í Ingva Rafni Ingvarssyni, þjálfara Kormáks/Hvatar í 2. deildinni í knattspyrnu þegar um sex umferðir voru eftir af mótinu. Þá stóðu Húnvetningar ansi vel, voru í áttunda sæti með 18 stig og virtust nokkuð öruggir með sætið í deildinni. Ingvi Rafn vonaðist eftir sex stigum í næstu tveimur leikjum og það átti að fara langt með að tryggja sætið. Liðið vann ekki einn einasta leik frá þeim tíma en slapp við fall í síðustu umferðinni þar sem KF náði ekki að vinna sinn leik.
Meira