Íþróttir

Páskamót Molduxa 2025 er á laugardaginn

Glöggir hafa eflaust tekið eftir því að það styttist í páskana og allir vita hvað gerist á páskum... jú, Páskamót Molduxa. Það verður haldið í Síkinu á Sauðárkróki laugardaginn 19. apríl og ótrúlegt en satt þá er þetta aðeins fjórða Páskamótið en áður var vormót Molduxa í Sæluvikunni. Molduxum þykir rétt að áhugasamir dusti rykið af stökkskónum og skrái lið til leiks – núna strax!
Meira

Húnvetningar lögðu Sandgerðinga í Lengjubikarnum

Lið Kormáks/Hvatar spilaði loks síðari heimaleik sinn í Lengjubikarnum í dag og var leikið í Skessunni í Hafnarfirði. Um var að ræða frestaðan leik en mótherjinn var lið Reynis Sandgerði sem var sæti ofar Húnvetningum í riðli 1 í B-deild keppninnar – með eitt stig. Heimaliðið hafði því tapað öllum fjórum leikjum sínum hingað til en þeir nældu í fyrsta sigur undirbúningstímabilsins og lögðu Sandgerðinga 3-2.
Meira

Völsungur hafði betur í vító

Tindastóll og Völsungur Húsavík mættust í Mjólkurbikarnum á Króknum í dag í fínu fótboltaveðri. Tvær deildir skilja liðin að þar sem Húsvíkingar spila í Lengjudeildinni í sumar en Stólarnir í 3. deild. Það var akki að sjá á spilamennsku liðanna lengi leiks. Það fór svo að leikurinn fór í vító og þar höfðu gestirnir betur í bráðabana, nýttu sjö af níu spyrnum sínum eða einni meira en Stólarnir.
Meira

Húsvíkingar heimsækja Stóla í Mjólkurbikarnum

Á morgun, laugardaginn 12. apríl kl. 14:00, verður flautað til leiks á Sauðárkróksvelli en þá taka Tindastólsmenn á móti liði Völsungs frá Húsavík í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Tindastólsmenn tefla fram liði í 3. deild Íslandsmótsins en Húsvíkingar gerðu sér lítið fyrir í fyrra og tryggðu sér sæti í Lengjudeildinni (1. deild) og því ætti að öllu jöfnu að vera talsverður getumunur á liðunum.
Meira

Íslandsmeistaratitill norður og alls þrjú á verðlaunapalli

Íslandsmót unglinga í badminton fór fram í húsakynnum TBR um nýliðna helgi. Badmintondeild Tindastóls sendi tólf keppendur til leiks og átti fulltrúa í öllum aldursflokkum. Í frétt á heimasíðu Tindastóls segir að aldrei hafi fleiri keppendur tekið þátt fyrir hönd Tindastóls! Tindastólskrakkarnir, sem margir hverjir voru að taka þátt í sínu fyrsta móti, stóðu sig með stakri prýði og náðu frábærum árangri á mótinu.
Meira

Kúst og fæjó í Síkinu

Tindastólsmönnum reyndist ekki flókið að tryggja sig áfram í undanúrslit í úrslitakeppni Bónus deild karla þegar þeir tóku á móti liði Keflavíkur í þriðja leik liðanna. Einhvernveginn virkuðu gestirnir annars hugar og gerðu sig á köflum seka um vandræðaleg mistök. Stólarnir leiddu frá furstu körfu og gestirnir virkuðu aldrei líklegir til stórræða. Lokatölur 100-75 og nú er bara beðið eftir að sjá hverjir andstæðingar Tindastóls verða í undanúrslitunum.
Meira

Keflvíkingarnir koma!

Það er leikdagur! Tindastóll og Keflavík mætast í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum í úrslitakeppni Bónus deildar karla í Síkinu í kvöld. Leikurinn hefst á slaginu sjö í kvöld en stemningin og upphitun er í þann mund að hefjast í partýtjaldinu góða þar sem Helgi Sæmundur kemur öllum í gírinn.
Meira

Jón Oddur komst í átta manna úrslit á Akureyri Open

Um síðustu helgi var haldið stærsta, fjölmennasta og flottasta pílumót ársins á Íslandi, Akureyri Open, sem fram fór í Sjallanum. Skráðir keppendur voru 222 talsins, 192 karlar og 30 konur. Pílukastfélag Skagafjarðar átti að sjálfsögðu sína keppendur á þessu móti, fjóra í karlaflokk og tvo í kvennaflokki.
Meira

Tindastóll er mitt lið og því fær enginn breytt

Stuðningsmenn Tindastóls í körfunni er sumir hverjir eiginlega alveg ga-ga. Í bílferð um daginn hleraði Feykir alveg óvart samtal þar sem fram kom að viðmælandinn, sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu, hafði aðeins misst af einum eða tveimur leikjum Tindastóls í vetur. Þá erum við ekki að tala um í sjónvarpinu heldur hefur hann í öllum tilfellum mætt á pallana með raddböndin í lagi og hjartað á réttum stað. Að símtali loknu var því spurst fyrir um hver viðmælandinn var og það reyndist hafa verið Halldór Ingi Steinsson. Það var því borðleggjandi að ná tali af honum.
Meira

Stökkmót Smára verður laugardaginn 12. apríl

Þau leiðu mistök urðu við uppsetningu á Sjónhorni vikunnar að vitlaus dagsetning var í auglýsingu frá Ungmenna- og Íþróttafélaginu Smára. Hér kemur rétta auglýsingin en þau ætla að halda Stökkmót Smára í öldungaflokkum kvenna og karla innanhúss í Íþróttahúsinu í Varmahlíð laugardaginn 12. apríl 2025, kl. 11.
Meira