Íþróttir

Knapar ársins hjá Skagfirðingi verðlaunaðir

Uppskeruhátíð Skagfirðings var haldin í gærkvöldi mánudaginn 15.desember í Tjarnarbæ á Sauðárkróki. Knapar ársins hjá félaginu voru verðlaunaðir ásamt sjálfboðaliða ársins. Þetta kemur fram á Facebooksíðu félagsins. 
Meira

Tindastólsmenn fóru vel af stað í fótboltanum

Samkvæmt frétt á vef Knattspyrnudómarafélags Norðurlands þá komst Tindastóll í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum frá Hauki Inga Ólafssyni og Svend Emil Busk Friðrikssyni á 43. mínútu. David Bercedo kom Stólum í 3-0 á 58. mínútu en Friðrik Máni Sveinsson minnkaði muninn strax í næstu sókn. Rúnar Vatnsdal galopnaði leikinn með marki fyrir Þór á 83. mínútu en Manuel Ferriol innsiglaði 4-2 sigur Tindastóls með síðustu spyrnu leiksins.
Meira

Á heimavelli getum við sigrað hvaða lið sem er

„Já, ég er mjög ánægður með leikinn. Það er gott fyrir okkur að komast áfram í bikarkeppninni og ég hlakka til að sjá hver næsti andstæðingur okkar verður,“ sagði Israel Martín þjálfari kvennaliðs Tindastóls þegar Feykir spurði hann í morgun út í leikinn gegn Þór sem lið Tindastóls vann í gærdag. Næsti leikur, sem er síðasti leikur ársins, er gegn liði Njarðvíkur hér heima á miðvikudagskvöldið.
Meira

Hamarsmenn negldir niður í Síkinu

Tindastólsmenn voru áfram í hátíðarskapi þegar þeir tóku á móti liði Hamars úr Hveragerði í VÍS bikarnum í gærkvöldi og sennilega hefur gestunum þótt nóg um. Staðan var 42-5 að loknum fyrsta leikhhluta og Arnar þjálfari gat að miklu leyti keyrt sitt lið á hinum svokölluðu minni spámönnum. Lokatölur 125-66 og því annar leikurinn í röð sem Stólarnir vinna með 59 stiga mun, sem er svosem ágætis kækur.
Meira

Stólastúlkur höfðu betur í grannaslagnum í VÍS bikarnum

Það var bikarsunnudagur í Síkinu í gær og það voru stelpurnar sem runnu á vaðið upp úr seinna kaffi. Gestirnir voru skærrauðir Þórsarar frá Akureyri en þær hafa verið að brillera í 1. deildinni í vetur og unnið alla sína leiki. Liðin buðu upp á spennandi leik en lið Tindastóls leiddi nánast allan tímann. Tapaðir boltar reynust gestunum dýrkeyptir og það fór svo að Stólastúlkur unnu leikinn 102-92 og já, Marta átti enn einn stórleikinn.
Meira

Bikarsunnudagur í Síkinu

Karla- og kvennalið Tindastól eru bæði í eldlínunni í dag, sunnudag, en þau eiga bæði leiki í 16 liða úrslitum VÍS-bikarkeppninnar. Stelpurnar hefja leik kl 16:30 og spila gegn Þór Akureyri en strákarnir hefja svo leik kl 19:30 þeir spila þegar Hamarsmenn úr Hveragerði mæta galvaskir til leiks.
Meira

Stólarnir í hátíðarskapi á Álftanesinu

Meira

Skagfirðingar í yngri landsliðshópunum í körfunni

Þjálfarar yngri landsliða Íslands í körfuknattleik hafa valið sína fyrstu æfingahópa en frá þessu segir á vef KKÍ. Koma U15 og U16 liðin ásamt U18 drengja saman til æfinga rétt fyrir jól. U18 stúlkna landsliðið hefur æfingar þegar Íslandsmótinu lýkur. Tveir leikmenn Tindastóls eru í liðunum, systkinin Hallur Atli og María Hrönn Helgabörn og er rétt að óska þeim til hamingju.
Meira

Enn einn næstum því leikurinn hjá Stólastúlkum

Stólastúlkur heimsóttu Garðabæinn í kvöld og léku við lið Stjörnunnar í Bónus deild kvenna. Lið Tindastóls var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en það voru heimastúlkur sem reyndust sterkari þegar máli skipti, í fjórða leikhluta, og nældu í dýrmæt stig. Lokatölur 89-83.
Meira

Ísólfur Líndal er nýr landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum

Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Í frétt á heimasíðu Landssambands hestamanna segir að Ísólfur sé hestamönnum víða um heim að góðu kunnur og hefur í gegnum tíðina náð góðum árangri á keppnisbrautinni í ýmsum greinum. Ísólfur er að öllum líkindum fyrstur Norðvestlendinga til að gegna þessari stöðu og óskar Feykir honum til hamingju með heiðurinn.
Meira