Íþróttir

Enn verður þriðji leikhlutinn Stólastúlkum að falli

Tindastóll og Njarðvík mættust í Síkinu á laugardag í mikilvægum leik í 1. deild kvenna í körfubolta. Nú er baráttan um sæti í úrslitakeppni 1. deildar í algleymingi og Tindastólsstúlkur mega ekki misstíga sig mikið ef þær ætla að eiga séns á einu af fjórum efstu sætum deildarinnar. Það var því skellur að tapa gegn Njarðvíkurstúlkum í leik sem var jafn og spennandi – nema í þriðja leikhluta þar sem gestirnir kaffærðu heimastúlkur og gerðu út um leikinn. Lokatölur 70-86.
Meira

Stjarnan sterkari í hörkuleik

Varnarleikur var í hávegum hafður í Garðabænum í gærkvöldi þar sem topplið Stjörnunnar tók á móti Tindastólsmönnum. Stjörnumenn náðu yfirhöndinni strax í byrjun og slæmur kafli Tindastóls undir lok fyrri hálfleiks var dýrkeyptur þrátt fyrir ágæt áhlaup strákanna í síðari hálfleik. Þeir náðu að hleypa spennu í leikinn undir lokin en gamall Stóll, Urald King, var Garðbæingum dýrmætur síðustu mínútur leiksins og innsiglaði sigur heimamanna með tveimur kunnuglegum hraðaupphlaupstroðslum. Lokatölur voru 73-66.
Meira

Ekki tókst að mynda stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls

Framhaldsaðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram í gærkvöldi án þess að næðist að mynda nýja stjórn eins og vonast hafði verið eftir en leit hefur staðið að frambærilegum stjórnarmönnum frá aðalfundi 14. nóvember sl. Þrír úr fráfarandi stjórn og unglingaráði munu mynda bráðabirgðastjórn þangað til nýtt fólk fæst í verkið.
Meira

María Finnbogadóttir sigraði á ungverska meistaramótinu

Skíðakonan skagfirska, María Finnbogadóttir, A-landsliðskona í alpagreinum, gerði það gott í gær þegar hún sigraði í svigi á ungverska meistaramótinu fyrir 16-20 ára keppendur. Mótið er haldið í St. Lambrecht í Austurríki.
Meira

Skellur í Sláturhúsinu

Kvennalið Tindastóls heimsótti Keflavík sl. laugardag en þar tóku heimastúlkur á móti þeim í 47. leik 1. deildar kvenna á þessu tímabili. Það var ekki gestrisninni fyrir að fara í Sláturhúsinu frekar en fyrri daginn og réðust úrslitin í raun strax í fyrri hálfleik en heimastúlkur leiddu þá 45-23. Staðan hvorki versnaði né bestnaði í síðari hálfleik og lokatölur 80-58.
Meira

Sterkur sigur Stólanna á Njarðvíkingum

Lið Tindastóls og Njarðvíkur mættust í Síkinu í gærkvöldi í fjörugum leik. Liðin voru jöfn í 3.-4. sæti Dominos-deildarinnar fyrir leikinn, bæði með 16 stig, en lið Tindastóls hafði unnið viðureign liðanna í Njarðvík í haust og gat því styrkt stöðu sína í deildinni með sigri. Stólarnir náðu yfirhöndinni strax í upphafi leiks og leiddu allan leikinn og lönduðu sterkum sigri eftir efnilegt áhlaup gestanna á lokakaflanum. Lokatölur 91-80.
Meira

Njarðvíkingar á leiðinni á Krókinn

Lið Tindastóls og Njarðvíkur mætast að öllum líkindum í Síkinu í kvöld í 13. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Eftir því sem Feykir kemst næst þá er lið Njarðvíkinga komið langleiðina á Krókinn og dómararnir loks lagðir af stað eftir að hafa verið stopp vegna lokunar á þjóðvegi 1 í Kollafirði.
Meira

Króksamóti frestað um hálfan mánuð

Til stóð að Króksamótið í körfubolta færi fram á Sauðárkróki á morgun en þar sem færð er ekki upp á marga fiska og veðurspáin ekki sérlega aðlaðandi fyrir morgundaginn þá hefur verið ákveðið að færa mótið aftur um hálfan mánuð. Það er því stefnt að því að krakkar í 1.-6. ekk geti skemmt sér saman í körfu á Króknum þann 25. janúar nk.
Meira

Jónsi í þjálfarateymi Stólanna á ný?

Orðrómur hefur kvisast út að Jón Stefán Jónsson, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls í knattspyrnu á síðasta tímabili, verði aðstoðarþjálfari Guðna Þórs Einarssonar sem hélt áfram þjálfun liðsins þetta tímabil. Hvort þessi ráðstöfun komi á óvart er ekki gott að segja en Jónsi kvaddi liðið með virktum í haust er hann tók við starfi íþróttafulltrúa hjá Þór Akureyri.
Meira

Opinn fundur hjá Knattspyrnudeild Tindastóls

Aðalstjórn Tindastóls hvetur knattspyrnuáhugafólk til þess að mæta á opinn fund hjá Knattspyrnudeild Tindastóls á morgun fimmtudag 9. janúar kl. 20:00 í Húsi frítímans að Sæmundargötu 7 á Sauðárkróki. Þar sem enn hefur ekki tekist að mynda stjórn er fólk hvatt til þess að mæta og ræða framtíð knattspyrnu hjá Tindastól með jákvæðum hug. Það er undir íbúum Skagafjarðar komið hvernig við mótum framtíð knattspyrnu Tindastóls.
Meira