Íþróttir

Lið KR var sterkara á lokamínútunni

Stólastúlkur tóku á móti góðu liði KR í gærkvöldi í fimmtu umferð Bónus deildarinnar. Reiknað var með hörkuleik en heimaliðið hafði aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum og vildi því laga stöðu sína. KR hefur byrjað mótið vel og þær gáfu ekkert eftir í Síkinu. Leikurinn var hnífjafn og spennandi en liðið skiptust 18 sinnum á um að hafa forystuna og tólf sinnum var allt jafnt. Lið KR hélt betur haus á lokamínútunum og vann leikinn 71-74.
Meira

Jón Gísli leikmaður ársins hjá ÍA

Lokahóf Knattspyrnufélags ÍA fór fram um liðna helgi en keppni í Bestu deild karla lauk einmitt um helgina. Að sjálfsögðu höfðu Skagamenn vit á að velja Skagfirðing sem besta leikmann tímabilsins en sá heiður kom í hlut Jóns Gísla Eyland Gíslasonar.
Meira

Síkið í kvöld

Leikdagur í kvöld miðvikudaginn 29. október þegar Vesturbærinn heimsækir Sauðárkrók. Kvennalið Tindastóls mætir KR klukkan 19:15 og að sjálfsögðu verða hamborgarar á grillinu frá 18:30.
Meira

Óskar Smári segir skilið við lið Fram

Skagfirðingurinn Óskar Smári Haraldsson frá Brautarholti ku vera hættur sem þjálfari kvennaliðs Fram í Bestu deildinni en þetta staðfestir kappinn í samtali við Fótbolta.net og í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í nótt. Ýjað er að því að Óskar Smári taki við þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar en þar er laus þjálfarastaða.
Meira

Mikill árangur á alþjóðavettvangi

Nóg hefur verið um að vera í júdóinu upp á síðkastið. Þann 18. október 2025 fór fyrsta alþjóðlega JRB mótið fram í Njarðvík.
Meira

Stólarnir áfram í VÍS bikarnum eftir sigur fyrir austan

Tindastólsmenn spiluðu í gærkvöldi við lið Hattar á Egilsstöðum í fyrstu umferð VÍS bikarsins. Úr varð mikil stigaveisla en Tindastólsmenn tóku völdin í síðari hálfleik eftir að Hattarmenn höfðu gefið þeim góðan leik í fyrri hálfleik. Lokatölur 97-125 og Stólarnir komnir áfram í aðra umferð bikarsins.
Meira

Stökk í uppáhaldi

Það er Sigríður Elva Elvarsdóttir frá Syðra-Skörðugili í Skagafirði sem er íþróttagarpur Feykis að þessu sinni. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sigríður Elva tekið þátt og verið í úrslitum á stórmótum í hestaíþróttum. Sigríður Elva er dóttir hjónanna Elvars Einarssonar og Fjólu Viktorsdóttur og er yngst í þriggja systra hópi en eldri systur hennar eru þær Ásdís Ósk og Viktoría Eik sem allar eiga það sameiginlegt að vera fæddar með „hestabakteríuna.“
Meira

Örfáar mínútur í hvíld í marga klukkutíma

Feykir sagði frá því um daginn þegar Þuríður Elín Þórarinsdóttir hljóp sinn allra lengsta bakgarð til þessa, eða hvorki meira né minna en 221,1 km, sem fólk eins og ég og þú eigum pínulítið erfitt með að ná utan um. Þuríður var í fjórða sæti af heildarkeppendum og í öðru sæti kvenna. Fyrir þá sem ekki vita hvað Bakgarðurinn er þá er það hlaup, þar sem farinn er 6,7 km hringur á hverjum klukkutíma þar til einn stendur eftir sem sigurvegari, sem þýðir að Þuríður hljóp í 33 klukkustundir. Hvíldin sem keppandinn fær ræðst af því hvað hann er fljótur að hlaupa hringinn, því alltaf þarf að legga af stað í þann næsta á heila tímanum. Blaðamaður Feykis heyrði í Þuríði aðeins til að taka stöðuna.
Meira

Ekki góð vika hjá Tindastólsmönnum

Tindastólsmenn spiluðu við lið Njarðvíkinga í IceMar-höllinni í gærkvöldi. Heimamenn byrjuðu leikinn vel og náðu ágætu forskoti í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir mörg ágæt áhlaup Stólanna í síðari hálfleik þá var holan sem þeir grófu sér í fyrri hálfleik full djúp og þá hittu þeir grænu geysilega vel úr 3ja stiga skotum sínum og hleyptu Stólunum aldrei alveg upp að hlið sér. Lokatölur 98-90 og fyrsta tap Stólanna í Bónus deildinni því staðreynd.
Meira

Þrenna frá Maddie dugði ekki til í spennuleik á Hlíðarenda

Stólastúlkur mættu liði Vals í N1-höllinni á Hlíðarenda í gær í fjórðu umferð Bónus deildar kvenna. Leikurinn var æsispennandi frá byrjun til enda og skiptust liðin 13 sinnum um að hafa forystuna. Staðan var jöfn að loknum þriðja leikhluta en Valskonur náðu átta stiga forystu um miðjan fjórða leikhluta. Gestirnir náðu muninum niður í eitt stig en komust ekki nær og urðu að sætta sig við að tapa 78-75.
Meira