Íþróttir

Vallarmet á Hlíðarenda í kulda og trekki

Arnar Geir Hjartarson setti nýtt vallarmet á Hlíðarendavelli þegar hann spilaði á 67 höggum eða 5 höggum undir pari vallarins. Vallarmetið setti hann á miðvikudagsmóti 7. ágúst þrátt fyrir kulda og nokkurn vind.
Meira

Ísak Óli og Jóhann Björn valdir í landsliðshóp fyrir Evrópubikarinn

Evrópubikar landsliða í frjálsíþróttum verður haldin 10. – 11. ágúst á þjóðarleikvangi Makedóníu sem tekur 34.500 manns í sæti. Mótafyrirkomulagið er með þeim hætti að keppt er í fjórum deildum; ofurdeildinni, 1., 2. og 3. deild.
Meira

Stórleikur á Sauðárkróksvelli

Tveir leikir fara fram annað kvöld hjá Tindastólsliðunum tveim. Leikirnir báðir eru á sama tíma klukkan 19:15 en auðvitað ekki á sama stað. Stelpurnar eiga heimaleik meðan strákarnir spila á Dalvík. Þessir leikir eru virkilega mikilvægir og vill Feykir hvetja alla stuðningsmenn að kíkja á völlinn hvort það sé á Króknum eða á Dalvík.
Meira

Króksmót 2019

Daganna 10. og 11. ágúst verður haldið hið árlega Króksmót. Mótið er haldið í 33. skipti og var mótið haldið fyrst árið 1987 og hefur mótið stækkað heilmikið frá þeim tíma. Króksmótið í ár verður með sama eða svipuðu sniði og fyrri ár. Þetta er mót fyrir stráka í 6. og 7. flokki. Feykir hafði samband við Helgu Dóru Lúðvíksdóttur sem er í stjórn Knattspyrnudeildar Tindastóls.
Meira

Met jafnað á miðvikudagsmótinu í golfi

Golfmót að Hlíðarenda, miðvikudaginn í síðustu viku var sennilega fjölmennasta miðvikudagsmót í sögu GSS, 40 þátttakendur.
Meira

ULM 2021 verður haldið á Sauðárkróki

Unglingalandsmót UMFÍ, það 22. í röðinni, fer nú fram á Höfn í Hornafirði en þau hafa verið haldin frá árinu 1992 víðs vegar um landið. Í setningarræðu Hauks Valtýssonar, formanns UMFÍ, sl. föstudagskvöld var greint frá því að mótið verði haldið á Sauðárkróki eftir tvö ár.
Meira

Tap gegn Víði á Sauðárkróksvelli

Í gærkvöldi fór fram leikur Tindastóls og Víðis í 2. deild karla á Sauðárkróksvelli. Ekki var mikið af færum í þessum leik en gestirnir náðu að skora þrjú mörk og endaði leikurinn 0-3 fyrir Víði.
Meira

Kvennasveit GSS áfram í efstu deild

Kvennasveit GSS sem lék á Íslandsmóti golfklúbba í 1.deild um síðustu helgi endaði í 7. sæti og hélt þar með sæti sínu í efstu deild.
Meira

Tindastóll tekur á móti Víði Garði

Í kvöld fer fram leikur Tindastóls og Víðis í 2. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður leikurinn spilaður á Sauðárkróksvelli.
Meira

Svekkjandi jafntefli í Kaplakrika

Í gærkvöldi fór fram leikur FH og Tindastóls í Inkasso deild kvenna. Þetta var mikill markaleikur og voru skoruð átta mörk í þessum leik, tvö í fyrri hálfleik og heil sex mörk í þeim síðari. Allt virtist benda til sigurs hjá Tindastól þegar þær voru komnar í 1-4 á 66. mínútu leiksins en heimastúlkurnar skoruðu þrjú mörk á tólf mínútum og endaði leikurinn 4-4.
Meira