Íþróttir

Arnar afhenti Guðjóni treyju

Arnar Björnsson leikmaður Tindastóls tók þátt í verkefninu „Gleðjum saman“ fyrr í janúar. Verkefnið „Gleðjum saman“ í verkefni sem Orri Rafn Sigurðarson fór af stað með þetta í í samstarfi við atvinnumenn í íþróttum og snýst um að gefa af sér og gleðja þá sem eiga það skilið.
Meira

Miðasala hafin á undanúrslit í bikar

Dregið var í 4-liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna 19. janúar sl. Leikið verður dagana 3. og 4. febrúar 2026 en svo fer úrslitaleikurinn fram 7. febrúar. Miðsala er hafin og hægt er að nálgast miða á Stubb. 
Meira

Grindavíkurliðið stal stigunum í Síkinu

Það var hörkuleikur í Síkinu í gærkvöldi þegar lið Tindastóls tók á móti Grindvíkingum í Bónus deild kvenna en þetta eru einmitt liðin sem mætast í undanúrslitum VÍS bikarsins í byrjun febrúar. Líkt og aðrir leikir Stólastúlkna í Síkinu var þessi æsispennandi en Grindvíkingar stálu sigrinum með þristi frá Abby Beeman tæpri sekúndu fyrir leikslok. Lokatölur 84-87.
Meira

Fyrsta tapið á heimavelli í ENBL deildinni

Það var vel mætt og mikil stemning í Síkinu þegar Tindastóll tók á móti króatíska félaginu Dinamo Zagreb í gærkvöldi. Tindastóll varð að sætta sig við sex stiga tap í leiknum og lokatölur urðu 104-110 fyrir þeim króatísku. Þetta var næstsíðasti leikur Tindastóls í riðlakeppni Norður-Evrópu-deildarinnar.
Meira

Þorleifur Feykir tók silfrið í sínum flokki á Norðurlandamótinu í MMA

„Ég er bara ungur sveitastrákur úr Skagafirði með stóra drauma að keppa í blönduðum bardagaíþróttum,“ segir Þorleifur Feykir sem er nýjasta íþróttahetja Skagfirðinga. „Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirði og bjó lengi á sveitabænum Eyhildarholti í Hegranesinu og á Sauðárkróki þegar ég varð eldri. Sumarið 2024 flutti ég suður til að elta langþráðan draum, að keppa í blönduðum bardagaíþróttum (MMA) fyrir Mjölni, enda hef ég verið stór aðdáandi íþróttarinnar og Gunnars Nelson síðan ég var lítill,“ segir Þorleifur í spjalli við Feyki.
Meira

Þriðji heimaleikur Tindastóls í ENBL deildinni í kvöld

Þriðji heimaleikur Tindastóls í ENBL deildinni þar sem strákarnir taka á móti Dinamo Zagreb frá Króatíu þriðjudagskvöldið 20. janúar og hefjast leikar kl.19:15.
Meira

Strákarnir mæta KR en stelpurnar Grindavík

Dregið var í VÍS bikarnum nú í hádeginu en bæði karla- og kvennalið Tindastóls voru í pottinum. Leikirnir verða spilaðir í Smáranum í Kópavogi og fara karlaleikirnir báðir fram þriðjudaginn 3. febrúar. Í fyrri leiknum mætast Keflavík og Stjarnan en í þeim seinni taka Tindastólsmenn á móti liði KR og hefst leikurinn kl. 20:00. Miðvikudaginn 4. febrúar fara kvennaleikirnar fram og í fyrri leiknum mætast Keflavík og Hamar/Þór en síðan mætast Grindavík og Tindastóll og hefst sá leikur kl. 20:00.
Meira

Hilda Karen verður mótsstjóri Landsmóts hestamanna

Sagt er frá því á heimasíðu Landsmóts hestamanna að gengið hafi verið frá því að Hilda Karen Garðarsdóttir verði mótsstjóri á mótinu sem fer fram á Hólum í Hjaltadal fyrstu vikuna í júlí. Henni til halds og trausts varðandi skipulag og utanumhald á keppni verða Skagfirðingarnir Sigurlína Erla Magnúsdóttir og Unnur Rún Sigurpálsdóttir.
Meira

Fínn gangur í miðasölu á Landsmót hestamanna

Landsmót hestamanna fer fram á Hólum í Hjaltadal dagana 5.-11. júlí og talsvert síðan að miðar á mótið fóru í sölu. Feykir spurði Áskel Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Landsmóts, hvernig gangurinn væri í miðasölunni og reyndist kappinn býsna ánægður með áhugannm í það minnsta hingað til. „Þetta eru hærri tölur en sést hafa, amk. fyrir undanfarin mót þannig að við erum mjög ánægð með þessar viðtökur,“ sa
Meira

Sex ungmenni í úrtak fyrir U-18 landslið

Það komu frábærar fréttir úr barnastarfinu hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar í dag þegar sagt var frá því að sex börn úr starfinu hafa verið valin í úrtak fyrir U-18 ára landslið Íslands sem mun taka þátt í landsliðsverkefni fyrir Íslandshönd næsta sumar. „Þetta er ótrúlega mikil heiður og flott afrek hjá þessum krökkum með að vera valin í þetta verkefni en þau eiga það fyllilega skilið eftir frábæran árangur á mótum ÍPS á síðasta ári. Allir þessir krakkar hafa verið að æfa hjá félaginu frá stofnun barnastarfsins og hafa verið dugleg að æfa og mæta á mót bæði innan félags sem og á landsvísu,“ segir Júlíus Helgi þjálfari hjá Pílukastfélaginu. 
Meira