Íþróttir

Valskonur lagðar í parket í háspennuleik

Valskonur heimsóttu Síkið í gærkvöldi og öttu kappi við lið Tindastóls í Bónus deildinni. Fyrir leikinn höfðu gestirnir unnið átta leiki og sátu í fjórða sæti deildarinnar á meðan lið Tindastóls var með fjóra sigurleiki og var í áttunda sæti. Stólastúlkur hafa náð vopnum sínum í síðustu leikjum og þá sérstaklega í Síkinu og í gærkvöldi buðu liðin upp á jafnan og spennandi leik og fjögur síðustu stig leiksins gerði heimaliðið af vítalínunni. Það var akkúrat það sem þurfti og lokatölur 81-79 fyrir Tindastól.
Meira

Söguleg stund í Evrópu

„Mér fannst varnarleikurinn á stórum köflum mjög góður hjá okkur, held að það hafi verið það sem gerði gæfumuninn,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls, þegar Feykir sendi honum nokkrar spurningar nú í morgun en Stólarnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu lið Pristína í framlengdum leik í gærkvöldi í ENBL-deildinni í körfubolta.
Meira

Tindastólskappar komu, sáu og sigruðu í Kósóvó

Tindastólsmenn skruppu suður yfir heiðar og linntu ekki látum fyrr en þeir voru lentir í Kósóvó á skaganum kenndum við Balkan. Þá hafði reyndar fækkað örlítið í hópnum en það kom ekki að sök þegar upp var staðið því Stólarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir, hristu af sér vonbrigði Valsleiksins og skelltu liði Pristína í framlengdum leik. Lokatölur 98-104 og lið Tindastóls er nú eitt þriggja liða sem hefur tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum ENBL-deildarinnar.
Meira

Emma Katrín valin Íþróttamaður Tindastóls 2025

Emma Katrín Helgadóttir badmintondrottning er Íþróttamaður Tindastóls árið 2025 en úrslit í kjörinu voru kynnt í gær. Emma Katrín vann á árinu þrjá Íslandsmeistaratitla og þar á meðal tvöfalda Íslandsmeistaratitla í 1. deild fullorðinna í einliða- og tvíliðaleik. Hún er Íslandsmeistari unglinga í tvíliðaleik og er í dag í 6. sæti á styrkleikalista kvenna í einliðaleik á landinu.
Meira

Arnar Björnsson kjörinn Íþróttamaður UMSS árið 2025

 Í gærkvöldi var tilkynnt við hátíðlega athöfn hver varð fyrir vainu sem Íþróttamaður ársins 2025 hjá UMSS og kom sá heiður í hlut Sigtryggs Arnars Björnssonar körfuboltakappa. Arnar var hins vegar fjarri þessu góða gamni enda staddur í Kósovó ásamt körfuknattleiksliðinu þar sem þeir spila í dag í ENBL-deildinni. Körfuknattleiksliðið var síðan valið lið ársins og Atli Freyr Rafnsson golfkennari var valinn þjálfari ársins.
Meira

Hilmir Rafn Íþróttamaður USVH 2025

Mánudaginn 29 desember fór fram verðlaunaafhending á Íþróttamanni USVH árið 2025 í félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem saman var komin fjöldi fólks. Íþróttamaður USVH árið 2025 var valinn Hilmir Rafn Mikaelsson. 
Meira

Tilkynnt um valið á Íþróttamanni UMSS í kvöld

Þann 5. janúar nk. mun Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og sveitarfélagið Skagafjörður halda okkar árlegu hátíðarsamkomu þar sem tilkynnt verður hver hlýtur kosningu íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins 2025. Á þessari hátíðarsamkomu er öllum þeim sem eru tilnefnir af sínum íþróttafélögum boðaðir og þeim veitt viðurkenningar en einnig fá krakkarnir okkar sem hafa verið tilnefnd til Hvatningarverðlauna UMSS sínar viðurkenningar.
Meira

Heiðursmenn í Síkinu

Það var gott framtak hjá körfuknattleiksdeild Tindastóls á fyrsta leik nýs árs, sem fram fór á laugardagskvöld, að heiðra tvo einstaklinga sem hafa lagt mikið af mörkum til félagsins. Heiðursmennirnar voru Sigurður Frostason, sem er sjálfboðaliði ársins, og svo Þórólfur Óli Aadnegard sem er stuðningsmaður ársins.
Meira

Valsmenn höfðu betur í rosalegum leik

Körfuboltinn hrökk í gang að nýju í gærkvöldi en þá mættu Valsmenn til leiks í Síkinu en liðin hafa eldað grátt silfur síðustu tímabil. Fjórir fyrrum leikmenn Stólanna eru í herbúðum Vals; tvíburarnir Vegar og Orri sem komu reyndar ekki við sögu og síðan Callum Lawson og meistari Keyshawn Woods og þeir reyndust sínum fyrri félögum erfiðir því gestirnir höfðu betur í rosalegum leik sem var ansi sveiflukenndur. Lokatölur 99-108 eftir framlengingu.
Meira

Tilkynnt um val á Íþróttamanni Tindastóls 2025 á morgun

Tilkynnt verður um val á Íþróttamanni Tindastóls 2025 mánudaginn 5. janúar. Í tilkynningu frá aðalstjórn Umf. Tindastóls kemur fram að valið stendur á milli fimm framúrskarandi íþróttamanna sem eiga það sameiginlegt að hafa náð frábærum árangri á árinu og verið félaginu og samfélaginu til mikils sóma. Það eru aðilar í aðalstjórn Tindastóls og formenn deilda Tindastóls sem hafa rétt á að kjósa í valinu.
Meira