Íþróttir

KR-ingar hefndu fyrir tapið í VÍS bikarnum

Stólastúlkur heimsóttu Meistaravelli KR-inga í kvöld í Bónus deildinni. Liðin mættust síðastliðinn laugardag á Króknum í VÍS bikarnum og þá hafði lið Tindastóls betur í leik þar sem þær höfðu yfirhöndina nánast allan tímann en unnu nauman sigur í lokin. Að þessu sinni voru KR-ingar mun grimmari og gáfu liði Tindastóls engin grið. Lokatölur 82-64.
Meira

Fimm heimamenn skrifa undir hjá Stólunum

 Nú í kvöld gaf knattspyrnudeild Tindastóls út yfirlýsingu þar sem segir að fimm heimamenn leikmannahópi meistaraflokks karla hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Sannarlega góðar fréttir og ánægjulegt að góður kjarni heimamanna haldi tryggð við sitt uppeldisfélag sem er nú ekki gefið á þessum síðustu.
Meira

Tindastólsmenn sóttu sigur í Bogann

Leik var haldið áfram í Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu um helgina en á föstudagskvöldið mættust lið Tindastóls og KA3 í B-deildinni og var spilað í Boganum. Akureyringar misstu mann af velli með rautt spjald snemma leiks og þrátt fyrir góða baráttu þeirra gulu og bláu þá tóku Stólarnir völdin og unnu að lokum góðan 6-1 sigur.
Meira

Stólarnir tryggðu sigurinn á lokamínútunum í Stykkishólmi

Það verður Skagfirðingapartý bikarhelgina miklu hvenær og hvar sem hún nú verður því karlalið Tindastóls fylgdi í fótspor Stólastúlkna, sem unnu KR í VÍS bikarnum í gær, og tryggðu sér sömuleiðis sæti í undanúrslitum með sigri á liði Snæfells í Stykkishólmi. Fyrirfram var reiknað með öruggum sigri Stólanna en heimamenn í Snæfelli gáfu Stólunum hörkuleik og það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem gestirnir sýndu mátt sinn og megin. Lokatölur 98-115.
Meira

Stólastúlkur komnar í undanúrslit í VÍS bikarnum

Lið Tindastóls og KR mættust fyrr í kvöld í átta liða úrslitum VÍS bikarsins í Síkinu á Sauðárkróki. Reiknað var með hörkuleik en lengstum var það nú ekki raunin því heimastúlkur sýndu hreint frábæran leik ... allt þar til átta mínútur voru eftir þegar gestirnir náðu 20-0 kafla á sex mínútum og minnkuðu muninn í eitt stig. Þá var nú alveg ágætt að vera með eitt stykki Maddie Sutton í sínu liði og hún sá til þess að sigurinn var Tindastóls og tryggði Stólastúlkur í fyrsta sinn í undanúrslit í bikarnum. Lokatölur 72-68.
Meira

Það er stórleikur hjá stelpunum í Síkinu klukkan sex

Það er bikarhelgi í körfunni og bæði karla- og kvennalið Tindastóls verða í eldlínunni en um er að ræða leiki í átta llið úrslitum. Á morgun (sunnudag) mæta strákarnir liði Snæfells og fer leikurinn fram í Stykkishólmi og hefst kl. 16:00. Stólastúlkur fá hins vegar lið KR í heimsókn alla leið úr Vesturbæ Reykjavíkur og hefst leikurinn kl. 18:00 og því alveg upplagt að fjölmenna í Síkið og styðja okkar lið til sigurs.
Meira

Valskonur lagðar í parket í háspennuleik

Valskonur heimsóttu Síkið í gærkvöldi og öttu kappi við lið Tindastóls í Bónus deildinni. Fyrir leikinn höfðu gestirnir unnið átta leiki og sátu í fjórða sæti deildarinnar á meðan lið Tindastóls var með fjóra sigurleiki og var í áttunda sæti. Stólastúlkur hafa náð vopnum sínum í síðustu leikjum og þá sérstaklega í Síkinu og í gærkvöldi buðu liðin upp á jafnan og spennandi leik og fjögur síðustu stig leiksins gerði heimaliðið af vítalínunni. Það var akkúrat það sem þurfti og lokatölur 81-79 fyrir Tindastól.
Meira

Söguleg stund í Evrópu

„Mér fannst varnarleikurinn á stórum köflum mjög góður hjá okkur, held að það hafi verið það sem gerði gæfumuninn,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Tindastóls, þegar Feykir sendi honum nokkrar spurningar nú í morgun en Stólarnir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu lið Pristína í framlengdum leik í gærkvöldi í ENBL-deildinni í körfubolta.
Meira

Tindastólskappar komu, sáu og sigruðu í Kósóvó

Tindastólsmenn skruppu suður yfir heiðar og linntu ekki látum fyrr en þeir voru lentir í Kósóvó á skaganum kenndum við Balkan. Þá hafði reyndar fækkað örlítið í hópnum en það kom ekki að sök þegar upp var staðið því Stólarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir, hristu af sér vonbrigði Valsleiksins og skelltu liði Pristína í framlengdum leik. Lokatölur 98-104 og lið Tindastóls er nú eitt þriggja liða sem hefur tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum ENBL-deildarinnar.
Meira

Emma Katrín valin Íþróttamaður Tindastóls 2025

Emma Katrín Helgadóttir badmintondrottning er Íþróttamaður Tindastóls árið 2025 en úrslit í kjörinu voru kynnt í gær. Emma Katrín vann á árinu þrjá Íslandsmeistaratitla og þar á meðal tvöfalda Íslandsmeistaratitla í 1. deild fullorðinna í einliða- og tvíliðaleik. Hún er Íslandsmeistari unglinga í tvíliðaleik og er í dag í 6. sæti á styrkleikalista kvenna í einliðaleik á landinu.
Meira