Íþróttir

Topplið Grindavíkur reyndist of stór biti fyrir Skólastúlkur

Hlutirnir eru ekki alveg að falla með kvennaliði Tindastóls í körfunni. Í gær héldu stelpurnar suður í Grindavík þar sem sterkt lið heimastúlkna beið þeirra. Þrír leikhlutar voru jafnir en einn reyndist Stólastúlkum dýrkeyptur og fjórða tapið í röð því staðreynd. Lokatölur 82-68.
Meira

Arnar tryggði sigur á síðustu sekúndu

Lið Tindastóls og Stjörnunnar mættust í fimmtu umferð Bónus deildarinnar í gærkvöldi og var leikið í Síkinu. Lengi vel leit út fyrir að Stólarnir ætluðu hálfpartinn að niðurlægja Íslandsmeistarana og snemma í síðari hálfleik var munurinn orðinn 27 stig. En þá snérist leikurinn við, Stjörnumenn spyrntu við fótum og höndum og skyndilega komust Stólarnir varla lönd né strönd í sókninni og gestirnir tættu forskotið niður. Þeir komust yfir þegar tvær sekúndur voru eftir og virtust ætla að ræna stigunum. Síðasta orðið átti þó Arnar Björnsson sem gestirnir brutu klaufalega á þegar sekúnda var eftir og vítin setti höfðinginn niður af öryggi. Lokatölur 96-95 og hátíð í bæ.
Meira

Nóvember er sundmánuður

Sundlaugin á Hvammstanga hefur skráð sig til leiks í landsátakinu Syndum, sem byrjar á morgun 1. nóvember. Þetta kemur fram á vefsíðu Húnaþings vestra.
Meira

Óskar Smári orðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar

Það fór líkt og Feykir ýjaði að fyrr í vikunni að Óskar Smári Haraldsson, knattspyrnuþjálfarinn eiturhressi frá Brautarholti, hefur ákveðið að taka við Bestu deildar liði Stjörnunnar. Sérdeilis glæsilegt hjá Óskari Smára og rétt að óska honum til hamingju en lið Stjörnunnar mörgum efnilegum leikmönnum.
Meira

Allt að fjörtíu manns að æfa blak á Blönduósi

Síðasta haust tóku sig til þau Óli Ben og Jóhanna Björk á Blönduósi og störtuðu blaki í íþróttahúsinu. Í byrjun voru æfingar einu sinni í viku og hefur þetta heldur betur undið uppá sig og er nú æft þrisvar í viku, einn og hálfan klukkutíma í senn. Konur og karlar æfa saman og eru allt upp 40 manns sem hafa verið að mæta á æfingu. 
Meira

Lið KR var sterkara á lokamínútunni

Stólastúlkur tóku á móti góðu liði KR í gærkvöldi í fimmtu umferð Bónus deildarinnar. Reiknað var með hörkuleik en heimaliðið hafði aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum og vildi því laga stöðu sína. KR hefur byrjað mótið vel og þær gáfu ekkert eftir í Síkinu. Leikurinn var hnífjafn og spennandi en liðið skiptust 18 sinnum á um að hafa forystuna og tólf sinnum var allt jafnt. Lið KR hélt betur haus á lokamínútunum og vann leikinn 71-74.
Meira

Jón Gísli leikmaður ársins hjá ÍA

Lokahóf Knattspyrnufélags ÍA fór fram um liðna helgi en keppni í Bestu deild karla lauk einmitt um helgina. Að sjálfsögðu höfðu Skagamenn vit á að velja Skagfirðing sem besta leikmann tímabilsins en sá heiður kom í hlut Jóns Gísla Eyland Gíslasonar.
Meira

Síkið í kvöld

Leikdagur í kvöld miðvikudaginn 29. október þegar Vesturbærinn heimsækir Sauðárkrók. Kvennalið Tindastóls mætir KR klukkan 19:15 og að sjálfsögðu verða hamborgarar á grillinu frá 18:30.
Meira

Óskar Smári segir skilið við lið Fram

Skagfirðingurinn Óskar Smári Haraldsson frá Brautarholti ku vera hættur sem þjálfari kvennaliðs Fram í Bestu deildinni en þetta staðfestir kappinn í samtali við Fótbolta.net og í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í nótt. Ýjað er að því að Óskar Smári taki við þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar en þar er laus þjálfarastaða.
Meira

Mikill árangur á alþjóðavettvangi

Nóg hefur verið um að vera í júdóinu upp á síðkastið. Þann 18. október 2025 fór fyrsta alþjóðlega JRB mótið fram í Njarðvík.
Meira