Íþróttir

Góður sigur í sjö marka sýningu á Króknum

Lið Tindastóls lék síðasta leik sinn í Bestu deild kvenna í bili í dag þegar lið FHL kom að austan í lokaumferð neðri hluta efstu deildar. Bæði lið voru þegar fallin og höfðu því um lítið að spila annað en stoltið. Bæði lið ætluðu þó augljóslega að gera sitt besta í dag og var leikurinn opinn og fjörugur og gerðu liðin sjö mörk. Niðurstaðan var 5-2 sigur Tindastóls og efsta deildin því kvödd með góðum sigri.
Meira

Hefur bæði spilað með Tindastól og Gimle í Bergen

Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir ein af íþróttagoðsögnum Skagafjarðar er (nú kemur fullyrðing án heimilda) sú eina sem bæði hefur orðið Íslandsmeistari í fótbolta og Noregsmeistari í körfubolta sama árið. Það er eitthvað sem væri ekki hægt í dag. Blaðamaður fékk ábendingu með hvaða liði Dúfa var að spila í Noregi þegar hún varð Noregsmeistari en það var einmitt lið Gimle sem væntanlegt er á Krókinn á þriðjudaginn næsta til að leika á móti mfl.karla í körfunni í Evrópukeppninni. Dúfa er því sennilega sú eina sem hefur spilað bæði með Tindastól og Gimle.
Meira

Stólarnir með öruggan sigur á Keflvíkingum

Fyrsti heimaleikur tímabilsins hjá karlaliði Tindastóls í Bónus deildinni fór fram í gærkvöldi. Það voru Keflvíkingar sem mættu spriklandi fjörugir til leiks og voru skarpir og skírir framan af leik. Lið Tindastóls hrökk hins vegar í gírinn fyrir hálfleik og var ómótstæðilegt í síðari hálfleik. Lokatölur 101-81.
Meira

Birgitta, Elísa og Hrafnhildur valdar í æfingahóp U19

Feykir sagði frá því í gær að Halldór Jón Sigurðsson – Donni þjálfari – hefði verið ráðinn þjálfari U19 landsliðs kvenna hjá KSÍ. Kappinn hefur nú þegar valið 35 manna æfingahóp sem mun koma saman til æfinga í Miðgarði í Garðabæ dagana 21.-23. október. Þrír leikmenn meistaraflokks Tindastóls eru í hópnum.
Meira

Donni tekur við sem landsliðsþjálfari U19 kvenna

Knatttspyrnusamband Íslands hefur ráðið Halldór Jón Sigurðsson – Donna þjálfara – sem nýjan þjálfara U19 landsliðs kvenna og verður hann jafnframt aðstoðarþjálfari U17/U16 liðs kvenna. Donni sagði lausu starfi sínu sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls og aðstoðarþjálfari karlaliðsins í síðustu viku en er nú kominn í nýtt og spennandi starf þar sem gaman verður að fylgjast með honum.
Meira

Sigur á Stjörnustúlkum í æsispennandi leik

Það var hart barist í Síkinu í gærkvöldi þegar Stólastúlkur tóku á móti liði Stjörnunnar. Lið Tindastóls var nokkuð laskað þar sem hvorki leikstjórnandinn Alejandra Martinez né Rannveig voru á skýrslu og því aðeins átta leikmenn til taks hjá Israel. Sem betur fer var hin spænska Marta Hermida í banastuði og gerði 49 stig í 95-92 sigri og þar á meðal fjögur síðustu stig leiksins.
Meira

Leikdagur

Önnur umferð Bónus deildar karla hefst í kvöld þegar Tindastóll tekur á móti Keflvíkingum, það eru engin frávik í kvöld, hamborgarar frá 18:30 og flautað verður til leiks á slaginu 19:15. 
Meira

Stólastúlkur mæta Stjörnunni í kvöld

Önnur umferðin í Bónus deild kvenna í körfubolta er komin af stað og hófst með þremur leikjum í gær þar sem Suðurnesjaliðin þrjú unnu öll sína leik. Í kvöld lýkur umferðinni með tveimur leikjum; nýliðar KR taka á móti Íslandsmeisturum Hauka og lið Tindastóls tekur á móti Stjörnunni í Síkinu. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Meira

Dregið í VÍS bikar

Dregið hefur verið í  32 liða úrslit VÍS bikars karla. Leika á dagana 19.-20. október en þegar ljóst var að Höttur tæki á móti Tindastól kom það fram að leikur skyldi fara fram 26.-27. október vegna þátttöku Tindastóls í ENBL deildinni.  
Meira

Basile baneitraður í blálokin á Hlíðarenda

Tindastólsmenn skiluðu sér loks til landsins á laugardagskvöld eftir hetjuframmistöðu í Bratislava. Ekki komust strákarnir norður í Skagafjörð því Valsmenn biðu þeirra á Hlíðarenda í frestuðum leik sem fram átti að fara á laugardag. Hann var spilaður í kvöld og ef einhver þurfti á því að halda að láta reyna á gömlu góðu pumpuna þá brugðust þessir gömlu fjendur ekki. Úr varð naglbítur og réðust úrslitin á lokasekúndunum. Lokatölur 85-87.
Meira