Íþróttir

Stólastúlkur höfðu betur í grannaslagnum í VÍS bikarnum

Það var bikarsunnudagur í Síkinu í gær og það voru stelpurnar sem runnu á vaðið upp úr seinna kaffi. Gestirnir voru skærrauðir Þórsarar frá Akureyri en þær hafa verið að brillera í 1. deildinni í vetur og unnið alla sína leiki. Liðin buðu upp á spennandi leik en lið Tindastóls leiddi nánast allan tímann. Tapaðir boltar reynust gestunum dýrkeyptir og það fór svo að Stólastúlkur unnu leikinn 102-92 og já, Marta átti enn einn stórleikinn.
Meira

Bikarsunnudagur í Síkinu

Karla- og kvennalið Tindastól eru bæði í eldlínunni í dag, sunnudag, en þau eiga bæði leiki í 16 liða úrslitum VÍS-bikarkeppninnar. Stelpurnar hefja leik kl 16:30 og spila gegn Þór Akureyri en strákarnir hefja svo leik kl 19:30 þeir spila þegar Hamarsmenn úr Hveragerði mæta galvaskir til leiks.
Meira

Stólarnir í hátíðarskapi á Álftanesinu

Meira

Skagfirðingar í yngri landsliðshópunum í körfunni

Þjálfarar yngri landsliða Íslands í körfuknattleik hafa valið sína fyrstu æfingahópa en frá þessu segir á vef KKÍ. Koma U15 og U16 liðin ásamt U18 drengja saman til æfinga rétt fyrir jól. U18 stúlkna landsliðið hefur æfingar þegar Íslandsmótinu lýkur. Tveir leikmenn Tindastóls eru í liðunum, systkinin Hallur Atli og María Hrönn Helgabörn og er rétt að óska þeim til hamingju.
Meira

Enn einn næstum því leikurinn hjá Stólastúlkum

Stólastúlkur heimsóttu Garðabæinn í kvöld og léku við lið Stjörnunnar í Bónus deild kvenna. Lið Tindastóls var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en það voru heimastúlkur sem reyndust sterkari þegar máli skipti, í fjórða leikhluta, og nældu í dýrmæt stig. Lokatölur 89-83.
Meira

Ísólfur Líndal er nýr landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum

Ísólfur Líndal Þórisson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari A-landsliðs Íslands í hestaíþróttum. Í frétt á heimasíðu Landssambands hestamanna segir að Ísólfur sé hestamönnum víða um heim að góðu kunnur og hefur í gegnum tíðina náð góðum árangri á keppnisbrautinni í ýmsum greinum. Ísólfur er að öllum líkindum fyrstur Norðvestlendinga til að gegna þessari stöðu og óskar Feykir honum til hamingju með heiðurinn.
Meira

Stólarnir með fellu í Keiluhöllinni

Lið Tindastóls spilaði nú síðdegis fimmta leik sinn í ENBL-deildinni í körfubolta en þá skutluðust strákarni til Tallin í Eistlandi ásamt fríðum hópi stuðningsmanna og -kvenna. Ekki virtist mikil stemning fyrir leiknum hjá fylgjendum Keila Coolbet því aðeins 215 manns mættu í Keilu-höllina. Lið heimamanna hefur ekki farið mikinn í deildinni og það varð engin breyting á því í dag þar sem okkar piltar unnu þægilegan sigur, 80-106.
Meira

Aðalfundur Barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Tindastóls mánudaginn 15. desember

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls boðar til aðalfundar í Húsi frítímans mánudaginn 15. desember kl. 20. 
Meira

Voru sér til mikils sóma eins og alltaf

Nú í lok nóvember tók U19 landslið kvenna í knattspyrnu þátt í riðlakeppni fyrir EM en riðillinn var spilaður í Portúgal. Þrjár stúlkur sem léku með liði Tindastóls í Bestu deildinni í sumar voru í hópnum; þær Birgitta Rún Finnbogadóttir, Elísa Bríet Björnsdóttir og Hrafnhildur Salka. Þjálfari liðsins er Halldór Jón Sigurðsson, best þekktur sem Donni þjálfari, og Feykir spurði hann í gær hvernig til hafi tekist í fyrsta stóra verkefni hans sem landsliðsþjálfari en hann tók við U19 landsliðinu í haust eftir að hafa látið af störfum sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls.
Meira

Um 900 þúsund söfnuðust í Bangsaleiknum

„Mér fannst Bangsakeikurinn heppnast alveg frábærlega. Það söfnuðust um 900.000 kr fyrir Einstök börn og það var frábært að sjá hvað börnin voru glöð í lok leiks. Við erum staddir núna á Akureyri þar sem við vorum að færa barnadeildinni á sjúkrahúsinu bangsa sem verður svo hægt að gefa börnum sem þurfa að liggja inni í kringum hátíðarnar,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Tindastóls þegar Feykir náði í skottið á honum í dag.
Meira