Íþróttir

Vængstífðir ÍR-ingar stóðu ekki í vegi Stólanna

Tindastólsmenn tóku á móti liði ÍR fyrir hálf tómu Síki í gærkvöldi. Reiknað var með miklum baráttuleik en þegar til kom reyndust Breiðhyltingarnir vængstífðir en daginn fyrir leik var Kaninn þeirra, Ewan Singletary, settur í bann af aganefnd KKÍ. Eðlilega háði þetta gestunum en Stólarnir komust vel frá sínu og spiluðu lengstum vel, náðu snemma ágætu forskoti og unnu að lokum öruggan 23 stiga sigur, 99-76.
Meira

Breiðhyltingar í Síkinu í kvöld

Dominos-deildin í körfubolta heldur áfram í kvöld en þá hefst 21. umferðin sem er sú næstsíðasta. Lið Tindastóls á heimaleik í Síkinu og það eru Breiðhyltingar í ÍR sem mæta brattir til leiks eftir ágætt gengi að undanförnu. Leikurinn hefst kl. 19:15 og eru stuðningsmenn hvattir til að styðja við bakið á Stólunum í baráttunni um þriðja sætið.
Meira

Ekki lagt til að fresta eða hætta við íþróttaviðburði

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum vinna heilbrigðisyfirvöld samkvæmt viðbragðsáætlunum Embættis landlæknis, sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í baráttunni við Covid-19 veiruna. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn funduðu í gær með fulltrúum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og fulltrúum sérsambanda ÍSÍ vegna málsins.
Meira

Tess Williams farin frá Tindastól

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Tess Williams hafa komist að samkomulagi um að slíta samstarfi sínu og var sú ákvörðun tekin í góðu samkomulagi og mesta bróðerni, samkvæmt tilkynningu körfuknattleiksdeildar Tindastóls.
Meira

Skagfirðingur sækir um Landsmót 2024

Hestamannafélagið Skagafirðingur hefur sótt um að halda Landsmót hestamanna árið 2024 en á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga kemur fram að þrjú félög sóttu um halda mótið. Í frétt á mbl.is er haft eftir Lárus Ástmar Hannessyni, formanni LH, að hann reikni með að fundað verði með full­trú­um um­sækj­enda í þess­um mánuði og í kjöl­farið verði einn staður val­inn og skrifað und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um að halda mótið þar.
Meira

Klikkaður lokafjórðungur færði Stólunum sigur

Lið Tindastóls heimsótti Þorlákshöfn í gær en þar mættu strákarnir okkar liði Þórs í 20. umferð Dominos-deildarinnar. Þórsarar hafa oft reynst okkur erfiðir og ekki ósennilegt að sumir stuðningsmenn upplifi enn martraðir frá því í úrslitakeppninni síðasta vor – jafnvel bæði í vöku og draumi. Leikurinn í gær var ekki sérstakur framan af en fjórði leikhlutinn var stórfurðulegur en skilaði engu síður tveimur vel þegnum stigum norður í Skagafjörð. Lokatölur leiksins voru 82-88 fyrir Tindastól.
Meira

Leiða tölvuleikjaspilara saman

Stofnuð hefur verið rafíþróttadeild innan Tindastóls sem þegar er farin að keppa á mótum en markmiðið er að hefja eiginlega starfsemi með sumarkomunni. „Hlökkum til framtíðarinnar,“ segja þeir Ingi Sigþór Gunnarsson, formaður, Hjörtur Ragnar Atlason, varaformaður og Gunnar Ásgrímsson, gjaldkeri, á Facebooksíðu deildarinnar.
Meira

Erfiðar lokamínútur Stólastúlkna í Njarðvík

Kvennalið Tindastóls brunaði alla leið í Njarðvík á þriðjudaginn og léku við lið heimastúlkna um kvöldið. Gestirnir lentu snemma undir og eltu lið Njarðvíkur nánast allan leikinn en voru þó sjaldnast langt undan. Heimastúlkur stigu upp undir lok þriðja leikhluta og Stólastúlkur áttu þá ekkert svar. Lokatölur 88-65.
Meira

Rúnar Már meistari meistaranna í Kasakstan

Króksarinn og landsliðsmaðurinn Rúnar Már Sigurjónsson er aftur kominn á ferðina með liði Astana eftir ævintýri í Evrópu-deildinni fyrir síðustu áramót. Um síðustu helgi mættust lið Astana, sem varð landsmestiari á síðasta tímabili, og Kaisar Kyzylorda, sem varð bikarmeistari, í leik meistara meistaranna sem er upphafsleikur nýs knattspyrnutímabils í Kasakstan.
Meira

Þrefaldur skagfirskur sigur

Skagfirðingar áttu góðu gengi að fagna í gær þegar keppt var í fyrsta riðli Skólahreysti á þessu ári. Skólarnir þrír, Varmahlíðarskóli, Grunnskólinn austan Vatna og Árskóli, skiluðu frábærum árangri og röðuðu sér í þrjú efstu sætin.
Meira