Íþróttir

Tveir sigrar sömu helgi

Meistaraflokkur karla í körfubolta lék leik í Subway-deildinni föstudaginn 20. október þegar Tindastóll sótti Grindavík heim. Frábær leikur sem endaði með sigri Tindastóls eftir að leikurinn fór í framlengingu. Lokatölur í leiknum voru 96 stig Grindvíkinga á móti 106 stigum hjá Tindastól.
Meira

Fyrsti leikur Tindastóls í VÍS bikarnum á morgun, 22. október

Já nú er lag því ekki nóg með að strákarnir í mfl. hafi verið að spila í gær í deildinni þá byrjar VÍS bikarinn á morgun, 22. október, stuðningsmönnum Tindastóls til mikillar gleði. Leikurinn fer fram í Breiðholtinu á móti ÍR kl. 19:15 og hvetjum við enn og aftur alla þá sem halda með Tindastól að mæta á heimavöll ÍR og láta í sér heyra. Eins og Tindastóll hefur ÍR unnið alla sína leiki en þeir eru að spila í 1. deildinni þetta tímabilið en ég efast um að þeir ætli sér að leyfa Stólunum að valta yfir sig í þessum leik og má því búast við skemmtilegum körfubolta annaðkvöld. Áfram Tindastóll!
Meira

Grindavík tekur á móti Stólunum í kvöld

Þeir sem ekki vita það vita það þá núna að Tindastóll á leik á móti Grindavík í HS orku höllinni kl. 19:15 í kvöld. Við hvetjum alla stuðningsmenn Tindastóls á stór Reykjavíkursvæðinu að bruna í Grindavík og styðja við strákana. Við hin þurfum bara að öskra á imbakassann eða fylgjast með stattinu og tökum svo við keflinu í næsta heimaleik sem verður ekki á verri endanum því Valur mætir á Krókinn 27. október. Sá leikur verður eflaust erfiðari fyrir okkar menn en leikurinn í kvöld því Grindavík hefur ekki unnið neinn leik, tapaði bæði á móti Álftanesi og Hetti. Það verður því alvöru stemning á Króknum eftir viku. Áfram Tindastóll!
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Ifunanya Okoro

Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að deildin hafi samið við Ifunanya Okoro um að leika með meistaraflokki kvenna í vetur. Ifunanya Okoro eða Ify eins og hún er kölluð er frá Nígeríu og fædd 1999 og er 183 cm á hæð. Ify hefur spilað fyrir nígeríska landsliðið og urðu þær álfumeistari í sumar og var Ify stigahæsti leikmaður liðsins í úrslitaleiknum.
Meira

Tap á móti KR um sl. helgi hjá mfl. kvenna

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta hélt í Vesturbæinn 15. október, þar sem þær léku á móti KR. Stelpunar í KR náðu strax yfirhöndina í leiknum og lauk fyrsta leikhluta þeim í hag þar sem þær höfðu skorað 25 stig á móti 16 hjá Tindastól.
Meira

Glæsilegur árangur hjá Ægi á Íslandsmótinu í CrossFit

Íslandsmótið í CrossFit hófst í CF Rvk þann 12. október og var Króksarinn Ægir Björn Gunnsteinsson einn af keppendum- þessa móts. Keppti var í mörgum aldursflokkum í bæði karla og kvennaflokki og að auki var keppt í opnum flokki, sem var stærsti flokkurinn, og í honum keppti Ægir.
Meira

Íslandsmótið í Boccia á Sauðárkróki

Gróska íþróttafélag fatlaðra stendur fyrir einstaklingskeppni í Boccia í Íþróttahúsinu á Sauðárkrók um næstu helgi. Von er á að rúmlega 160 keppendur verði á mótinu og með aðstoðarfólki verða þetta um 250 manns sem von er á í fjörðinn um helgina. Mótið hefst með mótssetningu kl 9:30 á laugardagsmorgni og keppni byrjar kl 10:00 og stendur til rúmlega 20:00. Síðan hefst mótið aftur kl 9:00 á sunnudagsmorgun og stefnt er á að því ljúki um 14:30. Verðlaunaafhending er að keppni lokinni. Lokahóf verður svo í Miðgarði á sunnudagskvöld frá kl 18:30 til um það bil 23:00 með mat og dansi.
Meira

Sigur í fyrsta heimaleik í Subway deild karla

Fyrsti heimaleikur Tindastóls í Subway deild karla, annarri umferð, fór fram á laugardaginn var. Tindastóll tók á móti Keflvíkingum, sem byrjuðu betur og fyrir þeim fór Jaka Brodnik fyrrum leikmaður Tindastól og var sóknarleikur Keflvíkinga betri en hjá heimamönnum leiddu þeir fyrsta leikhluta. Tindastólsmenn virtust eiga erfitt með að finna taktinn í sóknarleiknum í upphafi leiks. Kannski hafði það eitthvað að gera með að Pétur Rúnar sat meiddur á bekknum. Keflvíkingar voru sterkari í upphafi annars leikhluta og Tindastóll náði að halda sér inni í leiknum með þriggja stiga körfum.
Meira

Arnar Geir sigraði í efstu deildinni

Annað innanfélagsmót Pílukastfélags Skagafjarðar þetta haustið var á fimmtudaginn og mættu 21 einstaklingur til leiks. Keppt var í fjórum deildum þar sem niðurröðun í deildir fer eftir gengi hvers og eins á fyrsta mótinu sem haldið var í lok september.
Meira

Karlalið Tindastóls mætir ÍR í VÍS bikarnum

Dregið var í 32 lið úrslit VÍS bikarkeppni karla og kvenna í Laugardalnum í síðustu viku. Skagfirðingurinn Kristján Gíslason sá til þess að fyrsti leikur karlaliðs Tindastóls yrði gegn ÍR á þeirra heimavelli en stúlkurnar fóru sjálfkrafa áfram í 16 liða úrslit. VÍS bikarúrslitin sjálf verða leikin dagana 19.-24. mars nk., þar sem karlarnir leika undanúrslit þann 19. mars, konurnar 20. mars og úrslitaleikirnir sjálfir verða 23. mars. Dregið verður í 16 liða úrslit kl. 14:00, miðvikudaginn 25. október, á 3. hæð íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.
Meira