Aldís María með sigurmarkið gegn Keflavík
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
01.09.2024
kl. 21.11
„Þessi var risastór og mikilvægur fyrir okkur. Mér fannst þessi leikur spilast nokkurn veginn eins og við vildum. Náðum fyrsta markinu sem var mjög mikilvægt og heilt yfir þá fékk Keflavík ekkert færi af viti í leiknum fyrir utan markið. Við erum mjög ánægð með varnarleikinn í heild sinni og sóknarleikurinn var þokkalegur og við fengum okkar færi eins og venjulega. Virkilega sterkt að skora tvö góð mörk,“ sagði Donni þjálfari Stólastúlkna eftir mikilvægan 2-1 sigur á liði Keflavíkur í fyrstu umferð úrslitakeppni neðrii liðanna í Bestu deildinni.
Meira