Íþróttir

Laufléttur leikur í Laugardalshöll

Það reyndist leikur kattarins að músinni þegar Tindastólsmenn mættu nýliðum Ármanns í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Ármenningar voru án stiga í Bónus deildinni fyrir leik og þeir virtust ekki hafa neina trú á að því að þeir gætu gert Króksurunum skráveifu. Gestirnir tóku rækilega völdin í fyrsta leikhluta og leiddu með 18 stigum að honum loknum. Þrátt fyrir eitt eða tvö áhlaup voru heimamenn aldrei nálægt því að ógna forystu Stólanna sem gáfu svo í á endasprettinum og unnu örugglega. Lokatölur 77-110.
Meira

„Með gleðina og keppnisskapið að vopni getur leikurinn unnist“

Húnvetningar eru duglegir að stunda blak og hefur Feykir áður sagt frá liði Hvatar á Blönduósi. Birnur í Húnaþingi vestra eiga sér lengri sögu í blakinu en þær eru nú með lið í 5. deild Íslandsmótsins. Feykir dembdi nokkrum spurningum á S. Kristínu Eggertsdóttur formann blakfélagsins Birna og hjúkrunarfræðing hjá HSV á Hvammstanga. Hún segir að iðkendur séu að jafnaði 12-14 talsins á æfingum, þeir yngstu eru í 9. bekk grunnskóla og svo upp úr, konur og karlar æfa saman og eru æfingar tvisvar í viku, á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum.
Meira

Fræðsludagur UMSS í Miðgarði þann 10. nóvember

Á heimasíðu UMSS segir að fræðsludagur UMSS 2025 verður haldinn í Miðgarði, Skagafirði þann 10. nóvember og hefst kl. 17:00. Öllum stjórnarmönnum aðildarfélaga UMSS, USAH og USVH, þeirra deildum og nefndum, auk öllum þjálfurum hjá aðildarfélögunum er boðið að koma og taka þátt á Fræðsludeginum.
Meira

Stórleikur Maddiar dugði ekki til gegn Keflvíkingum

Tindastóll og Keflavík mættust í sjöundu umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta í Síkinu í gærkvöldi. Það kom svo sem ekki á óvart að lið Keflavíkur reyndist sterkara en heimaliðið enda við fyrrverandi Íslandsmeistara að etja. Gestirnir sigu fram úr þegar leið á þriðja leikhluta og innbyrðu nokkuð öruggan sigur. Lokatölur 88-96.
Meira

Síkið í kvöld!!

Nú er búið að taka til í Síkinu eftir árshátíð ársins og leikdagur framundan hjá meistaraflokki kvenna. Tindastóll tekur á móti Keflvíkingum. 
Meira

Topplið Grindavíkur reyndist of stór biti fyrir Skólastúlkur

Hlutirnir eru ekki alveg að falla með kvennaliði Tindastóls í körfunni. Í gær héldu stelpurnar suður í Grindavík þar sem sterkt lið heimastúlkna beið þeirra. Þrír leikhlutar voru jafnir en einn reyndist Stólastúlkum dýrkeyptur og fjórða tapið í röð því staðreynd. Lokatölur 82-68.
Meira

Arnar tryggði sigur á síðustu sekúndu

Lið Tindastóls og Stjörnunnar mættust í fimmtu umferð Bónus deildarinnar í gærkvöldi og var leikið í Síkinu. Lengi vel leit út fyrir að Stólarnir ætluðu hálfpartinn að niðurlægja Íslandsmeistarana og snemma í síðari hálfleik var munurinn orðinn 27 stig. En þá snérist leikurinn við, Stjörnumenn spyrntu við fótum og höndum og skyndilega komust Stólarnir varla lönd né strönd í sókninni og gestirnir tættu forskotið niður. Þeir komust yfir þegar tvær sekúndur voru eftir og virtust ætla að ræna stigunum. Síðasta orðið átti þó Arnar Björnsson sem gestirnir brutu klaufalega á þegar sekúnda var eftir og vítin setti höfðinginn niður af öryggi. Lokatölur 96-95 og hátíð í bæ.
Meira

Nóvember er sundmánuður

Sundlaugin á Hvammstanga hefur skráð sig til leiks í landsátakinu Syndum, sem byrjar á morgun 1. nóvember. Þetta kemur fram á vefsíðu Húnaþings vestra.
Meira

Óskar Smári orðinn þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar

Það fór líkt og Feykir ýjaði að fyrr í vikunni að Óskar Smári Haraldsson, knattspyrnuþjálfarinn eiturhressi frá Brautarholti, hefur ákveðið að taka við Bestu deildar liði Stjörnunnar. Sérdeilis glæsilegt hjá Óskari Smára og rétt að óska honum til hamingju en lið Stjörnunnar mörgum efnilegum leikmönnum.
Meira

Allt að fjörtíu manns að æfa blak á Blönduósi

Síðasta haust tóku sig til þau Óli Ben og Jóhanna Björk á Blönduósi og störtuðu blaki í íþróttahúsinu. Í byrjun voru æfingar einu sinni í viku og hefur þetta heldur betur undið uppá sig og er nú æft þrisvar í viku, einn og hálfan klukkutíma í senn. Konur og karlar æfa saman og eru allt upp 40 manns sem hafa verið að mæta á æfingu. 
Meira