Íþróttir

Dramatískur sigur Tindastóls á Akranesi

Í kvöld fór fram leikur ÍA og Tindastóls í Inkasso deild kvenna á Akranesvelli. Leikurinn bauð upp á mörg færi, mörk og rautt spjald. Tindastóll átti gjörsamlega fyrri hálfleikinn en heimastúlkur þann seinni. Þrátt fyrir að ÍA áttu seinni hálfleikinn þá náði Tindastóll að skora tvö mörk og vinna leikinn 2-1.
Meira

„Vonir mínar eru þær að ég nái að hjálpa liðinu mínu að bæta sig eins mikið og hægt er“/Erlendir leikmenn í boltanum

Í 26. tölublaði Feykis fengum við Lauren-Amie Allen í þátt sem kallast Erlendir leikmenn í boltanum.
Meira

Leikir helgarinnar í boltanum

Um helgina munu fara fram þrír leikir í boltanum. Einn á föstudagskvöldið og tveir á laugardaginn.
Meira

Blómlegt starf hjá USAH

Það er mikiðum að vera hjá USAH þessa dagana en þar er nýlokið héraðsmóti og í dag er það svo yngsta kynslóðin sem fær að njóta sín á barnamóti. Framundan er svo Blönduhlaupið sem haldið er á Húnavöku ár hvert.
Meira

Góður útisigur hjá K/H

Laugardaginn 13. júlí klukkan 16:00 mættust KM og Kormákur/Hvöt (K/H) á KR-velli í 4. deild karla. Fyrir leikinn var K/H í þriðja sæti með sautján stig en KM í því sjöunda með sex stig. K/H átti leikinn frá upphafi til enda og unnu leikinn sannfærandi 6-0.
Meira

Meistaramót GSS 2019 - Arnar Geir og Árný Lilja klúbbmeistarar GSS

Arnar Geir Hjartarson (295 högg) og Árný Lilja Árnadóttir (324 högg) urðu klúbbmeistarar á meistaramóti GSS sem fór fram að Hlíðarendavelli á Sauðárkróki dagana 10. – 13. júlí. Þátttakendur voru 38 talsins og nutu þeir sín vel í góðu veðri á vellinum sem er í toppstandi, að sögn Kristjáns Bjarna Halldórssonar, formanns klúbbsins.
Meira

Simmons til liðs við Stólana

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur gengið frá samningi við bandarískan leikmann fyrir komandi keppnistímabil í Dominos-deildinni. Þar er um að ræða Gerel Simmons sem er 188 sm á hæð og fjölhæfur bakvörður. Hann er fæddur 1993 og því 26 ára gamall en kappinn hefur á sínum ferli komið víða við.„Von er á Simmonsfyrir göngur og mun hann styrkja okkur í barráttunni á næsta tímabili,“ segir í fréttatilkynningu Kkd. Tindastóls.
Meira

Sætur fyrsti sigur Tindastóls í sumar

Lið Tindastóls tók á móti Vestra frá Ísafirði í 2. deildinni í knattspyrnu á vel rökum Sauðárkróksvelli í dag. Ísfirðingar voru fyrir leikinn í öðru sæti deildarinnar en Stólarnir sigurlausir með tvö stig á botninum. Það var ekki að sjá þegar flautað var til leiks og áttu heimamenn í fullu tré við vel skipað lið gestanna og á endanum fór það svo að Tindastólsmenn fögnuðu glaðbeittir fyrsta sigri sínum í sumar. Lokatölur 2-1.
Meira

Breiðhyltingar í bóndabeygju á Króknum

Það heldur áfram stuðið á Stólastúlkum í Inkassodeildinni. Í gærkvöldi kom lið ÍR úr Breiðholti Reykjavíkur í heimsókn á Krókinn en ÍR-stelpurnar höfðu tapað öllum leikjum sínum í deildinni í sumar og því fyrir fram reiknað með sigri Tindastóls. Niðurstaðan var 6-1 sigur og lið Tindastóls hefur nú komið sér huggulega fyrir í þriðja sæti deildarinnar sem sannarlega gleður augað.
Meira

Jónsi ráðinn íþróttafulltrúi Þórs

Jón Stefán Jónsson mun um næstu mánaðarmót hætta störfum sem framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls. Jón Stefán, eða Jónsi eins og hann er alltaf kallaður, hefur verið starfandi hjá knattspyrnudeild síðan á haustmánuðum árið 2017 og hefur sinnt 25% starfi sem framkvæmdastjóri hjá deildinni síðan á haustmánuðum 2018.
Meira