Íþróttir

Stólarnir ættu loksins að vera á leiðinni heim

„Við áttum flug á fimmtudagskvöld og þegar þetta er skrifað er laugardagskvöld og við í flugvél sem vonandi fer af stað,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson fyrirliði Tindastóls upp úr kl. 6 í kvöld en strákarnir urðu strandaglópar í Munchen í Þýskalandi á leið heim frá glæstum sigurleik í Bratislava í Slóvakíu en leikurinn var spilaður á miðvikudagskvöldið. Aðspurður hvað hægt var að eyða tímanum í í Munchen sagði Pétur liðið hafa tekið eina æfingu. „En annars var bara reynt að skoða aðeins hvað Munchen hefur uppá að bjóða,“ sagði fyrirliðinn.
Meira

ATH breyttur leikdagur!

Til stóð að Valur tæki á móti Tindastól á Hlíðarenda á morgun en hefur leikurinn verið værður fram á mánudag. 
Meira

Magnaður sigur Tindastóls í Bratislava

„Það sem skop þennan sigur var aðallega það að allir leikmenn komu með eitthvað að borðinu sem og mér fannst við standa okkur vel í frákastabarattunni,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Tindastóls þegar Feykir sendi honum línu til Bratislava í Slóvakíu í morgun. Hann og lærisveinar hans í Tindastóli gerðu sér nefnilega lítið fyrir í gær og lögðu sterkt lið Bratislavabúa af feikilegu öryggi í fyrsta leik sínum í ENBL-deildina. Það fór svo að Slovan Bratislava gerði 56 stig en Skagfirðingarnir skiluð 80 stigum á töfluna.
Meira

Sterkur þriðji leikhluta Hauka dugði gegn Stólastúlkum

Það er auðvitað ljótt að viðurkenna það en það bara fór alveg framhjá Feykisfólki að Bónus deild kvenna fór af stað í gærkvöldi og Tindastólsstúlkur mættu sjálfum Íslandsmeisturunum í Hafnarfirði. Jafnræði var lengstum með liðunum en þriðji leikhlutinn reyndist liði Tindastóls dýrkeyptur þar sem Haukastúlkurnar tók hann 36-12. Lokatölur leiksins voru aftur á móti 99-85
Meira

Allar geggjuðu minningarnar og vináttan standa upp úr

Knattspyrnudeild Tindastóls sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því Donni þjálfari muni láta af störfum að þessu tímabili loknu sem þjálfari mfl. kvenna og einnig sem aðstoðarþjálfari. Hann hefur þjálfað kvennalið Tindastóls síðustu fjögur sumur en kvennaboltinn á Króknum er nú að ljúka fjórða sumrinu í efstu deild á síðustu fimm árum – árangur sem engan óraði fyrir nema kannski Stólastúlkur sjálfar. Um helgina varð hins vegar ljóst að liðið er fallið niður í Lengjudeildina á ný.
Meira

Fyrsti Evrópuleikurinn á morgun

Það eru ofurpeppaðir leikmenn Tindastóls - mfl. karla í körfubolta sem eiga flug seinnipartinn í sinn fyrsta leik á morgun í ENBL deildinni á móti BC Slovan Bratislava í Slóvakíu.
Meira

Ólsarar höfðu betur á Laugardalsvellinum

Tindastóll og Víkingur Ólafsvík mættust í gærkvöldi í útslitaleik Fótbolta.net bikarsins og var leikið á Laugardalsvelli. Það má kannski segja að helgin hafi verið knattspyrnufólki í Tindastóli nokkuð erfið en það fór svo að Ólsarar höfðu betur í leiknum og í dag varð það síðan ljóst að kvennalið Tindastóls fellur um deild eftir að vinir okkar í Fram unnu sinn leik gegn FHL.
Meira

Framlenging í Síkinu í gærkvöldi

Tindastóll lagði Þór í æfingaleik í Síkinu í gærkvöldi, 118-114 eftir æsispennandi leik sem endaði í framlengingu. 
Meira

„Allir vilja spila þennan leik!“

Það ætti ekki að hafa farið framhjá neinum að karlalið Tindastóls er á leiðinni á Laugardalsvöllinn í dag til að etja kappi við lið Víkings frá Ólafsvík í úrslitaleik Fótbolta-punktur-net bikarsins. Andstæðingarnir eru deild ofar en lið Tindatóls en það er gömul lumma og ólseig að allt getur gerst í bikarkeppni. Hefur einhver heyrt um Grimsby? Feykir heyrði örlítið í Konna þjálfara sem er farinn að hlakka til leiksins.
Meira

Nú er það svart

Kvennalið Tindastóls fór norður á Akureyri í gær og mætti þar liði Þórs/KA í Boganum. Staða Tindastóls var þannig að það var eiginlega lífsnauðsynlegt að næla í sigur en sú varð nú ekki raunin. Lið heimastúlkna sem hefur verið í tómu tjóni frá því um mitt tímabil náði forystunni snemma leiks og lið Tindastóls náði aldrei að svara fyrir sig. Lokatölur 3-0 og útlitið svart hjá okkar liði.
Meira