Íþróttir

Bercedo og Pettet valin best

Lokahóf knattspyrnudeildar Tindastóls fór fram síðastliðið laugardagskvöld þar sem leikmenn voru verðlaunaðir fyrir frábært tímabil og væntanlega hafa knattspyrnumenn og -konur gert sér glaðan dag. Bestu leikmennirnir voru Grace Pettet hjá stelpunum og David Bercedo hjá strákunum.
Meira

Ómar Bragi sæmdur gullmerki UMFÍ

Þau Klara Bjarnadóttir, formaður Ungmennafélags Grindavíkur, og Ómar Bragi Stefánsson voru sæmd Gullmerki UMFÍ á Sambandsþingi UMFÍ í gær. Ómar Bragi hlýtur Gullmerkið fyrir sjálfboðaliðastarf sitt fyrir knattspyrnudeild Tindastóls á Sauðárkróki.
Meira

Uppskeruhátíð Æskulýðsdeildar Skagfirðings

Uppskeruhátíð Æskulýðsdeildar Skagfirðings fór fram í Tjarnarbæ 12.október sl. þar sem veitt voru verðlaun fyrir tímabilið. Knapar ársins í unglingaflokki og barnaflokki, knapar æskulýðsdeildarinnar fengur veittar viðurkenningar og einnig pollarnir. 
Meira

Góður sigur í sjö marka sýningu á Króknum

Lið Tindastóls lék síðasta leik sinn í Bestu deild kvenna í bili í dag þegar lið FHL kom að austan í lokaumferð neðri hluta efstu deildar. Bæði lið voru þegar fallin og höfðu því um lítið að spila annað en stoltið. Bæði lið ætluðu þó augljóslega að gera sitt besta í dag og var leikurinn opinn og fjörugur og gerðu liðin sjö mörk. Niðurstaðan var 5-2 sigur Tindastóls og efsta deildin því kvödd með góðum sigri.
Meira

Hefur bæði spilað með Tindastól og Gimle í Bergen

Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir ein af íþróttagoðsögnum Skagafjarðar er (nú kemur fullyrðing án heimilda) sú eina sem bæði hefur orðið Íslandsmeistari í fótbolta og Noregsmeistari í körfubolta sama árið. Það er eitthvað sem væri ekki hægt í dag. Blaðamaður fékk ábendingu með hvaða liði Dúfa var að spila í Noregi þegar hún varð Noregsmeistari en það var einmitt lið Gimle sem væntanlegt er á Krókinn á þriðjudaginn næsta til að leika á móti mfl.karla í körfunni í Evrópukeppninni. Dúfa er því sennilega sú eina sem hefur spilað bæði með Tindastól og Gimle.
Meira

Stólarnir með öruggan sigur á Keflvíkingum

Fyrsti heimaleikur tímabilsins hjá karlaliði Tindastóls í Bónus deildinni fór fram í gærkvöldi. Það voru Keflvíkingar sem mættu spriklandi fjörugir til leiks og voru skarpir og skírir framan af leik. Lið Tindastóls hrökk hins vegar í gírinn fyrir hálfleik og var ómótstæðilegt í síðari hálfleik. Lokatölur 101-81.
Meira

Birgitta, Elísa og Hrafnhildur valdar í æfingahóp U19

Feykir sagði frá því í gær að Halldór Jón Sigurðsson – Donni þjálfari – hefði verið ráðinn þjálfari U19 landsliðs kvenna hjá KSÍ. Kappinn hefur nú þegar valið 35 manna æfingahóp sem mun koma saman til æfinga í Miðgarði í Garðabæ dagana 21.-23. október. Þrír leikmenn meistaraflokks Tindastóls eru í hópnum.
Meira

Donni tekur við sem landsliðsþjálfari U19 kvenna

Knatttspyrnusamband Íslands hefur ráðið Halldór Jón Sigurðsson – Donna þjálfara – sem nýjan þjálfara U19 landsliðs kvenna og verður hann jafnframt aðstoðarþjálfari U17/U16 liðs kvenna. Donni sagði lausu starfi sínu sem þjálfari kvennaliðs Tindastóls og aðstoðarþjálfari karlaliðsins í síðustu viku en er nú kominn í nýtt og spennandi starf þar sem gaman verður að fylgjast með honum.
Meira

Sigur á Stjörnustúlkum í æsispennandi leik

Það var hart barist í Síkinu í gærkvöldi þegar Stólastúlkur tóku á móti liði Stjörnunnar. Lið Tindastóls var nokkuð laskað þar sem hvorki leikstjórnandinn Alejandra Martinez né Rannveig voru á skýrslu og því aðeins átta leikmenn til taks hjá Israel. Sem betur fer var hin spænska Marta Hermida í banastuði og gerði 49 stig í 95-92 sigri og þar á meðal fjögur síðustu stig leiksins.
Meira

Leikdagur

Önnur umferð Bónus deildar karla hefst í kvöld þegar Tindastóll tekur á móti Keflvíkingum, það eru engin frávik í kvöld, hamborgarar frá 18:30 og flautað verður til leiks á slaginu 19:15. 
Meira