Íþróttir

Gestirnir höfðu betur í baráttuleik

Það var boðið upp á markaveilsu í blíðunni á Króknum í dag þegar lið Tindastóls tók á móti sameinuðu liði Hattar/Hugins að austan í Lengjubikarnum. Jafnt var í hálfleik, 1-1. en fjör færðist í markaskorunina í síðari hálfleik og fór svo á endaum að gestirnir unnu leikinn 3-4 eftir mark í uppbótartíma.
Meira

Njarðvíkingar brugðu fæti fyrir lið Tindastóls

Tindastólsmenn spiluðu í gær við lið Njarðvíkur í spunkunýju Ljónagryfjunni í næstsíðustu umferðinni í Bónus deildinni þennan veturinn. Umræðan hjá spekingum hefur mestmegnis verið á þá leið að það væri nánast formsatriði fyrir Stólana að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en útileikur í Njarðvík og heimaleikur gegn Val eru ekki beinlínis léttasta leiðin að deildarmeistaratitlinum þegar allt er í járnum. Það fór svo að Njarðvíkingar voru frískari og þá sér í lagi byrjunarlið þeirra sem skoraði öll stig liðsins utan einhverra sex sem SnjólfurStefánsson gerði. Lokatölur voru 101-90.
Meira

Þriðja mótið í Skagfirsku mótaröðinni framundan

Þriðja mótið í Skagfirsku mótaröðinni verður haldið í Svaðastaðahöllinni 22.mars næstkomandi kl 10:00. Keppt verður í Tölti og skeiði.
Meira

Úrslitakeppnin verður ótrúleg!

Feykir sagði frá því í morgun að Stólastúlkurnar hans Israel Martin hefðu í gær tryggt sæti sitt í efstu deild og sömuleiðis þátttökurétt í úrslitakeppni Bónus deildarinnar sem hefst um mánaðamótin næstu. Þær eiga þó enn eftir að spila við lið Stjörnunnar hér heima og þá kemur í ljós hverjir andstæðingarnir verða í úrslitakeppninni og dreymir örugglega marga að öflugt lið Þórs á Akureyri verði andstæðingurinn – í það minnsta upp á stemninguna. Israel Martín svaraði nokkrum spurningum Feykis í morgun.
Meira

Langþráður og mikilvægur sigur Stólastúlkna

Það var mikið undir í gærkvöldi þegar lið Tindastóls og Grindavíkur mættust í B-riðli Bónus deildar kvenna í næst síðustu umferð deildarkeppninnar. Það mátti líka greina það á leikmönnum sem voru ansi mistækir og mikið um tapaða bolta. Allt stefndi þó í sigur Tindastóls sem hafði tíu stiga forystu þegar þrjár mínútur voru til leiksloka en þá gerðu gestirnir tíu stig í röð og jöfnuðu leikinn þannig að það þurfti að framlengja. Lið Tindastóls reyndist heldur sterkara og landaði mikilvægum sigri. Lokatölur 88-85.
Meira

Spánverjar höfðu betur gegn Íslandi

Íslenska U17 landslið stúlkna lék annan leik sinn í seinni umferð riðlakeppninnar í dag þegar þær mættu liði heimastúlkna frá Spáni. Þær spænsku höfðu talsverða yfirburði í leiknum en tókst aðeins að koma boltanum í mark Íslands í eitt skipti. Lokatölur því 1-0 fyrir Spán og Ísland hefur því tapað báðum leikjum sínum hingað til með eins marks mun.
Meira

Frábær árangur Tindastólskrakka á badmintonmótum undanfarið og nóg framundan

Á Facebook-síðu Badmintondeildar Tindastóls segir að um nýliðna helgi fór Landsbankamót ÍA fram á Akranesi þar sem keppt var í einliðaleik og tvenndarleik. Tindastóll sendi fjóra keppendur til leiks, þau Sigurbjörgu Sól og Víking Tý sem kepptu í U13, Júlíu Marín sem keppti í U15 og Emmu Katrínu sem keppti í U17. Tindastólskrakkarnir stóðu sig frábærlega og unnu öll til verðlauna á þessu móti.
Meira

Annað mót í Skagfirsku mótaröðinni var þann 1. mars sl.

Þann 1. mars sl. fór fram annað mót í Skagfirsku mótaröðinni í Svaðastaðahöllinni þar sem keppt var í fimmgangi og tölti. Í liðakeppninni var það lið Toppfólks sem sigraði í þessum greinum en á síðasta móti, þegar keppt var í fjórgangi, var það Lopapeysuliðið sem sigraði liðakeppnina. Staðan er því nokkuð jöfn hjá tveimur efstu liðunum en það munar ekki nema 29 og hálfu stigi og trónir Toppfólk á toppnum. 
Meira

Glæsileg frammistaða PKS krakka á Dartung sl. helgi

Um helgina fór fram fyrsta umferð í Dartung sem er unglingamótaröð ÍPS og PingPong.is í pílukasti. Þetta er mót fyrir unga pílukastara á aldrinum 9-18 ára og var mótið haldið í aðstöðu Pílukastfélags Reykjanesbæjar. Sex krakkar tóku þátt á mótinu að þessu sinni frá PKS, tvær stelpur og fjórir strákar, og var þetta fyrsta mót þeirra allra fyrir utan Skagafjörð. Þeir sem fóru fyrir hönd PKS voru Arnór Tryggvi Friðriksson, Birna Guðrún Júlíusdóttir, Friðrik Elmar Friðriksson, Friðrik Henrý Árnason, Nína Júlía Þórðardóttir og Sigurbjörn Darri Pétursson. Á Facebook-síðu PKS segir að krakkarnir hafi staðið sig frábærlega vel og afraksturinn hafi verið tvö brons og tvö silfur. 
Meira

Belgar höfðu betur gegn íslenska U17 landsliðinu

Íslenska stúlknalandsliðið U17 tekur nú þátt í síðari umferð í sínum riðli í undankeppni Evrópumótsins U17 landsliða í knattspyrnu. Riðillinn er leikinn á Spáni og í gær mætti Ísland liði Belgíu í spænsku rigningarveðri. Tvær Tindastólsstúlkur eru í 20 stúlkna hópi Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara og komu þær báðar við sögu í 2-3 tapi.
Meira