Flottur sigur Stólastúlkna á liði Grindavíkur
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
03.03.2021
kl. 11.20
Það var hörkuleikur í Síkinu í gærkvöldi þegar Stólastúlkur tóku á móti liði Grindavíkur í 1. deild kvenna í körfunni. Leikurinn var allan tímann jafn og spennandi en mesti munurinn á liðunum var átta stig, Grindvíkingum í vil, í upphafi fjórða leikhluta. Stólastúlkur snéru taflinu við í framhaldinu og unnu lokaleikhlutann 21-13 og það dugði til mikilvægs sigurs. Lokatölur 62-59.
Meira