Íþróttir

Flottur sigur Stólastúlkna á liði Grindavíkur

Það var hörkuleikur í Síkinu í gærkvöldi þegar Stólastúlkur tóku á móti liði Grindavíkur í 1. deild kvenna í körfunni. Leikurinn var allan tímann jafn og spennandi en mesti munurinn á liðunum var átta stig, Grindvíkingum í vil, í upphafi fjórða leikhluta. Stólastúlkur snéru taflinu við í framhaldinu og unnu lokaleikhlutann 21-13 og það dugði til mikilvægs sigurs. Lokatölur 62-59.
Meira

Stjörnumenn náðu í stigin í baráttuleik

Ekki tókst Tindastólsmönnum að ljúka fyrri umferðinni í Dominos-deildinni með því að stela tveimur stigum af Stjörnunni en liðin mættust í Mathús Garðabæjar-höllinni í kvöld. Leikurinn var raunar hin besta skemmtun, jafn og spennandi allt til loka en heimamenn höfðu betur, 98-93, og Stólarnir sitja því í áttunda sæti deildarinnar þegar seinni umferðin hefst í vikunni. Ekki alveg staðurinn sem Stólarnir stefndu á en svona er Ísland í dag – endalausir skjálftar.
Meira

Sex skrifa undir hjá karlaliði Tindastóls í fótbolta

Í gær skrifuðu sex ungir leikmenn í meistaraflokki karla í knattspyrnu hjá Tindastóli undir nýjan samning, þann fyrsta hjá nýrri stjórn deildarinnar. Þetta voru þeir Jóhann Daði Gíslason, Jónas Ólafsson, Arnar Ólafsson, Atli Dagur Stefánsson, Gabríel M. Jóhannsson og Svend Emil Busk Friðriksson.
Meira

„Sama hvað á gengur, haltu áfram“

Feykir sendi Árna Eggerti Harðarsyni, þjálfara kvennaliðs Tindastóls, nokkrar spurningar að leik loknum nú á laugardaginn og spurði fyrst hvað honum hefði fundist um leikinn. „Þetta var ekki fallegur leikur sóknarlega hjá okkur. Við hittum ekkert, hefðum ekki getað fyllt vatnsglas þótt við værum á bólakafi, töpuðum klaufalegum boltum, það var bara ekkert að ganga upp. En við gerðum allt til að vinna leikinn.“
Meira

Vörn Tindastóls gaf sig í síðari hálfleik

Meistaraflokkur karla hjá Tindastóli lék annan leik sinn í Lengjubikarnum í gær en þá heimsóttu strákarnir lið Augnblika í Fífuna í Kópavogi en bæði liðin eru í 3. deild Íslandsmótsins. Liðin leika í 3. riðli B-deildar og samkvæmt leikskýrslu voru 30 áhorfendur á leiknum. Eftir markalausan fyrri hálfleik gaf vörn Stólanna sig í síðari hálfleik og gerðu Kópboys þá fjögur mörk. Lokatölur 4-0.
Meira

„Liðið alltaf að taka lengri og lengri skref í rétta átt“

Pepsi Max-deildar lið Tindastóls lék í Lengjubikarnum í gær en þá heimsóttur stelpurnar lið Stjörnunnar á Samsung-völlinn í Garðabæ. Bæði lið höfðu tapað í fyrstu umferð og því reiknað með spennandi leik. Stjörnustúlkur komu hins vegar ákveðnar til leiks eftir að hafa verið undir í hálfleik og unnu sanngjarnan 3-1 sigur.
Meira

Loksins sigur Stólastúlkna í Síkinu

Það var leikið í 1. deild kvenna í gær en þá mætti b-lið Fjölnis í Síkið og mættu liði Tindastóls sem hefur átt undir högg að sækja upp á síðkastið. Lið gestanna var yfir í hálfleik en eftir sérkennilegan þriðja leikhluta náðu Stólastúlkur yfirhöndinni og náðu með mikilli baráttu að passa upp á forystuna allt til loka og náðu því loks í sigur eftir erfiða eyðimerkurgöngu síðustu vikurnar. Lokatölur 48-40.
Meira

Klásúla í samningi Shawn Glover gerði Tindastólsmönnum erfitt fyrir

Nú hefur KKÍ staðfest félagsskipti Flenard Whitfield í Tindastól og mun hann því leika með liðinu í Dominos deild karla í körfubolta það sem eftir lifir tímabil. Flenard lék á síðasta tímabili með Haukum var í liði Skallagríms veturinn 2016-2017. Að sögn Baldurs Þórs Ragnarssonar, þjálfara Tindastóls, var ekki annað í stöðunni en semja við annan Bandaríkjamann þar sem óvíst væri með vilja Shawn Glover að klára tímabilið á Króknum.
Meira

Flenard Whitfield í Tindastól?

Karfan.is greinir frá því að Flenard Whitfield hafi samið við Tindastóls um að leika með liðinu í Dominos deild karla í körfubolta. Flenard er framherji og hefur áður leikið á Íslandi en hann var í liði Skallagríms veturinn 2016-2017.
Meira

Ný stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls

Á framhaldsaðalfundi knattspyrnudeildar Tindastóls sem fram fór í gær var kjörin ný stjórn en erfiðlega hefur gengið sl. tvo aðalfundi að fá fólk til starfa. Þriggja manna stjórn hefur verið við lýði sl. tímabil en nú brá svo við að níu manns gáfu kost á sér í aðal og varastjórn. Siggi Donna næsti formaður.
Meira