Íþróttir

Leikdagur

Önnur umferð Bónus deildar karla hefst í kvöld þegar Tindastóll tekur á móti Keflvíkingum, það eru engin frávik í kvöld, hamborgarar frá 18:30 og flautað verður til leiks á slaginu 19:15. 
Meira

Stólastúlkur mæta Stjörnunni í kvöld

Önnur umferðin í Bónus deild kvenna í körfubolta er komin af stað og hófst með þremur leikjum í gær þar sem Suðurnesjaliðin þrjú unnu öll sína leik. Í kvöld lýkur umferðinni með tveimur leikjum; nýliðar KR taka á móti Íslandsmeisturum Hauka og lið Tindastóls tekur á móti Stjörnunni í Síkinu. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Meira

Dregið í VÍS bikar

Dregið hefur verið í  32 liða úrslit VÍS bikars karla. Leika á dagana 19.-20. október en þegar ljóst var að Höttur tæki á móti Tindastól kom það fram að leikur skyldi fara fram 26.-27. október vegna þátttöku Tindastóls í ENBL deildinni.  
Meira

Basile baneitraður í blálokin á Hlíðarenda

Tindastólsmenn skiluðu sér loks til landsins á laugardagskvöld eftir hetjuframmistöðu í Bratislava. Ekki komust strákarnir norður í Skagafjörð því Valsmenn biðu þeirra á Hlíðarenda í frestuðum leik sem fram átti að fara á laugardag. Hann var spilaður í kvöld og ef einhver þurfti á því að halda að láta reyna á gömlu góðu pumpuna þá brugðust þessir gömlu fjendur ekki. Úr varð naglbítur og réðust úrslitin á lokasekúndunum. Lokatölur 85-87.
Meira

Dom Furness framlengir við Kormák/Hvöt

Þær stórbrotnu fréttir voru kynntar á Aðdáendasíðu Kormáks að knattspynuþjálfarinn Dominic Louis Furness hafi framlengt samning sinn við Kormák Hvöt um tvö ár og verði því við stýrið þegar blásið verður til 2. deildar karla sumarið 2026 og áfram.
Meira

„Takk fyrir góðar stundir elsku Donni!“

„Ég er virkilega ánægð með hvernig liðið kom til baka eftir að lenda 3-1 undir, sýnir mikinn karakter og okkar réttu hlið að gefast aldrei upp!“ sagði Bryndís Rut Haraldsdóttir fyrirliði Tindastóls við Feyki að loknu 3-3 jafntefli gegn bróðir hennar og liði Fram í Úlfarsárdalnum í dag.
Meira

Sex marka hasar í Úlfarsárdalnum

Það er í raun alveg magnað en það eru í það minnsta átta ár síðan kvennalið Tindastóls spilaði leik í Íslandsmóti þar sem úrslitin skiptu ekki máli – annað hvort varðandi fall eða að vinna sér sæti í næstu deild fyrir ofan. Í það minnsta átta sumur þar sem það réðist ekki fyrr en í lokaumferðinni hvert hlutskipti liðsins væri. Ekki einn leikur fyrr en loksins í dag. Það má því taka ofan fyrir Stólastúlkum sem voru sannarlega mættar til að vinna lið Fram þó fall væri þegar staðreynd. Þær höfðu ekki sigur, lentu 3-1 undir en settu undir sig hausinn og jöfnuðu. Lokatölur 3-3.
Meira

Stólarnir ættu loksins að vera á leiðinni heim

„Við áttum flug á fimmtudagskvöld og þegar þetta er skrifað er laugardagskvöld og við í flugvél sem vonandi fer af stað,“ sagði Pétur Rúnar Birgisson fyrirliði Tindastóls upp úr kl. 6 í kvöld en strákarnir urðu strandaglópar í Munchen í Þýskalandi á leið heim frá glæstum sigurleik í Bratislava í Slóvakíu en leikurinn var spilaður á miðvikudagskvöldið. Aðspurður hvað hægt var að eyða tímanum í í Munchen sagði Pétur liðið hafa tekið eina æfingu. „En annars var bara reynt að skoða aðeins hvað Munchen hefur uppá að bjóða,“ sagði fyrirliðinn.
Meira

ATH breyttur leikdagur!

Til stóð að Valur tæki á móti Tindastól á Hlíðarenda á morgun en hefur leikurinn verið værður fram á mánudag. 
Meira

Magnaður sigur Tindastóls í Bratislava

„Það sem skop þennan sigur var aðallega það að allir leikmenn komu með eitthvað að borðinu sem og mér fannst við standa okkur vel í frákastabarattunni,“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Tindastóls þegar Feykir sendi honum línu til Bratislava í Slóvakíu í morgun. Hann og lærisveinar hans í Tindastóli gerðu sér nefnilega lítið fyrir í gær og lögðu sterkt lið Bratislavabúa af feikilegu öryggi í fyrsta leik sínum í ENBL-deildina. Það fór svo að Slovan Bratislava gerði 56 stig en Skagfirðingarnir skiluð 80 stigum á töfluna.
Meira