Íþróttir

Sigur fyrir sögubækurnar

Það var allt undir hjá Húnvetningum í dag þegar Kormákur/Hvöt heimsótti lið Úlfanna á Framvöllinn í Reykjavík í lokaumferð 4. deildar.. Eftir sigur Hvítu riddaranna á liði Snæfells sl. fimmtudag var ljóst að ekkert annað en sigur dugði liði K/H í dag til að koma liðinu í úrslitakeppni um sæti í 3. deild að ári. Leikurinn í dag var hreint ótrúlegur en þegar í óefni var komið stigu leikmenn Kormáks/Hvatar upp og börðust til frábærs sigurs. Lokatölur 4-5 og sæti í úrslitakeppninni tryggt í fyrsta sinn í sögu sameinaðs liðs Húnvetninga.
Meira

GSS í 2. sæti Íslandsmóts golfklúbba 3. deildar

Karlasveit Golfklúbbs Sauðárkróks lék á Íslandsmóti golfklúbba í 3. deild sem haldið var á Húsatóftarvelli í Grindavík 16.-18. ágúst sl. Sveitina skipuðu þeir Arnar Geir Hjartarson, Brynjar Örn Guðmundsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Ingvi Þór Óskarsson og Jóhann Örn Bjarkason. Liðsstjóri var Hjörtur Geirmundsson. „Gott silfur er gulli betra!“ segja þeir í GSS, sáttir með árangurinn.
Meira

Stúlkur af Norðurlandi vestra sópuðu að sér verðlaunum á Akureyrarmóti í frjálsum

Akureyrarmót UFA er haldið á Þórsvelli síðsumars ár hvert. Keppt er í öllum aldursflokkum í helstu greinum frjálsra íþrótta. Undanfarin ár hefur mótið verið hluti af mótaröð FRÍ þar sem sterkasta frjálsíþróttafólk landsins keppir í stigakeppni. Nokkrar stúlkur af Norðurlandi vestra voru meðal þátttakenda um síðustu helgi og sópuðu að sér verðlaunum.
Meira

Feðgar með níu Íslandsmótstitla

Um síðustu helgi fór fram Meistaramót öldunga á Akureyri en þar kepptu feðgarnir Karl Lúðvíksson í Varmahlíð og sonur hans Theodór og komu hlaðnir verðlaunum frá þeim leikum. Karl æfir hjá Ungmenna- og Íþróttafélaginu Smára í Varmahlíð en Theodór Karlsson Ungmennafélaginu Fjölni í Reykjavík, en keppir alltaf undir merkjum UMSS.
Meira

Sex fúlar flyðrur frá Fáskrúðsfirði í net Stólanna

Tindastólsmenn héldu austur í dag og spiluðu við sprækt lið Leiknis frá Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggðarhöllinni. Eitthvað virðast þessar hallir koma Stólunum úr stuði því líkt og á móti Akranes-Kára á dögunum þá fengu strákarnir rassskell og gáfu andstæðingunum mörk á færibandi. Lokatölur 6-0 og ekki batnaði útlitið á botninum við það.
Meira

Enn einn sigurinn í hús hjá Stólastúlkum

Í dag mættust lið Tindastóls og Augnabliks úr Kópavogi á gervigrasinu á Króknum. Þetta var fyrsti leikurinn í 14. umferð Inkasso-deildarinnar og ljóst að með sigri þá héldu Stólastúlkur veikri von um sæti í efstu deild lifandi. Það fór svo að lið Tindastóls reyndist sterkari aðilinn og uppskar 3-1 sigur en Murielle Tiernan gerði tvö mörk í síðari hálfleik eftir að Laufey Harpa náði forystunni fyrir lið Tindastóls í fyrri hálfleik.
Meira

Kormákur/Hvöt skrefi nær úrslitakeppninni

Lið Kormáks/Hvatar hefur heldur betur sýnt hvað í því býr í 4. deildinni að undanförnu en liðið hefur nú unnið átta leiki í röð og er í góðum séns með að skila sér í úrslitakeppni um sæti í 3. deild nú þegar ein umferð er eftir óleikin í B-riðli. Í gær fengu Húnvetningarnir lið ÍH í heimsókn á Blönduósvöll og unnu glæsilegan 6-0 sigur.
Meira

Gaddfreðnir Garðbæingar lutu í gras

Tindastólsmenn tóku á móti Knattspyrnufélagi Garðabæjar (KFG) á grasvellinum á Króknum í gær. Lið Tindastóls er langneðst í 2. deildinni og hafði fyrir leikinn aðeins unnið einn leik í sumar. Liðið hefur þó sýnt talsverð batamerki upp á síðkastið og Garðbæingar, sem virkuðu gaddfreðnir í norðlenska norðanstrekkingnum, reyndust Stólunum frekar þægilegur andstæðingur. Lokatölur 3-0 en lið Tindastóls sem fyrr í botnsætinu en nú með níu stig.
Meira

Allir á völlinn um helgina

Núna um helgina fara fram þrír leikir, tveir á morgun og einn á sunnudaginn. Nú er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að kíkja á völlinn og styðja liðið sitt.
Meira

Veðurguðunum gefið langt nef

Króksmót Tindastóls í knattspyrnu fór fram um helgina en þar sprettu mest megnis ungir drengir úr spori í þeim tilgangi að skora fleiri mörk en andstæðingarnir – eða bara hafa gaman. Ekki er annað hægt en að taka ofan fyrir knattspyrnukempunum ungu sem börðust glaðbeittir gegn andstæðingum sínum og veðrinu sem var ekki alveg upp á sitt besta.
Meira