Íþróttir

„Hópurinn sem er til staðar er flottur“

Á dögunum var Svanberg Óskarsson kynntur til sögunnar sem arftaki Donna þjálfara með kvennalið Tindastóls sem spilar í Lengjudeildinni næsta sumar. Æfingar eru að sjálfsögðu hafnar og styttist í fyrsta leik í Kjarnafæðimótinu þar sem ungir og lítt reyndir leikmenn fá gjarnan að skína í fjarveru erlendra leikmanna. Svanberg er aðeins 27 ára gamall og að mörgu leyti óþekkt stærð í íslenska þjálfaraheiminum. Feykir plataði hann í stutt viðtal.
Meira

Hilmir Rafn norskur meistari með liði Víkings

Aðdáendasíða Kormáks sperrti stél með stolti í gær og óskaði Hilmi Rafni Mikaelssyni til hamingju með Noregsmeistaratitilinn í knattspyrnu en hann spilar nú með liði Víkings frá Stavangrii sem urðu semsagt meistarar um helgina. Eftir því sem tölfræðingar AK segja þá er Hilmir fyrsti landsmeistarinn úr grasrótarstarfi Húnaþings og full ástæða til að fagna því.
Meira

Stólastúlkur lögðu nýliða Ármanns af öryggi

Stólastúlkur unnu annan leik sinn í röð í Bónus deildinni í gærkvöldi þegar nýliðar Ármanns kíktu norður yfir heiðar. Lið Ármanns hafði unnið einn af fyrstu leikjum sínum í deildinni en lið Tindastóls tvo og því um mikilvægan leik að ræða í botnbaráttunni. Það fór svo að lið Tindastóls spilaði glimrandi vel í fyrri hálfleik og leiddi með 19 stigum í hálfleik. Gestirnir ógnuðu aldrei forystunni í síðari hálfleik og lokatölur 83-66.
Meira

Frækinn sigur íslenska landsliðsins á Ítalíu

Íslenska landsliðið í körfubolta gerði góða ferð til Tortona á Ítalíu í gær þar sem strákarnir gerðu sér lítið fyrir og lögðu heimamenn 76-81. Um var að ræða fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2027. Tveir leikmenn Tindastóls voru í landsliðshópnum, þeir Arnar Björnsson og Ragnar Ágústsson, en þeir komu ekki við sögu að þessu sinni.
Meira

Stóllinn borinn í hús á Króknum

Nýju kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stólnum, var dreift í hús á Sauðárkróki í gær. Blaðið er í hefðbundnu A5 broti og hlaðið myndum, viðtölum og umfjöllunum eins og vanalega en Stóllinn hefur komið út reglulega síðan árið 2018.
Meira

Fjölliðamót 8.fl. kvk haldið í Skagafirði sl. helgi

Helgina 21.-23. nóvember var haldið fjölliðamót í 8.fl kvk (12-13 ára) sem hluti af Íslandsmóti í körfubolta hér í Skagafirði. Fyrstu leikir voru kl.18 á föstudegi og spilað fram til kl.18 á sunnudag, alls um 50 leikir. Til að koma öllum þessum leikjum fyrir á helginni var spilað bæði í Síkinu á Sauðárkróki en einnig í Varmahlíð. Til leiks mættu 23 lið skipuð um 250 kröftugum stelpum af öllu landinu. Þar fyrir utan voru þjálfarar, foreldrar og aðrir fylgdarmenn svo ætla má að það hafi verið rúmlega 350 gestir á svæðinu yfir helgina með tilheyrandi stemningu í firðinum.
Meira

Ragnar er nýliði í íslenska landsliðshópnum

Það er landsleikjahlé í karlakörfunni og íslenska landsliðið mætir liði Ítala í undankeppni heimsmeistaramótsins í Tortona á Norður-Ítalíu. Fyrr í dag tilkynnti Craig Pederson landsliðsþjálfari hverjir skipa tólf manna hópinn og þá kom í ljós að tveir Tindastólsmenn eru í hópnum; þeir Arnar Björnsson og Ragnar Ágústsson sem er nýliði í hópnum.
Meira

Stólastúlkur höfðu sigur í jöfnum leik í Síkinu

Það var spilað í Bónus deild kvenna í Síkinu í kvöld en þá kom lið Hamars/Þórs í heimsókn og úr varð jafn og spennandi leikur. Samkvæmt opinberum tölum voru um 200 áhorfendur í Síkinu á þessum botnslag en leikurinn skipti miklu máli fyrir bæði lið. Gestirnir voru án sigurs en Stólastúlkur höfðu unnið einn leik áður en kom að þessum. Það fór svo að heimaliðið náði að landa sigri með góðri frammistöðu í fjórða leikhluta. Lokatölur 80-78.
Meira

Bömmer á bömmer ofan í Grindavík

Það voru margir búnir að bíða spenntir eftir toppslagnum í Bónus deild karla en lið Grindavíkur og Tindastóls mættust í HS Orku-höllinni í Grindavík í gærkvöldi. Þegar á hólminn kom var það bara annað liðið sem spilaði eins og topplið og það kom því miður í hlut Tindastóls að valda sínum stuðningsmönnum miklum vonbrigðum eins og sjá mátti á gráti og gnýstran tanna á samfélagsmiðlum. Heimamenn uppskáru afar öruggan 16 stiga sigur, 91-75, en þó höfðu gestirnir náð að laga stöðuna í lokafjórðungnum.
Meira

Stór vika hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar

Vikan sem leið var stór vika hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar (PKS). Síðastliðinn miðvikudag var haldin svokölluð Krakkadeild þar sem 23 krakkar tóku þátt og kepptu í fjórum deildum. Á föstudaginn voru svo haldið meistaramót U14 þar sem 20 krakkar tóku þátt.
Meira