Íþróttir

Tindastóll - Þróttur í dag í Bestu deild kvenna

Stelpurnar í Tindastóli mæta Þrótti Reykjavík á Sauðárkróksvelli í dag kl. 18. Núna þarf Tindastóll allan stuðning sem í boði er til að forða sér frá fallsvæðinu. Mætum öll. Það verður börger og stemning. hmj
Meira

„Gott silfur er gulli betra”

Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið var í BirmensTorf í Sviss lauk á sunnudaginn 10. ágúst. Vel fór um menn og hesta þó að hitinn væri meiri en alla vega Íslendingar eru vanir en hann var 25-35 gráður allan tímann. Talið er að um það bil 10 þúsund gestir hafi mætt á mótið.
Meira

Hrafney Lea valin í æfingahóp U15 landsliðsins

Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfari U15 kvenna í knattspyrnu, hefur valið hóp 34 stúlkna sem mun koma saman til æfinga dagana 20. og 21. ágúst. Um er að ræða leikmenn fædda árið 2011. Tindastóll á einn fulltrúa í hópnum en það er Hrafney Lea Árnadóttir.
Meira

Húnvetningar sóttu sigur á Dalvík og komnir í toppbaráttu

Það er allt í loft upp í 2. deildinni í knattspyrnu eftir leiki gærkvöldsins. Húnvetningar töpuðu dýrmætum stigum á heimavelli um liðna helgi og þurftu að sækja stig á Dalvík í gær til að koma sér fyrir í þéttum pakka sem berst um sæti í Lengjudeildinni. Það var að sjálfsögðu það sem lið Kormáks/Hvatar gerði. Lokatölur 0-1.
Meira

Arnar setti niður átta þrista gegn Póllandi

Það styttist óðum í að Evrópumótið í körfubolta skelli á og eflaust eru einhverjir hér á svæðinu sem ætla að skella sér til Póllands. Íslenska landsliðið er á fullu í undirbúningi fyrir mótið og þar stefna menn á fyrsta sigurinn á stórmóti. Fyrir nokkrum dögum lék landsliðið æfingaleik gegn Pólverjum og tapaðist leikurinn með tveimur stigum, 92-90. Þar fór Tindastólsmaðurinn Arnar Björnsson á kostum og var stigahæstur íslensku leikmannanna. Tölfræði hans í þeim leik var til fyrirmyndar.
Meira

Gæðingar nutu sín í Sviss

Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss lauk á sunnudaginn. Er mál manna að vel hafi tekist til og Svisslendingar staðið fagmannlega að mótshaldinu. Heimsmeistaramótum er skipt í tvo hluta, íþróttakeppni og kynbótasýningar.
Meira

Silli kokkur styður kvennalið Tindastóls

Silli kokkur og hans lið er vel kunnugt á Sauðárkróki en þar kemur hann reglulega með matarvagninn sinn og býður upp á gómsætan götumat.
Meira

Sverrir skoraði ekki í sigurleik gegn toppliðinu

Það var leikið í 3. deildinni í knattspyrnu á Króknum nú undir kvöld en þá mættu Tindastólsmenn toppliði Augnabliks frá Kópavogi. Stólarnir hafa sýnt góða takta í Fótbolti.net bikarnum en gengið hefur verið upp og ofan í 3. deildinni. Strákarnir gerðu sér hins vegar lítið fyrir í dag og lögðu toppliðið 3-1 og hafa nú unnið tvo strembna leiki í deildinni og hafa nú komið sér nokkuð þægilega fyrir um miðja deild – eru hvorki í topp- né fallbaráttu.
Meira

Ivan Gavrilovic til liðs við Stólana

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hinn serbneska Ivan Gavrilovic um að leika með karlaliðinu á komandi tímabili. Kappinn er um 2,05 metrar frá toppi til táar, fæddur 6. mars 1996, og spilaði síðast með Arka Gdynia í Póllandi. Hann hefur komið víða við á ferlinum og auk Póllands þá hefur hann stigið dansinn í Austurríki, Búlgaríu, Litháen, Norður Makedóníu, Serbíu og Slóveníu.
Meira

480 leikir spilaðir á Króksmótinu

Króksmótið í knattspyrnu fer fram nú um helgina á Sauðárkróksvelli en það er fyrir drengi í 6. og 7. flokki. Að þessu sinni taka 96 lið frá tuttugu íþróttafélögum þátt í mótinu og því hátt í 600 sparktæknar sem þeysa um græna grundu í leit að mörkum og sigrum, gleði og góðum tíma.
Meira