Sex marka hasar í Úlfarsárdalnum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni
04.10.2025
kl. 21.14
Það er í raun alveg magnað en það eru í það minnsta átta ár síðan kvennalið Tindastóls spilaði leik í Íslandsmóti þar sem úrslitin skiptu ekki máli – annað hvort varðandi fall eða að vinna sér sæti í næstu deild fyrir ofan. Í það minnsta átta sumur þar sem það réðist ekki fyrr en í lokaumferðinni hvert hlutskipti liðsins væri. Ekki einn leikur fyrr en loksins í dag. Það má því taka ofan fyrir Stólastúlkum sem voru sannarlega mættar til að vinna lið Fram þó fall væri þegar staðreynd. Þær höfðu ekki sigur, lentu 3-1 undir en settu undir sig hausinn og jöfnuðu. Lokatölur 3-3.
Meira
