Íþróttir

Gwen spilar sinn síðasta leik með Stólastúlkum í dag

Það er spilað í Bestu deild kvenna á Króknum í dag en þá tekur lið Tindastóls á móti Sjtörnunni í afar mikilvægum leik í neðri hluta deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 16.15 og það er frítt á völlinn í boði Steypustöðvar Skagafjarðar. Stuðningsmenn eru hvattir til að fjölmenna og nota tækifærið til að kveðja þýska varnarjaxl liðsins, Gwen Mummert, en hún yfirgefur Stólastúlkur þar sem henni hefur borist spennandi tækifæri um að spila í sterkari deild.
Meira

Stólarnir í þriðja sæti að lokinni fyrri umferð 4. deildar

Fyrri umferðinni í 4. deild karla í knattspyrnu lauk í Borgarnesi í gær þegar Skallagrímur fékk lið Tindastóls í heimsókn. Tæknilega séð var þetta reyndar fyrsti leikurinn í síðari umferðinni en eins og staðan er núna hafa öll liðin í deildinni spilað níu leiki. Stólarnir sóttu ekki gull í greipar Skallanna í fyrra en í gær gekk betur og strákarnir krætu í þrjú mikilvæg stig og eru nú í þriðja sæti deildarinnar. Lokatölur 1-3.
Meira

Jordyn Rhodes best í Bestu deildinni í júní

Mogginn hefur til margra ára gefið knattspyrnumönnum einkunnir eftir leiki í efstu deildunum. Þannig fá þeir sem hafa staðið sig vel M en þeir sem hafa átt stjörnuleik fá MM – ekki þó M&M. Nú í júnímánuði var það hin geysisterka Jordyn Rhodes, bandaríski framherji Tindastóls, sem fékk flestu M-in í Bestu deild kvenna og telst því vera besti leikmaður deildarinnar á því tímabili samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.
Meira

Húnvetningar og Ólsarar deildu stigunum

Það var hart tekist á á Blönduósvelli í gær þegar lið Kormáks/Hvatar tók á móti einu af toppliðum 2. deildarinnar, Víkingi Ólafsvík, sem ekki fyrir margt löngu léku listir sínar í efstu deild Íslandsmótsins. Gestirnir náðu forystunni rétt fyrir hlé en heimamenn jöfnuðu þegar langt var liðið á leikinn. Lokatölur því 1-1.
Meira

Stefanía, Amelía og Súsanna kepptu á Meistaramóti Íslands 15-22 ára

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára fór fram helgina 21. – 23. júní á Selfossi. Tindastóll átti þrjá keppendur á mótinu sem kepptu undir merkjum UMSS og stóðu sig með sóma.
Meira

Stólastúlkur óheppnar að taka ekki stig af toppliðinu

Tindastóll mætti toppliði Breiðabliks á Króknum í kvöld. Oftar en ekki hafa þessir leikir gegn Blikum reynst erfiðir enda Kópavogsliðið skipað toppleikmönnum í öllum stöðum í gegnum árin og lið Tindastóls fengið lítið að sjá af boltanum. Blikar byrjuðu leikinn frábærlega og fyrstu tíu mínúturnar höfðu örugglega margir stuðningsmenn áhyggjur af því hversu stór skellurinn yrði. Þá gerðist það sem aldrei hefur gerst áður í leikjum liðanna – Stólastúlkur tóku stjórnina og mega vera drullusvekktar að hafa ekki í það minnsta krækt í stig. Lokatölur svekkjandi 0-1 tap en heimaliðið má sannarlega leggjast stolt á koddann í kvöld.
Meira

Topplið Blikastúlkna mætir á Krókinn

„Leikurinn leggst vel í mig og við erum öll mjög spennt að takast á við liðið sem er efst í deildinni. Þær eru auðvitað ógnarsterkar og á deginum sínum mjög erfiðar við að eiga. En okkar stelpur hafa sýnt að þær hræðast ekkert lið og eru tilbúnar að gefa allt í þetta,“ sagði Donni þjálfari Stólastúlkna en topplið Breiðabliks heimsækir Krókinn í kvöld. í 11. umferð Bestu deildarinnar.
Meira

Landsmót hestamanna hófst í gær

Nú er hafið 25. Landsmót hestamanna en það fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal í Reykjavík. Mótið, sem hófst í gær og lýkur sunnudaginn 7. júlí, er haldið í sameiningu af tveim stærstu hestamannafélögum landsins, Hestamannafélaginu Fáki og Hestamannafélaginu Spretti. Setning Landsmótsins verður á fimmtudagskvöldið og í framhaldi af því fara leikar að æsast en reikna má með um 7.500 gestum á mótið.
Meira

Kvennamót GSS fór fram í blíðskaparveðri á laugardaginn

Kvennamót GSS fór fram í bongóblíðu á Hlíðarendavelli laugardaginn 30. júní og var þetta í 21. skiptið sem mótið var haldið. Völlurinn skartaði sínu fegursta, blómum skreyttur og snyrtilegur í alla staði. 51 kona, frá níu klúbbum, mættu til leiks og heppnaðist mótið vel. Sigurvegari í ár var Dagný Finnsdóttir frá Golfklúbbi Fjallabyggðar (42 punktar), í öðru sæti var Aldís Hilmarsdóttir frá GSS (41 punktur) og í þriðja sæti var Hulda Guðveig Magnúsdóttir frá Golfklúbbi Siglufjarðar (41 punktur). 
Meira

Bitlausir Stólar máttu sætta sig við jafntefli

Tindastóll tók á móti liði Hafnfirðingum í liði KÁ í gærdag í brakandi blíðu á Sauðárkróksvelli. Leikurinn var frekar bragðdaufur lengi vel en hiti færðist í kolin þegar leið að leikslokum en heimamönnum tókst ekki að knýja fram sigur þrátt fyrir nokkra pressu. Kom þar helst til hálf neyðarlegt bitleysi fyrir framan markið en Stólunum virðist algjörlega fyrirmunað að næla sér í eldheitan framherja. Lokatölur 1-1.
Meira