Krakkar af Norðurlandi vestra stóðu sig afar vel á MÍ um helgina
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
15.03.2022
kl. 11.58
Um síðustu helgi fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugardalshöll. Um 250 krakkar voru skráðir til leiks frá þrettán félögum víðsvegar af landinu og þ.á.m. margir af Norðurlandi vestra. Keppt var í sjö greinum í fjórum mismunandi aldursflokkum í bæði pilta og stúlkna flokki og fór svo að HSK/Selfoss urðu Íslandsmeistarar félagsliða á mótinu með 543,5 stig og sigruðu þau stigakeppnina í þremur aldursflokkum og hlutu alls 12 gull, 12 silfur og 12 bronsverðlaun. ÍR-ingar voru í öðru sæti með 518,5 stig og Breiðablik í því þriðja með 417 stig.
Meira