Íþróttir

Stólastúlkur lögðu Vestra í Síkinu

Konur voru í aðalhlutverki á Króknum í dag því spilað var í Síkinu og á gervigrasvellinum á sama tíma – veðrið var þó heldur skaplegra í Síkinu! Þar tók lið Tindastóls á móti liði Vestra frá Ísafirði sem vermt hefur botnsætið í 1. deild kvenna í allan vetur en þær eru þó sýnd veiði en ekki gefin og hafa verið að tapa leikjum naumlega upp á síðkastið. Lið Tindastóls náði góðri stöðu snemma leiks og náði að halda gestunum frá sér án mikilla vandkvæða og fagnaði að lokum góðum 16 stiga sigri; lokatölur 78-62.
Meira

Vanda Sigurgeirsdóttir kjörin formaður KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir er næsti formaður KSÍ en kosið var milli hennar og Sævars Péturssonar á 76. ársþingi sambandsins sem fram fór í dag. Vanda fékk 105 atkvæði en Sævar 44. Vanda tók við formennsku hjá KSÍ á haustdögum 2021 á mjög erfiðum tímamótum hjá sambandinu eftir að fyrrum formaður og stjórn sagði af sér, eins og flestir þekkja.
Meira

Tveir Stólar í landsliðshópnum

Íslenska karlalandsliðið í körfunni mætir Ítölum í tveimur leikjum nú næstu daga og hefur Cragi Pedersen landsliðsþjálfari valið 15 leikmenn í hópinn. Þar af eru tveir liðsmenn Tindastóls, Sigtryggur Arnar Björnsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson. Liðin mætast á Ásvöllum í Hafnarfirði á fimmtudag en síðari leikurinn fer fram á Ítalíu. Leikirnir eru liður í undankeppni heimsmeistaramótsins.
Meira

Ísak Óli varði Íslandsmeistaratitil sinn í fjölþrautum

Um helgina fór fram Meistaramót Íslands í fjölþrautum í Kaplakrika í Hafnarfirði þar sem 36 keppendur skráðu sig til leiks frá 14 félögum. Ísak Óli Traustason úr UMSS kom sá og sigraði enn á ný er hann varð Íslandsmeistari í sjöþraut karla. Ísak Óli hlaut 4333 stig í keppninni sem dugði til sigurs en athygli vekur að hann gerði allt ógilt í langstökki og hlaut því ekki stig fyrir það.
Meira

Níu mörk Njarðvíkinga í erfiðum fyrsta leik Kormáks Hvatar

Eins og kunnugt er þá náði sameinað lið Kormáks og Hvatar þeim fína árangri síðasta sumar að komast úr kviksyndi 4. deildarinnar í knattspyrnu og upp í 3. deild. Húnvetningar léku fyrsta leik sinn á undirbúningstímabilinu í dag við 2. deildar lið Njarðvíkur en spilað var í Nettó-höllinni í Reykjanesbæ í 1. umferð Lengjubikarsins. Heimamenn í Njarðvík reyndust talsvert sterkari í leiknum og sigruðu 9-0.
Meira

Mátturinn var með liði Tindastóls

Tindastólsmenn héldu vestur á Verbúðaslóðir í gær og léku við lið Vestra í Subway-deildinni. Eins og stuðningsmenn Stólanna vita þá hefur gengið ekki verið gott á okkar mönnum upp á síðkastið og fjórir leikir í röð tapast. Sigurinn hér heima gegn liði Vestra fyrir áramót var torsóttur og áttu því margir von á erfiðum leik á Ísafirði. Strákarnir blésu á allt slíkt og áttu glimrandi leik í öðrum og þriðja leikhluta og ekki skemmdi fyrir að Sigtryggur Arnar kom niður á gullæð og mokaði þristum eins og enginn væri morgundagurinn. Lokatölur 88-107 fyrir Stólana.
Meira

Skráning hafin í Körfuboltabúðir Tindastóls

Körfuboltabúðir Tindastóls verða haldnar í ágúst og er skráning þegar hafin. Til að mæta vaxandi eftirspurn hefur verið ákveðið að bjóða upp á tvö námskeið, annars vegar dagana 8.-12. ágúst fyrir 12-16 ára krakka og 13.-14. ágúst fyrir 9-11 ára.
Meira

Þórsarar lagði í háspennuleik í 1. deild körfuboltans

Stólastúlkur áttu góðan leik sl. laugardag er þær mættu nágrönnum sínum frá Akureyri í 1. deild kvenna í körfubolta á heimavelli og nældu sér í montréttinn yfir Norðurlandi um. Leikurinn var spennandi frá upphafi til enda og um hörkuleik að ræða og myndaðist sannkölluð sigurstemning hjá þeim rúmlega 200 áhorfendum sem létu sig ekki vanta á pallana.
Meira

„Gaman að sjá alvöru stuðningsmenn Tindastóls vakna í gær,“ segir Baldur þjálfari

Tindastóll fékk Njarðvíkinga í heimsókn í Síkið á Sauðárkróki í gærkvöldi er liðin áttust við í Subway- deildinni í körfubolta. Fór svo eftir spennandi lokaleikhluta að gestirnir náðu undirtökunum og sigldu öruggum sigri í höfn 84 – 96 og kræktu sér þar með í efsta sæti deildarinnar með 22 stig, jafnmörg og ríkjandi Íslandsmeistarar Þór Þorlákshöfn.
Meira

Knattspyrnudeild Tindastóls með aðalfund í kvöld

Aðalfundur knattspyrnudeildar Tindastóls og barna- og unglingaráðs deildarinnar verður haldinn í kvöld í Húsi frítímans að Sæmundargötu 7 á Sauðárkróki. „Framtíðin fyrir knattspyrnudeildina er björt ef haldið verður rétt á spilunum en það er það sem okkur langar að gera,“ segir Sunna Björk Atladóttir, formaður.
Meira