Naumt tap gegn Snæfelli í hörkuleik
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
09.02.2022
kl. 11.13
Kvennalið Tindastóls í körfunni hélt í Stykkishólm í gær og lék við Snæfell í 1. deildinni. Ekki náðu stelpurnar að fylgja góðum sigri á Stjörnunni síðasta laugardag eftir þar sem þær töpuðu naumlega 61 – 55. Stelpurnar voru lengi í gang og má segja að leikurinn hafi ráðist strax í fyrsta leikhluta þar sem gestgjafar skoruðu 22 stig en Stólar aðeins 11 en því miður dugði ótrúlegur viðsnúningur í 3. leikhluta ekki til. Annar leikhluti var mun betri hjá Stólastelpum sem náðu að bæta 15 stigum í sarpinn og héldu Snæfelli í 18 stigum og staðan í hálfleik 40 - 26.
Meira