Stólastúlkur áfram í 2. umferð Mjólkurbikarsins
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
30.04.2022
kl. 19.23
Lengjudeildarlið Tindastóls og HK mættust á gervigrasinu á Króknum í dag í fyrstu umferð Mjólkurbikars kvenna. Lið Tindastóls fékk fljúgandi start og leiddi 3-0 í hálfleik þó það geti nú varla talist hafa verið samkvæmt gangi leiksins. Lið HK kvittaði fyrir sig með tveimur mörkum snemma í síðari hálfleik og spenna hljóp í leikinn. Stólastúlkur náðu að stoppa í götin að mestu í vörninni og þrátt fyrir talsverða pressu HK tókst þeim ekki að jafna leikinn og það var því lið Tindastóls sem vann leikinn 3-2 og tryggði sér sæti í 2. umferð. Þar mæta stelpurnar 2. deildar liði ÍR og verður leikið á Króknum 15. maí.
Meira
