Svavar Atli ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Tindastóls í körfunni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
08.07.2021
kl. 15.35
Í tilkynningu sem Feyki barst rétt í þessu frá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls kemur fram að samið hefur verið við Svavar Atla Birgisson um að taka að sér starf aðstoðarþjálfara hjá meistaraflokki karla í körfubolta. Jan Bezica, sem hefur verið aðstoðarþjálfari Baldurs Þórs Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, var fyrir skömmu ráðinn þjálfari kvennaliðs Tindastóls og Svavar tekur við hans hlutverki.
Meira