Stólastúlkur mæta Íslandsmeisturum Vals í Mjólkurbikarnum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
17.05.2022
kl. 15.47
Dregið var í 16 liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna í dag og þar voru Stólastúlkur í pottinum. Það er umdeilanlegt hvort drátturinn geti talist hagstæður en lið Tindastóls fékk heimaleik gegn hinu gríðarsterka liði Vals sem er ríkjandi Íslandsmeistari. Það er að sjálfsögðu heiður að mæta meisturunum en leikurinn fer fram laugardaginn 28. maí og hefst kl. 17:00.
Meira
