Íþróttir

Svavar Atli ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Tindastóls í körfunni

Í tilkynningu sem Feyki barst rétt í þessu frá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls kemur fram að samið hefur verið við Svavar Atla Birgisson um að taka að sér starf aðstoðarþjálfara hjá meistaraflokki karla í körfubolta. Jan Bezica, sem hefur verið aðstoðarþjálfari Baldurs Þórs Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, var fyrir skömmu ráðinn þjálfari kvennaliðs Tindastóls og Svavar tekur við hans hlutverki.
Meira

Stólarnir kræktu í stig gegn KFG

Í gær mættust lið KFG og Tindastóls í 3. deild karla í knattspyrnu á OnePlus vellinum í Garðabæ en leikurinn átti að fara fram snemma á tímabilinu en var þá frestað vegna Covid-smita í Skagafirði. Tindastólsmenn mættu sprækir til leiks eftir góðan sigur á Vopnafirði og áttu skilið að fara með öll stigin með sér norður en eins og stundum áður gekk illa að landa stigunum þremur og Garðbæingar jöfnuðu leikinn skömmu fyrir leikslok. Lokatölur 2-2.
Meira

„Síðari umferðin leggst vel í okkur“

Nú þegar Pepsi Max deild kvenna er hálfnuð, fyrri umferðin að baki, eru nýliðar Tindastóls í neðsta sæti með átta stig en eftir ágæta byrjun á mótinu fylgdu fimm tapleikir í röð. Liðið hefur hins vegar haldið markinu hreinu í síðustu tveimur leikjum og hirt í þeim fjögur stig af liðunum í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Það gefur góða von um framhaldið og vonandi að liðið sé búið að finna taktinn í efstu deild. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara liðsins, þá Guðna Þór Einarsson og Óskar Smára Haraldsson.
Meira

Barist með kjafti og klóm fyrir þremur stigum í Garðabænum

Þar kom að því að Stólastúlkur nældu í útisigur og sinn annan sigur í Pepsi Max deildinni. Þær heimsóttu lið Stjörnunnar í Garðabæinn í gær en heimaliðið hafði sigrað Íslandsmeistara Breiðabliks í umferðinni á undan, voru í fjórða sæti deildarinnar og því fullar sjálfstrausts. María Dögg kom liði Tindastóls í forystu á 7. mínútu með þrumupoti af hálfs meters færi og síðan vörðu stelpurnar forystuna allt til loka leiksins. Lokatölur 0-1 og þó lið Tindastóls sé enn í neðsta sæti gefa úrslitin í síðustu tveimur leikjum, þar sem liðið hefur haldið hreinu, ástæðu til bjartsýni.
Meira

Andrea og Stefanía Íslandsmeistarar

Íslandsmót Frjálsíþróttasambands Íslands fyrir 15-22 ára fór fram um sl. helgi á Selfossi. Andrea Maya Chirikadzi varð Íslandsmeistari í sleggjukasti 18-19 ára stúlkna, einnig lenti hún í 2. sæti í kringlukasti og 2. sæti í kúluvarpi í sama aldurshóp. Stefanía Hermannsdóttir varð Íslandsmeistari í spjótkasti 18-19 ára stúlkna, einnig lenti hún í 3. sæti í kringlukasti í sama aldurshóp.
Meira

Kvennamót Golfklúbbs Skagafjarðar

Árlegt kvenmamót var haldið á laugardaginn í dásamlegu veðri á Hlíðarendavelli. Á mótinu spiluðu 44 konur víðsvegar af Norðurlandi. Glæsilegt vinningahlaðborð var í boði fyrirtækja í Skagafirði.
Meira

Avis samningur, frískir nýliðar og árshátíð GSS

Í gæ var undirritaður samningur milli GSS og Avis bílaleigu til tveggja ára. Avis er einn af samstarfsaðilum GSS og eru veifur á flaggstöngum á öllum flötum merktar Avis. Þar að auki er Avis styrktaraðili á opna Avis mótinu sem verður laugardaginn 24. júlí, en þar verða veglegir vinningar. Samningurinn felur í sér ákvæði um styrk og leigu GSS á bílum frá Avis. Samninginn undirrituðu Baldur Sigurðsson frá Avis og Kristján Bjarni formaður GSS.
Meira

Meistaramót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi 2021

Dagana 2. - 3. júlí var Meistaramót Golfklúbbsins Óss á Blönduósi haldið. Keppt var í meistaraflokki karla þar sem að Jón Jóhannsson bar sigur úr býtum, meistaraflokki kvenna þar sem að Birna Sigfúsdóttir stóð uppi sem sigurvegari og í 1. flokki karla en þar sigraði Grímur Rúnar Lárusson.
Meira

Pape vaskur í níu marka veislu á Vopnafirði

Tindastólsmenn skutust austur á Vopnafjörð í gær þar sem Einherjar biðu eftir að taka á móti þeim í mikilvægum slag í botnbaráttu 3. deildar. Lukkan hefur ekki verið í liði með Stólunum í síðustu leikjum og staða liðsins því ekki góð í deildinni. Það var því bráðnauðsynlegt fyrir leikmenn að sýna úr hverju þeir eru gerðir og grípa stigin þrjú með sér heim og rífa sig upp úr fallsæti í leiðinni. Þetta hafðist í níu marka veislu þar sem Stólarnir skoruðu helmingi fleiri mörk en heimamenn. Lokatölur 3-6.
Meira

Siggi Aadnegard með þrennu fyrir toppliðið

Húnvetningar hafa verið á flugi í 4. deildinni og eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum hafa þeir unnið alla leiki síðan. Liðið sem lagði Kormák Hvöt í gras í byrjun tímabils var lið Léttis úr Breiðholti og þeir mættu einmitt á Blönduósvöll í gær í fyrsta leik síðari umferðar D-riðilsins. Húnvetningar voru ekki á þeim buxunum að fella flugið niður því þeir náðu forystunni snemma leiks og sigruðu örugglega 4-1.
Meira