Já það er fjör!
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.04.2022
kl. 11.17
Tindastólsmenn fylgdu eftir glæstum sigri á Keflvíkingum á páskadegi með mögnuðum sigri í fyrsta leik einvígisins gegn deildarmeisturum Njarðvíkinga í undanúrslitum Subway-deildarinnar sem leikinn var í gærkvöldi suður með sjó. Heimamenn höfðu frumkvæðið framan af leik en Stólarnir héldu haus og svöruðu öllum góðu köflum heimamanna með glæsibrag. Í fjórða leikhluta skiptust liðin á um að hafa forystuna en Stólarnir höfðu fleiri tromp á hendi að þessu sinni og tryggðu sér sigurinn eftir talsverða dramatík á lokasekúndunum. Lokatölur 79-84 og Tindastólsmenn til alls líklegir.
Meira
