Vesturbæingar kræktu í Covid-smit og koma ekki á Krókinn í kvöld
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
31.01.2022
kl. 11.22
Það var eftirvænting á Króknum fyrir leik Tindastóls og KR í Subway-deildinni sem fram átti að fara í Síkinu í kvöld en því miður hefur leiknum verið frestað þar sem upp kom Covid-smit í leikmannahópi Vesturbæinganna. Vegna smita, ýmist í leikmannahópi Tindastóls eða andstæðinga þeirra, hefur Tindastólsliðið aðeins leikið tvo leiki síðustu sex vikurnar og vonandi eru kapparnir okkar enn með á hreinu hvað snýr upp og niður á boltanum.
Meira