Íþróttir

Svekkjandi jafntefli á Sauðárkróki

Strákarnir í Tindastóli tóku á móti Sindra frá Höfn í Hornafirði í blíðskaparveðri á Sauðárkróki í dag. Stólarnir hafa verið í smá basli það sem af er sumri en fyrir leikinn sátu þeir í tíunda sæti þriðju deildarinnar með fjögur stig og Sindri í því áttunda með átta stig. Leikurinn fór 3:3 en bæði lið skoruðu sitthvort markið í uppbótartíma. 
Meira

Tap í Keflavík

Tindastólsstelpur voru í dauðafæri á að koma sér úr fallsæti í gær þegar að þær sóttu Keflvíkinga heim í Pepsi Max deild kvenna. Tindastóll var með fjögur stig á botni deildarinnar og Keflavík fyrir ofan þær í því  sjöunda með sex stig fyrir leikinn. Leikurinn tapaðist hinsvegar 1:0 og sitja Stólastelpur því áfram á botni deildarinnar. 
Meira

Fýluferð í Þorlákshöfn

Strákarnir í Tindastóll lögðu leið sína í Þorlákshöfn síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem að þeir steinlágu fyrir heimamönnum í Ægi, 3:1. Blaðamaður Feykis var ekki á vellinum og sá ekki leikinn, en samkvæmt heimildamönnum hans voru Stólarnir ekki síðri aðilinn í leiknum og hefði leikurinn hæglega getað fallið með þeim. 
Meira

Margrét Rún valin í U16 ára landsliðshópinn

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna í fótbolta, hefur valið 26 leikmenn frá 13 félögum til að taka þátt í æfingum á Selfossi í næstu viku og er Margrét Rún Stefánsdóttir, markmaður 3. flokks Tindastóls, þar á meðal.
Meira

Ísak Óli og Sveinbjörn Óli valdir í landsliðið fyrir Evrópubikar landsliða í frjálsum íþróttum

Evrópubikar landsliða verður haldin dagana 19.-20. júní í Stara Zagora í Búlgaríu. Ísland er í annarri deild ásamt tólf öðrum löndum. Skagfirðingirnir Ísak Óli Traustason og Sveinbjörn Óli Svavarsson eru á meðal þeirra sem valdnir eru í landsliðhópinn.
Meira

Ísak Óli Íslandsmeistari í grindahlaupi

95. meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram á Akureyri um helgina. Aðstæður voru krefjandi fyrir keppendur mótsins en áður hafði verið tekin ákvörðun um að allt mótið færi fram á laugardegi en samkvæmt veðurspá átti að vera óvenjulega kalt á sunnudeginum. Þeirri ákvörðun var hinsvegar snúið við til að fylgja reglugerð og að allur árangur á mótinu yrði löglegur. Aðstæður voru því erfiðar miðað við árstíma en það meðal annars snjóaði á mótinu.
Meira

Fjórði sigurleikur Kormáks/Hvatar í röð

Kormákur/Hvöt sigraði sinn fjórða leik í röð þegar að þeir lögðu lið Breiðhyltinga, KB, af velli í Blönduósi á laugardaginn. Leikurinn fór 3:1 fyrir heimamönnum en þeir skoruðu öll sín þrjú mörk á fyrsta hálftíma leiksins. KB menn minnkuðu síðan muninn um miðjan seinni hálfleik en það dugði ekki til. 
Meira

Tindastólsdrengir fundu taktinn

Tindastólsdrengir náðu í sinn fyrsta sigur í dag þegar að þeir sigruðu lið KH úr Hafnafirði 4:0. Leikurinn fór fram á Sauðárkróki. Með sigrinum kom Tindastóll sér úr fallsæti í 3. deildinni en ÍH situr áfram á botni deildarinnar. 
Meira

Stólastúlkur lágu í Árbænum

Fylkir sigraði leikinn 2:1 en Tindastóll skoraði eina mark sitt í lok leiks og hleypti smá spennu í leikinn, en allt kom fyrir ekki. Tindastóll vermir botnsæti deildarinnar með 4 stig og Fylkir er einu sæti fyrir ofan þær með 5 stig.
Meira

Lína íþróttakennari í Varmahlíðarskóla í Taktíkinni á N4

Sigurlína Hrönn Einarsdóttir eða Lína eins og hún er yfirleitt kölluð, verður gestur Rakelar Hinriksdóttur í Taktíkinni á N4 mánudagskvöldið 14. júní næstkomandi. Lína hefur starfað sem íþróttakennari við Varmahlíðarskóla til fjölda ára með góðum árangri en meðal annars hefur Varmahlíðarskóli komist sjö sinnum í úrslit Skólahreysti á undanförnum níu árum undir handleiðslu hennar.
Meira