Íþróttir

Já það er fjör!

Tindastólsmenn fylgdu eftir glæstum sigri á Keflvíkingum á páskadegi með mögnuðum sigri í fyrsta leik einvígisins gegn deildarmeisturum Njarðvíkinga í undanúrslitum Subway-deildarinnar sem leikinn var í gærkvöldi suður með sjó. Heimamenn höfðu frumkvæðið framan af leik en Stólarnir héldu haus og svöruðu öllum góðu köflum heimamanna með glæsibrag. Í fjórða leikhluta skiptust liðin á um að hafa forystuna en Stólarnir höfðu fleiri tromp á hendi að þessu sinni og tryggðu sér sigurinn eftir talsverða dramatík á lokasekúndunum. Lokatölur 79-84 og Tindastólsmenn til alls líklegir.
Meira

Töfrastund Tindastóls í troðfullu Síkinu

Lið Tindastóls og Keflavíkur mættust í kvöld í fimmtu og allra síðustu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Bæði lið höfðu unnið tvo leiki og sigurvegarinn átti því víst sæti í undanúrslitum þar sem andstæðingurinn yrði deildarmeistarar Njarðvíkur. Reiknað var með hörkuleik og stuðningsmenn liðanna streymdu í Síkið sem aldrei fyrr. Viðureignin reyndist hin besta skemmtun fyrir heimamenn því lið Tindastóls mætti í miklu stuði til leiks, tók snemma góða forystu sem gestirnir voru hreinlega aldrei nálægt að vinna upp. Lokatölur 99-85 og Stólarnir því áfram í undanúrslitin.
Meira

Ekki allir fæturnir undir Stólunum í fjórða leiknum

Lið Tindastóls gat tryggt sér sæti í undanúrslitum Subay-deildarinnar í gærkvöld þegar liðið okkar mætti Keflvíkingum suður með sjó í fjórða leik liðanna. Nokkrir máttarstólpar liðsins voru hins vegar ekki í stuði og það er bara ekki boði á þessu stigi körfuboltavertíðarinnar. Með góðri baráttu tókst liði Tindastóls að snúa vondri stöðu við, náðu muninum í tvö stig, 75-73, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en þá sprakk liðið á limminu og Keflvíkingar sigldu heim sigri, 91-76, og tryggðu sér þar með oddaleik í Síkinu á sjálfan páskadag.
Meira

Donni ánægður með leik Tindastóls þrátt fyrir tap í Mjólkurbikarnum

Það var leikið í Mjólkurbikarnum á Sauðárkróksvelli í dag en þá mætti lið Tindastóls grönnum sínum í Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar (KS og Leiftur) en þetta var síðasti leikurinn í fyrstu umferð keppninnar. Nokkur munur hefur verið á gengi liðanna síðustu misserin, Stólarnir komnir í 4. deildina en lið KF verið að gera sig gildandi í 2. deildinni. Það kom á daginn að gestirnir voru sterkari í rigningunni á Króknum og skunduðu áfram í 2. umferða eftir 0-4 sigur.
Meira

„Þetta er náttúrulega hörku lið í Keflavík, ekki má gleyma því,“ segir Svavar Atli sem býst við stríðsátökum í kvöld

Í kvöld fer fram fjórði leikur í rimmu Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni Subway deildarinnar í körfubolta en með sigri komast Stólar áfram í undanúrslit. Fari hins vegar svo að Keflvíkingar beri sigur úr býtum ráðast úrslit, um hvort liðið fer áfram, í oddaleik á páskadag í Síkinu á Sauðárkróki.
Meira

Íþróttahreyfingin fær styrk vegna tekjutaps af völdum heimsfaraldurs

Ákveðið var á fundi ríkisstjórnar sl. föstudag að íþróttahreyfingin í landinu fengi 500 m.kr. fjárframlag frá stjórnvöldum sem mótvægisaðgerð gegn tekjutapi af völdum heimsfaraldurs.
Meira

Allt á suðupunkti í Síkinu þegar Stólarnir lögðu Keflvíkinga í framlengdum leik

Það var raf-mögnuð stemning í Síkinu í kvöld þegar Keflvíkingar heimsóttu Tindastólsmenn í þriðju viðureign liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Bæði lið höfðu unnið örugga sigra í sínum fyrstu heimaleikjum í rimmunni og það lá í loftinu að boðið yrði upp á naglbít í þriðja leiknum. Það stóð heima, leikurinn var æsispennandi og endaði með framlengingu og þar tryggði Zoran Vrkic Stólunum sigur með laglegri íleggju þegar tæpar tvær sekúndur voru eftir á klukkunni. Lokatölur 95-94 og Tindastóll leiðir einvígið 2-1.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar úr leik í Mjólkurbikarnum

Fótboltinn er löngu farinn í gang en nú á föstudaginn hófst alvaran því þá fóru fyrstu leikirnir í Mjólkurbikarnum fram. Lið Kormáks/Hvatar fékk Dalvík/Reyni í heimsókn á Sauðárkróksvöll upp úr hádegi í gær. Markalaust var í hálfleik en Eyfirðingarnir gerðu þrjú mörk í síðari hálfleik og Húnvetningar því úr leik í bikarnum.
Meira

Keflvíkingar eldri en tvævetur í körfunni

Eftir frábæran sigurleik Tindastóls í fyrsta leik úrslitakeppninnar gegn Keflvíkingum voru einhverjir stuðningsmenn Stólanna farnir að láta sig dreyma um kúst og fæjó. Það kom hins vegar í ljós í gærkvöldi að Keflvíkingar eru töluvert eldri en tvævetur þegar kemur að körfuboltaleikjum og þeir Suðurnesja menn náðu vopnum sínum á meðan Stólunum gekk afleitlega að koma boltanum í körfu Keflvíkinga. Leikurinn var engu að síður lengstum jafn og spennandi og Stólarnir í séns fram á síðustu mínútur. Lokatölur 92-75, allt jafnt í einvíginu og liðin mætast í þriðja sinn í Síkinu nk. mánudag.
Meira

Sigurður Pétur Stefánsson íþróttamaður ársins hjá USAH

Á 104. ársþingi USAH sem haldið var á Húnavöllum í gær 7. apríl var Snjólaug María Jónsdóttir kjörin nýr formaður. Tók hún við keflinu af Rúnari Aðalbirni Péturssyni. „Um leið og við bjóðum nýjan formann velkominn til starfa þökkum við Rúnari fyrir hans framlag undanfarin sex ár sem formaður USAH,“ segir á Facebooksíðu sambandsins.
Meira