Stólarnir á flötu að Hlíðarenda
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
15.01.2022
kl. 15.48
Rússíbanareið Tindastóls í Subway-deildinni heldur áfram. Í gær rúlluðu okkar menn suður að Hlíðarenda þar sem Valsmenn biðu þeirra. Eftir ágæta byrjun gestanna í leiknum náðu Valsmenn frumkvæðinu í öðrum leikhluta og gerðu svo bara lítið úr Stólunum í síðari hálfleik. Lokatölur 96-71 og lítil stemning fyrir svona tölum hjá stuðningsmönnum Stólanna – og sjálfsagt ekki hjá leikmönnum heldur. Það er því vonandi að að strákarnir rétti úr kútnum þegar Vesturbæingarnir heimsækja Síkið nk. fimmtudag.
Meira