Íþróttir

Námskeiði Knattspyrnuakademíu Norðurlands frestað vegna Covid

Í byrjun vikunnar var sagt frá því í Feyki aðKnattspyrnuakademía Norðurlands yrði með námskeið dagana 27. og 28. desember nk. á Sauðarkróksvelli þar sem systurnar og landsliðskonurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur héldu m.a. fyrirlestra. Uppselt var á námskeiðið í vikunni eða í þann mund sem herða þurfti sóttvarnarreglur vegna uppsveiflu í Covid-smitum og þarf því að fresta námskeiðinu um sinn.
Meira

Íþróttamaður ársins 2021 í Skagafirði

Á síðasta ári gat Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og Sveitarfélagið Skagafjörður ekki haldið sína árlegu hátíðarsamkomu þar sem tilkynnt er hver hlaut kosningu íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins, árið 2020. Á þessum hátíðarsamkomum er öllum þeim sem eru tilnefnir af sínum íþróttafélögum boðaðir og þeim veitt viðurkenningar en einnig fá krakkarnir okkar sem hafa verið tilnefnd til Hvatningarverðlauna UMSS sínar viðurkenningar.
Meira

Laufey Harpa skiptir yfir í lið Breiðabliks

Stólastúlkan frábæra, Laufey Harpa Halldórsdóttir, hefur ákveðið að söðla um eftir sex ár með meistaraflokki Tindastóls í fótboltanum og skrifað undir tveggja ára samning við Breiðablik sem er eitt af sterkustu kvennaliðum landsins. Laufey Harpa á að baki 119 leiki með liði Tindastóls þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gömul og í þeim hefur hún skorað 11 mörk en hún spilar jafnan í stöðu vinstri bakvarðar en stundum framar á vellinum.
Meira

Stólastúlkur með sigur í síðasta leik fyrir jól

Á laugardaginn mættust Tindastóll og Fjölnir B í tíundu og síðustu umferð fyrri umferðar 1. deildar kvenna í körfunni. Fyrir leikinn voru Stólastúlkur í níunda sæti (af ellefu liðum í deildinni) en lið Grafarvogsstúlkurnar voru sæti neðar. Það var því mikilvægt fyrir bæði lið að næla í sigur en eftir spennandi leik, þar sem gestirnir höfðu frumkvæðið framan af, þá reyndust síðustu tvær mínútur leiksins drjúgar heimastúlkum í Síkinu sem sigruðu 85-78 og hafa nú unnið fjóra af tíu leikjum sínum.
Meira

Spennandi námskeið á Króknum milli jóla og nýárs fyrir ungt knattspyrnufólk

Knattspyrnuakademía Norðurlands verður með námskeið dagana 27. og 28. desember á Sauðarkróksvelli og er námskeiðið ætlað krökkum allt frá 7. flokki og upp í 3. flokk karla og kvenna. Systurnar og landsliðskonurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur verða með fyrirlestra á námskeiðinu. „Það er frábært að fá jafn reynda fyrirlesara og þær systur. Nú þegar hafa rúmlega 30 krakkar skráð sig. Foreldrar barna sem koma á námskeiðið geta setið þessa fyrirlestra sem er frábært því þarna er farið yfir allt sem skiptir máli. Einar Örn,Margrég Lára og Elísa eru öll mikið íþróttafólk og fagmenn í því sem þau eru að gera,“ segir Tóti yfirþjálfari yngri flokkaTindastóls.
Meira

Öruggur sigur gegn Samherjum

Tindastóll spilaði annan leik sinn í Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu í gær þegar liðið sótti Samherja úr Eyjafirði heim á KA-völlinn. Líkt og í síðasta leik þá hafðist öruggur sigur en lokatölur urðu 5-1 og Stólarnir því í góðum málum í B-deild mótsins.
Meira

Draugamót Molduxa í stað Jólamóts

Jólamót Molduxa í körfubolta fellur niður annað árið í röð vegna Covid-19 sóttvarnatakmarkana en í staðinn verður svokallað draugamót líkt og í fyrra þar sem fólki er gefinn kostur á að styðja við rekstur körfuboltadeildar Tindastóls.
Meira

Opið á skíðasvæðinu í Stólnum

Þrátt fyrir yfirstandandi hitabylgju og snjóleysi í byggð þá er nægur snjór á skíðasvæðinu í Tindastólnum. Opið er frá 15-20 í dag og veðrið ku vera gott og færi fínt. Neðri lyftan er opin og sömuleiðis Töfrateppið og göngubrautin.
Meira

Meistaraflokkur Kormáks Hvatar auglýsir eftir aðalþjálfara

Knattspyrnulið Kormáks Hvatar spilar sumarið 2022 í 3. deild í meistaraflokki karla. Afar metnaðarfullt starf er unnið á Blönduósi og Hvammstanga, þar sem sterkur kjarni heimamanna sem hafa spilað lengi saman mynda hryggjarstykki liðsins. Undanfarin sumur hafa lykilleikmenn verið sóttir erlendis frá, svo hér er um að ræða afar spennandi verkefni fyrir metnaðarfullan þjálfara.
Meira

Meistararnir með sýnikennslu í körfubolta í Síkinu

Blessaður Stofu-Stóllinn átti ekki von á góðu fyrir hönd sinna manna í Tindastóli fyrir leikinn gegn Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn sem fram fór í Síkinu í kvöld. Spáði nokkuð öruggu tapi. Aðrir voru kannski bjartsýnni þar sem liði Tindastóls hefur upp á síðkastið gengið ágætlega með Þórsarana. En ekki í kvöld. Á meðan meistararnir léku við hvurn sinn fingur var átakanlegt að horfa á lið Tindastóls sem missti móðinn strax í byrjun síðari hálfleiks og vont bara versnaði í framhaldinu. Lokatölur 66-109... ég endurtek ... nei, best að sleppa því.
Meira