Íþróttir

Skákþing Norðlendinga 2021

Tvísýnt var hvort Skákþingið gæti farið fram sökum landsfarsóttar sem herjar á landsmenn alla og setti þetta mjög mark sitt á þátttökuna en undirbúningur að mótinu var í höndum Skákfélags Sauðárkróks og var þar í forystu Jón Arnljótsson á Ytri-Mælifellsá. Löggiltur skákstjóri úr Reykjavík var Edda Birgisdóttir, Eiríkssonar Kristinssonar, þetta er skagfirskur leggur en Eiríkur var bróðir Sveins Kristinssonar er var þekktur skáksnillingur á sinni tíð.
Meira

Sigur Ármanns í Síkinu þrátt fyrir hetjulega baráttu heimastúlkna

Lið Tindastóls og Ármanns mættust í gær í 1. deild kvenna í körfubolta. Lið gestanna hefur verið að gera vel í vetur og var í öðru sæti deildarinnar fyrir leikinn í gær. Þær höfðu yfirhöndina mest allan tímann og í kjölfar þess að Ksenja Hribljan fékk sína aðra tæknivillu og var vísað úr húsi þá reyndist lið Ármanns of sterkt í Síkinu. Þá ekki hvað síst vegna stórleiks Schekinah Sandja Bimpa sem Stólastúlkur náðu aldrei að hemja í leiknum en hún tók 25 fráköst og gerði 49 stig í 64-75 sigri Ármanns.
Meira

Brakandi fínn sigur á Breiðhyltingum í Síkinu

Tindastólsstrákarnir tóku á móti liði ÍR í Síkinu í gærkvöldi í nokkuð sveiflukenndum leik. Heimamenn höfðu frumkvæðið lengstum en í Breiðhyltingar hafa löngum átt í basli með að gefast upp og sú varð raunin að þessu sinni. Þegar leikurinn átti að vera kominn í öruggar hendur Stólanna þá slökuðu okkar menn á og lið ÍR gekk á lagið, minnkaði muninn í fjögur stig í fjórða leikhluta. Þeir héldu hins vegar ekki dampi og á endanum tryggðu Stólarnir sér 21 stigs sigur, Lokatölur 98-77 þar sem byrjunarlið Tindastóls gerði 94 af 98 stigum og Nesi sá um rest.
Meira

Maddie smitar orku og jákvæðu hugarfari til alls liðsins

Tvær erlendar stúlkur spila með kvennaliði Tindastóls í körfunni í vetur. Önnur þeirra er Madison Anne Sutton, eða bara Maddie, en hún verður 23 ára þann 13. desember. Maddie er frá Knoxville í Tennesee-fylki Bandaríkjanna, ein níu systkina og síðan á hún sjö litlar frænkur og frændur. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir hana.
Meira

Stefnir í flotta skíðahelgi í Tindastólnum

Framundan er þriðja opnunarhelgin á skíðasvæðinu í Tindastólnum. „Það hefur verið frábær mæting síðustu tvær helgar,“ sagði Sigurður Hauksson, forstöðumaður svæðisins, þegar Feykir hafði samband. „Við tókum á móti fyrsta gönguskíðahópnum 13. nóvember og opnuðum neðri lyftuna viku síðar. Mikill snjór er á svæðinu og hafa æfingahópar nýtt sér opnunina og komið hverja helgi.“
Meira

Sigríður Svavarsdóttir nýr formaður GSS

Nýr formaður var kosinn á aðalfundi Golfklúbbs Skagafjarðar sem haldinn var í gærkvöldi þar sem Sigríður Svavarsdóttir tók við af manni sínum Kristjáni Bjarna Halldórssyni. Helga Jónína Guðmundsdóttir settist í stól varaformanns hvar Halldór Halldórsson sat áður.
Meira

Maddie gekk af göflunum fyrir vestan

Það var spilað í 1. deild kvenna í dag og Stólastúlkur fóru vestur á Ísafjörð þar sem Vestrastúlkur biðu. Það var allt í járnum í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik tóku Stólastúlkur leikinn yfir og unnu að lokum öruggan sigur, 68-89, og komust aftur á sigurbraut. Að öðrum ólöstuðum er rétt að nefna að Maddie Sutton átti stjörnuleik en það gerist nú sennilega ekki oft að einn og sami leikmaðurinn skori yfir þrjátíu stig og taki yfir þrjátíu fráköst í sama leiknum. Sem var það sem Maddie gerði í dag og lauk leik með 58 framlagspunkta! Já, hvaða rugl er þetta!?!
Meira

Skíðavinir geta skellt sér á skíði í Stólnum

Það er opið uppi á skíðasvæði Tindastóls í dag. Í tilkynningu á Facebook-síðu skíðadeildar Tindastóls í morgun segir að neðri lyftan verði opin frá kl. 10-16. „Hér er fínasta veður, lítilsháttar snjókoma og 3 m/s. Göngubraut verður lögð klukkan 10,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Árný Lilja valin sjálfboðaliði ársins hjá GSÍ

Árný Lilja Árnadóttir á Sauðárkróki fékk í dag viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins hjá Golfsambandi Íslands. Þessi viðurkenning var veitt í fyrsta sinn árið 2014 og er Árný Lilja áttundi sjálfboðaliðinn sem hana fær.
Meira

Stólarnir framreiddu flatböku fátæka mannsins í Mathús-höllinni

„Já, þetta var bara flatt og lélegt, það var einhver smá kafli þarna í öðrum leikhluta sem menn sýndu einhvern smá vilja… Þriðji leikhlutinn byrjar hérna á því að bæði lið virtust ekki vilja vinna þennan leik fyrstu 5 mínúturnar…við ákváðum að nýta ekki það tækifæri sem þar gafst og því fór sem fór,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, ósáttur í samtali við Körfuna.is eftir tap í Mathús Garðabæjar-höllinni í gærkvöld þar sem Raggi Nat stútaði Stólunum. Lokatölur 87-73 og þriðji tapleikur tímabilsins gegn Stjörnumönnum bitur staðreynd.
Meira