Íþróttir

Ingigerður til liðs við Stólastúlkur í körfunni

Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að Ingigerður Hjartardóttir hafi gengið til liðs við kvennalið mfl. Tindastóls. Ingigerður kemur frá Snæfelli, þar sem hún spilaði upp alla yngri flokkana. Hún hefur verið í 16 manna landsliðshópi U16 og er í dag í úrtaki fyrir u18 þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gömul.
Meira

Sextán fótboltakappar skrifa undir tveggja ára samning við lið Tindastóls

Á heimasíðu Tindastóls segir frá því að í gær skrifuðu 16 leikmenn undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Tindastóls. Undirritunin fór fram í vallarhúsinu áður en leikmenn héldu á æfingu en þeir hafa flestir æft með liðinu frá því í október. „Þetta er frábær blanda af ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokksfótbolta í bland við leikmenn sem hafa spilað í mörg ár og eru aðeins eldri og reynslumeiri,” segir Halldór Jón Sigurðsson (Donni), aðalþjálfari meistaraflokka Tindastóls og yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.
Meira

Aco Pandurevic þjálfar Kormák Hvöt

Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar hefur ráðið Aco Pandurevic sem aðalþjálfara fyrir sumarið 2022. Samkvæmt tilkynningu frá ráðinu býr Aco yfir leikmannareynslu úr heimalandi sínu Serbíu, Slóvakíu og Færeyjum, en á Íslandi hefur hann spilað með Ægi frá Þorlákshöfn síðastliðinn áratug.
Meira

Agent MoMo meistarar Draugamóts Molduxa

Dregið var í Draugamóti Molduxa á milli jóla og nýárs en um fjáröflunarleik var að ræða sem kom í stað körfuboltamóts sem haldið hefur verið fyrir almenning annan dag jóla í rúman aldarfjórðung. Ekki er hægt að segja að stemningin hafi verið mikil að þessu sinni þar sem einungis þrír aðilar tóku þátt í liðakeppninni en fjórir í einstaklingsflokki.
Meira

Sæþór er nýr framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Tindastóls

Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls hefur ráðið Sæþór Má Hinriksson í starf framkvæmdastjóra deildarinnar. Sæþór mun vinna náið með stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls, barna- og unglingaráði félagsins og þjálfurum.
Meira

Acai verður áfram með Kormáki Hvöt

Acai Nauset Elvira Rodriguez, einn allra mikilvægasti leikmaður Kormáks Hvatar úr uppferðarsumrinu 2021 hefur gert samkomulag um að spila áfram með liðinu sumarið 2022. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref í áttina að því að tryggja að mikilvægustu púslin taki sér stöðu og geri sig klár í þeirri spennandi baráttu sem er framundan í 3. deild.
Meira

Laufey Harpa Halldórsdóttir fékk farandbikar Stefáns og Hrafnhildar

Í gær var Laufeyju Hörpu Halldórsdóttur, fótboltakonu á Sauðárkróki, veittur farandbikar og skjöldur til minningar um Stefán Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupfélags Skagfirðinga, og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur. Bikarinn var fyrst veittur fyrir um áratug og hefur sú athöfn farið fram jafnhliða úthlutun menningarstyrkja Kaupfélags Skagfirðinga.
Meira

Zoran Vrkic á Krókinn og Massamba sendur heim

Nú um áramótin verður gerð breyting á karlaliði Tindastóls í körfuboltanum þar sem hinn eitilharði varnarmaður, Thomas Massamba, heldur heim á leið en í hans stað kemur hinn tveggja metra Króati, Zoran Vrkic.
Meira

Dagbjört Dögg Karlsdóttir valin Íþróttamaður USVH

Dagbjört Dögg Karlsdóttir, körfuknattleikskona, hefur verið kjörin Íþróttamaður USVH 2021. Á heimasíðu USVH kemur fram að Dagbjört hafi verið valin varnarmaður ársins í úrvalsdeild kvenna seinasta vor og er hún byrjunarliðsmaður í A landsliði Íslands. Þá varð liðið hennar, Valur, Íslands- og deildarmeistari á síðasta tímabili.
Meira

„Get ekki beðið eftir að koma aftur og berjast með liðinu mínu“

Stúlkurnar sem reimuðu á sig takkaskóna fyrir lið Tindastóls síðastliðið sumar og þustu um iðagræna fótboltavelli í efstu deild kvennaboltans, stóðu fyrir sínu og vel það – þrátt fyrir að fall hafi verið niðurstaðan. Fremst meðal jafningja var þó markvörður Stólastúlkna, Amber Michel, sem kemur frá San Diego í Kaliforníu. Hún átti marga stórleiki í markinu, hélt vörninni á tánum og vakti oft athygli fyrir mögnuð tilþrif og ekki síður mikið keppnisskap. Nokkrum sinnum var hún í liði umferðarinnar hjá fjölmiðlum og í lok tímabilsins í Pepsi Max deildinni var hún valin leikmaður ársins á uppskeruhátíð Tindastóls. Það gladdi því stuðningsfólk Tindastóls þegar fréttist að Amber hefði ákveðið að skrifa undir nýjan samning og spila þriðja sumarið sitt á Króknum. Það gerði líka hin einstaka Murielle Tiernan sem verður þá fimmta sumarið með liði Tindastóls.
Meira