Iðnaðarsigur í Síkinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
12.11.2021
kl. 09.36
Tindastóll og Vestri mættust í Síkinu í gærkvöldi í sjöttu umferð Subway-deildarinnar. Gestirnir höfðu unnið einn af fyrstu fimm leikjunum í deildinni en Stólarnir á fínu róli með fjóra sigra. Það voru því kannski flestir sem reiknuðu með nokkuð þægilegum sigri heimamanna og svo virtist sem leikmenn Stólanna hefðu haldið það sjálfir því Ísfirðingar höfðu talsverða yfirburði til að byrja með. Þegar heimamenn trekktu upp vörnina fór að ganga betur og að lokum var ágætum sigri landað. Lokatölur 92-81 og Stólarnir í hópi þeirra fjögurra liða sem tróna á toppi deildarinnar.
Meira