„Áður en ég vissi af voru allar komnar í kringum mig öskrandi af gleði“
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Mannlíf
06.05.2021
kl. 09.26
Það var Hugrún Pálsdóttir sem gerði fyrsta mark Tindastóls í efstu deild og ágætt fyrir þá sem hafa gaman að fótbolta pub-quizzi að muna þá staðreynd. Markið gerði hún eftir hornspyrnu á 36. mínútu og virtist ætla að duga til sigurs en Þróttur jafnaði í uppbótartíma og liðin skildu því jöfn. Hugrún hefur alla tíð spilað fyrir Tindastól, á að baki 117 leiki og hefur skorað 19 mörk. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir markaskorarann í morgun og byrjaði á að spyrja hvernig tilfinningin hafi verið að skora fyrsta mark Tindastóls í efstu deild.
Meira