Tomsick tók yfir í sigurleik Tindastóls í Ljónagryfjunni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
13.03.2021
kl. 12.31
Það var enginn ballett dansaður í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöld þegar Njarðvík og Tindastóll leiddu hálf lemstruð og taugastrekkt lið sín til leiks. Það var mikið undir hjá liðunum en þau hafa ekki verið að safna stigum að undanförnu og falldraugurinn farinn að anda ofan í hálsmál beggja. Leikurinn var sveiflukenndur en að þessu sinni var það lið Tindastóls sem fór heim með stigin eftir trylltan og villtan dans Nicks Tomsick í fjórða leikhluta. Lokatölur 74-77.
Meira