Það er bara ekkert að frétta!
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.08.2021
kl. 20.33
Tindastóll og Ægir úr Þorlákshöfn mættust á fagurgrænum Sauðárkróksvelli í dag í 3. deild karla í knattspyrnu. Stólarnir í fallsæti fyrir leikinn en Ægismenn í séns með að komast upp í 2. deild. Heimamenn höfðu tapað síðasta leik 8-0 og frammistaðan í dag var ekki til að hrópa húrra yfir. Það reyndist gestunum allt of auðvelt að næla í stigin þrjú, gerðu tvö ódýr mörk í fyrri hálfleik og Stólarnir virkuðu aldrei líklegir til að trufla þá verulega í síðari hálfleik. Lokatölur 1-3.
Meira