Íþróttir

Árný Lilja tilnefnd sem sjálfboðaliði ársins á golfþingi GSÍ

Golfþing GSÍ verður haldið næstkomandi helgi á Fosshótel Reykjavík og verður dagskrá golfþingsins fjölbreytt sem fyrr. Ljóst er að næsti forseti GSÍ verður kona, í fyrsta sinn í sögu sambandsins þar sem Hulda Bjarnadóttir er sjálfkjörin. Tekur hún við af Hauki Erni Birgissyni. GSÍ óskaði eftir tilnefningum golfklúbba um sjálfboðaliða ársins 2021 og verður valið kynnt á þinginu en stjórn Golfklúbbs Skagafjarðar tilnefndi Árnýju Lilju Árnadóttir úr sínum röðum.
Meira

Stólastúlkurnar reyndust Stólastúlkunum erfiðar í hörku grannaslag

Það var grannaslagur á Akureyri í gær þegar lið Þórs og Tindastóls mættust í 1. deild kvenna. Lið Akureyringa er að stórum hluta skipað fyrrum leikmönnum Tindastóls en fjórar stúlkur yfirgáfu lið Stólanna í sumar og skiptu yfir í Þór og það var því nokkuð gefið að hart yrði barist í Höllinni. Stólastúlkur komu ljóngrimmar til leiks og gáfu Þórsurum alvöru leik. Staðan var jöfn þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka en á lokametrunum skilaði breiddin í liði Þórs heimastúlkum sigri. Lokatölur 79-68.
Meira

Bíður eftir næsta keppnistímabili í fjallabruni :: Íþróttagarpurinn Anton Þorri Axelsson

Anton Þorri Axelsson er Íþróttagarpur Feykis að þessu sinni, 14 ára Króksari sem fær sína íþróttaútrás í fjallahjólreiðum í svokölluðu Downhill fjallabruni. Hann var einn af þeim sem útbjuggu í sumar leynilega hjólabraut í Skógarhlíðinni ofan Sauðárkróks og komst í fréttirnar fyrir vikið. Sú braut var alls ekki til einskins gerð því hún hjálpaði honum að æfa sig fyrir stórar keppnir í sumar og því til sönnunar lenti hann m.a. í 2. sæti á Íslandsmótinu í Skálafelli. Foreldrar Antons eru þau Axel Eyjólfsson, vélfræðingur, og Ósk Bjarnadóttir, kjötiðnaðarmaður.
Meira

Iðnaðarsigur í Síkinu

Tindastóll og Vestri mættust í Síkinu í gærkvöldi í sjöttu umferð Subway-deildarinnar. Gestirnir höfðu unnið einn af fyrstu fimm leikjunum í deildinni en Stólarnir á fínu róli með fjóra sigra. Það voru því kannski flestir sem reiknuðu með nokkuð þægilegum sigri heimamanna og svo virtist sem leikmenn Stólanna hefðu haldið það sjálfir því Ísfirðingar höfðu talsverða yfirburði til að byrja með. Þegar heimamenn trekktu upp vörnina fór að ganga betur og að lokum var ágætum sigri landað. Lokatölur 92-81 og Stólarnir í hópi þeirra fjögurra liða sem tróna á toppi deildarinnar.
Meira

Molduxar heimsóttu Garðinn hans Gústa

Um liðna helgi fór (h)eldri deild Íþróttafélags Molduxa frá Sauðákróki í skemmti- og menningarferð til Húsavíkur – ásamt Gilsbungum. Þeir kumpánar kíktu í leiðinni á Garðinn hans Gústa en garður þessi er veglegur körfuboltavöllur sem reistur hefur verið við Glerárskóla á Akureyri til minningar um Ágúst H. Guðmundsson sem segja má að hafi borið körfuboltalíf Akureyringa á herðum sér síðustu árin.
Meira

Stóllinn 2021-2022 kominn út

Nýr árgangur af Stólnum, kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, er kominn í dreifingu en það er kkd. Tindastóls og Nýprent sem gefa blaðið út. Starfsfólk Nýprents hafði veg og vanda af efnisöflun og skrifum en það er svo Davíð Már Sigurðsson sem á meginpart myndanna í Stólnum.
Meira

Stjörnustúlkur sterkari á endasprettinum

Kvennalið Tindastóls fór suður í Garðabæinn í gær þar sem þær mættu liði Stjörnunnar fyrir framan 28 áhorfendur í Mathús Garðabæjar höllinni. Leikurinn var lengstum jafn og spennandi þó svo heimastúlkur hafi lengstum haft frumkvæðið. Heimastúlkurnar hófu fjórða leikhluta af krafti og þá áttu gestirnir ekkert svar. Lokatölur 84-63 eftir að þremur stigum hafði munað í hálfleik.
Meira

Íþróttagarpurinn Hilmir Rafn Mikaelsson - Ætlar að sýna sínar bestu hliðar á Ítalíu

Feykir greindi frá því í sumar að hinn efnilegi knattspyrnumaður frá Hvammstaga, Hilmir Rafn Mikaelsson, hefði gengið til liðs við Venezia á Ítalíu, sem hefur sínar bækistöðvar í Feneyjum, og spilar í Seríu A þar í landi.
Meira

Tindastólsmenn lagvissir í Ljónagryfjunni

Lið Tindastóls gerði fína ferð í Njarðvík í gær þar sem það mætti liði heimamanna í fimmtu umferð Subway-deildarinnar. Bæði lið höfðu tapað síðustu leikjum sínum eftir góða byrjun á mótinu og því mikilvægt að hrista af sér slenið og komast aftur á sigurbraut. Að venju var boðið upp á baráttu og leikgleði í Ljónagryfjunni en í gær var lið Tindastóls einfaldlega betra og uppskar góðan sigur, vörðust betur en heimamenn og skoruðu meira. Sem er mikilvægt... Lokatölur 74-83.
Meira

Stjarnan lagði Stólana eftir dramatískar lokasekúndur

Tindastóll fékk lið Stjörnunar í heimsókn í 16 liða úrslitum í VÍS bikarnum í kvöld. Jafnræði var með liðunum framan af leik en Stjarnan náði undirtökunum í þriðja leikhluta og virtist ætla að stinga Stólana af. Taiwo Badmus og Siggi Þorsteins héldu heimamönnum inni í leiknum og fjórði leikhluti var æsispennandi. Lið Tindastóls fékk færi á að klára leikinn með góðri lokasókn en hún var langt frá því að vera sannfærandi og ekki vildi boltinn í körfu Stjörnunnar sem nældi þar með í sigurinn, lokatölur 78-79.
Meira