Grindvíkingur reyndust sterkari í HS Orku-höllinni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
04.02.2022
kl. 11.05
Tindastóll og Grindavík mættust í HS Orku-höllinni suður með sjó í gærkvöld en bæði lið voru með 14 stig fyrir leik. Leikurinn var að mörgu leyti ágæt skemmtun og bæði lið spiluðu ágætan sóknarbolta en margir söknuðu þess að Stólarnir spiluðu alvöru varnarleik. Heimamenn náðu tíu stiga forystu í fyrsta leikhluta og það bil náðu gestirnir aldrei að brúa þó oft hafi aðeins vantað herslumuninn. Lokatölur voru 101-93 fyrir Grindavík.
Meira
