Íþróttir

Systir Gitzy með gull í Tokyo

Ekki náðu Íslendingar í verðlaun á Ólympíuleikunum í Tokyo og voru ekki nálægt því að þessu sinni. Margir hafa notið þess að fylgjast með fjölbreyttum greinum sem keppt hefur verið í og öllu því ljúfsára drama og þeirri botnlausu gleði sem fylgir þessum stórkostlegu leikum. Með góðum vilja getur Tindastólsfólk samglaðst stúlku frá Dyflinni, Kellie Harrington og fjölskyldu hennar, en Kellie gerði sér lítið fyrir í nótt og nældi í gull í boxi fyrir Íra.
Meira

„Okkar framtíð er í okkar höndum“

Feykir hafði samband við Óskar Smára Haraldsson, annan þjálfara Stólastúlkna, eftir tapleik gegn meistaraliði Breiðabliks í Pepsi Max deildinni í gærkvöldi. Óskar Smári var sáttur við framlagið hjá liðinu. „ Það er ekki annað hægt [fyrir okkur þjálfarana] en að vera ánægðir með stelpurnar. Þær lögðu sig allar sem ein fram, hlupu eins og engin væri morgundagurinn og höfðu trú á verkefninu.“
Meira

Húnvetningar komnir með níu tær inn í úrslitakeppnina

Lið Kormáks/Hvatar er á siglingu í D-riðli 4. deildar en liðið vann sinn þriðja leik í röð í dag þegar þeir mættu Knattspyrnufélagi Breiðholts (KB) á Domusnovavellinum í dag. George Chariton hélt áfram að skora og kom gestunum yfir rétt fyrir hlé og Húnvetningar bættu við tveimur mörkum til að gulltryggja sigurinn áður en heimamenn klóruðu í bakkann í lokin. Lokatölur 1-3.
Meira

Meistarar Blika of stór biti fyrir banhungraðar Stólastúlkur

Íslandsmeistararnir úr Kópavogi, lið Breiðabliks, kom í heimsókn á Krókinn í gær til að skoða sólina og spila við lið Tindastóls í Pepsi Max deildinni góðu. Stólastúlkur hefur sjálfsagt dreymt um að leggja meistarana í gras en þrátt fyrir draumabyrjun Tindastóls þá reyndust Blikar búa yfir of miklum gæðum og nýttu sér nokkur mistök heimaliðsins til að sigla heim 1-3 sigri.
Meira

Kærkominn sigur Tindastóls kom í Kópavoginum

Augnablik tók á móti liði Tindastóls á Kópavogsvelli í gærkvöldi í 3. deild karla í knattspyrnu. Stólarnir höfðu tapað fjórum leikjum í röð í deildinni og útileikur gegn einu af liðunum sem er að berjast um að komast upp í 2. deild því kannski ekki óskastaðan fyrir Hauka þjálfara og lærisveina hans. En strákarnir komu sperrtir til leiks og sýndu að þeim er ekki alls varnað. Lokatölur 2-4 og þrjú dýrmæt stig fleyttu liðinu upp úr fallsæti.
Meira

Stólastúlkur taka á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í kvöld

Það er ósennilegt að einhverjir hafi átt von á því fyrir örfáum misserum að meistaraflokkslið Tindastóls í knattspyrnu tæki á móti verandi Íslandsmeisturum í leik í deildarkeppni. En það er þannig dagur í dag því í kvöld kemur léttleikandi lið Íslandsmeistara Blika úr Kópavoginum á Krókinn þar sem baráttuglaðar Stólastúlkur bíða spenntar eftir þeim. „Íslandsmeistararnir á Sauðárkróksvelli var einn af þessum leikjum sem maður horfði strax til þegar leikjaplanið var gefið út í vor,“ sagði Guðni Þór, annar þjálfara Stólastúlkna, við Feyki nú skömmu fyrir hádegi. „Við höfum mætt þeim tvisvar í sumar og gefið hörkuleik í bæði skiptin og ég á von á því að það sama verði uppi á teningnum í kvöld, mikil barátta og ekkert gefið eftir.“
Meira

Kvennasveit GSS heldur sæti sínu í 1. deild

Kvennasveit GSS lenti í 6. sæti í 1. deild á íslandsmóti Golfklúbba sem fram fór dagana 22.-24. júlí sl. Úrslitin þýða að liðið leikur áfram í 1. deild.
Meira

Karlasveit GSS leikur í 3.deild á næsta ári

Golfklúbbur Skagafjarðar sendi karlasveit sína til keppni á Íslandsmóti golfklúbba í 2.deild dagana 26-28 júlí 2021. Keppnin var að þessu sinni haldin á hinum glæsilega golfvelli GKB á Kiðjabergi. Óhætt er að segja að þessi völlur sé með þeim flottari á landinu og mörg teigstæðin glæsileg sem liggja meðfram Hvítá og brautirnar eftir því glæsilegar. Golfvöllurinn var í frábæru standi.
Meira

MÍ öldunga í frjálsum íþróttum fer fram á Sauðárkróki

Meistaramót Íslands í öldungaflokki fer fram á íþróttavellinum á Sauðárkróki dagana 14.-15. ágúst. Það verður því gaman að sjá gamla og efnilega hlaupara og stökkvara alls staðar af landinu, etja kappi á Króknum.
Meira

Árbæingar rændu Stólana á köldu sumarkvöldi á Króknum

Tindastólsmenn tóku á móti liði Elliða úr Árbænum á gamla góða grasvellinum á Króknum í kvöld en um var að ræða fyrsta leikinn í 14. umferð 3. deildar. Lið Tindastóls er í fallsæti og þurfti því nauðsynlega að sækja sigur. Heimamenn höfðu talsverða yfirburði í leiknum, voru mun betra liðið og Árbæingar nánast úti á þekju í sóknarleik sínum í allt kvöld. Þeir fengu hins vegar eitt dauðafæri í leiknum og skoruðu úr því á meðan Stólarnir gátu með engu móti komið boltanum í markið. Úrslitin því ógnarsvekkjandi 0-1 tap og ljóst að Tindastólsmenn þurfa að finna sinn Lukku-Láka ekki síðar en strax.
Meira