Erfitt gegn Þór/KA í fyrsta leik Lengjubikarsins
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
15.02.2021
kl. 08.53
Tindastóll heimsótti lið Þórs/KA í Bogann á Akureyri í gær en um var að ræða innbyrðisviðureign Norðurlands- liðanna sem þátt taka í Lengjubikarnum. Því miður gáfu stelpurnar Akureyringum væna forystu í byrjun leiks og lentu því í því að elta leikinn nánast frá blábyrjun. Stelpurnar lögðu þó ekki árar í bát og náðu að skora tvö mörk í leiknum en lokatölur voru 5-2.
Meira