Stólastúlkur áttu ekki breik í Blika
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
31.10.2021
kl. 19.57
Kvennalið Tindastóls mætti liði Breiðabliks í 16 liða úrslitum VÍS bikarsins í dag og var spilað í Smáranum í Kópavogi fyrir framan 32 áhorfendur. Lið Blika spilar í Subway deildinni og er ansi sterkt þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu sex leikjum sínum í vetur. Þær reyndust í það minnsta of sterkar fyrir Stólastúlkur og unnu að lokum stórsigur, 111-53, og lið Tindastóls því úr leik í bikarnum.
Meira
