Íþróttir

Einar Ísfjörð, Jón Gísli og Sigurður Pétur til reynslu hjá Örgryte

Þessa dagana eru þrír leikmenn Tindastóls á reynslu hjá sænska liðinu Örgryte IS sem leikur í næstefstu deild þar í landi. Leikmennirnir sem um ræðir eru Einar Ísfjörð Sigurpálsson (2005), Jón Gísli Stefánsson (2004) og Sigurður Pétur Stefánsson (2003) en þeir hafa allir nýverið skrifað undir tveggja ára samning við Tindastól í fótboltanum. Þeir munu æfa með U19 ára liði Örgryte, mæta á sem æfingar og spila 1 æfingaleik.
Meira

Leiknum gegn KR frestað vegna Covid-smita í liði Tindastóls

Hin þreytandi kórónaveira hefur aftur skotið upp kollinum í leikmannahópi Subway-deildarliðs Tindastóls og í tilkynningu á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls er sagt frá því að tveir leikmenn liðsins hafi greinst með Covid. Leikmennirnir tveir eru að sjálfsögðu komnir í einangrun og afgangurinn af liðinu í sóttkví. Þetta hefur að sjálfsögðu í för með sér að leiknum gegn KR, sem fram átti að fara í Síkinu annað kvöld, hefur verið frestað.
Meira

Stólastúlkur máttu sætta sig við tap í fótboltanum

Karla- og kvennalið Tindastóls áttu bæði að draga fram gervigrasskóna nú um helgina og spila leiki í Kjarnafæðismótinu sem fram fer á Akureyri. Strákarnir áttu að mæta Hömrunum í gær en fresta varð leiknum þar sem Stólarnir náðu ekki í lið þar sem leikmenn voru ýmist í sóttkví eða ekki til taks. Stólastúlkur spiluðu aftur á móti sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu í dag og urðu að sætta sig við tap gegn sameinuðu Austurlandsliði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis en lokatölur voru 3-0.
Meira

Stólarnir á flötu að Hlíðarenda

Rússíbanareið Tindastóls í Subway-deildinni heldur áfram. Í gær rúlluðu okkar menn suður að Hlíðarenda þar sem Valsmenn biðu þeirra. Eftir ágæta byrjun gestanna í leiknum náðu Valsmenn frumkvæðinu í öðrum leikhluta og gerðu svo bara lítið úr Stólunum í síðari hálfleik. Lokatölur 96-71 og lítil stemning fyrir svona tölum hjá stuðningsmönnum Stólanna – og sjálfsagt ekki hjá leikmönnum heldur. Það er því vonandi að að strákarnir rétti úr kútnum þegar Vesturbæingarnir heimsækja Síkið nk. fimmtudag.
Meira

Samstarf yngri flokka í fótboltanum á Norðurlandi vestra

Á dögunum var undirritaður samningur milli knattspyrnudeilda Tindastóls, Kormáks og Hvatar um að senda sameiginleg lið í yngri flokkum til leiks á Íslandsmótið í knattspyrnu tímabilið 2022. Á heimasíðu Tindastóls segir að flokkarnir sem sameiningin nær yfir eru fjórði og þriðji flokkur karla og kvenna, og annar flokkur karla. Liðin munu keppa undir nafninu Tindastóll/Hvöt/Kormákur.
Meira

Það er gott að vinna

Tindastólsmenn settu í fjórða gírinn í kvöld og brunuðu yfir Öxnadalsheiðina alla leið til Akureyris þar sem íþróttakarl Þórs, Ragnar Ágústsson, og félagar hans biðu spenntir eftir Stólunum. Þórsarar gerðu sér lítið fyrir á dögunum og lögðu jójólið Grindavíkur óvænt í parket og náðu þar sínum fyrsta sigri í vetur. Þeir ætluðu væntanlega að endurtaka leikinn í kvöld en þeim varð ekki kápan úr því klæðinu. Leikurinn var spennandi og baráttan í algleymingi eins og í sönnum grannaslag en Stólarnir náðu vopnum sínum þegar á leið og hleyptu heimamönnum ekki inn í leikinn á lokakaflanum. Lokatölur 91-103.
Meira

Arnór Guðjónsson í Kormák Hvöt

„Faxvélin heldur áfram að rymja hjá Kormáki Hvöt!“ segir í tilkynningu frá fjölmiðlafulltrúa liðsins en meistaraflokkur Kormáks Hvatar heldur áfram að safna að sér meisturum fyrir sumarið og næstur í röðinni er leikmaður sem er aðdáendum af góðu einu kunnur.
Meira

Ragnar Ágústsson valinn íþróttakarl Þórs

Góðvinir okkar í Þór Akureyri heiðruðu nú á dögunum það íþróttafólk sem þótti hafa skarað fram úr í starfi félagsins. Var Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði knattspyrnuliðs Þórs/KA, kjörin íþróttakona Þórs árið 2021 en síðan var það Skagfirðingurinn Ragnar Ágústsson, fyrirliði körfuboltaliðs Þórs, sem hlaut nafnbótina íþróttakarl Þórs. Sannarlega mikill heiður sem Ragnari er sýndur.
Meira

„Við ætlum að toppa á réttum tíma í þetta skiptið“ segir Baldur Þór

Það stóð ekki til að Krókurinn yrði körfulaus yfir jól og áramót. Það átti meira að segja að spila leik í Subway-deildinni milli jóla og nýárs en þegar upp kom Covid-smit í leikmannahópi Tindastóls varð að fresta fyrirhuguðum leik við góðvini okkar og granna í Þór á Akureyri. Fleiri lið hafa glímt við Covid-grýluna síðustu vikur og má segja að helming leikja í efstu deild hafi verið frestað frá því um jól. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Baldur Þór Ragnarsson, þjálfara Tindastóls, nú fyrir helgina en hann segir að síðari umferðin í Subway leggist vel í sig og býst hann við jafnri deild með mörgum óvæntum úrslitum.
Meira

Margrét Rún í úrtakshópi U17 landsliðsins

Margrét Rún Stefánsdóttir, sem var varamarkvörður Tindastóls í Pepsi Max deildinni síðasta sumar,hefur verið valin í úrtakshóp U17 ára landsliðs Íslands sem mun koma saman til æfinga dagana 10.-12. janúar í Skessunni í Hafnafirði. Margrét, sem er fædd árið 2005, hefur undanfarin ár verið viðlogandi yngri landslið Íslands en hún var fyrst valin í æfingahóp U15 í byrjun árs 2020 og í sumar var hún í lokahóp U16 fyrir Norðurlandamót þar sem hún stóð sig með prýði.
Meira