Fjalirnar fundnar og Þórsurum pakkað saman
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.04.2021
kl. 23.42
Það virðist sem Tindastólsliðið hafi bæðið fundið sparifötin og fjalirnar góðu í nýafstaðinni kófpásu því spútnikliði Akureyringa var sökt með dúki og disk í glimrandi körfuboltaveislu í Síkinu í kvöld. Leikmenn Tindastóls höfðu fram að þessu ekki unnið leik sannfærandi í vetur, endalaust strögl og andleysi að hrjá liðið, en það var annar og betri bragur á liðinu í kvöld því þó svo að Pétur og Tomsick hafi staðið upp úr þá voru allir að skila sínu. Gamli góði liðsbragurinn virtist hafa dúkkað upp á ný. Lokatölur? Jú, 117–65!
Meira