Íþróttir

Körfuboltadagur KKÍ á Blönduósi

Laugardaginn 16. október ætlar Körfuknattleikssamband Íslands að vera með körfuboltadag í íþróttamiðstöðinni á Blönduósi. Þar verða haldnar æfingar og farið í leiki með því markmiði að kynna körfuboltann fyrir krökkum á Blönduósi og nærsveitum.
Meira

Vanda sjálfkjörin formaður KSÍ fram í febrúar

Vanda Sigurgeirsdóttir var sú eina sem bauð sig fram til formanns KSÍ en kosningar fara fram á aukaþingi þann 2. október nk. Hún er því sjálfkjörin til embættisins líkt og stjórn og varastjórn sem einnig eru sjálfkjörin þar sem jafn margir buðu fram krafta sína og þurfti að manna. Formaður og stjórn sitja því til bráðabirgða og starfa fram að næsta knattspyrnuþingi sem haldið verður í febrúar árið 2022.
Meira

Amber og Jónas Aron best í Tindastól

Uppskeruhátíð meistaraflokka Tindastóls í fótbolta var haldin á veitingastaðnum Sauðá á Sauðárkróki sl. laugardagskvöld að viðstöddum allflestum leikmönnum liðanna, þjálfurum og stjórn. Þar voru bestu og efnilegustu leikmennirnir valdir ásamt bestu liðsfélögunum.
Meira

Donni ráðinn þjálfari og yfirmaður knattspyrnumála hjá Tindastól

Í dag skrifuðu stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls og Halldór Jón Sigurðsson, Donni, undir þriggja ára samstarfssamning um að Donni taki að sér aðalþjálfarastöðu beggja meistaraflokka félagsins auk þess að vera yfirmaður knattspyrnumála.
Meira

Vanda býður sig fram til formanns KSÍ

Króksarinn Vanda Sigurgeirsdóttir segir á Facebook-síðu sinni í morgun að hún muni bjóða sig fram til formanns Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, en boðað hefur verið til aukaþings samtakanna þann 2. október eftir að stjórn og formaður sagði af sér fyrir skömmu.
Meira

Margrét Rún stendur í marki U17 um helgina

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U17 kvenna í fótbolta, hefur valið Margréti Rún Stefánsdóttur í hópinn sem tekur þátt í undankeppni EM 2022. Ísland er þar í riðli með Norður Írlandi, Serbíu og Spáni og verður riðillinn leikinn í Serbíu dagana 24.-30. september.
Meira

Drama í lokaumferðinni þegar Stólarnir féllu í 4. deild

Það fór eins og margan grunaði að það varð hlutskipti Tindastóls að falla niður í 4. deild eftir frekar afleitt og lukkulaust sumar í boltanum. Enn var þó möguleiki á því að liðið héldi sér uppi þegar flautað var til leiks í Eyjum í dag og nöturleg staðreynd að sigur hefði dugað liðinu til að halda sér uppi þar sem Vopnfirðingar kræktu aðeins í eitt stig á heimavelli gegn Víðismönnum. Lokatölur í leiknum gegn KFS í Eyjum voru hins vegar 4-3 fyrir heimamenn og versta martröð Tindastólsmanna því orðin að veruleika.
Meira

„Sýndum veikleika þar sem allir eru sammála um að við ætlum að bæta“ - Stólar úr leik í bikarnum

Stjarnan sló Tindastól út í Bikarkeppni VÍS í körfubolta í gærkvöldi sem fer fyrir vikið í úrlitarimmu gegn Njarðvík, sem fyrr um daginn sló ÍR út, nk. laugardag. Leikur gærkvöldsins var hörkuspennandi og réðust úrslit endanlega rétt í lokin, 86:81.
Meira

„Mér fannst þetta ofboðslega gaman“

Hvorki Guðni Þór né Óskar Smári munu verða í brúnni hjá Stólastúlkum þegar þær spretta úr spori næsta sumar í Lengjudeildinni. Feykir hafði áður sagt frá því að Guðni þjálfari væri fluttur suður og í gær tilkynnti knattspyrnudeild Tindastóls að samningur Óskars Smára yrði ekki endurnýjaður. Það verður því nýr þjálfari sem tekur við liði Stólastúlkna. Feykir sendi Óskari Smára nokkrar spurningar til að tækla og það stóð ekki á svörum á þeim bænum frekar en fyrri daginn, enda kappinn alltaf hress og jákvæður.
Meira

Samningur Óskars Smára ekki endurnýjaður

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur tekið þá ákvörðun að endurnýja ekki samning við Óskar Smára Haraldsson, hinn helminginn í þjálfarateymi kvennaliðs Tindastóls, en í gær var tilkynnt að Guðni Þór Einarsson væri fluttur suður og myndi ekki þjálfa liðið áfram. Það er því ljóst að það verður nýr þjálfari í brúnni næsta sumar þegar Stólastúlkur stíga dansinn í Lengjudeildinni.
Meira