Anna Karen í þriðja sæti í unglingamótaröð GSÍ
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.07.2021
kl. 11.11
Frábært veður var báða dagana sem unglingamótaröð GSÍ fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 17. – 18. júlí sl. Mikill vindur var þó fyrstu 13 holurnar seinni daginn, sem gerði keppnina mjög krefjandi og einnig var hitinn mikill á meðan keppni stóð, á milli 23-24 gráður. Anna Karen Hjartardóttir í Golfklúbbi Skagafjarðar stóð sig vel á mótinu og endaði í þriðja sæti á 163 höggum.
Meira