Íþróttir

Tindastólssigur á Selfossi

Lið Tindastóls sótti Selfoss heim í 32 liða úrslitum Geysis-bikarsins í kvöld. Lið heimamanna leikur í 1. deildinni og hafa unnið einn leik en tapað þremur. Eftir jafnan fyrsta leikhluta náðu Stólarnir yfirhöndinni í öðrum leikhluta og sigurinn í raun aldrei í hættu eftir það þó svo að Selfyssingar hafi bitið frá sér. Lokatölur voru 68-83 og lið Tindastóls því komið áfram.
Meira

Sigur á Krókinn í kvöld

Nú á dögunum dúkkaði óvænt upp nýtt stuðningsmannalag Tindastóls á alnetinu. Lagið, sem kallast Stólar, var skráð í heimili hjá Hljómsveit Baldvins I. Símonarsonar og Hólavegsdúettsins. Þeir sem á annað borð rákust á skilaboð um útgáfu lagsins hafa sennilega flestir klórað sér í höfðinu litlu nær um hverjir stæðu á bak við þetta hressilega lag. Feykir lagðist í rannsóknarvinnu og forvitnaðist um málið.
Meira

Rúnar Már orðinn kasakstanskur meistari

Skagfirska knattspyrnukempan Rúnar Már Sigurjónsson varð nú um helgina meistari með liði sínu Astana í efstu deildinni í Kasakstan. Það var sjálfur Yuri Logvinenko sem gerði sigurmark Astana þegar þeir mættu liði Tobol á útivelli og er Astana með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar fyrir lokaumferðina.
Meira

Dramatískur baráttusigur Stólastúlkna í Hertz-hellinum

Það voru 57 áhorfendur sem skelltu sér í Hertz-hellinn í Breiðholtinu í dag til að fylgjast með leik ÍR og Tindastóls í 1. deild kvenna í körfunni. Bæði lið höfðu tapað einum leik á mótinu til þessa en unnið afgang en Stólastúlkur voru í efsta sæti, höfðu spilað leik meira en ÍR. Það var því talsvert undir og á endanum fóru leikar þannig, eftir hörkuleik, að lið Tindastóls fór með stigin tvö norður eftir að Tess setti niður þrist þegar 8 sekúndur voru eftir. Lokatölur 63-64.
Meira

Stólastelpur heimsækja ÍR í Hertz hellinn á morgun, laugardaginn 2. nóv. kl. 16:00

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta spilar sinn sjötta leik við ÍR á morgun kl. 16:00 í Hertz hellinum. Stelpurnar eru búnar að vera á sigurbraut og eru eins og stendur í fyrsta sæti í 1.deildinni en ÍR í 2. sæti, þær eiga hinsvegar leik til góða. Það er því mikilvægt fyrir Stólastelpur að sigra þennan leik til að halda sér á toppnum og hverjum við alla stuðningsmenn Tindastóls að mæta í Hertz hellinn og styðja þær til sigurs.
Meira

Tvö stig til Tindastóls

Tindastóll og Þór frá Akureyri mættust í Síkinu í gærkvöldi í undarlega flötum og leiðinlegum leik. Stemningsleysið inni á vellinum smitaðist upp í stúku og það var líkast því að það væri eitthvað formsatriði að ná í þessi tvö stig af Akureyringum. Það var varla fyrr en í fjórða leikhluta sem Stólarnir náðu að hnika sér örlítið frá gestunum. Lokatölur 89-77 og aðalmálið að ná í stigin tvö þó leikurinn fari ekki í sögubækurnar.
Meira

Skíðasvæðið í Tindastól heitir nú AVIS skíðasvæðið

Í gær var undirritaður á skíðasvæði Tindastóls samstarfssamningur skíðadeildar Tindastóls og bílaleigunnar AVIS sem hefur það að markmiði að „gera gott fyrir báða aðila“, eins og Viggó Jónsson, framkvæmdastjóri skíðadeildarinnar og Axel Gómez, framkvæmdastjóri AVIS, orðuðu það.
Meira

Tvöfaldur Tindastólssigur í tvíhöfða gegn Hamri

Lið Tindastóls og Hamars úr Hveragerði mættust tvívegis í Síkinu um helgina í 1. deild kvenna í körfubolta. Það fór svo að lið Tindastóls sigraði í báðum leikjunum og situr nú eitt á toppi deildarinnar, en reyndar búið að spila leik meira en næstu lið fyrir neðan. Fyrri leikurinn gegn Hamri, sem fram fór á laugardag, vannst með sex stiga mun, 78-72, en yfirburðir heimastúlkna voru meiri í síðari leiknum á sunnudeginum sem endaði 78-58.
Meira

Kormákur sækist eftir að verða Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga varð Fyrirmyndarhérað ÍSÍ á ársþingi sambandsins sl. vor og í framhaldi af því er stefnt að því að aðildarfélög þess verði Fyrirmyndarfélög. Nú sækist Ungmennafélagið Kormákur á Hvammstanga eftir því að hljóta þá viðurkenningu á næstunni.
Meira

Körfuboltaskólinn er að virka - Keppnisskór Helga Freys komnir upp á hillu.

Körfuknattleiksmaðurinn og þriggja stiga skyttan hjá Tindastól, Helgi Freyr Margeirsson, hefur lagt keppnisskóna á hilluna eins og fram hefur komið á Feyki.is. Keppnisferillinn spannar 22 ár, lengstum með meistaraflokki Tindastóls en hann var aðeins 14 ára gamall er hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með Stólum tímabilið 1996-1997. Nú er komið að nýjum kafla í lífi Helga þar sem hann helgar sig útbreiðslu íþróttarinnar í Körfuboltaskóla Norðurlands vestra og hafði Feykir samband við kappann og forvitnaðist um sem þá vinnu.
Meira