Íþróttir

Donni spenntur fyrir þeim erlendu leikmönnum sem Tindastóll er að reyna að landa

Stólastúlkur fóru af stað í Lengjubikarnum um síðustu helgi og ekki var byrjunin sú sem þjálfara og leikmenn hafði kannski dreymt um, 9-0 tap gegn erkifjendunum í Þór/KA. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Donna þjálfara, forvitnaðist um samningsmál leikmanna, leikinn gegn Fram um næstu helgi og fleira.
Meira

Brasilíumaður í bleikt

Feykir gaf í skyn fyrr í vikunni að ekki væri ólíklegt að lið Kormáks/Hvatar yrði búið að bæta við leikmanni áður en liðið spilaði fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum nú um helgina. Það stóð heima því meistaraflokksráð Kormáks Hvatar hefur gengið frá samningum við brasilíska sóknarmiðjumanninn Matheus Bettio Gotler um að leika með liðinu í sumar.
Meira

Planið hans Lalla fauk út um gluggann í Síkinu

Lið Tindastóls og Þórs Þorlákshafnar mættust í Síkinu í gærkvöldi í Bónus deildinni. Leikirnir gegn Þórsurum hafa í gegnum tíðina boðið upp á hitt og þetta og ekki á vísan að róa varðandi úrslit. Það hefur ekki alltaf dugað heimamönnum að ná góðri forystu gegn liði Þórs en það var akkúrat það sem gerðist í byrjun leiks í gær. Gestirnir voru nálægt því að jafna leikinn í síðari hálfleik en Stólarnir fundu fjölina þegar á þurfti að halda og sigldu heim góðum sigri. Lokatölur 109-96.
Meira

Skagfirska mótaröðin farin af stað

Fyrsta mót Skagfirsku mótaraðarinnar fór fram 11. febrúar á þriðjudaginn og var einstaklega gaman að sjá hversu góð skráning var og gaman að sjá allt fólkið í stúkunni á þessu fyrsta móti vetrarins segir á Facebook-síðu Hestamannafélagsins Skagfirðingi. Hér fyrir neðan má sjá úrslit kvöldsins. 
Meira

Unglingaráðið í körfunni komið með VEO LIVE myndavél

Barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeildar Tindastóls fékk um miðjan janúar að gjöf frá Fisk Seafood sérstaka íþróttamyndavél sem tekur upp og streymir frá leikjum í beinni útsendingu. Þessi gjöf er nú þegar farin að nýtast einkar vel því vélin var strax tekin í notkun og búið að sýna frá nokkrum leikjum. Nú geta allar ömmur og afar fylgst með í stofunni heima, frændur og frænkur erlendis frá eða foreldrar og aðrir forráðamenn sem komast ekki á alla leiki. Þá nýtist vélin einnig í þjálfun, en þjálfarar geta nú horft á upptökur af leikjum og greint tækifæri til bætinga. 
Meira

Hjólaferðaþjónusta - viðburður

Hjólreiðar eru að verða sífellt vinsælli ferðamáti, bæði hvað varðar ferðalög til og frá vinnu en einnig í frístundum. Hjólaferðamennsku hefur einnig vaxið fiskur um hrygg undanfarið og þann 24. febrúar næstkomandi býður Samband sveitarfélaga á Norðurlandi vestra upp á spennandi viðburð þar sem skoðaðir eru möguleikar í hjólaferðaþjónustu og hvernig hægt er að nýta hjólreiðar sem hluta af öflugri ferðaþjónustu, segir á heimasíðu Húnþings vestra.
Meira

Simon og Goran semja við Kormák/Hvöt

Aðdáendasíða Kormáks, og væntanlega Hvatar líka, tilkynnir nú leikmannaráðningar nánast daglega eins og enginn sé morgundagurinn og ljóst að Húnvetningar er með metnað fyrir sumrinu hjá Kormáki/Hvöt.
Meira

Vann til sex verðlauna á Unglingalandsmótinu sl. sumar

Það er komið að næsta íþróttagarpi en það er engin önnur en Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir. Súsanna er fædd árið 2009 í Árósum í Danmörku en flutti 18 mánaða á Ríp 3 í Hegranesinu í Skagafirði. Foreldrar hennar eru Hildur Þóra Magnúsdóttir og Halldór Brynjar Gunnlaugsson en hún á einnig tvo eldri bræður, þá Magnús Hólm og Brynjar Þór.
Meira

Erfið byrjun Stólastúlkna í Lengjubikarnum

Það er óhætt að segja að lið Þórs/KA hafi ekki sýnt Stólastúlkum neina miskunn þegar liðin mættust í Boganum á Akureyri seinni partinn í dag í fyrstu umferð Lengjubikarsins. Þær akureysku voru í miklum ham og tóku forystuna eftir þrjár mínútur. Staðan var síðan 5-0 í hálfleik og fór svo á endanum að lokatölur voru 9-0.
Meira

Æfingamót í Portúgal | Dagbók Elísu Bríetar

Feykir hefur ítrekað sagt frá ævintýrum knattspyrnustúlknanna frá Skagaströnd, Birgittur Rúnar Finnbogadóttur og Elísu Bríetar Björnsdóttur, og það er engin leið að hætta. Þær spila með Bestu deildar liði Tindastóls og voru báðar valdar í 22 kvenna landsliðshóp U17 liðs Íslands og fóru með liðinu til Portúgal nú seint í janúar en þar tók liðið þátt í fjögurra liða æfingamóti. Feykir plataði Elísu Bríeti til að halda eins konar dagbók og segja lesendum Feykis frá því hvað gerist í landsliðsferðum.
Meira