Íþróttir

Arnar Geir í sigurliði Missouri Valley College í golfi

Skagfirðingurinn Arnar Geir Hjartarson og félagar hans í Missouri Valley College spiluðu dagana 29. apríl – 1. maí á Heart of America Championship mótinu í golfi. Leikið var á Porto Cima vellinum á Sunrice Beach í Missouri. Glæsilegur völlur sem hannaður er af Jack Nicklaus.
Meira

Birnum gekk vel á öldungamóti í blaki

Birnur á Hvammstanga átti tvö lið í öldungamóti í blaki sem fram fór dagana 25.-27. apríl í Reykjanesbæ en að þessu sinni stóðu Þróttur og Keflavík saman að framkvæmd þess. Báðum liðum gekk vel en keppt var í samtals 15 deildum í kvennaflokki og í átta deildum í karlaflokki og voru keppendur alls um 1300. Svo vel tókst til að annað Birnuliðið varð sigurvegari í sinni deild.
Meira

Baldur Þór að taka við Tindastóli?

Rúv.is fullyrðir að Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Þórs Þorlákshöfn, verði næsti þjálfari karlaliðs Tindastóls í Dominosdeild í körfubolta en sé við það að skrifa undir samning við félagið. Óhætt er að segja að Baldur Þór hafi vakið mikla athygli í vetur fyrir frammistöðu Þórs, sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem liðið sló Stólana út úr keppninni eftir að hafa lent 0-2 undir. Þeir rifu sig hins vegar upp og unnu næstu þrjá leiki og komu sér með því í undanúrslit. Þar tapaði liðið tapaði fyrir KR 3-1.
Meira

Vítaspyrnukeppni í Lengjubikarnum – Myndband og myndaveisla

Það var hörkuleikur í úrslitum C riðli Lengjubikars kvenna á Sauðárkróksvelli sl. sunnudag þegar stelpurnar í Tindastóli tóku á móti Þrótturum úr Reykjavík. Leikurinn endaði 4-4 og því var strax í vítaspyrnukeppni til að ná fram úrslitum og þar komust Stólar yfir á ný þegar ein gestanna skaut í þverslá. Þá þurftu Stólar að nýta sínar spyrnur en eins og áður var lukkan ekki með þeim því tvær spyrnanna fóru forgörðum og Þróttarar fögnuðu sigri.
Meira

Þróttarar Lengjubikarmeistari C riðils

Það var hörkuleikur í úrslitum C riðli Lengjubikars kvenna á Sauðárkróksvelli í dag þegar stelpurnar í Tindastól tóku á móti Þrótturum úr Reykjavík. Fjöldi fólks mætti á völlinn enda skartaði Skagafjörður sínu besta veðri. Óhætt má segja að Stólar hafi glutrað niður unnum leik og hafi verið sjálfum sér verstar.
Meira

Stólastúlkur í úrslit í Lengjubikarnum

Kvennalið Tindastóls tók á móti liði Völsungs í undanúrslitum C-deildar í Lengjubikarnum á sumardaginn fyrsta. Leikið var á gervigrasinu á Króknum í 16 stiga hita og hlýrri golu. Það er skemmst frá því að segja að Stólastúlkur fóru illa með gestina frá Húsavík og unnu öruggan 5-0 sigur og eru því komnar í úrslitaleikinn í C-deildinni.
Meira

Tindastólsmenn úr leik í Mjólkurbikarnum

Karlalið Tindastóls heimsótti lið Völsungs á Húsavík sl. miðvikudagskvöld í annarri umferð Mjólkurbikarsins. Ekki bjuggu strákarnir til neinn rjóma í þessari ferð því heimamenn í Völsungi reyndust sterkari og sigruðu 3-1 og geta liðsmenn Tindastóls því farið að einbeita sér að þátttöku í 2. deildinni.
Meira

Vel heppnað skíðagöngumót í Fljótum

Ferðafélag Fljóta stóð að vanda fyrir árlegu skíðagöngumóti í Fljótum á föstudaginn langa. Þar sem snjóa hafði tekið upp í rásmarkinu var tekin ákvörðun um að færa markið upp á Holtsdal og voru keppendur fluttir þangað í rútu ef þeir óskuðu þess en aðrir hituðu upp fyrir keppnina og gengu þangað, um eins kílómeters vegalengd.
Meira

Gunnar Stefán Íslandsmeistari í vaxtarrækt

Gunnar Stefán Pétursson, frá Sauðárkróki varð Íslandsmeistari í vaxtarrækt þegar Íslandsmótið í fitness fór fram í Háskólabíói á skírdag. Rúmlega 40 keppendur stigu á svið í ýmsum flokkum og var mikil stemning, samkvæmt því sem fram kemur á Fitness.is en margir af bestu keppendum landsins voru mættir þó eitthvað vantaði í hópinn miðað við fyrri ár.
Meira

Tindastólshóparnir styrktir fyrir sumarið

Feykir hafði samband við Jón Stefán Jónsson, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Tindastóls og annan þjálfara kvennaliðs Stólanna, og spurði út í leikmannamál Tindastólsliðanna. Strákarnir spila í sumar í 2. deildinni líkt og undanfarin ár en stelpurnar taka þátt í Inkasso-deildinni eða 1. deild kvenna.
Meira