Íþróttir

Heimaleikir framundan

Í dag er leikdagur hjá meistaraflokki karla í körfubolta, þegar Haukar sækja Tindastól heim og hefst leikurinn klukkan 19:15. Í síðustu leikjum hefur verið mjótt á munum, framlengingar, svekkjandi töp og meiðsli. Upp upp og áfram Tindastóll. Hægt verður að kaupa hamborgara frá klukkan 18:15.
Meira

Stóllinn 2023/2024 er kominn út

Nýr árgangur af Stólnum, kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, er kominn í dreifingu en það er kkd. Tindastóls og Nýprent sem gefa blaðið út. Starfsfólk Nýprents hafði veg og vanda af efnisöflun og skrifum ásamt nokkrum gestaskrifurum en það er svo Davíð Már Sigurðsson sem á meginpart myndanna í Stólnum.
Meira

Tindastóll og Hvöt/Fram á Goðamóti Þórs í 6. flokki kvenna

Um sl. helgi fór fram Goðamót Þórs hjá 6. flokki kvenna í Boganum á Akureyri og sendu bæði Tindastóll og Hvöt/Fram nokkur lið til leiks. Á föstudeginum var hraðmót og spilaðir voru þrír leikir 2*7 mínútur þar sem úrslit leikja sögðu til um í hvaða styrkleikaflokki (A-F) hvert lið spilaði í á laugardeginum. Þá voru einnig spilaðir þrír leikir en hver leikur var 2x10 mínútur og voru svo úrslitaleikir á sunnudeginum þar sem spilað var um sæti.Tindastóll sendi þrjú lið til leiks, Drangey, Málmey og Lundey og Hvöt/Fram sendi tvö lið, lið 1 og lið 2.
Meira

Frábær árangur um helgina

Um sl. helgi fóru fram í Reykjavík fjölliðamót fyrir krakka fædda 2012 (MB11) og sendi Tindastóll eitt stelpulið sem spilaði í Valsheimilinu og tvö strákalið sem spiluðu í Grafarvoginum í bæði Rimaskóla og Dalhúsi. Stelpurnar voru í A-riðli og þar eru spilaðir fimm leikir. Stelpurnar voru í A-riðli og þar eru spilaðir fimm leikir. Þar náðu þær að vinna þrjá leiki af fimm og enduðu í 2. sæti í riðlinum. Fyrir mótið voru tvö lið skráð til leiks en eitthvað fækkaði í hópnum vegna veikinda þegar kom að mótinu en þá komu stelpurnar úr Val til hjálpar og var spilað með blandað lið frá Tindastól og Val sem b-lið. Stelpurnar hafa bætt sig mjög mikið, bæði sem einstaklingar og sem lið, og eru að uppskera eftir því. Flottar stelpur þarna á ferðinni.
Meira

Allar deildir innan Tindastóls í sömu utanyfirgöllunum

Þær ánægjulegu fréttir bárust í dag frá aðalstjórn Tindastóls að samkomulag hefur náðst um að allar deildir innan Tindastóls séu nú í sömu utanyfirgöllunum frá Jako. Er þetta skref í þá átt að allir krakkarnir sem æfa undir Tindastól geti samnýtt gallana sína óháð því hvaða greinar þau æfa. Þetta eru virkilega góðar fréttir því við erum jú öll í Tindastól. 
Meira

Njarðvík hafði betur gegn Stólunum í framlengdum leik sl. föstudag

Á föstudaginn var, 17. nóvember, brunuðu Stólastrákar til Njarðvíkur í Ljónagryfjuna þar sem spilaður var hörkuleikur sem endaði í framlengingu þar sem Njarðvík vann leikinn 101-97. Stólastrákar spiluðu án Sigtryggs Arnars, David Geks og Hannes Inga. Pétur var ekki í byrjunarliðinu að þessu sinni en gaman var að sjá að Callum Lawson og Ragnar Ágústsson stigu upp í leiknum og voru með þeim stigahæstu.
Meira

Fjórði sigurinn í röð hjá Stólastúlkum

Já það leikur á alls oddi hjá Stólastúlkum þessar vikurnar því í gær, fimmtudaginn 16. nóvemer, náðu þær í fjórða sigurinn í röð þegar Ungmennaflokkur Keflavíkur kom í Síkið. Eftir leikinn sitja þær í 2. sæti með fjóra sigra og tvö töp en KR situr í því fyrsta með fimm sigra og eitt tap. 
Meira

Króksamót á Króknum sl. laugardag

Króksamót Tindastóls var haldið í Síkinu sl. laugardag og var þetta í tólfta skiptið sem mótið var haldið. Þátttakendur voru um 170 á aldrinum 6 - 11 ára og komu frá Þór Akureyri, Samherja Eyjarfjarðasveit, Kormáki frá Hvammstanga/Hvöt frá Blöndósi/Fram frá Skagaströnd og svo að sjálfsögðu frá Tindastóli. Mikil spenna var í loftinu þegar fyrstu leikirnir fóru af stað og svar spilað frá kl. 10 um morguninn til að verða 19 um kvöldið. Þarna voru margir krakkar á sínu fyrsta körfuboltamóti en spilað var 2x10 mínútur og 1x10 mínútur hjá þeim yngstu, 6 - 7 ára.
Meira

Tindastóll/Hvöt/Kormákur vann B-deildina í 4. flokki kvenna

Tindastóll/Hvöt/Kormákur í 4. flokki kvenna sendi 23 stelpur í tveimur liðum til leiks á Stefnumót KA í Boganum sl. helgi. Spilað var föstudag, laugardag og sunnudag og stóðu þær sig allar mjög vel og lögðu sig 100% fram. Spilaður var mjög skemmtilegur fótbolti sem skilaði stelpunum í liði eitt sigri í B-deildinni. 
Meira

Fræðsludagur UMSS

Fræðsludagur UMSS 2023 verður haldinn í Ljósheimum 16. nóvember og hefst hann kl. 17:30.
Meira