Íþróttir

Stólastúlkur náðu í stig gegn liði Vals í fyrsta sinn

Í gær mættust lið Tindastóls og Vals í Bestu deild kvenna og var spilað við ágætar aðstæður á Króknum. Úr varð hörkuleikur og fór svo að lokum að liðin deildu stigunum en lokatölur voru 2-2. Þetta var í fyrsta skipti sem Stólastúlkur ná í stig gegn liði Vals og máttu eiginlega vera svekktar með að þau urðu ekki fleiri.
Meira

Taiwo beit á Krókinn á ný

Það stefnir í alvöru hvítasunnuhelgi hjá stuðningsmönnum Tindastóls í körfunni. Í gær var Arnar Guðjónsson kynntur til sögunnar sem næsti þjálfari meistaraflokks karla og í morgun laumaði körfuknattleiksdeild Tindastóls út í kosmósið myndbandi þar sem Taiwo okkar Badmus tilkynnir endurkomu sína á Krókinn.
Meira

Arnar Guðjónsson er nýr þjálfari Tindastóls í körfunni

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Arnar Guðjónsson og mun hann taka við sem þjálfari meistaraflokks karla næstkomandi tímabil. Í tilkynningu sem kkd. Tindastóls sendi frá sér í dag kom fram að Arnar mun einnig sjá um Körfuboltaakademíu Tindastóls og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og aðstoða við skipulag á þjálfun yngri flokka.
Meira

Stólastúlkur mæta liði Vals í dag

Það verður hellingur af fótbolta spilaður um hvítasunnuhelgina og hefst veislan í kvöld þegar lið Vals mætir í heimsókn á gervigrasið á Króknum þar sem Stólastúlkur bíða þeirra. Um er að ræða leik í áttundu umferð Bestu deildarinnar og aldrei þessu vant eru liðin á svipuðum slóðum í deildinni, lið Vals í sjöunda sæti með átta stig og Tindastóll í áttunda sæti með sex stig. Leikurinn hefst kl. 18 og útlit fyrir ágætt fótboltaveður.
Meira

„Erum ennþá að móta okkur í deildinni“

„Sigurinn var virkilega sætur og skipti okkur miklu máli,“ segir Konráð Freyr Sigurðsson, Konni, þjálfari Tindastóls þegar Feykir spurði hann út í leikinn gegn Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar sem var spilaður í gærkvöldi. Stólarnir unnu leikinn, gerðu sigurmarkið á 99. mínútu og nældu í dýrmætan sigur í kjölfar þriggja tapleikja.
Meira

„Ég þurfti nú bara að hlaupa á boltann“

Hann var kærkominn sigur Tindastólsmanna í gærkvöldi en eftir þrjá tapleiki í röð leit lengi út fyrir að sá fjórði bættist við því vinir okkar í liði KF úr Fjallabyggð leiddu nánast allan leikinn. Stólarnir jöfnuðu skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma og það var síðan fyrirliðinn og markamaskínan Sverrir Hrafn sem gerði sigurmarkið á níundu mínútu uppbótartíma. Lokatölur því 2-1 og þrjú stig í baukinn.
Meira

Eyfirðingarnir tóku öll stigin með sér frá Blönduósi

Fimm leikir voru spilaðir í 2. deild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Á Blönduósvelli tóku leikmenn Kormáks/Hvatar á móti grönnum sínum í Dalvík/Reyni sem löngum hafa reynst ansi seigir. Gestirnir komust yfir snemma leiks og heimamenn, sem með sigri hefðu komið sér laglega fyrir í toppbaráttu deildarinnar, náðu ekki að koma boltanum í mark Eyfirðinga og máttu því þola súrt tap á heimavelli. Lokatölur 0-1.
Meira

Vaxandi áhugi á boccia í Húnaþingi vestra

Vesturlandsmót í boccía fór fram í Íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellbæ föstudaginn 30. maí. Til leiks mættu 19 sveitir, fimm frá Akranesi, Borgarbyggð og Húnaþingi-vestra og loks tvær sveitir úr Stykkishólmi og Mosfellsbæ. Feykir fékk ábendingu um að Vestur-Húnvetningar væru vel ferskir þegar kæmi að boccia ástundun og árangri í því sporti. Það var því ekki úr vegi að leggja nokkrar spurningar fyrir Guðmund Hauk Sigurðsson, formann Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra og einn alharðasta bocciakappa sveitarfélagsins.
Meira

Stólastúlkur verða stolt Norðurlands í Bónus deild kvenna

Kvennalið Þórs frá Akureyri mun ekki taka þátt í efstu deild körfunnar næsta vetur en stjórn félagsins hefur ákveðið að draga liðið úr keppni. „Við alla vega verðum með lið í efstu deild,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, þegar Feykir spurði hann út í áætlanir Tindastóls. Það verður því þannig næsta vetur að lið Tindastóls verður eina liðið af Norðurlandi til að halda upp merki Norðlendinga í Bónus deild kvenna.
Meira

Húnvetningar með hörkusigur á Snæfellsnesinu

Það eru ekkert allir sem sækja stig á Ólafsvíkurvöll en lið Kormáks/Hvatar gerði sér lítið fyrir og gerði einmitt það í gær þegar liðin áttust við í 5. umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Eitt mark dugði til og það kom um miðjan síðari hálfleik. Með sigrinum færðist lið Húnvetninga upp í fjórða sæti deildarinnar og er aðeins stigi frá liðunum í öðru og þriðja sæti.
Meira