Stólarnir með vasklega framgöngu í VÍS bikarnum
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.10.2024
kl. 09.32
Stólarnir skelltu Skagamönnum í gærkvöldi þegar liðin mættust í 32 liða úrslit VÍS bikarsins en leikið var á Akranesi fyrir framan um 300 áhorfendur. Heimamenn fóru vel af stað en undir lok fyrsta leikhluta hnikluðu gestirnir vöðvana og náðu undirtökunum í leiknum. Það bar kannski einna helst til tíðinda að Davis Geks fót með allt fjalasafnið sitt með sér í leikinn og gerði átta 3ja stiga körfur í ellefu tilraunum. Lokatölur leiksins voru 81-107 og Stólarnir komnir með miða í 16 liða úrslit bikarsins.
Meira