Íþróttir

Hafsteinn Ingi með fernu fyrir Stólana í Lengjubikarnum

Karlalið Tindastóls mætti liði Æskunnar úr Eyjafirði í fyrstu umferð Mjókurbikarsins síðastliðinn laugardag og var spilað á gervigrasinu á Króknum. Æskan þvældist ekki mikið fyrir Stólunum sem sigruðu örugglega 5-0 og eru því komnir í aðra umferð þar sem strákarnir mæti liði Völsungs nú síðar í apríl.
Meira

Stólastúlkur efstar í sínum riðli

Kvennalið Tindastóls mætti liði Fjölnis úr Grafarvogi á gervigrasinu á Króknum nú á sunnudaginn í lokaleik liðanna í Lengjubikarnum. Bæði lið áttu möguleika á að enda í efsta sæti í 1. riðli C deildar kvenna en Fjölnisstúlkur urðu þó að vinna leikinn en jafntefli dugði liði Tindastóls. Eftir hörkuleik þá fór að stelpurnar skiptust á jafnan hlut. Lokatölur 2-2.
Meira

Lykilleikmenn skrifa undir hjá Tindastól

Á dögunum skrifuðu lykilleikmenn meistaraflokks karla í körfubolta undir nýja samninga við lið Tindastóls fyrir komandi keppnistímabil. Þar með er allri óvissu eytt um þá ungu leikmenn sem ósjaldan hafa verið orðaðir við skólagöngu syðra og liðsskiptingu sem óhjákvæmilega fylgdu með. Óhætt er að segja að hér sé um gleðitíðindi að ræða enda öfluga heimamenn um að ræða sem hafa verið í lykilhlutverki fyrir Tindastól á undanförnum árum.
Meira

Skíðavertíðinni lokið í Tindastól – Engin skíðahátíð um páskana

Nú er útséð með það að ekkert verður úr páskagleðinni sem vera átti á skíðasvæði Tindastóls og formlegri vígslu nýju lyftunnar frestað enn einu sinni. Viggó Jónsson, staðarhaldari, segir allan snjó horfinn og ekkert hægt við því að gera. „Gríðarleg vonbrigði og mikið fjárhagslegt tjón,“ segir hann.
Meira

Israel Martin og Tindastóll skilja að skiptum

Körfuknattleiksdeild Tindastóls og Israel Martin, þjálfari meistaraflokks karla, hafa komist að samkomulagi um að hann hætti sem þjálfari liðsins. Í fréttatilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að ákvörðunin hafi verið tekin í mestu vinsemd og báðir aðilar fari sáttir frá borði.
Meira

Silfur og brons á Íslandsmóti yngri flokka í júdó

Íslandsmót yngri flokka í júdó var haldið í Laugabóli í Reykjavík sl. laugardag. Tindastóll átti þrjá fulltrúa á mótinu af rúmlega hundrað keppendum. Mótið er venjulega það fjölmennasta ár hvert og markar lok keppnistímabilsins á Íslandi. Rúmlega hundrað keppendur mættu til leiks og keppt var í þyngdar- og aldursflokkum.
Meira

„Við verðum að horfa fram á veginn“

Það er óhætt að fullyrða að stuðningsmenn og leikmenn Tindastóls hafi orðið fyrir sárum vonbrigðum þegar liðið tapaði oddaleiknum gegn Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitum Dominos-deildarinnar nú á dögunum. Þrettán stigum undir þegar fjórar mínútur voru eftir af fimmta leik liðanna tókst Þórsurum það sem átti eiginlega ekki að vera hægt; að snúa leiknum á hvolf og vinna sigur í leik sem var ekkert annað en fáránlegur. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara Tindastóls, Israel Martin.
Meira

Skíði, skíði og skíði

Nú fer að styttast í páskahelgina og þá er tilvalið að fyrir fjölskyldur, nú eða einstæðinga, að skella sér á skíði á nýjasta skíðasvæði landsins, í Tindastól. Þar er páskadagskráin tilbúin og verður ansi heitt í kolunum í orðsins fyllstu merkingu.
Meira

Brynjar Þór kveður lið Tindastóls

Feyki barst rétt í þessu fréttatilkynning frá stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls þar sem fram kemur að stórskyttan Brynjar Þór Björnsson hafi óskað eftir að fá sig lausan af samningi við KKD Tindastóls af persónulegum ástæðum. Brynjar söðlaði um síðasta sumar og skipti úr meistaraliði KR yfir í Síkið til Maltbikarmeistara Tindastóls.
Meira

María Finnbogadóttir Íslandsmeistari í svigi

Skíðadeild Tindastóls eignaðist í gær Íslandsmeistara í svigi á skíðamóti Íslands sem fram fór í Böggvisstaðafjalli við Dalvík og þar með sinn fyrsta í Alpagreinum. María Finnbogadóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði bæði í flokki 18-20 ára stúlkna og fullorðinsflokki kvenna.
Meira