Íþróttir

Gott stig gegn toppliðinu í 4. deildinni

Lið Kormáks/Hvatar (K/H) mætti Hvíta Riddaranum í fimmtu umferð 4. deildarinnar föstudaginn 14. júní á Varmárvelli. Leikurinn sem fór fram á Varmárvelli átti að spilast á Blönduósvelli en vegna Smábæjaleika þá var leikurinn færður yfir á heimavöll Hvíta Riddarans. Með sigri þá myndi (K/H) halda þriðja sætinu og haldið pressunni á liðinum sem eru í fyrsta og öðru sæti.
Meira

Rúnar Már kominn til Kasakstan

Fjölmiðlar greina frá því að miðjumaðurinn skagfirski, Rúnar Már Sigurjónsson, sé búinn að skrifa undir samning við FC Astana sem ku vera sterkasta liðið í Kasakstan. Félagið staðfesti félagaskiptin í dag og ætti landsliðsmaðurinn að geta fagnað félagaskiptunum um leið og hann heldur upp á 29 ára afmælið sitt á morgun.
Meira

Íslandsmeistaramót í Skagafirði og tvö lið í WOW Cyclothon - Hjólreiðafélagið Drangey stendur í stórræðum

Það verður nóg að gera hjá liðsmönnum Hjólreiðafélagsins Drangeyjar í Skagafirði en nk. sunnudag, 23. júní, mun félagið standa fyrir Drangeyjarmótinu, sem er hluti af Íslandsmeistaramóti í hjólreiðum. Þremur dögum síðar taka tvö lið frá klúbbnum þátt í WOW Cyclothon.
Meira

Eitt stig er ágætis byrjun

Lið Tindastóls og Þróttar úr Vogum mættust í sól og sumaryl á Sauðárkróksvelli í dag. Leikurinn var talsvert fjöugur en heimamenn leiddu í hálfleik, 2-1, en þurftu að standast talsverða pressu gestanna í síðari hálfleik. Á endanum náðu Þróttarar að jafna og niðurstaðan jafntefli. Fyrsta stig Tindastóls því komið í hús en betur má ef duga skal. Lokatölur 2-2.
Meira

Minningarmót um Friðrik lækni

Árlegt minningarmót til heiðurs Friðriki J. Friðrikssyni lækni fer fram á Hlíðarendavelli sunnudaginn 16. júní. Friðrik læknir var fyrsti heiðurfélagi Golfklúbbs Sauðárkróks, GSS. Hann var formaður klúbbsins árin 1977-83 en á þeim árum var völlurinn fluttur að Hlíðarenda að tilstuðlan nokkurra eldhuga úr Rótarý og golfklúbbnum. Friðriki hafði brennandi áhuga á golfi og byrjaði að spila snemma á vorin niður á Borgarsandi þegar ekki var fært uppi á velli. Hann æfði sig óspart heima, svo mikið að stofuloftið varð fyrir barðinu á golfkylfunum svo gera þurfti við það. Þeir sem spiluðu golf með Friðriki lýsa honum sem liprum félaga sem gott var að spila með.
Meira

Dýrmætt stig hjá Kormáki/Hvöt í 4. deildinni

Á Hvítasunnudag fór fram einn leikur í 4.deild karla, þegar Snæfell fékk Kormák/Hvöt(K/H) í heimsókn á Stykkishólmsvelli. Fyrir leikinn voru Snæfell með níu stig í öðru sæti og ekki tapað leik, en Kormákur/Hvöt í því þriðja með sex stig eftir tvo góða sigra í seinustu tveim leikjum.
Meira

Margmenni á golfdegi í blíðskaparveðri

Um 60 manns heimsóttu Vatnahverfisvöll við Blönduós á golfdegi PGA í gær, mánudaginn 10. júní, og nutu leiðsagnar fjögurra kennara í PGA golfkennaranámi. Golfdagur PGA var haldinn á fjórum stöðum á landinu að þessu sinni.
Meira

Leiknismenn höfðu betur í sólinni á Króknum

Tindastólsmenn tóku á móti liði Leiknis frá Fáskrúðsfirði í 2. deild karla í knattspyrnu í dag eða um leið og sumarið fann sig á ný í Skagafirði. Lið Tindastóls hafði tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni fyrir þennan leik og gestirnir höfðu enn ekki tapað leik. Úrslitin reyndust því miður eftir bókinni, en Leiknir náði snemma tveggja marka forystu og Stólarnir náðu ekki að kreysta fram jafntefli þrátt fyrir nokkur góð færi í síðari hálfleik. Lokatölur 1-2.
Meira

Stórsigur Stólastúlkna á Fjölni úr Grafarvoginum

Tindastóll tók á móti Fjölni í gærkvöldi í lokaleik fjórðu umferðar í Inkasso-deild kvenna á Sauðárkróksvelli. Leikurinn endaði með stórsigri Tindastóls 6-2, en fyrir leikinn voru Tindastóll í áttunda sæti með þrjú stig og Fjölnir í því níunda með eitt stig.
Meira

Hjólað, skokkað, gengið í aldarfjórðung

Skokkhópur Árna Stef á Sauðárkróki hefur verið iðinn við að hreyfa sig í gegnum tíðina en nú sl. þriðjudag hófst starfsemin 25 árið. Ekki er einungis um skokk að ræða heldur almenna hreyfingu eins og ganga, hjólreiðar og fjallaferðir. Fjör, púl og teygjur, segir í tilkynningu en einnig er lagt upp úr fjölskyldusamveru.
Meira