Íþróttir

Enginn derbíleikur norðanliðanna í átta liða úrslitum

Eins og Feykir hefur sagt frá þá tryggðu bæði Kormákur/Hvöt og Tindastóll sér sæti í Fótbolti.net bikarnum með góðum sigrum í hörkuviðureignum í gærkvöldi. Dregið var í átta liða úrslit keppninnar í hádeginu í dag og þar varð ljóst að draumaviðureign margra á Norðurlandi vestra verður í það minnsta ekki í átta liða úrslitum.
Meira

Húnvetningar með sigurmark í seiglutíma

Það voru ekki bara Stólarnir sem komust í átta liða úrslit Fotbolti.net bikarsins í gærkvöldi því lið Kormáks/Hvatar hafði betur gegn liði Árbæjar á Domusnovavellinum eftir dramatík og markaveislu. Húnvetningar voru yfir 1-3 í hálfleik en heimamenn náðu að jafna í blálokin en víti í bláblálokin tryggði Kormáki/Hvör framhaldslíf í keppninni. Lokatölur 3-4.
Meira

Formaðurinn skoraði í sigurleik á Króknum

Það verður ekki annað sagt en að Fótbolti.net bikarinn er hið besta uppbrot fyrir neðri deildar liðin í boltanum. Bikarkeppnir eiga það til að bjóða upp á óvænt úrslit og kannski enn frekar þegar komið er í neðri deildirnar. Í kvöld tóku Tindastólsmenn, sem eru um miðja 3. deild sem stendur, á móti einu af toppliðunum í 3. deild, Þrótti úr Vogum. Og já, Stólarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu hörkuleik og eru því komnir í átta liða úrslit.
Meira

Stólarnir spila í Bikarkeppninni í kvöld

16 liða úrslit í Fótbolti.net bikarnum! Norð-vesturliðin verða vonandi á skotskónum.
Meira

Tindastóll í Evrópukeppni!

Það stefnir í óvenjulegan og áhugaverðan vetur hjá karlaliði Tindastóls í körfunni en Stólarnir hafa skráð sig til leiks í European North Basketball League (ENBL) í vetur. Í tilkynningu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að 27 lið séu skráð til leiks í keppnina sem leika í einni deild en hvert lið leikur átta leiki, það eru því fjórir heimaleikir og fjórir útileikir sem liðið spilar á tímabilinu frá október til febrúar. Eftir það er svo úrslitakeppni.
Meira

Það er mikill uppgangur í Golfklúbbi Skagafjarðar

Meistaramót GSS 2025 fór fram dagana 7.-12. júlí á Hlíðarendavelli. Metþátttaka var í meistaramótinu en 30% klúbbfélaga voru skráðir til leiks eða samtals 103 kylfingar. Meistaramótið er fyrir alla félagsmenn GSS, flokkar við allra hæfi. Í barna og unglingaflokkum voru 29 þátttakendur sem léku í 4 flokkum en þátttakendur í fullorðinsflokkum voru 74 sem léku í 8 flokkum.
Meira

Spænskur leikstjórnandi í kvennalið Tindastóls

Tindastóll hefur gengið frá samningi við spænska leikstjórnandann, Alejandra Quirante, fyrir komandi tímabil í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik. Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir að Alejandra komi til liðsins með reynslu úr efstu deild á Spáni og er ætlað að leiða liðið á vellinum.
Meira

Gamall refur gerði Stólunum grikk

Stólarnir fóru helst til þunnskipaðir austur á Höfn um helgina og léku við lið Sindra. Stólarnir voru fyrir leikinn í sjötta sæti en Hornfirðingar í níunda sæti. Staða liðanna breyttist ekki en þau gerðu 2-2 jafntefli þar sem gamall markarefur og fyrrum leikmaður Tindastóls jafnaði metin á lokakaflanum.
Meira

Þrjú stig sótt á Seltjarnarnesið

Eftir þrjá svekkjandi tapleiki í röð gerðu liðsmenn Kormáks/Hvatar góða ferð suður á Seltjarnarnes og að leik loknum var risið á heimamönnum bæði lítið og lágt. Gestirnir áttu góðan leik í fyrri hálfleik og leiddu 1-2 ú hálfleik og í síðari hálfleik var varist með kjafti og klóm og þó Gróttverjar gerðu sitt besta til að jafna þá tókst það ekki. Lokatölur 1-2 og mikilvæg þrjú stig í hús.
Meira

Orri og Veigar með U20 landsliðinu í Grikklandi

U20 ára landslið karla er farið til Grikklands þar sem það tekur þátt í A deild EuroBasket U20. Tveir Króksarar eru í liðinu, Íslandsmeistarar með liði Tindastóls vorið 2023 en spiluðu síðasta vetur með liði Þórs á Akureyri. Það eru að sjálfsögðu tvíburarnir Orri Már og Veigar Örn Svavarssynir.
Meira