Íþróttir

Ivan Gavrilovic til liðs við Stólana

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hinn serbneska Ivan Gavrilovic um að leika með karlaliðinu á komandi tímabili. Kappinn er um 2,05 metrar frá toppi til táar, fæddur 6. mars 1996, og spilaði síðast með Arka Gdynia í Póllandi. Hann hefur komið víða við á ferlinum og auk Póllands þá hefur hann stigið dansinn í Austurríki, Búlgaríu, Litháen, Norður Makedóníu, Serbíu og Slóveníu.
Meira

480 leikir spilaðir á Króksmótinu

Króksmótið í knattspyrnu fer fram nú um helgina á Sauðárkróksvelli en það er fyrir drengi í 6. og 7. flokki. Að þessu sinni taka 96 lið frá tuttugu íþróttafélögum þátt í mótinu og því hátt í 600 sparktæknar sem þeysa um græna grundu í leit að mörkum og sigrum, gleði og góðum tíma.
Meira

Ólafsvíkingar kvittuðu fyrir sig á Blönduósi

Lið Kormáks/Hvatar spilaði í dag við Víking Ólafsvík og fór leikurinn fram á Blönduósi. Húnvetningar höfðu fyrir leik unnið síðustu fjóra leiki sína í 2. deildinni og með sigri í dag hefði lið þeirra verið komið í bullandi baráttu um sæti í Lengjudeildinni, hvorki meira né minna. Ólafsvíkingar voru sæti neðar en K/H fyrir leik en þeir gerðu sér lítið fyrir og lögðu gestgjafa sína í gras. Lokatölur 0-2.
Meira

Molduxi Trail hlaupið heppnaðist vel þrátt fyrir hryssing

Molduxi Trail víðavangshlaupið var haldið í fyrsta skipti í gær. Hlaupið var úr Litla-skógi á Sauðárkróki og áleiðis upp í Molduxa en hægt var að velja um að hlaupa 20 kílómetra eða tólf. Veðrið lék ekki beinlínis við þátttakendur en það voru heldur minni hlýindi í gær en sumarið hefur að meðaltali boðið upp á og að auki var væta og þoka sem huldi Molduxann.
Meira

Tindastólskonur lágu fyrir Stjörnunni í gær

Fyrri hálfleikurinn var tíðinda lítill þrátt fyrir færi sitthvoru megin. Það markverðasta var að Makala átti skot í stöng. Stjörnukonur tóku sig saman í andlitinu í hálfleik og mættu gríðarlega gíraðar til leiks og skoruðu þrjú mörk og hefðu þau alveg geta verið fleiri. Tindastóll sá ekki til sólar í síðari hálfleiknum.
Meira

Norð-vestur slagur í fotbolti.net bikarkeppninni

Dregið var í Fotbolti.net bikarnum rétt í þessu og fór það svo að nágranna liðin Tindastóll og Kormákur/Hvöt drógust saman.
Meira

Íslendingum gengur vel á HM í Sviss

Okkar fólki í landsliði Íslands gengur allt í haginn. Þórgunnur Þórarinsdóttir sem fór til Sviss með það markmið að landa sigri í samanlögðum fimmgangs greinum er enn með í baráttunni.
Meira

Knattspyrnudeild Tindastóls styrkir kvennaliðið

Guðrún Þórarinsdóttir hefur skrifað undir lánssamning út komandi tímabil.
Meira

Norðlenskir sigrar í Fotbolti.net bikar

Það gekk allt í haginn hjá Tindastóli og Kormáki/Hvöt í Fotbolti.net bikarkeppninni í gærkvöldi í 8 liða úrslitum. Tindastóll tók á móti KFG úr Garðabænum. Er skemmst frá að segja að Stólarnir unnu nokkuð þægilegan sigur, 4–1. Heimamenn vörðust vel og sóttu af krafti og uppskeran því góð.
Meira

Dósa- og flöskusöfnun á Króknum í dag

Í dag, miðvikudaginn 6. ágúst, milli kl. 18:00 og 19:30 verða iðkendur Tindastóls á ferðinni um Krókinn að safna flöskum og dósum. Ef fyrirtæki vilja styrkja knattspyrnustarfið þá er um að gera að senda póst á rabby@tindastoll.is
Meira