Íþróttir

Kormákur/Hvöt með sigur á Grenivík

Síðari leikdagurinn í 32 liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins fór fram í gærkvöldi og þá mætti lið Kormáks/Hvatar piltunum í Magna á Grenivík. Leikurinn var kaflaskiptur því heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en taflið snérist við í síðari hálfleik. Það fór svo að gestirnir úr Húnavatnssýslunni reyndust sterkari og unnu leikinn 1-3. Bæði liðin af Norðurlandi vestra verða því í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitin.
Meira

Stólarnir áfram í Fótbolti.net bikarnum

Fyrsta umferðin í Fótbolti.net bikarnum í fótbolta hófst í gærkvöldi með leik Tindastóls og Árborgar á Sauðárkróksvelli. Leikið var við fínar aðstæður enda veðrið ljúft, hlýtt og stillt. Það fór svo að heimamenn tryggðu sig áfram í keppninni með 2-0 sigri.
Meira

„Hún leggur mikið á sig innan og utan vallar og er með frábært hugarfar“

Morgunblaðið valdi Tindastólsstúlkuna Birgittu Rún Finnbogadóttur, sem er alin upp hjá Umf. Fram á Skagaströnd, sem leikmann 10. umferðar Bestu deildar kvenna sem var leikin nú um helgina. Stólastúlkur léku fyrir austan í þeirri umferð og Birgitta var stanslaust ógn frá fyrstu til síðustu mínútu, skoraði tvö mörk og átti drjúgan þátt í hinum tveimur mörkum Tindastóls.
Meira

Hestamannafélagið Neisti hélt félagsmót og úrtöku

Vel heppnað félagsmót og úrtaka Hestamannafélagsins Neista 2025. Mótið fór fram við frábærar aðstæður í blíðskaparveðri sunnudaginn 22. júní .
Meira

Ungmennafélagar vilja koma upp strandblakvelli á Skagaströnd

Ungmennafélagið Fram á Skagaströnd sendi sveitarstjórn Skagastrandar erindi þar sem óskað er eftir leyfi til þess að koma upp strandblakvelli á lóð sveitarfélagsins. Í frétt á Húnahorninu segir að í erindinu komi fram að tilgangur verkefnisins sé að bæta aðstöðu til útivistar og hreyfingar fyrir almenning á Skagaströnd.
Meira

Fótbolti.net bikarinn fer af stað á Króknum í kvöld

Það er fótbolti á Króknum í dag en fyrsti leikurinn í Fótbolti.net bikarnum fer í gang kl. 18 í kvöld þegar Árborg kemur í heimsókn á Sauðárkróksvöll. Lið Kormáks/Hvatar verður einnig í eldlínunni í þessari bikarkeppni neðri deildar liða en Húnvetningar heimsækja Grenivík annað kvöld.
Meira

Fótboltastelpur voru í aðal hlutverki á Króknum um helgina

Stelpu hluti Króksmóts ÓB 2025 fór fram um helgina og tókst gríðar vel. Á Fb. Síðunni ÓB mót Tindastóls má finna eftirfarandi:
Meira

Tveir bikarleikir á Sauðárkróksvelli í dag

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls vill vekja athygli á því að í dag, mánudaginn 23. júní, verða spilaðir tveir bikarleikir á Sauðárkróksvelli. Fyrri leikurinn byrjar kl. 16:00 en þá tekur THK á móti Þór í 4. flokki karla. Seinni leikurinn er hjá 3. flokki karla og taka þeir á móti KA kl. 19:00. Allir á völlinn!
Meira

Páll Leó sigraði á Húnabyggð Open 2025

Opna skákmótið Húnabyggð Open 2025 fór fram í Krúttinu á Blönduósi á föstudaginn og var leikið eftir svissnesku aðferðinni. Tefldar voru fimm umferðir með tímamörkunum 5+2.
Meira

Vignir Vatnar varð Íslandsmeistari í skák

Æsispennandi Íslandsmóti í skák lauk í gær á Blönduósi með sigri Vignis Vatnars Stefánssonar, stórmeistara í skák, og hann stóð því uppi sem Íslandsmeistari í skák með sex og hálfan vinning að loknum átta umferðum. Fyrir lokaumferðina voru fjórir skákmenn efstir og jafnir með 5,5 vinning.
Meira