Íþróttir

Stólastúlkur sigruðu Stjörnuna

Meistaraflokkur kvenna spilaði sinn fyrsta heimaleik í Síkinu sl. laugardag þegar þær fengu ungmennaflokk Stjörnunar í heimsókn. Lokatölur voru 85-65 fyrir Stólastúlkum og náðu þær þar með í sinn fyrsta sigur í vetur.
Meira

Elísa Bríet og Saga Ísey boðaðar á U-16 landsliðsæfingar 6.-8. nóvember

Þórður Þórðarson landsliðsþjálfari U-16 kvenna hefur boðað Elísu Bríeti Björnsdóttur og Sögu Ísey Þorsteinsdóttur til æfinga með U-16 landsliðshópnum sem fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsinu í Garðabæ, dagana 6.- 8. nóvember.  
Meira

Búið að draga í 16 liða úrslit í Vís bikarnum

Dregið var í 16 liða úrslit VÍS bikars karla og kvenna miðvikudaginn 25. október og spilar Mfl. kvenna á móti Njarðvík dagana 9-10. desember. Mfl. karla spilar svo á móti Breiðablik dagana 10-11. desember. Viðureign mfl. kvenna verður þeim erfið þar sem Njarðvík situr í 3. sæti í Subway-deildinni með átta sig eftir fjóra sigra og tvö töp. Tindastóll situr aftur á móti í 7. sæti í 1. deildinni eftir tvo spilaða leiki sem báðir, því miður, töpuðust. Leikur meistaraflokks karla ætti hins vegar að vera í auðveldari kanntinum þar sem Breiðablik situr í neðsta sæti Subway-deildarinnar með núll stig eftir þrjá leiki en Stólastrákarnir sitja í 2. sæti en eru jafnir stigum við Njarðvík sem situr á toppnum.
Meira

Aðalheiður Bára lenti í 2. sæti á Íslandsmóti ÍF sem haldið var á Króknum í flokki BC 1 til 5

Um sl. helgi fór fram Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í boccia í Síkinu á Sauðárkróki. Sigurjón Sigtryggsson frá Snerpu kom sá og sigraði og fagnaði Íslandsmeistaratitli í 1. deild í fyrsta sinn en einn keppandi frá Grósku, íþróttafélagi fatlaðara í Skagafirði, lenti í verðlaunasæti á mótinu. Það var Aðalheiður Bára Steinsdóttir sem lenti í 2. sæti í flokknum BC 1 til 5.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls segir upp samningi við Stephen Domingo

Í tilkynningu á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að samningnum við Stephen Domingo hafi verið sagt upp. Samið var við Domingo í september og spilaði því aðeins nokkra leiki með Tindastól. Sem áhorfandi sýndist mér Domingo ekki alveg ná að smella inn í það hlutverk sem honum var ætlað. Þá þakkar Körfuknattleiksdeild Tindastóls Stephen Domingo fyrir veru sína hjà félaginu og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur. 
Meira

Tveir sigrar sömu helgi

Meistaraflokkur karla í körfubolta lék leik í Subway-deildinni föstudaginn 20. október þegar Tindastóll sótti Grindavík heim. Frábær leikur sem endaði með sigri Tindastóls eftir að leikurinn fór í framlengingu. Lokatölur í leiknum voru 96 stig Grindvíkinga á móti 106 stigum hjá Tindastól.
Meira

Fyrsti leikur Tindastóls í VÍS bikarnum á morgun, 22. október

Já nú er lag því ekki nóg með að strákarnir í mfl. hafi verið að spila í gær í deildinni þá byrjar VÍS bikarinn á morgun, 22. október, stuðningsmönnum Tindastóls til mikillar gleði. Leikurinn fer fram í Breiðholtinu á móti ÍR kl. 19:15 og hvetjum við enn og aftur alla þá sem halda með Tindastól að mæta á heimavöll ÍR og láta í sér heyra. Eins og Tindastóll hefur ÍR unnið alla sína leiki en þeir eru að spila í 1. deildinni þetta tímabilið en ég efast um að þeir ætli sér að leyfa Stólunum að valta yfir sig í þessum leik og má því búast við skemmtilegum körfubolta annaðkvöld. Áfram Tindastóll!
Meira

Grindavík tekur á móti Stólunum í kvöld

Þeir sem ekki vita það vita það þá núna að Tindastóll á leik á móti Grindavík í HS orku höllinni kl. 19:15 í kvöld. Við hvetjum alla stuðningsmenn Tindastóls á stór Reykjavíkursvæðinu að bruna í Grindavík og styðja við strákana. Við hin þurfum bara að öskra á imbakassann eða fylgjast með stattinu og tökum svo við keflinu í næsta heimaleik sem verður ekki á verri endanum því Valur mætir á Krókinn 27. október. Sá leikur verður eflaust erfiðari fyrir okkar menn en leikurinn í kvöld því Grindavík hefur ekki unnið neinn leik, tapaði bæði á móti Álftanesi og Hetti. Það verður því alvöru stemning á Króknum eftir viku. Áfram Tindastóll!
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Ifunanya Okoro

Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að deildin hafi samið við Ifunanya Okoro um að leika með meistaraflokki kvenna í vetur. Ifunanya Okoro eða Ify eins og hún er kölluð er frá Nígeríu og fædd 1999 og er 183 cm á hæð. Ify hefur spilað fyrir nígeríska landsliðið og urðu þær álfumeistari í sumar og var Ify stigahæsti leikmaður liðsins í úrslitaleiknum.
Meira

Tap á móti KR um sl. helgi hjá mfl. kvenna

Meistaraflokkur kvenna í körfubolta hélt í Vesturbæinn 15. október, þar sem þær léku á móti KR. Stelpunar í KR náðu strax yfirhöndina í leiknum og lauk fyrsta leikhluta þeim í hag þar sem þær höfðu skorað 25 stig á móti 16 hjá Tindastól.
Meira