Íþróttir

„Okkar tími í efstu deild verður lengi í minnum hafður“

Feykir sagði frá því fyrr í dag að Guðni Þór Einarsson, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls í fótboltanum, hefur nú sagt skilið við liðið sitt enda búinn að flytja sig um set suður á mölina. Óhætt er að fullyrða að Guðni hafi staðið sig með mikilli prýði og ávallt verið Tindastóli til sóma líkt og liðið sem hann þjálfaði. Í tilefni af þessum tímamótum sendi Feykir kappanum nokkrar spurningar.
Meira

Guðni Þór hættir með Stólastúlkur

Það er komið að tímamótum hjá kvennaliði Tindastóls í knattspyrnu því Guðni Þór Einarsson sem þjálfað hefur liðið undanfarin ár, fyrst í félagi við Jón Stefán Jónsson tímabilin 2018-2020 og nú í sumar með Óskari Smára Haraldssyni, lætur nú af störfum en hann er að flytja sig um set suður yfir heiðar. Með Guðna við stýrið hefur lið Tindastóls náð einstæðum árangri í knattspyrnusögu félagsins.
Meira

KH hafði betur í úrslitaleiknum gegn Kormáki/Hvöt

Á laugardag var leikið til úrslita í 4. deild karla í knattspyrnu en leikið var á Origo-vellinum á Hlíðarenda í Reykjavík. Lið Kormáks/Hvatar og KH höfðu þegar tryggt sér sæti í 3. deild að ári og nú átti bara eftir að komast að því hvort liðið teldist sigurvegari 4. deildar. Heimamenn í Knattspyrnufélaginu Hlíðarenda höfðu betur og sigruðu lið Húnvetningar 3-0.
Meira

Spennusigur Stóla í Síkinu

Það var hart tekist á í Síkinu á Króknum í kvöld þegar Keflvíkingar sóttu Stóla heim í VÍS bikarkeppninni í körfubolta. Eftir góðan leik gestanna í fyrri hálfleik snéru leikmenn Tindastóls taflinu við í þeim seinni og lönduðu sætum baráttusigri í höfn og unnu með 84 stigum gegn 67.
Meira

Fall staðreynd eftir tap gegn Stjörnunni

Stólastúlkur spiluðu síðasta leik sinn í efstu deild í bili í dag þegar lið Stjörnunnar úr Garðabæ kom í heimsókn á Krókinn. Ljóst var fyrir leikinn að það var nánast eins og að biðja um kraftaverk að ætlast til þess að lið Tindastóls héldi sæti sínu í efstu deild en það var þó veikur möguleiki. Stelpurnar börðust eins og ljón og gáfu allt í leikinn en gestirnir gáfu fá færi á sér og nýttu sér síðan örvæntingu heimastúlkna til að næla í sigurmark þegar lið Tindastóls var komið framar á völlinn. Lokatölur voru 1-2 fyrir Garðbæinga og því ljóst að Lengjudeildin tekur við hjá liði Tindastóls næsta sumar.
Meira

Frábær endurkoma Tindastóls gefur smá von

Það var boðið upp á góða skemmtun á Sauðárkróksvelli í gær þegar Tindastóll og Einherji mættust í botnslag 3. deildar. Stólarnir urðu hreinlega að vinna leikinn til að eiga möguleika á að forðast fall í 4. deild en stig hefði tryggt Vopnfirðingum áframhaldandi veru í deildinni. Leikurinn var æsispennandi og sveiflukenndur en endaði með kærkomnum en sjaldgæfum sigri Tindastóls. Lokatölur 4-2.
Meira

„Trúin flytur fjöll“ segir Guðni Þór

Síðasta umferðin í Pepsi Max deild kvenna fer fram nú um helgina. Það er á brattann að sækja fyrir lið Tindastóls og sennilega bara allra bjartsýnustu menn og konur sem reikna fastlega með að liðið haldi sæti sínu í deildinni. En miði er möguleiki og Stólastúlkur þurfa fyrst og síðast að einbeita sér að því að sigra lið Stjörnunnar þegar liðin mætast á sunnudaginn. Feykir tók stöðuna með Guðna Þór Einarssyni í þjálfaragengi Stólanna og hann segir að leikurinn verði lagður upp svipað og gegn Selfossi um síðustu helgi.
Meira

„Virkilega stoltur af strákunum“

„Tilfinningin var ólýsanleg. Langþráður draumur að rætast hjá leikmönnum, þjálfarateymi, meistaraflokksráði og stuðningsmönnum okkar. Við lögðum allt okkar í verkefnið og uppskárum eftir því. Ég er því virkilega stoltur af strákunum,“ segir Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari og leikmaður Kormáks Hvatar, þegar Feykir spurði hann hvernig tilfinningin hafi verið þegar dómarinn flautaði til leiksloka á Blönduósi á þriðjudag og ljóst var að liðið hafði tryggt sér sæti í 3. deild að ári. Kormákur Hvöt spilar á morgun við lið KH á Origo-vellinum í Reykjavík en þar ræðst hvort liðið verður Íslandsmeistari í 4. deild.
Meira

Akil DeFreitas hefur spilað erlendis frá 18 ára aldri

Einn af lykilleikmönnum liðs Kormáks/Hvatar í sumar, og sömuleiðis aðstoðarþjálfari liðsins, er Akil DeFreitas, 34 ára gamall atvinnufótboltamaður frá Trinidad og Tobago sem er lítil eyja í Karabíska hafinu. Akil segist yfirleitt spila á vinstri kanti en hann getur einnig spilað sem senter eða sem framliggjandi miðjumaður. Nú á þriðjudaginn gerði Akil sigurmark Kormáks/Hvatar þegar Húnvetningar mættu liði Hamars úr Hveragerði í hreinum úrslitaleik um sæti í 3. deild að ári. Hann hefur því heldur betur skrifað nafn sitt í sögubækur knattspyrnunnar í Húnavatnssýslum.
Meira

Stólarnir fóru auðveldlega í gegnum Álftnesinga

Leikið var karlaflokki í VÍS bikarnum í gær og þá mættust lið Tindastóls og Álftaness, með Króksarann Pálma Þórsson í sínum röðum, í Síkinu. Stólarnir tóku strax völdin og voru yfir, 57-29 í hléi. Leikar voru jafnari í síðari hálfleik og fór svo að heimamenn unnu 30 stiga sigur, 100-70.
Meira