Íþróttir

Opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrk vegna áhrifa af Covid-19

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga.
Meira

Sveinbjörn Óli og Ísak Óli í landsliði FRÍ

Íþrótta- og afreksnefnd, afreksstjóri og verkefnisstjóri A-landsliðsmála Frjálsíþróttasambands Íslands hafa valið landsliðshóp fyrir komandi ár með hliðsjón af árangri keppenda á árinu sem er að líða. Tveir Skagfirðingar eru í hópnum Sveinbjörn Óli Svavarsson og Ísak Óli Traustason.
Meira

Órion á norrænu rafíþróttamóti

Félagsmiðstöðin Órion á Hvammstanga tók þátt í norræna rafíþróttamótinu Nordic E-Sport United sem haldið var á netinu 6.-7. nóvember en félagsmiðstöðvar frá Íslandi og Danmörku tóku þátt. Æfingar fóru fram gegnum netið undir leiðsögn Jóhannesar G. Þorsteinssonar og Aðalsteins Grétars Guðmundssonar, en þeir hafa séð um „Rafíþróttir í Húnaþingi“ sem er félag fyrir alla í Húnaþingi sem hafa áhuga á tölvuleikjaspilun. Þar að auki var Aleksandar Milenkoski fenginn til að halda smá námskeið fyrir krakkana, en hann hefur m.a. keppt í Counter-Strike: Global Offensive (betur þekktur sem CS:GO) í íslensku rafíþróttadeildinni.
Meira

Fjórar Stólastúlkur í liði ársins í Lengjudeildinni

Nú á laugardaginn kynnti Fótbolti.net valið á liði ársins í Lengjudeild kvenna en það voru þjálfarar og fyrirliðar liðanna í deildinni sem völdu úrvalslið tímabilsins og kom ekki á óvart að liðskonur í Tindastóli voru áberandi. Fjórar þeirra, Laufey Harpa, Bryndís Rut, Mur og Jackie, voru í liði ársins, Amber og María Dögg komust á bekkinn og síðan urðu þjálfarar Tindastóls,Guðni Þór Einarsson og Jón Stefán Jónsson, hlutskarpastir í vali á þjálfurum ársins.
Meira

„Ég veit að við getum náð árangri og hlakka til áskorunarinnar“

Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að Murielle Tiernan skrifaði undir nýjan samning við Tindastóls sem og Jackie Altschuld og Amber Michel. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Mur sem hefur þegar spilað þrjú sumur með liði Tindastóls, fyrst í 2. deild, svo tvö sumur í 1. deildinni og á næsta ári í efstu deild. Hún á stóran þátt í velgengni liðsins og hefur til dæmis skorað 77 mörk í þeim 53 leikjum sem hún hefur spilað með Stólastúlkum.
Meira

Mur, Jackie og Amber verða áfram með Stólastúlkum

Nú á dögunum samdi Knattspyrnudeild Tindastóls við bandarísku leikmennina, Murielle Tiernan, Jackie Altschuld og Amber Michel um að spila áfram með liði Tindastóls næsta sumar. Þá mun lið Tindastóls taka þátt í Pepsi Max deild kvenna og ljóst að það er mikið ánægjuefni að þessar frábæru stúlkur munu verða áfram á Króknum og taka þátt í ævintýrinu.
Meira

Golfklúbbur Skagafjarðar 50 ára í dag

Til hamingju með daginn kæru félagsmenn Golfklúbbs Skagafjarðar. En það var á þessum degi, 9. nóvember árið 1970, að þeir félagar Friðrik. J. Friðriksson og Reynir Þorgrímsson, félagar í Rotaryklúbbi Sauðárkróks, boðuðu til fundar til að kanna áhuga á golfíþróttinni á Króknum. Á fundinn mættu ríflega 20 manns og töldust því til stofnfélaga Golfklúbbs Sauðárkróks.
Meira

Konni og Luke í liði ársins

Það náðist að ljúka um það bil 20 umferðum í 3. deild karla í knattspyrnu í sumar og haust. Niðurstaðan eftir að KSÍ flautaði mótið af er sú að lið KV og Reynis Sandgerði fara upp í 2. deild en Álftanes og Vængir Júpiters falla í 4. deild. Tindastóll endaði hins vegar í sjöunda sæti með 25 stig, vann sex leiki, gerði sjö jafntefli og tapaði sjö leikjum. Í hlaðvarpsþættinum Ástríðunni var lið sumarsins valið.
Meira

Reyndi að ræna systur sinni í Garðabæinn

Knattspyrnukappinn snyrtilegi, Óskar Smári Haraldsson frá Brautarholti í Skagafirði, gerði á dögunum 2. flokk kvenna hjá Stjörnunni að Íslandsmeisturum. Kappinn hefur spilað með liði Tindastóls í 3. deildinni í sumar en gert út frá Garðabænum. Óskar Smári segist gríðarlega stoltur af árangrinum en hann er aðalþjálfari 2. flokks kvenna en einnig er hann aðstoðarþjálfari í meistaraflokki kvenna hjá Stjörnunni sem er með lið í Pepsi Max deildinni.
Meira

Salbjörg Ragna valin í körfuboltalandsliðið

Hrútfirðingurinn Salbjörg Ragna Sævarsdóttir hefur verið boðuð í landslið kvenna í körfuknattleik en framundan er landsleikjagluggi hjá liðinu sem er liður í undankeppni EM, EuroBasket Women’s 2021. Kemur Salbjörg inn fyrir Hildi Björgu Kjartansdóttur, Val, sem ennþá er meidd og verður ekki leikfær þegar haldið verður út.
Meira