Íþróttir

Hólmar Daði og Jónas Aron komnir í 100 leiki

Það eru ekki bara Stólastúlkur sem hafa verið að bætast í 100 leikja klúbbinn hjá Tindastóli. Í síðustu viku spiluðu Hólmar Daði Skúlason og Jónas Aron Ólafsson hundruðustu leiki sína í Tindastólsgallanum þegar Ægir úr Þorlákshöfn kom í heimsókn á Krókinn. Þeir fengu báðir blómvönd að leik loknum sem hefur vonandi slegið örlítið á svekkelsið eftir tap.
Meira

Kristrún og Laufey komnar yfir 100 leikina

Áður en leikur Tindastóls og Keflavíkur í Pepsi Max deild kvenna var flautaður á sl. mánudagskvöld var tveimur leikmönnum Stólastúlkna færður blómvöndur í tilefni þess að báðar höfðu nýverið spilað sinn 100. leik fyrir Tindastól. Þetta voru varnarjaxlarnir Kristrún María Magnúsdóttir og Laufey Harpa Halldórsdóttir sem náðu þessum áfanga þrátt fyrir að vera vart skriðnar yfir tvítugt.
Meira

Kormákur/Hvöt áfram í fjögurra liða úrslit

Seinni leikirnir í átta liða úrslitum 4. deildar karla í knattspyrnu fóru fram í kvöld. Lið Kormáks/Hvatar hafði unnið fyrri leikinn gegn liði Álftaness 1-0 sl. föstudag og þurfti því helst að ná jafntefli eða sigra á Álftanesi í kvöld til að tryggja sætið í fjögurra liða úrslitum. Það gekk eftir því leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli og eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Húnvetningar þurfa að skreppa í Hveragerði á föstudaginn þar sem Hamarsmenn bíða eftir þeim.
Meira

Danskir kylfingar heimsóttu Skagafjörð

Hópur Dana heimsótti Skagafjörð á dögunum, spilaði golf á Hlíðarendavelli og skoðaði náttúruperlur í firðinum og var heimsóknin hluti af golfferð þeirra um Norðurland. Það var Skagfirðingurinn Óli Barðdal sem fór fyrir hópnum sem samanstóð af kylfingum úr golfklúbbi í Árósum þar sem Óli þjálfar.
Meira

Lið Keflavíkur gerði eina markið á Króknum

Það var hart barist í kvöld á Sauðárkróksvelli þegar lið Tindastóls tók á móti Keflvíkingum í miklum fallbaráttuslag. Stólastúlkur þurftu nauðsynlega að vinna leikinn til að koma sér úr botnsætinu og auka möguleika sína á að halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni. Eina mark leiksins kom snemma og það voru gestirnir sem gerðu það og fóru langt með að tryggja sæti sitt í efstu deild. Lokatölur 0-1 og staða Tindastóls orðin strembin svo ekki sé meira sagt.
Meira

Stórleikur í Pepsi Max deild kvenna í kvöld

Nú styttist í knattspyrnutímabilinu og fáir leikir eftir. Stólastúlkur eiga eftir að spila þrjá leiki í Pepsi Max deildinni og í kvöld er gríðarlega mikilvægur leikur á Sauðárkróksvelli þar sem ekkert annað en sigur dugar. Mótherjar Tindastóls er lið Keflavíkur sem er sem stendur í áttunda sæti deildarinnar með tveimur stigum meira en Stólastúlkur sem sitja á botninum. Leikurinn hefst kl. 18:00 og nú má enginn liggja á liði sínu – stelpurnar okkar þurfa pepp og stuðning.
Meira

Enn gengur hvorki né rekur hjá Stólunum

Lið Tindastóls er í slæmum málum í 3. deildinni en fyrr í dag spiluðu strákarnir gegn liði Sindra á Höfn. Líkt og í síðustu leikjum voru stigin þrjú mikilvæg báðum liðum en Stólarnir þurfa stigin nauðsynlega til að bjarga sér frá falli en Hornfirðingarnir eru að berjast um að næla sér í sæti í 2. deild að ári. Þrátt fyrir ágætan leik þá tókst Tindastólsmönnum ekki að næla í stigin. Lokatölur 2-1 fyrir heimamenn og staðan orðin verulega vond.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar í vænlegri stöðu

Fyrsta umferðin í úrslitakeppni 4. deildar karla í knattspyrnu var leikin í gær. Á Blönduósi tóku heimamenn í liði Kormáks/Hvatar á móti liði Álftaness og var reiknað með hörkuleik. Húnvetningar áttu ágætan leik og voru sprækara liðið en eina mark leiksins gerðu heimamenn seint í leiknum og fara því með ágæta stöðu í seinni leik liðanna sem fram fer á OnePlus-vellinum þriðjudaginn 31. ágúst.
Meira

Haukur Skúlason hættur

Haukur Skúlason er hættur sem þjálfari meistaraflokks Tindastóls karla í fótbolta en greint var frá því í dag í hlaðvarpinu Ástríðan sem fjallar um neðri deildir Íslandsmóts karla. Atli Jónasson mun taka við Hauki út tímabilið en hann var áður aðstoðarþjálfari liðsins.
Meira

Valur númeri stærri en Stólar

Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu kvenna í gær er þær lögðu Tindastól á heimavelli sínum á Hlíðarenda með sannfærandi hætti og miklu markaregni. Áður en yfir lauk höfðu Valsarar sent boltann sex sinnum í mark Stóla sem náðu þó að svara fyrir sig með einu marki úr víti í lokin.
Meira