Hólmar Daði og Jónas Aron komnir í 100 leiki
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
01.09.2021
kl. 16.57
Það eru ekki bara Stólastúlkur sem hafa verið að bætast í 100 leikja klúbbinn hjá Tindastóli. Í síðustu viku spiluðu Hólmar Daði Skúlason og Jónas Aron Ólafsson hundruðustu leiki sína í Tindastólsgallanum þegar Ægir úr Þorlákshöfn kom í heimsókn á Krókinn. Þeir fengu báðir blómvönd að leik loknum sem hefur vonandi slegið örlítið á svekkelsið eftir tap.
Meira
