Íþróttir

Fótboltinn flautaður af

Fótboltakempur máttu loks lúta í gras fyrir kórónuveirufaraldrinum en Knattspyrnusamband Íslands ákvað á föstudaginn, í kjölfar hertra aðgerða í baráttunni við COVID-19, að nú væri nóg komið og augljóst að ekki væri raunhæfur möguleiki lengur á að klára knattspyrnutímabilið.
Meira

Stólastúlkur út að borða

1238, Grána og Sauðárkróksbakarí buðu í gærkvöldi stúlkunum sem skipa lið Lengjudeildarmeistara Tindastóls tilveislu í Gránu á Sauðárkróki. Boðið var upp á bragðmikla Mexíkóveislu, leiki í sýndarveruleika og köku ársins í eftirrétt, en frá þessu er greint á Facebook-síðu 1238.
Meira

Fylgiblað Feykis tileinkað Stólastúlkum nú sjáanlegt á netinu

Fyrir um hálfum mánuði kom út Feykisblað sem að mestu var tileinkað frábærum árangri kvennaliðs Tindastóls í sumar og sögu kvennaboltans á Króknum. Nú er fylgiblaðið komið á netið og hægt að fletta því stafrænt.
Meira

„Fáum bara þvert nei frá Völsungi“

Feykir bar nokkrar spurningar undir Rúnar Rúnarsson, formann knattspyrnudeildar Tindastóls, í kjölfar þess að KSÍ ákvað að klára Íslandsmótið í knattspyrnu. Hann er á þeirri skoðun að það hefði átt að fluta það af, allavegana í neðri deildum. „Ég geri mér grein fyrir því sem liggur undir í Pepsi Max deildunum varðandi Evrópusæti en það eru miklir peningar sem liggja þar,“ segir Rúnar.
Meira

Stúka byggð við KS völlinn

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að styrkja knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Tindastóls um 1.700.000 kr. vegna framúrskarandi árangurs meistaraflokks kvenna þar sem liðið varð deildarmeistari í 1. deild og mun leika í efstu deild á næsta keppnistímabili.
Meira

Lokaleikur Stólastúlkna áætlaður 8. nóvember 2020

Þá hefur KSÍ sett upp leikjaplan fyrir lokaumferðir Íslandsmótsins í knattspyrnu sem stefnt er á að fram fari í nóvember. Síðasta umferðin í Pepsi Max deild karla á að fara fram 30. nóvember en fjórum umferðum er ólokið í þeirri deild. Áætlað er að Stólastúlkur spili síðasta leik sinn í Lengjudeildinni sunnudaginn 8. nóvember kl. 14:00 á Króknum en Stólapiltar spila í 3. deildinni á Vopnafirði 7. nóvember og gegn Sandgerðingum hér heima laugardaginn 14. nóvember.
Meira

Það er komin skekkja í deildirnar

Í gær ákvað Knattspyrnusamband Íslands að keppni í Íslandsmótum meistaraflokksliða yrði haldið áfram í nóvember, svo lengi sem grænt ljós verði gefið á knattspyrnuiðkun í kjölfar þriðju COVID-bylgjunnar. Segja má að ákvörðunin hafi komið á óvart en eftir því sem Feykir hafði hlerað þóttu meiri lýkur en minni á að mótið yrði flautað af. Kvennalið Tindastóls á því einn heimaleik eftir og ætti þá að geta tekið á móti bikarnum góða eftir nokkra bið. Það er hins vegar verra ástandið á körlunum, sem eiga eftir að spila tvo leiki, þar sem mikið hefur kvarnast úr hópnum og erlendir leikmenn horfið á braut.
Meira

Ronaldo besti leikmaður allra tíma

Á fótboltavellinum er erfiðast að skora mörk. Það er dýrmætt fyrir lið að hafa leikmann í sínum röðum sem er snjall að koma boltanum í mark andstæðinganna. Tindastóll nældi í einn svona leikmann í byrjun sumars. Luke Morgan Conrad Rae, 19 ára strákur frá Overton, litlum bæ á Englandi, hefur verið iðinn við kolann. Foreldrar hans eru Sheldon og Michelle og hann á sjö systkini; bræðurna Nathan og McKenzie og systurnar Nicola, Leoni, Chanel, Alicia og Bailey.
Meira

Boltaleikir settir á ís í bili

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið vegna aðstæðna í samfélaginu og hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, að fresta mótahaldi innanlands í öllum aldursflokkum í eina viku. Þá verður ákvörðun tekin um framhaldið. Körfuknattleikssamband Íslands hefur af sömu ástæðu frestað öllum leikjum á sínum vegum til og með 19. október.
Meira

Tap Stólastúlkna í Grindavík

Lið Tindastóls lék á laugardaginn við Grindavíkurstúlkur í 1. deild kvenna í körfubolta og fór leikurinn fram í Grindavík. Gestirnir hófu leikinn ágætlega en lið heimastúlkna skreið fram úr skömmu fyrir hálfleik og lét forystuna ekki af hendi eftir það. Síðustu mínúturnar tóku þær síðan völdin og unnu öruggan sigur. Lokatölur 75-56 fyrir Suðurnesjastúlkurnar.
Meira