Íþróttir

Lykilmenn mfl. Tindastólskvenna í körfu skipta yfir í Þór Akureyri

Það hefur vakið athygli í sumar að lykilmenn meistaraflokks Tindastólskvenna í körfubolta hafa verið að skrifa undir hjá nágrönnum okkar í Þór Akureyri. Nú síðast í gær bárust þær fréttir að Marín Lind Ágústsdóttir hafi skrifað undir hjá Akureyrarliðinu.
Meira

Stólastúlkur úr fallsæti eftir seiglusigur á Árbæingum

Tindastóll og Fylkir mættust í fallbaráttuslag í Pepsi Max deild kvenna á Króknum í gær. Leikurinn var því gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið og úr varð sæmilegasti naglbítur en eftir að Stólastúlkur náðu tveggja marka forystu í fyrri hálfleik minnkuðu Fylkisstúlkur muninn í síðari hálfleik og sóttu hart að marki Tindastóls á lokakaflanum. Gestirnir náðu þó ekki að jafna og lið Tindastóls fagnaði dýrmætum sigri og lyfti sér upp í áttunda sæti deildarinnar og þar með úr fallsæti. Lokatölu 2-1 fyrir Tindastól.
Meira

Nýir og endurnýjaðir samningar hjá meistaraflokki kvenna í körfu

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við nýja og efnilega leikmenn, sem og endurnýjað samninga í meistaraflokki kvenna.
Meira

Anna Karen í þriðja sæti í unglingamótaröð GSÍ

Frábært veður var báða dagana sem unglingamótaröð GSÍ fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 17. – 18. júlí sl. Mikill vindur var þó fyrstu 13 holurnar seinni daginn, sem gerði keppnina mjög krefjandi og einnig var hitinn mikill á meðan keppni stóð, á milli 23-24 gráður. Anna Karen Hjartardóttir í Golfklúbbi Skagafjarðar stóð sig vel á mótinu og endaði í þriðja sæti á 163 höggum.
Meira

Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fór fram um liðna helgi

Íslandsmót barna og unglinga fór fram í Hafnafirði og lauk í gær. Skagfirðingar og Húnvetningar voru að sjálfsögðu á mótinu og stóðu sig með prýði að vanda.
Meira

Lið Tindastóls flörtar við fjörðu deildina

Síðastliðinn laugardag skunduðu liðsmenn Tindastóls austur á Hérað þar sem þeir hittu fyrir topplið Hattar/Hugins í 12. umferð 3. deildar á Villa Park. Ekki þurftu Stólarnir að óttast það að vera stöðvaðir vegna öxulþunga fararskjótans því aðeins 14 kappar héldu austur að meðtöldum þjálfara en aðstoðarþjálfarar liðsins voru báðir í hóp. Mörk frá heimamönnum í sitt hvorum hálfleik dugðu til 2-0 sigurs og tryggði stöðu þeirra á toppi deildarinnar en tapið sendi Tindastólsmenn í fallsæti.
Meira

Húnvetningar bitu Úlfana af sér

Lið Kormáks/Hvatar komst aftur á sigurbraut í 4. deildinni nú um helgina eftir fíngert hikst í síðustu umferð gegn toppliði D-riðils. Það voru Úlfarnir úr Safamýri sem mættu til leiks á Húnavöku og gerðu heimamönnum erfitt fyrir. Mörkin komu öll í fyrri hálfleik en það voru heimamenn sem höfðu betur, sigruðu 2-1, og styrktu stöðu sína í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.
Meira

Þórgunnur og Hjördís Halla Íslandsmeistarar í fimi

Systurnar Þórgunnur og Hjördís Halla Þórarinsdætur stóðu stig heldur betur vel á Íslandsmóti barna og unglinga um helgina, en hæst ber að nefna að þær sigruðu báðar fimi sínum flokkum, Hjördís í barnaflokk og Þórgunnur í Unglingaflokk.
Meira

Ungir körfuboltaleikmenn skrifa undir samning

Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastól heldur áfram að endurnýja samninga og gera nýja. Nú var verið að undirrita samninga við þá Örvar Freyr Harðarson og Eyþór Lár Bárðason, sem og tvíburana Orri Má og Veigar Örn Svavarssyni.
Meira

Laura og Nadín styrkja lið Stólastúlkna

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við tvo leikmenn um að spila með Stólastúlkum út tímabilið. Um er að ræða Nadejda Colesnicenco, 25 ára landsliðskonu Moldóva, og Laura Rus en sú síðarnefnda er landsliðsmaður Rúmeníu, 33 ára og hefur verið aðalframherji Rúmena í áratug að sögn Óskars Smára Haraldssonar í þjálfarateymi Tindastóls. Hann segir að þær séu væntanlegar til landsins á morgun, báðar bólusettar, komnar með leikheimild og ættu að mæta á sína fyrstu æfingu á föstudaginn.
Meira