Íþróttir

Orri og Veigar í lokahóp fyrir Norðurlandamót U-16

Tvíburarnir Orri Már og Veigar Örn, Svavarssynir, hafa verið valdir í 12 manna lokahóp U-16 landsliðs drengja fyrir Norðurlandamótið sem mun fara fram í Kisakallio í Finnlandi dagana 1.-5. ágúst. Þar mun Ísland leika gegn Finnum, Dönum, Svíum, Eistum og Norðmönnum.
Meira

Systkinabarátta á meistaramóti GSS

Meistaramóti Golfklúbbs Skagafjarðarlauk sl. laugardag með sigri Arnars Geirs og Önnu Karen Hjartarbörnum en leikið var frá miðvikudegi í nokkrum flokkum. Arnar og Anna eru ekki óvön að taka á móti bikurunum og meistaranafnbótinni því þau voru ríkjandi meistarar. Að sögn Kristjáns Bjarna Halldórssonar, formanns klúbbsins, tóku um 40 manns þátt í blíðu veðri sem var skemmtileg tilbreyting frá fyrri mótum.
Meira

Myndasyrpa frá Smábæjarleikunum 2021

Smábæjarleikarnir á Blönduósi fóru fram um liðna helgi. Á mótið voru skráðir um 400 krakkar í rúmlega 50 liðum úr 12 félögum, alls staðar af landinu. Mótið tókst afbragðsvel og sáust mikil tilþrif hjá fótboltastjörnum framtíðarinnar.
Meira

Tap í bragðlitlum leik gegn Þrótti

Stólastúlkum hefur lengi gengið brösuglega að ná í góð úrslit gegn liði Þróttar í Reykjavík og það varð engin breyting á því í gærdag þegar liðin mættust á Eimskipsvellinum í 10. umferð Pepsi Max deildarinnar. Eitt mark heimastúlkna í sitt hvorum hálfleiknum dugði til að leggja lið gestanna sem komu boltanum ekki í mark andstæðinganna að þessu sinni. Lokatölur því 2-0 fyrir Þrótt.
Meira

Sænski landsliðsmaðurinn Thomas Masssamba til liðs við Stólana

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við Thomas Massamba um að leika með meistaraflokki karla næsta tímabil. Thomas Massamba er sænskur landsliðsmaður sem var byrjunarliðsmaður fyrir Svía í síðasta landsliðsglugga. Hann er bakvörður með mikla reynslu og mest þekktur fyrir að spila góðan varnarleik, leikskilning og leiðtogahæfni.
Meira

Húnvetningar lutu í gras í uppgjöri toppliðanna

Toppliðin í D-riðli 4. deildar, Vængir Júpiters og Kormákur/Hvöt mættust á Fjölnisvelli í dag en liðin voru jöfn að stigum að loknum átta umferðum í riðlinum. Það var hart barist en eftir að tveir Húnvetningar litu rautt spjald fór svo á endanum að Vængirnir höfðu betur, unnu leikinn 3-2, og tróna nú einir á toppi riðilsins.
Meira

Körfuboltabúðir Tindastóls 9.-13. ágúst

Körfuboltabúðir Tindastóls verða haldnar vikuna 9.-13.ágúst. Markmið körfuboltabúða Tindastóls er að gefa körfuboltakrökkum, allstaðar af á landinu, skemmtilega upplifun og tækifæri til að vinna í sínum styrkleikum og veikleikum innan og utan vallar undir handleiðslu metnaðarfullra þjálfara við topp aðstæður. Í búðirnar koma þjálfarar úr öllum áttum sem hafa reynslu sem leikmenn og eða af þjálfun á afrekssviði. Það er von okkar að iðkendur muni læra mikið af þeim.
Meira

Hvar var lið Tindastóls í síðari hálfleik?

Í hádeginu í dag mættust Tindastóll og lið KFS úr Eyjum við frábærar aðstæður á Króknum. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur báðum liðum í botnbaráttu 3. deildar en með sigri hefðu Stólarnir náðu að slíta sig aðeins frá neðstu liðum en næði KFS, sem vermdi botnsætið fyrir leikinn, í stigin þrjú breyttist slagurinn á botninum í vígvöll. Staða Stólanna var vænleg í hálfleik en heimamenn sýndu flestar sínar verstu hliðar í seinni hálfleik og töpuðu að lokum 1-2.
Meira

Golf er stórskemmtileg íþrótt fyrir alla -::- Atli Freyr Rafnsson íþróttastjóri Golfklúbbs Skagafjarðar

Feykir hefur áður sagt fá því að Atli Freyr Rafnsson hafi verið ráðinn íþróttastjóri Golfklúbbs Skagafjarðar og mun annast þjálfun barna og unglinga ásamt því að sinna almennum félagsmönnum. Hann mun einnig skipuleggja komur gestaþjálfara og starfa með þeim við þjálfun, ásamt því að starfa náið með barna- og unglingadeild GSS. Atli Freyr er stúdent frá FNV og var að ljúka fyrsta ári í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur Atli starfað við þjálfun og fleira hjá GSS undanfarin ár. Atli varð við bón Feykis að svara nokkrum spurningum varðandi starfið og golfáhugann.
Meira

Maddie Sutton til liðs við Tindastól

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við bandaríska leikmanninn Maddie Sutton um að leika með meistaraflokki kvenna næsta tímabil. Maddie er 23 ára framherji og 182cm á hæð, lék með Tusculum Pioneers og vann nú í vetur með liðinu back to back SAC meistaratitilinn. Hún var valin kvenn-íþróttamaður ársins 2021 í Tusculum University og valin í lið ársins fyrir 2020-21 D2CCA All-American.
Meira