Karlasveit GSS leikur í 3.deild á næsta ári
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.08.2021
kl. 09.39
Golfklúbbur Skagafjarðar sendi karlasveit sína til keppni á Íslandsmóti golfklúbba í 2.deild dagana 26-28 júlí 2021. Keppnin var að þessu sinni haldin á hinum glæsilega golfvelli GKB á Kiðjabergi. Óhætt er að segja að þessi völlur sé með þeim flottari á landinu og mörg teigstæðin glæsileg sem liggja meðfram Hvítá og brautirnar eftir því glæsilegar. Golfvöllurinn var í frábæru standi.
Meira
