Íþróttir

Liði Tindastóls spáð einu af toppsætunum

Stólastúlkur fóru af stað í 1. deild kvenna um liðna helgi en nú er komið að strákunum að spretta úr spori. Annað kvöld hefst keppni í Dominos-deild karla og af því tilefni blés KKÍ til blaðamannafundar í Laugardalshöll sl. föstudag.
Meira

Jafntefli á Blönduósvelli

Fyrri leikur Kormáks/Hvatar og ÍH í undanúrslitum 4. deildar fór fram á Blönduósvelli á laugardaginn. Heimamenn hefðu helst þurft að vinna leikinn til að tryggja sér góða stöðu fyrir seinni leik liðann nk. miðvikudagskvöld í Skessuhöllinni í Hafnarfirði. Jafntefli varð hins vegar niðurstaðan þar sem liðin gerðu sitt hvort markið og einvígið því í jafnvægi.
Meira

Sama gamla góða sagan á Sauðárkróksvelli

Tindastóll fékk Haukastelpur í heimsókn á Krókinn í dag og það er skemmst frá því að segja að enn einn sigurinn vannst og enn einu sinni héldu Stólastúlkur markinu tandurhreinu. Lið gestanna má þó eiga það að það lét aðeins reyna á Amber Michel í marki Tindastóls en hún stóð fyrir sínu eins og vænta mátti. Lokatölur voru 3–0 eftir tvö mörk Tindastóls í blálokin.
Meira

Skin og skúrir hjá Stólastúlkum í Síkinu um helgina

Lið Tindastóls spilaði fyrstu leiki sína í 1. deild kvenna í körfubolta á nýju tímabili í Síkinu nú um helgina. Mótherjinn í þessum tvíhöfða var lið Vestra frá Ísafirði og fór svo að heimastúlkur unnu fyrri leikinn nokkuð örugglega en þær hentu frá sér sigri í seinni leiknum sem fram fór í hádeginu í dag með hræðilegum leik í fjórða leikhluta.
Meira

Stólastúlkur fá Hauka í heimsókn í dag

Í dag, sunnudaginn 27. september, taka Stólastúlkur á móti liði Hauka úr Hafnarfirði á Kaupfélagsteppinu á Króknum. Leikurinn hefst kl. 16:00 og skiptir bæði lið máli. Haukastúlkur eiga enn möguleika (afar veikan) á að ná liði Keflavíkur sem er í öðru sæti Lengjudeildarinnar en lið Tindastóls, sem hefur þegar tryggt sér sæti í efstu deild, stefnir á að vinna Lengjudeildina og hefur því engan áhuga á að tapa.
Meira

Stólarnir á flökti í 3. deildinni

Stólastrákar mættu ferskir á Fylkisvöll í gærkvöldi en Árbæingarnir í liði Elliða reyndust sterkari og uppskáru 3-1 sigur. Í síðustu fimm leikjum hafa Stólarnir tapað tvisvar, gert tvö jafntefli og unnið einn leik og má því segja að hálfgert flökt sé á liðinu, eini stöðugleikinn er óstöðugleikinn. Lið Tindastóls er í miklum og jöfnum pakka um miðja deild þegar flest liðin eiga eftir að spila fjóra til fimm leiki.
Meira

Afburða leikmenn með rætur til Skagastrandar

Á vef Skagastrandar er sagt frá því að fjórir afburða leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu eigi rætur að rekja til staðarins. Það eru þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sonný Lára Þráinsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir.
Meira

Stólastúlkur hefja leik í 1. deildinni í körfu um helgina

Á morgun, laugardaginn 26. september, spilar kvennalið Tindastóls fyrsta leik sinn í 1. deild kvenna þetta tímabilið. Andstæðingurinn er lið Vestra frá Ísafirði og hefst leikurinn kl. 16:00 í Síkinu. „Það eru allar klárar í slaginn um helgina, smá eymsli en ekkert sem hefur áhrif,“ segir Árni Eggert Harðarson þjálfari Tindastóls.
Meira

Ótrúlega öflug liðsheild og samstaða einkenna liðið

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að kvennalið Tindastóls tryggði sér sæti í efstu deild kvennaboltans næsta sumar með því að vinna í gær sinn þrettánda sigur í Lengjudeildinni. Þar með varð ljóst að lið Keflavíkur og Hauka gætu ekki bæði komist upp fyrir lið Tindastóls í toppbaráttu deildarinnar. Aldrei fyrr í sögu Umf. Tindastóls hefur félagið átt lið í efstu deild fótboltans og því rétt að heyra aðeins í öðrum þjálfara liðsins, Guðna Þór Einarssyni, sem segir tilfinninguna í leikslok hafa verið hreint ólýsanlega.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar komið í undanúrslitin í 4. deild

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar er aftur komið í undanúrslit í úrslitakeppni 4. deildar eftir að hafa lagt Hafnfirðingana í KÁ að velli á Blönduósi í gær. Oliver Torres gerði eina mark leiksins strax á 6. mínútu og þar við sat þrátt fyrir mikla baráttu. Húnvetningarnir mæta öðru liði úr Hafnarfirði í undanúrslitum, ÍH, og verður fyrri leikur liðanna á Blönduósvelli nú á laugardaginn.
Meira