Óskar Smári þjálfar Stólakrakka á nýju ári
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
21.12.2020
kl. 13.37
Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls hefur tilkynnt að samið hafi verið við Óskar Smára Haraldsson frá Brautarholti um að gerast þjálfari hjá félaginu. Hann hefur áður þjálfað hjá Stólunum og á að baki 95 leiki fyrir félagið ef blaðamður hefur lagt rétt saman. Hann hefur síðustu misserin þjálfað yngri flokka hjá Stjörnunni og gerði 2. flokk kvenna hjá Garðbæingum að Íslandsmeisturum í haust.
Meira