Íþróttir

Óskar Smári þjálfar Stólakrakka á nýju ári

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Tindastóls hefur tilkynnt að samið hafi verið við Óskar Smára Haraldsson frá Brautarholti um að gerast þjálfari hjá félaginu. Hann hefur áður þjálfað hjá Stólunum og á að baki 95 leiki fyrir félagið ef blaðamður hefur lagt rétt saman. Hann hefur síðustu misserin þjálfað yngri flokka hjá Stjörnunni og gerði 2. flokk kvenna hjá Garðbæingum að Íslandsmeisturum í haust.
Meira

Jólamót Molduxa er mótið sem fer ekki fram

Molduxar munu að venju standa fyrir Jólamóti Molduxa í körfubolta nú um jólin og það í 27. skipti. Mótið verður þó með breyttu sniði því það mun ekki fara fram, í það minnsta ekki í raunveruleikanum. Ágóðinn af mótunum hefur runnið til Körfuknattleiksdeildar Tindastóls sem margir vilja styrkja með ráð og dáð og Molduxar deyja ekki ráðalausir frekar en fyrri daginn. Hægt verður að skrá lið til leiks og borga þátttökugjald sem rennur til Kkd. Tindastóls en í stað þess að spila körfubolta í Síkinu geta þátttakendur t.d. hvílt sig heima eða farið út að ganga.
Meira

Badmintondeild stofnuð innan raða Tindastóls

Kannski kemur það einhverjum á óvart að heyra að fleiri íþróttir en körfubolti og fótbolti séu stundaðar á Króknum. Þetta er staðreynd og nú nýverið bættist enn í íþróttaflóruna þegar Helgi Jóhannesson landsliðsþjálfari í badminton stofnaði badmintondeild innan raða Ungmennafélagsins Tindastóls.
Meira

Ísak Óli valinn fjölþrautarmaður ársins í karlaflokki

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur tilkynnt hvaða íþróttamenn hljóti viðurkenningar fyrir árið sem er að líða sem hefur að sjálfsögðu á margan hátt verið einstakt sökum Covid. Einn íþróttagarpur frá UMSS kemst á þennan lista FRÍ en það er Ísak Óli Traustason en hann og María Rún Gunnlaugsdóttir, FH, eru fjölþrautarfólk ársins.
Meira

Aðalfundur Golfklúbbs Skagafjarðar

Aðalfundur GSS 2020 var haldinn 30. nóvember. Fundurinn var netfundur að hluta: stjórnin var í skála en aðrir fundarmenn sóttu fundinn með hjálp Teams.
Meira

„Maður fær víst ekki allt sem maður vill“

Nú í vikunni varð ljóst, mörgum til talsverðra vonbrigða, að körfuboltinn hefur verið settur á ís fram yfir áramót og í raun algjörlega útilokað að spá fyrir um hvenær Íslandsmótið hefst á ný. Vonast hafði verið til að leyfi fengist til að hefja æfingar fyrri partinn í desember en KKÍ gaf út yfirlýsingu þar sem fram kom að ekki yrði keppt frekar í körfubolta 2020. „Vonir standa til að keppni geti hafist snemma í janúar, en framhaldið ræðst algjörlega af stöðu faraldursins og þeim takmörkunum sem gilda hverju sinni...“ segir ennfremur í yfirlýsingunni. Feykir hafði samband við Ingólf Jón Geirsson, formann körfuknattleiksdeildar Tindastóls, og spurði hann út í standið á körfuboltanum, leikmönnum og fjárhag deildarinnar.
Meira

Gunnar Þór nýr formaður Ungmennasambands Skagafjarðar

Gunnar Þór Gestsson var í gær kjörinn formaður Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) á ársþingi sambandsins sem fram fór með rafrænum hætti á lendum Internetsins. Tekur hann við formannssætinu af Klöru Helgadóttur, sem gegnt hefur starfinu síðastliðin tvö ár, og Sara Gísladóttir var á sama tíma kjörin varaformaður og fyllir þar með skarð sem Gunnar Þór skildi eftir en hann sat í varaformannsstólnum áður.
Meira

Ingimar sæmdur Gullmerki Landsambands hestamanna

Eiðfaxi segir frá því að stjórn Landsambands hestamanna sæmdi á laugardag Ingimar Ingimarsson, frá Flugumýri en nú ábúanda á Ytra-Skörðugili, Gullmerki samtakana við athöfn í Þráarhöllinni á Hólum. Við athöfnina sagði Lárus Ástmar Hannesson, formaður LH m.a.: „Við hestamenn hömpum okkar góða fólki á ýmsan máta. Sumir ná góðum árangri á keppnisbrautum, aðrir rækta afburða hesta og enn aðrir vinna góð verk, standandi í eldlínu félagskerfisins sem allt annað ber uppi. Það má segja að sá aðili sem við heiðrum hér í dag hafi skilað góðum verkum á öllum þessum sviðum.“
Meira

Stefnt að opnun gönguskíðabrautar í vikunni

Það hefur snjóað talsvert í Stólinn síðustu vikuna og góðar líkur á að gönguskíðabraut verði opnuð á næstu dögum á skíðasvæði Tindastóls. Á Fésbókarsíðu skíðasvæðisins kemur fram að búið sé að staðfesta, í Covid-fárinu, að gönguskíðabrautir séu nú leyfðar og því ekki seinna vænna fyrir skíðafólk að dusta rykið af skíðunum og fara að smyrja.
Meira

Jónsi hættir þjálfun Stólastúlkna

Feyki barst nú í morgun fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Tindastóls en þar kemur fram að Jón Stefán Jónsson, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls sem tryggði sér í sumar sæti í efstu deild, hefur ákveðið að láta af störfum og mun því ekki þjálfa Stólastúlkur í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Jónsi býr með sinni fjölskyldu á Akureyri þar sem hann starfar sem íþróttafulltrúi Þórs sem sömuleiðis er með lið í Pepsi Max deildinni í slagtogi með grönnum sínum í KA.
Meira