Íþróttir

Húrra! Lið Kormáks/Hvatar tryggði sér sæti í 3. deild

Seinni leikirnir í undanúrslitum 4. deildar karla í knattspyrnu fara fram í dag og fyrir stuttu lauk leik Kormáks/Hvatar og Hamars frá Hveragerði sem fram fór á Blönduósi. Eftir 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna þurftu heimamenn að sigra í dag eða gera 0-0 jafntefli. Markalaust var í leikhléi en sigurmark Húnvetninga kom snemma í síðari hálfleik.
Meira

Tóti ráðinn yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Tindastóls

Sagt er frá því á heimasíðu Tindastóls að barna- og unglingaráð knattspyrnudeildarinnar hefur gengið frá þriggja ára samningi við Þórólf Sveinsson sem yfirþjálfara yngri flokka knattspyrnudeildar Tindastóls.
Meira

Stólastúlkur úr leik í VÍS-bikarnum

Fyrsti leikur Tindastóls á nýju körfuboltatímabili var í kvöld en þá fóru Stólastúlkur suður í Garðabæ og spiluðu við lið Stjörnunnar í VÍS bikarnum. Ekki fóru stelpurnar okkar ferð til fjár því heimastúlkur reyndust talsvert öflugri í kvöld og endaði leikurinn 68-43.
Meira

Stólastúlkur sóttu geggjaðan sigur á Selfoss

Tap gegn liði Keflavíkur í síðasta heimaleik Stólastúlkna í botnbaráttu Pepsi Max deildarinnar var mikið kjaftshögg og ekki verðskuldað. Tapið þýddi að ekkert annað en sigur í síðustu tveimur leikjum liðsins gæfi liðinu séns á að halda sæti sínu í deild hinna bestu og ekki víst að það dugi þegar upp er staðið. Stólastúlkur kláruðu fyrri leikinn í dag með frábærum og sanngjörnum sigri á sterku liði Selfoss. Lokatölur 1-3.
Meira

Stólarnir í gjörgæslu á botni 3. deildar þrátt fyrir stig í Garðinum

Tindastóll heimsótti Víði á Nesfisk-völlinn í Garði í dag. Staða Tindastóls er því miður afar erfið í neðsta sæti 3. deildar og þrátt fyrir að eitt stig hafi bæst í stigasafnið í dag þá eru mestar líkur á því að það dugi skammt því lið Einherja á Vopnafirði virðist hafa náð vopnum sínum á ögurstundu og virðist líklegt til að skilja Stólana og ÍH eftir í botnsætum deildarinnar. Lokatölur í Garðinum voru 1-1.
Meira

Ksenja Hribljan til liðs við Stólastúlkur í körfunni

Eftir slitrótt tímabil á Covid-plöguðum körfuboltavetri þá hefst dripplið óvenju snemma þetta haustið en bæði karla- og kvennalið Tindastóls verða í eldlínunni nú eftir helgi. Bæði taka þau þátt í VÍS-bikarnum sem er þegar farinn í gang. Áður hefur Feykir greint frá því að hin bandaríska Maddie Cannon muni spila með kvennaliðinu og nú hefur Ksenja Hribljan frá Slóveníu bæst í hópinn.
Meira

Jafntefli í Hveragerði þegar Húnvetningar heimsóttu geðhrærða Hamarsmenn

Fyrri umferð í undanúrslitum 4. deildar karla í knattspyrnu fór fram nú í kvöld. Eftir að hafa lagt lið Álftaness að velli í átta liða úrslitum fengu liðsmenn Kormáks Hvatar það verkefni að mæta Hvergerðingum í Hamri. Leikið var í Hveragerði og endaði leikurinn 1-1 eftir að heimamenn jöfnuðu í uppbótartíma. Þegar Feykir leitaði frétta af leiknum barst fréttatilkynning frá stuðningsliðinu skömmu síðar og birtist hún hér á eftir í heild sinni.
Meira

Frisbígolfvöllur vígður í blíðviðri á Blönduósi

Glæsilegur frisbígolfvöllur var formlega vígður í Fagrahvammi á Blönduósi í gær. Fulltrúar frá Frisbígolfþjónustu Akureyrar komu og kynntu íþróttina, helstu grunnatriði, köst og leikreglur. Á heimasíðu Blönduóss segir að frisbígolf sé frábær útivera og tilvalin fjölskylduskemmtun. Það eina sem þarf að gera er að mæta með frisbídiska og hefja leik. Frisbígolfvöllurinn verður opinn allt árið um kring.
Meira

Maður lifir og lærir og allt fer í reynslubankann!

Nú styttist óðfluga í að Íslandsmótunum í knattspyrnu ljúki. Lið Tindastóls, sem hefur í sumar spilað í efstu deild í fyrsta sinn, á eftir að spila tvo leiki í Pepsi Max-deild kvenna og eru í þeirri stöðu að þær verða að vinna báða leikina til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Fyrri leikur liðsins er á Selfossi nú á laugardaginn en síðasti leikurinn er sunnudaginn 12. september þegar Stjörnustúlkur mæta á Krókinn. Af þessu tilefni sendi Feykir nokkrar spurningar á Bryndísi Rut Haraldsdóttir, fyrirliða Stólastúlkna, og spurði hana m.a. út í leikinn gegn Keflavík fyrr í vikunni og sumarið í efstu deild.
Meira

Bragi og Einar voru pínu stressaðir fyrir fyrsta leikinn

Þann 22. ágúst síðastliðinn var knattspyrnuleikur á Sauðárkróksvelli. Þá mættu Tindastólsmenn liði Ægis úr Þorlákshöfn og því miður voru úrslitin ekki á þann veg sem heimamenn óskuðu. Þetta reyndist síðasti leikur Stólanna undir stjórn Hauks Skúlasonar þjálfara en þessi síðasti leikur hans verður örugglega lengi minnisstæður tveimur bráðefnilegum pjökkum sem voru valdir í byrjunarlið í meistaraflokki í fyrsta sinn. Þetta voru þeir Bragi Skúlason og Einar Ísfjörð Sigurpálsson en þeir eru báðir fæddir árið 2005 og því 16 ára á árinu. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir strákana.
Meira