Golfnámskeið á Blönduósi um helgina
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
11.06.2020
kl. 12.36
Golfáhugamenn á Blönduósi og nágrenni, jafnt byrjendur sem lengra komnir, ættu að geta átt skemmtilega helgi í vændum þegar boðið verður upp á mikið úrval námskeiða á golfvellinum í Vatnahverfi. Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur, verður á Blönduósi frá föstudegi til sunnudags og mun hann bjóða upp á fjögur námskeið, byrjendanámskeið, krakkanámskeið, hóp- og einkakennslu og námskeiðið Æfðu eins og atvinnukylfingur.
Meira