Íþróttir

Fjögur efnileg valin til þátttöku í úrtaksæfingum hjá KSÍ

Síðastliðinn laugardag fóru fram úrtaksæfingar Knattspyrnusambands Íslands hjá leikmönnum liða af Norðurlandi. Það voru leikmenn fæddir árið 2005 sem komu til greina og voru fjórir ungir og efnilegir leikmenn frá Tindastóli valdir til æfiinga, þrjár stúlkur og einn piltur.
Meira

Erfitt gegn Þór/KA í fyrsta leik Lengjubikarsins

Tindastóll heimsótti lið Þórs/KA í Bogann á Akureyri í gær en um var að ræða innbyrðisviðureign Norðurlands- liðanna sem þátt taka í Lengjubikarnum. Því miður gáfu stelpurnar Akureyringum væna forystu í byrjun leiks og lentu því í því að elta leikinn nánast frá blábyrjun. Stelpurnar lögðu þó ekki árar í bát og náðu að skora tvö mörk í leiknum en lokatölur voru 5-2.
Meira

ÍR liðið áfram taplaust eftir öruggan sigur á Stólastúlkum

ÍR átti ekki í vandræðum með Stólastúlkur þegar liðin mættust í Seljaskóla í gær. Fyrir leikinn var lið Breiðhyltinga taplaust í efsta sæti 1. deildarinnar og þær bættu sjöunda sigrinum við en úrslitin réðust í öðrum leikhluta þegar þær mokuðu yfir gestina og unnu leikhlutann 21-2. Lokatölur leiksins voru hins vegar 66-38.
Meira

Loftur Páll kominn í Pepsi Max með Breiðhyltingum

Skagfirski varnarjaxlinn Loftur Páll Eiríksson, sem leikið hefur með liði Þórs Akureyri síðustu árin, hefur skipt úr Lengju-deildinni upp í Pepsi Max en hann gekk í dag, samkvæmt frétt á mbl.is, frá félagaskiptum yfir í lið Leiknis Reykjavík. Leiknismenn hafa ekki leikið í efstu deild síðan sumarið 2015 en þeir voru í öðru sæti Lengju-deildarinnar þegar tímabilið var flautað af fyrir síðustu áramót.
Meira

Rennifæri í Stólnum langt fram á kvöld

Það er enginn lurkur í Skagafirði þrátt fyrir smá gadd, bara blíðan með sólgleraugum og öllu tilheyrandi. Skíðaáhugafólk ætti að geta rennt sér í paradísinni á skiðasvæði Tindastóls sem verður opið í dag frá 13-21.
Meira

Eru Stólarnir rúgbrauð eða franskbrauð?

Lið Tindastóls fékk kanalausa Grindvíkinga í heimsókn í Síkið í gærkvöldi og niðurstaðan var góður sigur en lokatölurnar voru 88-81. Þrátt fyrir að Stólarnir hefðu haft yfirhöndina mest allan leikinn þá var það ekki fyrr en Jaka Brodnik skellti í sjö stiga syrpu á næst síðustu mínútu leiksins sem ljóst var að heimamenn myndu hirða stigin tvö sem í boði voru.
Meira

Órion á rafíþróttamóti Samfés

Síðastliðinn föstudag tóku unglingar í Húnaþingi vestra þátt í rafíþróttamóti Samfés þar sem keppt var í CS:GO og Fortnite. Samtals kepptu sjö krakkar frá Húnaþingi vestra, fjórir í CS:GO og þrír í Fortnite. Lið Órions var skipað fjórum heimamönnum, auk varamanns frá Danmörku sem hoppaði inn með skömmum fyrirvara eftir að einn liðsmaður forfallaðist. Liðið hittist í Órion þar sem komið hafði verið upp tímabundnu tölvuveri fyrir keppnina.
Meira

Laufey Harpa valin í æfingahóp landsliðsins

Nýr landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, Þorsteinn H. Halldórsson, hefur valið 26 leikmenn til að taka þátt í æfingum í næstu viku en allar stúlkurnar í hópnum leika á Íslandi. Einn leikmaður úr liði Tindastóls er í hópnum, Laufey Harpa Halldórsdóttir, en að öllum líkindum er hún fyrsti meistaraflokksleikmaðurinn sem er valinn í æfingahóp landsliðsins sem leikmaður Tindastóls.
Meira

Rúnar Már kominn til CFR Cluj í Rúmeníu

Íslenski landsliðsmaðurinn og Skagfirðingurinn Rúnar Már Sigurjónsson hefur komist að samkomulagi við Astana um að rfita samningi sínum við félagið og hefur nú fært sig um set því í framhaldinu skrifaði hann undir tveggja ára samning við rúmenska stórliðið CFR Cluj sem hefur af og til leitt gæðinga sína fram á sparkvelli Meistaradeildarinnar í knattspyrnu.
Meira

Góður sigur gegn Völsungi

Lið Tindastóls og Völsungs mættust í Kjarnafæðimótinu í knattspyrnu í Boganum á Akureyri í gær. Það er skemmst frá því að segja að Stólastúlkur reyndust talsvert sterkari aðilinn og skoruðu tvö mörk í sitt hvorum hálfleik og lokatölur því 4-0.
Meira