Íþróttir

Ísak Óli hlýtur styrk úr afrekssjóði FRÍ

Þann 17. Maí úthlutaði Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) styrkjum úr afrekssjóði FRÍ. Tilgangur afrekssjóðs FRÍ er að styrkja það frjálsíþróttafólk sem hefur náð góðum árangri í sínum greinum, fyrir komandi keppnistímabil.
Meira

Ný störf hjá Golfklúbbi Skagafjarðar

Nú er Golfsumarið að fara af stað og er Golfklúbbur Skagafjarðar (GSS) í óða önn að undirbúa sumarið uppi á Hlíðarendavelli. Ný störf hafa verið sköpuð og hefur Atli Freyr Rafnsson verið ráðinn íþróttastjóri og Karen Owolabi verslunar- og þjónustustjóri.
Meira

Lið Varmahlíðarskóla í úrslit Skólahreysti

Lið Varmahlíðarskóla er komið áfram í úrslitakeppni Skólahreysti 2021 sem fer fram þann 29. maí næstkomandi.
Meira

Körfuboltabúðir Tindastóls 9.-13. ágúst á Króknum

Körfuboltabúðir Tindastóls verða haldnar dagana 9.-13. ágúst 2021 á Sauðárkróki. Búðirnar eru ætlaðar stelpum og strákum sem eru fædd árin 2005 til 2009. Á næstu dögum munu þjálfaranir sem verða í búðunum verða kynntir til leiks.Stefnt var að því að halda samskonar körfuboltabúðir í fyrra og var aðsókn framar vonum ... en að sjálfsögðu þurfti að fresta búðunum vegna Covid. Nú skal reynt á ný og hlakkar körfuboltafólk á Króknum til að sjá unga og spræka iðkendur mæta til leiks í ágúst.
Meira

Tveir Íslandsmeistaratitlar til Tindastóls í badminton

Íslandsmeistaramót unglinga í badminton fór fram á Akranesi um helgina þar sem 168 keppendur frá níu félögum öttu kappi í einliðaleik, tvíliðaleik og tvenndarleik í U11-U19. Í fyrsta sinn sendi badmintondeild Tindastóls keppendur á mótið, systurnar Júlíu Marín, sem spilar í U11 og Emmu Katrínu í U13 og náðu þær frábærum árangri.
Meira

ÍR liðið reyndist of sterkt fyrir Stólastúlkur

Tindastóll og ÍR mættust öðru sinni í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í Síkinu í dag. Breiðhyltiingar unnu fyrsta leik liðanna í liðinni viku nokkuð örugglega þó lið Tindastóls hafi bitið frá sér. Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram í fjögurra liða úrslit og það gerðu ÍR-ingar í dag. Lokatölur 39-68 og Stólastúlkur því loks komnar í sumarfrí eftir strembinn kófvetur.
Meira

„Við undirstrikum líka mikilvægi allra okkar leikmanna“

„Stelpurnar voru frábærar í leiknum. Liðsheildin var gjörsamlega mögnuð, ekki bara á leikdegi heldur alla vikuna,“ sagði annar þjálfara Tindastóls, Óskar Smári Haraldsson frá Brautarholti, í spjalli við Feyki eftir sigurleik Stólastúlkna gegn ÍBV í gær. „Það mættu 20 leikmenn á allar æfingar, mikil samkeppni í okkar hópi að vera í liðinu og teljum við það vera mikilvægan þátt í því að ná í góð úrslit.“
Meira

Slátrun aflýst?

Tindastólsmenn hófu leik í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í gærkvöldi en þá brunuðu þeir í Sláturhúsið í Keflavík og mættu hinu ógnarsterka liði heimamanna. Eitthvað hökt var á sláturlínunni, gestaskrokkarnir gáfu sig ekki jafn auðveldlega og vanalega og slátrun dróst á langinn – meira að segja sjónvarpsútsendingin hikstaði og þá er nú fokið í flest skjól. Já, Stólarnir komu semsagt baráttuglaðir til leiks og heimamenn mörðu sigur rétt áður en vaktinni lauk. Lokatölur 79-71.
Meira

Húnvetningar lágu fyrir Léttum á Hertz-vellinm

Lið Kormáks Hvatar spilaði í gær sinn fyrsta leik í 4. deildinni í sumar en þá heimsóttu Húnvetningar lið Léttra í Breiðholtinu. Léttir er b-lið ÍR en þeir voru léttir á því í gær og lögðu gestina í leik sem endaði 3-2. Ekki byrjunin sem Ingvi Rafn þjálfari KH hafði óskað sér en það er nóg eftir af mótinu og tími til að hala inn stig.
Meira

Tilfinningin er alveg hreint mögnuð!

Feykir náði í skottið á fyrirliða Stólastúlkna, Bryndísi Rut Haraldsdóttir frá Brautarholti, eftir sigurinn á Eyjastúlkum í dag. Bryndís átti frábæran leik í vörn Tindastóls, stjórnaði vörninni eins og herforingi og steig vart feilspor frekar en fyrri daginn. Bryndís var spurð hvort það væri gaman að vinna leik í Pepsi Max deildinni.
Meira