Lið KF fór með sigur í fjörugum nágrannaslag
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
07.03.2021
kl. 20.13
Tindastóll og Knattspyrnufélag Fjallabyggðar mættust í B-deild Lengjubikarsins á KS-vellinum í dag. Leikið var við skínandi fínar aðstæður en það voru gestirnir sem voru heldur sterkari aðilinn í leiknum en lið KF spilar í 2. deild en Stólarnir í þeirri þriðju. Jafnt var í hálfleik en eftir æsilegan kafla um miðjan síðari hálfleik fækkaði í liði Tindastóls og gestirnir náðu að landa sigri, 2-3.
Meira
