Jónsi hættir þjálfun Stólastúlkna
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
23.11.2020
kl. 11.34
Feyki barst nú í morgun fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Tindastóls en þar kemur fram að Jón Stefán Jónsson, annar þjálfara kvennaliðs Tindastóls sem tryggði sér í sumar sæti í efstu deild, hefur ákveðið að láta af störfum og mun því ekki þjálfa Stólastúlkur í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Jónsi býr með sinni fjölskyldu á Akureyri þar sem hann starfar sem íþróttafulltrúi Þórs sem sömuleiðis er með lið í Pepsi Max deildinni í slagtogi með grönnum sínum í KA.
Meira