Það var mikil stemning í kringum kvennafótboltann hjá Tindastóli síðastliðið sumar, liðið var í raun hársbreidd frá því að tryggja sér sæti í efstu deild, og stefnan er sett hátt í sumar. Tindastóll hafði fyrir nokkru samið við þrjár bandarískar stúlkur og þrátt fyrir undarlegt ástand í heiminum og vandamál með að ferðast milli landa þá er samkvæmt heimildum Feykis góðar líkur á því að þær Mur, Jackie og Amber komi til landsins nú um helgina.
Í eðlilegu ástandi hefði boltinn verið farinn að rúlla sem aldrei fyrr enda fyrsti leikur karlaliðs Tindastóls á laugardaginn eftir viku gegn Hetti/Hugin, samkvæmt upphaflegu plani. Stólastelpur áttu að hefja sitt tímabil í Mosfellsbænum gegn Aftureldingu 6. maí. Feyki lék forvitni á að vita hvernig staðan væri á fótboltanum hjá félaginu og lagði nokkrar spurningar fyrir Rúnar Rúnarsson, formann knattspyrnudeildar Tindastóls.
Feykir greindi frá því fyrr í mánuðinum að Körfuknattleiksdeild Tindastóls yrði með körfuboltabúðir á Króknum dagana 11.–16. ágúst 2020. Búðirnar eru ætlaðar körfuboltakrökkum á aldrinum 9-18 ára, bæði strákum og stelpum. Nú í vikunni hófst skráning í búðirnar á viðkomandi Facebook-síðu.
Almannavarnir hafa fengið ábendingar um aukna hópamyndun unglinga á leiksvæðum að kvöldlagi og segir á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að ástæðan sé líklega gott veður og þær jákvæðu fréttir sem hafa verið að berast af þróun mála er varðar afléttingu samkomubanns.
Þau tíðindi bárust út í dag að körfuknattleiksmaðurinn Nick Tomsick væri búinn að skrifa undir samning við körfuknattleiksdeild Tindastóls fyrir næsta tímabil. Tomsick lék með Stjörnunni í vetur en var undir stjórn núverandi þjálfara Stólanna, Baldurs Þórs Ragnarssonar, í Þór Þorlákshöfn tímabilið þar áður.
Þann 18. febrúar síðastliðinn greindist frjálsíþróttagarpurinn úr UMSS, Jóhann Björn Sigurbjörnsson, með Hodgkins eitlakrabbamein og hafa síðustu vikur farið í rannsóknir og undirbúning fyrir stífa lyfjameðferð sem hófst um miðjan mars. „Þetta er stórt verkefni sem ég þarf að takast á við og ætla ég að leggja mig allan fram við að klára það. Þar af leiðandi mun ég vera á hliðarlínunni við brautina í sumar, en við sjáumst þar síðar,“ skrifaði Jóhann á Facebooksíðu sína og þakkaði þann stuðning og hlýhug sem hann hafði notið frá vinum sínum. Feykir setti sig í samband við kappann og forvitnaðist örlítið um málið.
Körfuknattleiksdeild Tindastóls er ekki af baki dottin og kynnir nú Körfuboltabúðir Tindastóls sem verða haldnar á Sauðárkróki dagana 11.-16. ágúst næstkomandi. Búðirnar eru hugsaðar fyrir leikmenn á aldrinum 9-18 ára (fædda á árunum 2002-2011) og bæði drengi og stúlkur. Yfirþjálfari Körfuknattleiksbúða Tindastóls verður Baldur Þór Ragnarsson.
Að öllu eðlilegu væri úrslitakeppni Dominos deildarinnar í körfubolta í hámarki þessa dagana og félögin að fá tekjur inn í reksturinn sem þeim eru mikilvægar svo allt gangi eins og á að gera. En vegna Covid 19 verður tímabilið 2019/2020 ekki klárað og því enginn úrslitakeppni en fólk getur samt lagt sitt af mörkum og keypt sig inn á draugaleiki.
Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, leggur áherslu á að allt íþróttastarf eigi að liggja niðri á meðan samkomubannið er í gildi og segir á heimasíðu UMFÍ að borist hafi vísbendingar um að íþróttafólk félaga sé að stunda íþróttaæfingar úti í litlum hópum þrátt fyrir strangt samkomubann. Það finnst henni ekki til fyrirmyndar.
Fullyrðingar Kristins Hrafnssonar hjá Wikileaks um að auðmenn ráði öllu sem þeir vilji á Íslandi og að lögreglan hér á landi þjóni þeim standast enga skoðun. Nægir í því sambandi að benda á þann fjölda auðmanna sem rannsakaðir hafa verið af lögreglunni, sóttir til saka og sakfelldir frá bankahruninu haustið 2008. Enn eru slík mál í gangi í dómskerfinu meira en 16 árum síðar og verið árum saman. Vægast sagt ómaklega er vegið að lögreglunni í þessum efnum.
Undirritaðar brugðu undir sig betri fætinum og renndu á Krókinn í vor blíðunni til að sjá uppfærslu Leikfélags Sauðárkróks á farsanum Flæktur í netinu eftir Ray Cooney í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Fínasta útfærsla og skemmtileg kvöldstund.
1.maí hefur löngum verið dagur samstöðu, baráttu og vonar. Þetta er dagur verkalýðsins sem hefur lengi barist fyrir betri kjörum, styttri vinnudegi, mannsæmandi launum og auknu öryggi á vinnustöðum. En þessi dagur er líka áminning um að baráttan er ekki búin, hún heldur áfram í nýjum myndum, með nýjum áskorunum og nú á Kvennaári 2025 hefur hún aldrei verið mikilvægari.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!