Íþróttir

Klæjar í tærnar!

Nýlega kynnti knattspyrnudeild Tindastóls nýtt þjálfarateymi meistaraflokks karla í fótboltanum en þjálfari er Haukur Skúlason en honum til aðstoðar er Konráð Freyr Sigurðsson. Feykir sendi Hauki nokkrar spurningar og segir hann það leggjast vel í sig að taka við liði Tindastóls. „Ég hef ekki þjálfað núna í nokkur ár og get alveg viðurkennt að mig hefur alveg klæjað í tærnar stundum þegar ég hef verið að mæta á leiki hjá karla- og kvennaliðinu síðustu ár. Það er bara eitthvað svo geggjað að vinna fótboltaleiki þegar liðið hefur lagt vinnuna á sig – hrein gleði!
Meira

Hallgerður skrifar undir hjá Stólastúlkum

Samkvæmt heimildum Feykis hefur Hallgerður Kristjánsdóttir skrifað undir samning við knattspyrnudeild Tindastóls og mun spila með Stólastúlkum í Pepsi Max í sumar. Hallgerður er uppalin í Val en eins og stuðningsmenn Tindastóls muna þá kom hún að láni á Krókinn síðasta sumar og spilaði með liði Tindastóls fram í júlí en þá skaust hún í skóla til Hawaí – fór semsagt af einum hitabeltisstaðnum í annan! Já og svo er leikur á morgun...
Meira

„Þetta kemur allt í litlum skrefum“

„Já, sko páskafríið mitt byrjaði á því að ég fékk ælupest en ég ældi samt bara einu sinni þarna í byrjun frísins. Svo dagana eftir það var ég bara drulluslöpp og hélt að það væri bara eftir þessa ælupest. En ég sé núna að þarna var þetta allt bara byrjað að magnast upp,“ segir Eva Rún Dagsdóttir, 18 ára körfuboltastúlka í liði Tindastóls og nemi við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, þegar Feykir spyr hana út í pínu óvenjulega páskahelgi. Fríið endaði þannig að flogið var með Evu Rún suður á spítala þar sem hún var sett á gjörgæslu, enda hafði komið í ljós að hún var með blóðtappa í báðum lungum og blóðtappa í fæti sem náði í raun frá maga og niður fyrir hné.
Meira

FISK Seafood skaffar keppnisbúninga í staðinn fyrir þátttöku í umhverfisátaki

FISK Seafood hefur ákveðið að styrkja Knattspyrnudeild Tindastóls með því að bjóða öllum iðkendum yngri flokka félagsins merkta keppnisbúninga og upphitunartreyju þeim að kostaðnarlausu. Þetta kemur fram á heimasíðu UMFT.
Meira

Spánskir fyrir sjónir Kormáks Hvatar

Knattspyrnulið Kormáks Hvatar hefur undanfarin ár leitað sér liðsstyrks á Spáni með mjög góðum árangri. Skemmst er að minnast landnema á borð við markmanninn Miguel Martinez Martinez, sem enn veldur framherjum fjórðu deildar martröðum; varnarvitans Domi sem kom gríðarlega sterkur inn fyrir nokkrum árum og hefur nú ljáð Tindastóli krafta sína og svo sjálfs Marka-Minguez sem sló öll skorunarmet og þandi netmöskvana á þriðja tug sinna sumarið sem hann dvaldi nyrðra.
Meira

Þrymur í þriðju deild! - Smá samantekt um Knattspyrnufélagið ÞRYM

Þann 11. janúar sl. voru liðin 31 ár frá stofnun Knattspyrnufélagsins Þryms á Sauðárkróki en fyrir rúmu ári gerði Feykir þeim tímamótum skil að 30 ár væru liðin frá þeim viðburði. Fjölmargir tóku þátt í starfi félagsins fyrstu árin og minnast skemmtilegra tíma meðan allt var í gangi en á tíma voru reknar þrjár deildir innan vébanda þess. Upphaflegt markmið Þryms var að virkja óvirka knattspyrnumenn til iðkunar á íþróttinni, eins og kemur fram í meðfylgjandi texta en fljótlega var farið í stofnun körfuknattleiksdeildar og síðar glímudeildar, sem má segja að hafi verið eina barnastarf félagsins. „Þrymur í þriðju deild“ var kjörorð félagsins en keppt var alla tíð í 4. deildinni í fótboltanum.
Meira

Haukur tekur við meistarflokki karla hjá Tindastóli

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur ráðið Hauk Skúlason sem aðalþjálfara meistaraflokks karla en frá þessu er greint á heimasíðu Umf. Tindastóls. Hauki til aðstoðar verður Konráð Sigurðsson, fyrirliði mf. karla, sem mun vera spilandi aðstoðarþjálfari. Þeir Haukur og Konráð hafa stýrt æfingum liðsins það sem af er undirbúningstímabilinu og munu leiða liðið í baráttunni í 3.deildinni í sumar.
Meira

Konráð og Laufey valinn best

Uppskeruhátíð Tindastóls í fótbolta var haldinn nú á dögunum en vegna aðstæðna fór hún fram á annan hátt en vanalega. Konráð Freyr Sigurðsson var valinn besti leikmaðurinn hjá strákunum og sá efnilegasti Atli Dagur Stefánsson. Hjá stelpunum var Laufey Harpa Halldórsdóttir valinn best og Bergljót Ásta Pétursdóttir efnilegust.
Meira

Jamie McDonough hættur hjá Tindastóli

Í fréttatilkynningu frá knattspyrnudeild Tindastóls segir að komist hafi verið að samkomulagi við Jamie McDonough að hann láti af störfum hjá félaginu. Jamie starfaði sem þjálfari meistaraflokks karla og var yfirþjálfari yngri flokka hjá félaginu.
Meira

Takast á við verkefnið með jákvæðum huga

Á morgun áttu Stólastúlkur að spila síðasta leik sinn í Lengjubikarnum gegn góðu Fylkisliði. Að sjálfsögðu verður leikurinn ekki spilaður enda allt íþróttastarf stopp vegna fjórðu Covid-bylgjunnar sem slegið hefur á vorbrag og væntingar landsmanna. Feykir tók púlsinn á Guðna Þór Einarssyni, öðrum þjálfara Tindastóls, og grennslaðist fyrir um áhrifin sem ný og fersk Covid-pása hefði á undirbúning liðsins fyrir átök sumarsins.
Meira